Alþýðublaðið - 22.03.1956, Síða 7
Fimmtudagur 22, marz 1956.
Alþý5ubla5ÍS
(Frh. af' 4. síðu.)
móti mörgum gestum og á skrif
stofu hans eru allir velkomhir
og þarf ekki annarra útúrdúra
við, en að dyravörður nefni nafn
þeirra.
. Þegar Rauðliðar settust að í
Vínarborg 1945 fóru flokks-
bræður núverandi forseta Aust-
urríkis fram á það, að hann gerð
ist borgarstjóri, en það lá í aug-
um uppi, að slíkt yrði, eða gæti
orðið ærnum vanda bundið;
hann vildi ekki skerast úr leik
og varð brátt einn allra vinsæl-
asti borgarstjórinn, sem „borg
listanna" nokkru sinni hafði
eignazt; og það var ástin
á föðurlandinu, sem gerði það
að verkum, að Theodor Körner
lét til leiðast að bjóða sig fram
til forsetaembættis, því fátt var
honum fjær skapi en það, að
sækjast eftir mannvirðingum.
(Lögberg)
f
(Frh. af 5. siðu.)
liafði unnið það verk, sam-
kvaomt skipun Stalíns, var Jes-
jov borinn sömu sökum og Ja-
goda, handtekinn, Bería settur
í hans stað og látinn hefja víð-
tæka hreinsun innan leynilög-
reglunnar, sem hófst með af-
töku Jesjovs. Hins vegar gat
Krústjov ekki um framhaldið,
— örlög Bería og hverjir stóðu
að þeirri hreinsun, er fram-
kvæmd var í sambandi við af-
töku hans.
Þá kvað Krústjov sierkar lík-
ur fyrir því, að Stalín hefði sjálf
ur látið myrða Sergei Khirov,
flokksforingja í Leningrad
1934, en síðast notfært sér það
morð til að ryðja fjölda sam-
starfsmanna sinna úr vegi.
Serge Ordjonikitzi, sem var
Georgíumaður eins og Stalín,
naut þó þeirra forréttinda, að
hann mátti velja um að vera
tekinn af lífi eða ráða sig sjálf-
i;r af dögum. „Hann valdi síðari
kostinn og. hlaut viðhafnarjarð-
arför“, sagði Krústjov.
Uppáhaldsorð Stalíns, þegar
hann sendi aftökuskipanir í dul
málsskeytum var, að viðkom-
andi skyldi „líkamlega afmáð-
ur“. Því sem næst þrír fjórðu
hlutar fulltrúa á 17. flokksþing-
inu voru „líkamlega afmáðir“!
ÞAR SEM' MJALTAKONAN
RÆÐUR JAFN MIKLU UM
STJÓRN LANDSINS OG
STALÍN SJÁLFUR.
Nokkrir áheyrenda Krústjovs
eru sagðir hafa spurt, hvers
vegna framámenn flokksins
hefðu látið slíka svívirðu við-
gangast, og svaraði Krústjov
þá; „Hvað gátum við aðhafst.
Við vorum undir vargeinræði.
Það þurfti ekki meira til þess
að maður væri af lífi tekinn,
en það, að Stlín félli ekki augna
tillit manns)"
„SEGIÐ. ÞIÐ KERLING-
: UNNI . . .“
Þá viðurkenndi Krústjov og
staof-esti þá sögu, að Stalín hefði
verið svo illa við Krupskaju,
ekk.ju Lenins, að hann hefði
sagt, að ef hún héldi áfram að
tala illa um hann, skyldi hann
sjá svo um, að það yrði opinber-
lega tilkynnt, að hún hefði
aldrei verið kona Lenins, — og
FÉLA6SLÍF
SUNDDEILD K.R.
Æfingar í kvöld í Sundhöl!-
inni á venjulegum tímum kl.
7 og 7,30.
Stjórn'm.
FIH gengur í alþjóðasambaní
hl
a
Aðalfundur félagsins í fyrradag.
FÉLAG ÍSLENZKRA HLJÓÐFÆRALEIKARA hélt aðaí-
i'und sinn í fyrrakvöld. Formaður var kjörinn Gunnar Egiis-
son. Félagið samþykkti að ganga í alþjóðafélag liljómlistar-
manna. Tilboð frá stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar er nú <11
athugunar hjó félaginu og verður samningafundur fyrir hádcgi
í dag.
í stjórn voru kjöi’nir, auk*
Gunnars Egilssonar, Björn R,
Einarsson ritari og Vilhjálmur
Guðjónsson gjaldkeri. í vara-
stjórn voru kjörnir: Þorvaldur
Steingrímsson og Aage Lor-
ange. í félaginu eru nú 120 með
limir, bæði jazzleikarar og aðr-
ir.
Félagið hyggst ganga í al-
þjóðasamband hljómlistar-
nianna (IFM) og telur félagið
aðstöðu þess munu verða miklu
tryggari við það.
INNKAUPASTOFNUN
Félag íslenzkra hljóðfæraleik
ara rekur innkaupastofunn fyr-
ir félaga sína, sem kaupir inn
öll hljóðfæri og varahluti fyrir
félagsmenn. Fá þeir allt slíkt
við innkaupsverði.
Þá hvggst félagið gefa út
blað innan félagsins, sem mun
flytja fréttir um það helzta.,
sem gerist innan starfssviðs fé-
lagsmanna.
fá einhverja aðra konu til að
gerast ekk.ja hans!
Margt var það fleira, sem
ræðumaður fann Stalín sáiuga
til foráttu, og var lítt orðið eftir
af ljóma hins ástsæla leiðtoga,
þegar ræðu hans lauk. Og undir
lokin klykkti hann svo út með
þessari sögu.
DANSAÐU, KHOKOL!
Stalín hafði í hyggju að „af-
má líkamlega“ þá Krústjov,
Molotov og fleiri af helztu for-
ustumönnum flokksins. Og það
var eitt sinn, er móttökuveizla
var haldin fyrir erlenda stjórn-
málaerindreka, að Stalín. kall-
aði á Krústjov: „Dansaðu, Kho-
kol!“ hrópaði Stalín, — en Kho-
kol er niðurlægjandi aukanefni
á Ukrainubúum, — „Dansaðu
Khokol, dansaðu gopaken!“ En
gopaken er afar erfiður rúss-
neskur dans, og var það vitan-
lega hin mesta niðurlæging fyr-
ir jafn feitan og aldraðan mann
og Krústjov að dansa hann í
viðurvist hinna erlendu höfð-
ingja. „En ég varð vitanlega að
dansa“ sagði Krústjov.
Nú veit hann sig. ekki þurfa
að dansa lengur ....
Fulftrúaráðsfund-
Vegna ókunnugra vil ég
gjöra stutta athugasemd við
sigurfréttir kommúnista í Þjóð
viljanum 20. þ. m.
Á aðalfundi Verkalýðsfélags
Borgarness 18. þ. m. bað Jónas
kaupmaður Kristjánsson um
orðið og talaði um samfylkingu
að venju. Að ræðu sinni lok-
inni bar hann fram tillögu þá,
er varð Þjóðviljanum efni til
sigurfréttanna. Enginn vildi
eiga orðaskipti við kaupmann-
inn, og' var tillagan þá borin
upp til atkvæða, og greiddu
henni tveir fundarmenn at-
kvæði, auk tillögumanns. Aðrir
fundarmenn létu ekki málið til
sín taka.
Geta má þess, að Jónas hefur
verið plága á flestum fundum
í Borgarnesi síðustu 20 árin, og
gjöra flestir að skyldu sinni að
láta málflutning hans afskipta-
lausan.
Ingimúndur Einarsson.
Fí
f-f
boðaðir á fund.
A VEGUM stjórnar Banda-
lags íslenzkra skáta, er boðað
til fundar í kvöld, fimmtudag-
inn 22. marz, með öllum (kon-
um og körlum), sem einhvern
tíma hafa verið í skátafélagj og
eru minnst 23 ára að aldri.
Fundurinn verður í Skátaheim-
ilinu við Snorrabraut og hefst
kl. 21. Rætt verður m. a. um
að stofna félagdeild með þessum
,,gömlu“ skátum.
Allir „gamlir“ skátafélagar
velkomnir.
Iðnrekendur
unnn a
Framhald af 1. síðu.
IIEFÐU GETAÐ
UNNIÐ FUNDINN
Eins og Alþýðublaðið skýrði
frá í gær, greiddu aðeins 20 til-
lögu kommúnista atkvæði, en
eins og einni§ var skýrt frá. í
blaðinu í gær, höfðu 25 fulitrú-
ar verkalýðsfélaga á Akureyri
mótmælt áformum ASÍ með
undirskrift sinni. Hefði því
verið auðvelt fyrir þá að félla
tillögu kommúnista ef þeir
hefðu vitað að aðrir en með-
limir fulltrúaráðsins hefðu at-
kvæðisrett, en þar eð þeir vissu
ekki að svo væri, mættu aðeins
18 þeirra á fundinum. Tölurnar
sýna hins vegar mæta vel. að
kommúnistar eru hér í.algerum
minnihluta með áform sín.
B.S.
(Frh, af 8 síðu.)
Fundir ársþingsins hafa til
þessa verið mjög vel sóttir og
almennur áhugi ríkt hjá fund-
armönnum um dagskrármálin.
Næsti fundur ársþings iðn-
rekenda verður í Þjóðleikhúss-
kjallaranum í dag (fimmtudag-
inn 22. marz) og hefst kl. 1 Vz
e. h.
Á þessum fundi munu rædd-
ar tillögur viðskiptamálanefnd-
ar, sýningarnefndar og vinnu-
málanefndar.
Að fundarstörfum loknum,
kl. 5—7, munu fundarmenn
þiggja veitingar í Þjóðleikhúss-
kjallaranum í boði Ingólfs
Jónssonar iðnaðarmálaráðherra
Jónssonar iðnaðarmálaráðh.
afhendir Irúmð-
Húsráðendur
Blaðamaim við Alþýðublaðið vantar 2—3ja herbergja
íbúð nú þegar eða frá og me& 14. maí. FyrirframgreiðsSa,
e£ óskað er. Upplýsingar í síma 80277 eftir kl. 2 í dag.
I.R. - Arshafíðin
verðm- að Röðli laugradaginn 24. marz næstk. -
Borðhald hefst klukkan 6, dansinn kl. 9.
SKEMMTIATRIÐI.
Tilkynnið þátttöku sem fyrst til Magnúsar E.
Baldvinssonar, Laugavegi 12 eða í ÍR-húsið.
Stjómin.
Peningabudda fundin
neðarlega á Laugavegi. — Vitjist í auglýsingaskrif-
stofu Alþýðublaðsins.
Tilkynning
Nr. 9, 1956.
Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið nýtt hámarks-
verð á smjörlíki, sem hér segir:
Niðurgreitt Óniðurgreitt
Heildsöluverð kr. 5,17 kr. 10,00
Smásöluverð kr. 8.00 kr. 11,00
Söluskattur og framleiðslusjóðsgjald er innifalið í
verðinu.
Reykjavík, 21. marz 1956.
Verðlagsstjórinn.
aaaa«aaaa<aaa*aS'eiaa«iflaul1«Wi
lagólfscafé.
Ingólfscafé.
Dansleiku
í Ingólfscafé í kvöld kl. 9.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8. — Sími 2826,
liaiiniiii*iaiH«iiiii jMaMiiiiiiiiiiiiiiaiiaiaiiaiif aaaiaiasaaflflflaaiiiiiji
HINN 14. marz sl. tók Ólafur
ríkisarfi Noregs við trúnaðar
bréfi Bjarna Ásgeirssonar sem
ambassadors íslands í Noregi,
Vegir skemmast
vegna leysinga.
FÁSKRÚÐSFIRÐI, 10/3 1956.
TÍÐ hefur verið hér heldur
slæm undanfarna daga." Óveð-
ur með stöðugum rigningum.
Snjólaust er með öllu upp und-
ir miðjar hlíðar og alauð jörð.
Hafa vegir nokkuð skemmzt
vegna levsinganna.
Bátar þeir, sem gerðir eru
héðan út í vetur, eru nú hættir
með línu og er verið að undir-
búa þá á netjavertíð. Afli í síð-
ustu veiðiferðum var heldur
tregur.
Lítið er hér heima um sjó-
menn og eru 4 Færeyingar á
öðrum bátnum, er það Ingjald-
ur. SIG. H.
AFMILI
60 ára er í dag frú Soffía Þ.
Beck frá Litíu-Breiðuvík, til
heimilis að Suðurgötu 31, Kefla
vík,
SKIPAUTGCRO
RIKISINS
„Hekla" i
vestur um land til Akurerar
hinn 28. þ. m. Tekið á móti
flutningi til áætlunarhafnar á
morgun og árdegis á laugar-
dag.
„Oddur" f1|
fer til V estmamiaey j a á
morgun. Vörumóttaka dag'-
lega.
iSið AiþfM