Tíminn - 21.03.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.03.1965, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 21. marz 1965 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. rtitstjórar: pórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson F'ulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrlmur Glslason Ritstj.skrifstofur • Eddu- búsinu. slmar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti f. Af- greiSslusfmi 12323 Auglýsingasím! 19523 Aðrar skrtfstofur, sími 18300 Askriftargjald kr 90,00 á mán tnnanlands — f lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f Lán hjá framtíðinni Það er talin nokkuð örugg einkunn um gildi hverrar kynslóðar, hversu mikið gull hún leggur í lófa framtíð- arinnar. Á hinn bóginn er það giftuleysi að verða að taka lán hjá framtíðinni og skerða hlut ókominna kyn- slóða. Neyðar- og kreppuráðstafanir þær, sem lánlítil íhaldsstjórn hefur nú gripið til í miklu aflagóðæri, heyrir undir það síðarnefnda. Hún sker niður uppbyggingu framtíðarinnar í stað þess að takmárka stundareyðslu. Til slíkrar ráðstöfunar gætu að vísu verið frambærilegar forsendur, svo sem óáran, sérstök áföll eða áhrif heims- mála á hag landsins, en þær ástæður eru nú víðs fjarri. Það mun sjást einna bezt, hversu ógæfusamlegt það er að taka nú kreppulán úr sjóði framtíðarinnar með því að skera niður opinberar framkvæmdir um fimmtung, ef litið er á skólamál landsins. Fáar þjóðir Norður- álfu eiga eins mikið ógert í skólabyggingum og íslend- ingar, enda byrjuðu þeir öldum á eftir öðrum. Skólar landsins eru margsetnir, fjöldi unglinga verður að hverfa frá fullskipuðum héraðsskólum í dreifbýlinu. Skólar fyrir tækni og vísindi að mestu óbyggðir. Samt er það viðurkennd staðreynd, að gengi þjóða í framtíðinni fari eftir því, hversu vel unga fólkið sé ' menntað, hversu séð' sé fyrir tæknikunnáttu og vís- indum. Að draga af sér við þá uppbyggingu er að klippa spotta af líftaug þjóðarinnar í framtíðinni. Að brenna viði þessum til stundareyðslu er afbrot við framtíðina, lántaka úr þessum framtíðarsjóði er eins og að kaupa sér brennivínsflösku fyrir s’kólagjöld barna sinan. Um allt land bíða menn eftir skólabyggingum. Nauð- svnlegt er talið að byggja sex-sjö nýja héraðsskóla og bæta miklu við hina eldri. Verknáms- og tækniskóla þarf að byggja hvern af öðrum. MenntaskóJa þarf að byggja og auka hina eldri. Fjárhæðir þær, sem Alþingi hafði ætlað til þessara hluta voru sízt of miklar. Víða hafa sveitarstjórnir lagt fram stórfé til skólabygginga út á lögákveðnar en ókomnar greiðslur ríkisins. Nú verða þær greiðslur skertar. Það er fráieitt, sem mennta- málaráðherra hefur haldið fram, að framlög ríkis til skóla bygginga hafi verið stóraukin síðustu ár. Þau hafa raun- verulega minnkað miðað við þörfina, sem skapast við fjölgun þjóðarinnar, stórauknar og nýjar ki-öfur tímans um menntun og nauðsyn framtiðarinnar. í skólamálun- um mátti allra sízt draga úr átaki þjóðarinnar fyrir fram- tíðina. Það hefnir sín grimmilega síðar Nú eru skólabyggingar, sem hafnar voru eða ráðgerð- ar um land allt í hættu, og áætlanir héraða og sveitar- félaga um þær skertar á þessu ári. Vandi skólamálanna, sem var ærinn fyrir, hefur enn vaxið að mun. Akureyri Það hefur verið sagt um vissa persónu, að hún faðmi þann, sem hún sé að vinna tjón. Ekki er ólíklegt, að ýmsum hafi dottið þetta í hug ,þegar þeir lásu forystu- grein í Mbl. þar sem látið var í ljós mikill áhugi á eflingu Akureyrar. Mbl vinnur nefnilega ekki aðeins að þvi að koma í veg fyrir, að stóriðjufyrirtæki rísi upp í nánd við Akureyri, ef úr byggingu þess verður heldur stvður það nú öfluglega þá innflutningsstefnu, sem er að lama og eyðileggja mikinn hluta iðnaðarins, sem einkaframtakið hefur byggt upp á Akureyri. TÍMINN Veldur gervíleður du Pont bylt- ingu á sviði skógerðarinnar? Nýr árangur mikils rannsóknastarfs du Pont-hringsins Risafyrirtækið du Pont er ellefta stærsta fyrirtæki í Bandaríkjunum. Ársveltan nemur um 112 milljörðum ísl. króna og ágóðinn er 18—19 milljarðar. Fastir starfsmenn eru um 100 þúsund að tölu. Fyrirtækið hefur því góð efni á að gera tilraunir og auk þess fullan vilja til þess og ræður yfir mikilli kunnáttu og hæfni. Þetta er fjölskyldufyrirtæki og ráðamennirnir bera sama nafn og forfeður þeirra, sem komnir voru frá Frakklandi, en hófu púðurgerð vestra, þeg- ar Bandaríkin voru enn ung og fátæk. Bandaríkin hafa stöð ugt eflzt og aukizt og eins hef- ur farið fyrir du Pont. Auðs uppsprettan er ekki iengur púð urgerð, heldur vald yfir efna- iðnaði og víðtækar fjármálaað- gerðir. Fyrirtækið á t. d. óhemju mikið af hlutaforófum í General Motors, stærstu bif- reiðaverksmiðju heims. Samkv. bandarískum lögum um varn- ir gegn hringamyndun, var du Pont gert skyit að selja þessi hlutabréf, en um svo mikið af hlutabréfum var að ræða, að ákveðið var, að salan færi fram á nokkruin árum, til þess að hún ylli ekki snöggu verð- hruni, sem torvelt var að sjá fyrir, hvaða afleiðingar kynni að hafa. Nyion er ættað frá du Pont, eins og dacron og fleira af því tagi og nú síðast corfam, gervi- leður. Hvert sinn, sem kona kaupir nylonsokka, fær du Pont til dæmis sinn hlut. Hann er að vísu Iítill, en kon urnar í heiminum kaupa líka mörg pör af sokkum. f eftirfarandi grein er því nokkuð lýst, hve mikið rann- sóknarstarf og kostnaður Iigg- ur í vali þeirra gerviefna, sem du Pont hefur haft forgöngu um að finna og valda nú ger- breytingu á mörgum sviðum. SKINNNOTKÚN mannanna er jafn gömul menningunni. Menn hafa fengið skinn til skæða, klæðis og skjóls af naut peningi og öðrum dýrum. En nú getur fólk fengið skó úr tilbúnu leðri, sem komið er í bókstaflegri merkingu úr gler- rörum og tilraunaglösum í efnarannsóknastofum. Undanfarinn var fimmtán ára starf í efnarannsóknastof- um. Búið var að verja mörg hundruð milljónum króna til rannsóknanna, þegar fyrstu sex metrarnir af gervileðri urðu loksins til og boðuðu byltingu. Eggjahvítuefni er hráefnið i náttúrulegu skinni, sem er þannig að gerð, að það er mjúkt og allt að því svamp kennt innst, en verður þess seigara og þéttara, sem utar dregur. Skinn er alsett örsmá- andað.” Raki getur þrýst sér „andað. Raki getur þrýst sár út innan frá, en leiðin inn er mjög torveld utan frá. I NÁLEGA heila öld hefur efnafræðinga dreymt um að líkja eftir skinni Tilbúningur nnn............amwMm margra plastefna hefur hert á þessum tilraunum. Á tilrauna- stofum du Pont var farið að hugsa um leðurtilbúning í al- vöru á fjórða tug þessarar ald- ar. Tilraunirnar lágu svo niðri vegna stríðsins árin 1941— 1946, en þá var tekið til við þær að nýju. Árið 1955 var starfið svo vel á veg komið, að sýnt þótti, að lausnin væri í nánd. Og árið 1960 var þraut- in loksins unnin og fyrstu sex metrarnir af tilbúnu leðri voru orðnir til. Ef starfseminni hefði verið hætt daginn, sem vélarnar skil uðu fyrstu sex metrunum, hefði kostnaðarverðið numið um 50 milljónum ísl, króna á meterinn. En fyrirtækið du Pont jók framlag sitt. Reist var tilraunaverksmiðja þar sem efnafræðingar og tækni- menn áttu að læra að fram- leiða corfam í verksmiðju, svo að síðar yrði unnt að reisa raunverulega verksmiðju, sem hentaði til framleiðslunnar. Hana er nú búið að reisa og starfrækslan hafin. Glerrör og tilraunaglös í rannsóknastofu eru æði fjarlæg verksmiðju og þar henta allt aðrar aðferðir. ÁRIÐ 1960 ver sem sagt bú-. íð að framleiða efni með flest- um eiginleikum náttúrulegs leðurs. Það var til orðið með blöndun efna, en var eigi að síður úr garði gert eins og leður að því leyti, að innst var það mjúkt, en seigara og þéttara þess nær sem dró yfir- borðinu. Þá er það einnig al sett örsmáum göngum, sem þáð getur andað með. Á snepli á stærð við venjulegt frímerki eru 150 þús. slík göt. Verksmiðjur du Pont veita ekki miklar upplýsingar um framleiðslu sína, en aðferðun- um við framleiðslu corfam var þó haldið betur lej'ndum en flestu öðru. Fleiri hafa reynt að framleiða gerviskinn og framleiðandi einn í Þýzkalandi gerir sér til dæmis vonir um að geta sent sína framleiðslu á markaðinn í vor. Upplýsingar liggja því ab sjálfsögðu ekki fyrir um fram- leiðslu corfam, en töluvert er þegar vitað um notagildi þess. SKÓR úr corfam hafa verið notaðir í tilraunaskyni allt frá því að fyrstu sex metrarnir urðu til. f fyrstu var launung- in svo mikil, að stjórnendum fyrirtækisins leyfðist einum ;.ð ganga á slíkum skóm. Kvart- anir þeirra um þrengsli skónna voru algert trúnaðar- mál. En brátt voru tilrauna kvíarnar færðar út. Hjúkrun- arkonum, framreiðslustúlkum. póstþjónum, lögregluþjónum og öðrum, sem þreyta mikinn gang, voru fengnir corfam- skór til þess að ganga á. Engan notendanna grunaði, að skórnir væru úr jafn ný- stárlegu efni og raun var á. Umsagn.r notendanna um skóna voru skráðar og settar á gataspjöld. Kom þá fram, að notendunum féll yfirleitt vel við corfam-skóna. Þeir höfðu til dæmis komizt að raun um, að ekki þurfti að bera á þá skóáburð eða bursta þá. Nægi- legt var að þurrka af þeim með klútrýju til þess að halda ■ þeim gljáandi. OG SKÓRNIR héldu lagi sínu óbreyttu. Að þeirri raun komst neytendablað eitt í Bandarikjunum, en það gekkst fyrir sjálfstæðri athugun með al notendanna. Þrengi skórn- ir að fætinum þegar þeir eru keyptir, hljóta þeir að halda áfram að þrengja að alla tíð, stendur í neytendablaðinu, og bætt er við, að þeir stigist ekki á sama hátt og skór úr nátt- úrulegu leðri, sem lagar sig eftir fætinum. Sagt er, að þeg- ár búið sé að hlaupa á skón- um viðlíka vegalengd og fram og aftur milli Parísar og Mos- kvu geti skeð að þeir breyti lagi sínu eftir fætinum, eins og skór úr náttúrulegu leðri gera fyrstu vikurnar, sem þeir eru notaðir. Þessi staðreynd veldur stund um nokkrum ugg meðal fram- leiðendanna. Þegar skór eru keyptir verður að gefa mjög náinn gaum að því, hvernig þeir falli að fætinum. Ef þeir eru þá þægilegir á fæti verða þeir það alla tíð. Þrengi þeir hins vegar að, halda þeir alltaf áfram að gera það. Þarna er enginn meðalvegur. ÞEGAR corfam skór komu á markaðinn var fullyrt, að ekk- ert annað efni hefði verið rannsakað jafn nákvæmlega áð ur en sala var hafin. Séu vinnu stundir á rannsóknarstofunum lagðar sama og allt tínt til, svarar tilraunastarfið til alls starfs eins manns í tvær ald- ir. Corfam-skór eru ekki ódýr- ir. Þeir komu á markaðinn s. 1. haust hjá vönduðustu skó- verksmiðjum, og voru sérlega vel gerðir og snotrir að sjá. En þeir eru dýrir. Corfam er selt skóverksmiðjum á sama verði og dýrasta leður, sem þekkist. Það getur aldrei orf ið dýrara en það nú er, en það getur lækkað í verði, sagði yfirmaður söludeildar du Pont í Evrópu. Þegar fréttaritari frá þýzku vikublaði spurði hann um verðið. Og hvað segja svo forustu- menn leðuriðnaðarins um þessa nýju samkeppni? Þeir hafa hafið mikla auglýsinga- herferð til þess að lofsyngja hið náttúrulega skinn, bæði í Bandaríkjunum og Þýzkalandi. Síðan í haust hefur verið var- ið yfir 60 milljónum króna (ísl) til auglýsinga í Banda- ríkjunum einum. CORFAM skór mega ekki verða ódýrir og du Pont stefn ir að því, að leggja undir sig sem svarar hálfri milljón af þeim tíu milljónum ferkíló- metra skinns, sem notaðir eru í Bandaríkjunum á ári, þegar allt dýraskinn er lagt saman. Gervileðrið nær til fleiri hundr Framhald á 14. sí®u

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.