Alþýðublaðið - 28.03.1956, Blaðsíða 2
w
AlþýðublaSáð
Miðvikudagur 28. marz 195®
Þrótimikið og fjölbreyi) sfarf
AÐALFUNDIR slysavarna-
deildanna á Akranesi hafa ný-
lega verið haldnir.
Slysavarnadeildin ,,Hjálpin“
hélt aðalfund sinn 18. marz í
Hótel Akranes. Miklar umræð-
ur urðu um slysavarnamál. Mik
il eining var á fundinum og ein
kenndist hann af áhuga manna
fyrir því, að vinna slysavarna-
hugsjóninni með sameinuðum
kröftum. Fundurinn sendi Gísla
J. Johnsen frá Vestmannaeyj-
um skeyti og þakkaði honíim
veglyndi hans og rausn í garð
slysavarnanna og árnaði honum
heilla í tilefni af nýliðnu af-
mæli hans. Þá sendi fundurinn
slysavarnadeildinni „Iiappa-
sæl“ í Meðallandi kveðju og
þakkir í skeyti fyrir afrek
hennar í björgunarmálUm. For-
maður deildarinnar, JÞorvaldur
Ellert Ásmundsson útgerðar-
maður, sem verið hefur formað
ur hennar undanfarin ár, baðst
undan endurkosningu vegna
mikilla anna. í hans stað var
kosinn Sveinn Guðmundsson
rafvirki. Sveinn stundaði lengi
sjó og var einn þeirra, sem tók
þátt í björgun skipverja á „Jóni
forseta11, er fórst á Stafnestöng-
um 1928. Ritari og gjaldkeri:
Elías Guðjónsson kaupm. og
Arnór Sveinbjörnsson kaupm.,
voru báðir endurkjörnir. 6 full-
trúar voru kosnir á landsþing
slysavarnafélagsins. Bj örgunar-
sveit deildarinnar var að
nokkru endurskipulögð. Eru í
henni samtals 32 menn. For-
maður hennar er, eins og áður,
Axel Sveinbjörnsson forstjóri,
og Níels Kristmanhsson bók-
haldari varaformaður. Skráðir
félagár í deildinni eru á sjötta
hundrað. Hét fundurinn því, að
vinna að því að ná öllum karl-
mönnum í deildina, sem búsett-
ir eru í bænum. Félagsgjald var
hækkað upp í 10 krónur.
17. marz hélfbarna- og ung-
lingadeildin „Litla höndin“ að-
alt’und sinn í barnaskólahúsinu
á Akranesi. Mun hún langfjöl-
mennasta unglingadeild slysa-
varnafélagsins í landinu. Er sá
háttur á hafður, að börnin ger-
ast meðlimir hennar um leið og
þau eru skírð, undantekningar-
iaust. 112 börn, flest fædd árið
1955, voru formlega boðin vel-
komin í deildina á fundinum.
Fundurinn var mjög fjölmenn-
SAMTÍNINGUR
jFIMM ógefnar glæsikonur í Am
eríku hafa valið 10 ókvænta
rnenn, sem þær telja éftirsókn
arverðasta í Bandaríkjunum:
Þeir eru þessir: Marlon Bran-
do, Joe Di-Maggio, Tyrone
Power, Adlai Stevenson for-
setaefni, leiltarinn Phil Silvers,
útvarpsstjarnan Mel Allan,
körfuboltaleikarinn Johnny
Podres og málfáerslumaðurinn
Greg Bautzer og auk þeirra
voru tilnefndir Frank Sinatra
og -dansarinn Gehe Nelson, en
beir gengu þó í hjónaband, svo
r'ð þeir voru úr leik.
CSV'O BAR VIÐ á uppboði á
sveitabæ í Svíþjóð, að gylta,
sem verið var að bjóða upp,
fór að bera. Hækkaði verð
hennar jafnt og þétt eftir því
sem grísunum fjölgaði hjá gylt
unni. Og þegar hún bar tólfta
grísinum var verðið komið
i «pþ í 1000 sænskar krónur.
ur. Umsjónarmaður Litlu hand-
arinnar er Hjálmar Þorsteins-
son kennari, en vérndafi henn-
ar frá stofnun 8. febr. 1948 hef-
ur verið Níels Kristmannsson.
Sóknarprésturinní séra Jón M.
Guðjónsson, var á fundinum og
ræddi við börnin um þjónustu-
hugsjón slysavarnanna. Umsjón
armaður hvatti þau til árvekni
og trúmennsku í málefnum
Slysavarnafélagsins. — Börnin
kusu að venju stjórn deildar-
ínnar úr sínum hópi. Skipa
hana: Svana Þorgeirsdóttir for-
maður, Sigurbjörg Halldórsdótt
ir ritari, Halldóra Hákonardótt
ir gjaldkeri, Ólöf Sigurðardótt-
ir, Sigríður Kristjánsdóttir, Sól-
veig Auður Friðþjófsdóttir, Val
ur Jónsson, Kristinn Guðmunds
son, Guðmundur Kristinsson.
Börnunum voru sýndar tvæ'r
stuttar kvikmyndir, sem skrif-
stofa slýsavarnafélagsins sendi
deildinni.
Kvennade.ild slysavarnafé-
lagsins á Akranesi hefur iyrir
nokkru haldið aðalfund sinn og
kjörið fulltrúa á landsþing.
Stjórn hennar skipa: frú Ragna
Jónsdóttir foi’maður, Helga Guð
jónsdóttir ritari, Gíslína Magn-
úsdóttir gjaldkeri, Dóra Erlends
dóttir, Sigurlaug Sveinsdóttir.
Deildin t'elur rúmar 500 félags-
konur og starfar með miklum
dugnaði.
Heildartekjur kvennadeildar
innar voru á árinu rúmlega 20
þús. krónur, sem aflað ér auk
félagsgjaldanna, með hluta-
veltu og bazar. Auk 15 þús. kr„
sem deildin greiddi til Slysa-
varnafélags íslands, gaf hún 10
þús. kr. til kaupa á sjúkraflug-
vél og 5 þús. kr. til kaupa
á ljóslækningalampa handa
sjúkrahúsinu á Akranesi, og á
13 þús. kr. í sjóði. Auk umræðu
funda heldur deildin jafnan
einn skemmtifund í mánuði.
Einnig fara félagskonur eina
eða fleiri, lengri eða skemmri
hópferðir á ári hverju.
Segja má með sanni, að hér
er almennt mikill og vaxandi
áhugi fyrir slysavörnum, þótt
konurnar beri af um fórnfýsi
og dugnað í þeim málum. Það
er heldur engin tilviljun, því
enginn skilur það eins vel og
eiginkonan, móðirin, dóttirin
eða systirin, sem eig'a sína nán-
ustu á hafinu á ægilcgustu
stundum hættunnar, hvers virði
öruggar slysavarnir cru.
BARNASAGA — 27
BATRCt
eftir
Mary du Morgan
s
$
s
s
s
s
s
s
I
s
5,
Selfosskirkja vígð á sunnudag
SELFOSSI í fyrradag. |
SELFOSSKIRKJA var vígð
síðastliðinn sunnudag, pálma-
sunnudag, af herra taiskupi Ás-
mundi Guðmundssyni að við-
stöddum 17 skrýddum prestum
auk mikils fjölrnennis utan og
innansóknar fólks. Veður var
hið fegursta.
Vígslan hófst með skrúð-
göngu ráðamanna og starfs-
m'anna kirkjunnar ásamt hinum
skrýddu prestum. Gengið var
úr kapellu kirkjunnar undir kór
hennar og' meðfram kirkjunni
ánnars vegar, síðan milli raða
fólksfjöldans, er saman safnað-
ur var fyrir aðaldyrum, og síð-
an gengið í kórinn sem venja er
til. Bornir voru í skrúðgöng-
unni hinir kirkjulegu helgigrip-
ir, og þar afhentir biskupi fyrir
altari.
Þá hófst vígsluathöfnin, og
fór hún einkar hátíðlega og
virðulega fram.
30 manan kór annaðist kirkju
sönginn undir stjórn hins nýja
organista, hr. Guðmundar Gils-
sonar, er hingað réðist á sl.
hausti sem skólastjóri hins ný-
stofnaða Tónlistarskóla.
Er það eitt af höppum safnað-
arins að fá svo ágætlega tón-
menntaðan mann til stjórnar
kirkjusöngsins við hina nýju
kirkju, þegar frú Anna Eiríks-
dóttir organisti óskaði eftir að
láta af starfi eftir ötult og giftu
samlegt starf um margra ára
skeið við hin erfiðustu skilyrði.
Sóknarpresturinn, séra Sig-
urður Pálsson, prédikaði við
vígsluna og tók síðan til altaris
viðstadda presta og fleira fólk.
Öll þessi hátíðlega athöfn mun
verða viðstöddum minnsstæður
atburður, enda langþráð stund
að kirkja risi af grunni í þessu
ört vaxandi byggðarlagi til
mannbóta og blessunar fyrir
andlegt líf fóíksins.
Margar góðar gjafir bárust
við þetta tækifæri, en stærstar
og mestar frá kvenfélagi stað-
arins, og munu gjafir þær, ér fé-
lagið hefur látið af hendi rakna
til kirkjunnar, nema við vígslu
hennar tugum þúsunda.
Öllum kirkjugestum og öðr-
um var að vígslumessu lokinni
boðið til kaffidrykkju í Hótel
Selfoss og þar veitt af rausn.
Margar ræður voru þar fluttar
af heimamöhnum ö'g géstum, og
árnaðaróskir fram bornar og'
gjafir þakkaðar.
Að því loknu var aftur geng-
ið til kirkju, og hófst messa aft-
ur kl. 6. Prédikun flutti séra
Bjarni Jónsson vígslubiskup.
Altariþsjónustu fyrir prédikun
annaðist prófasturinn séra
Gunnar Jóhannesson í Skarði,
en eftir prédikun séra Bjarni
Jónsson. í þessari síðari messu
fór fram barnsskírn og fram-
kvæmdi sóknarpresturinn hana.
Kirkjan var fullskipuð.
Þess má geta, að meðal þeirra
presta, er heiðruðu staðinn með
nærveru sinni, var hinn aldni
barnavinur og préstaöldungur
séra Friðrik Friðriksson, og
gerði'það út af íyrir sig sitt til
að gera þessa athöfn hátíðlega.
Öllum þessum prestum, konum
þeirra margra, svo og öðru ut-
ansóknarfólki, mun söfnuður-
inn þakka fyrir að hafa heiðrað
staðinn og starfið með komu
sinni.
Kirkjubyggingin var hafin á
sínum tíma með því að fyrrver-
andi biskup, herra Sigurgeir
Sigurðsson, stakk fyrstu stung-
una og blessaði staðinn. Síðan
eru nærri fjögur ár.
Svo hefur verkinu miðað
jafnt og þétt áfram: að vísu
stundum við fjárhagslega erfið-
leika, en með tilstilli guðs og
góðra manna rætzt úr öllu.
Kirkjan kostar á vígsludegi
nálægt 1 milljón og eitt hund-
rað þús. í peningagreiðslum,
auk þeirrar gjafavinnu, er fram
var lögð við framkvæmdina, er
nema mun nokkuð á þriðja
hundrað þús. að verðgildi. Aðal-
skip kirkjunnar er 10 m. á vídd
og 20 m. á lengd. Lengd kórsins
er 7 metrar. Öll er kirkjan hin
vandaðasta og hið veglegasta
hús.
Svört föt og svört flögg blöstu við hvarvetna um borg-
ina og staðurínn sem hárskurðurinn* átti að fara fram á, var
þakinn svörtu klæði.
Snenima morguns hafði fjöldi fólks safnast saman á staðn-
um, en síðast komu kóngur og drottning.
Einn af þjónum konungsins tók upp langa pappírsrúllti,
sem á voru skrifuð nöfn allra kvcnna í landinu. Hann hróp-
aði upp fyrsta nafnið. Það var nafn prinsessu, sem var ung;
og fögur. Hún stóð upp grátandi og gekk á staðinn. Ilún var í-
klædd svörtum, dragsíðum kjól og nú lokaði hún augunum,
því að hún hafði enga von um hjálp.
róbert kemur áftur og drottning
FÆR HÁR SITT Á NÝ.
Um lcið og fyrstu hárin féllu af höfði piiaScssunnar, van
hrópað:
— Hættið. Eg cr mcð fræ af háratrénu.
Difottning hrópaði upp yfir sig, kóngurirm dansaði af
ánægju og prinsessan hljóp upp um hálsinn á Róbert, sem kons
að í þessu, og kyssti hann.
— Reynið þessi fræ, áður en þér skerið hár kvcnnanna,
hrópaði Róbert. Þau eru af háratrénu, ég tók þau af því sjálfur.
Er drottningin heyrði þetta, gat hún ckki lengur á sér sét-
ið, hún hljóp til Róberts, settist lijá honum og bað hahn reyna.
1 Ur ölium áttum
í DAG er miðvikudagurinn 28.
marz 1956.
FLUGFERÐIR
Flugfélag íslands h.f.
Innanlandsflug: í dag er ráð-
gert að fljúga til Akureyrar,
ísafjarðar, Sands og Vestmanna-
eyja. — Á morgun er ráðgert að
fljúga til Akureyrar, Egilsstaða
og Vestmannaeyja.
Millilandaflug: Millilandaflug-
vélin Gullfaxi er væntanleg til
Reykjavíkur kl. 16.30 í dag frá
London og Glasgow.
SKIFAFKETTIB
! Eimskip.
I • Brúarfoss fór frá Rotterdam
(27.3. til Reykjavíkur. Dettifoss
kom til Reykjavíkur 25.3. frá
New York. Fjallfoss fer frá Hull
í kvöld 27.3. til Vestmannaeyja
og Reykjavíkur. Goðafoss fór frá
Hangö 25.3. til Reykjavíkur.
Gullfoss kom til Kaupmanna-
hafnar 26.3. frá Leith. Lagarfoss
fór frá Reykjavík 20.3. til Vent-
spils, Gdynia og Wismar. Reykja
foss fór frá Norðfirði 26.3. til
Rotterdam. Tröllafoss fór frá
Reykjavík 26.3. til New York.
Tungufoss fór frá Siglufirði í
morgun 27.3. til Ósló, Lysekil og
Gautaborgar.
Skipacleild S.Í.S.
Hvassafell fer væntanlega í
dag frá Piraeus til Patras. Arn-
arfell fór 25. þ.m. frá Þorláks-
höfn áleiðis til meginlandsins.
Jökulfell er í New York. Dísar-
fell er í Rotterdam. Litlafell er
|í olíuflutningum í Faxaflóa.
Helgafell er í Hafnarfirði.
Ríkisskip.
Hekla fer frá Reykjavík kl.
19 í kvöld vestur um land til
Akureyrar. Esja er í Reykjavík.
Herðubreið er væntanleg til
Reykjavíkur í dag frá Austfjörð
um. Skjaldbreið er á Húnaflóa
á leið til Reykjavíkur. Þyrill er
á leið til Hollands.
— * _
Happdrætti Stangaveiðifélags
Reykjavíkur.
Dregið var hjá borgarfógeta
27. inarz í happdrætti húsbygg-
ingasjóðs S.V.F.R., og komu upp
þessi númer: Málverk nr. 3745,
myndavél nr. 389, Milward flugu
stöng nr. 2207, Hardy’s flugu-
stöng nr. 2766, kaststöng nr.
1283, Flugúbox m. flugum nr.
1297, 364, 2814 og 1905, snældu-
hjól m. línu nr. 841 og 1729.,
veiðid. í Norðurá nr. 1450, 294,
932, 1682 og 1408, veiðid. i Laxá
í Kjós nr. 3767 og 731, veiðid. í.
Elliðaám nr. 690 og veiðid. í
Miðfjarðará nr. 3902. — Vinn-
inganna sé vitjað í skrifstofu S.
V.F.R. í Varðarhúsinu. (Birt án
ábyrgðar.)
Farfuglar.
Dvalið verður í Heiðabóli ura
páskana.
Gagleg áfengisdrykkja ea?
hættuleg. — ITmdæmisstúkan.
LEIÐRÉTTING.
í athugasemd Guðmundai'
Jónssonar fréttaritara Alþýðu-
blaðsins á Selfossi, er birtist í
blaðinu í gær, féll brott línan
með dagsetningu og staðsetn-
ingu í upphafi greinarinnar. —.
Hún átti að vera: „Selfossi í
gær.“ Leiðréttist þetta hér með.
Útvarpið
12.50 Við vinnuna: Tónleikac.
20.30 Daglegt mál (Eiríkur
Hreinn Finnbogason kand.
mag.).
20.35 Hæstaréttarmál (Hákon
Guðmundsson hæstaréttarrit-
ari).
20.50 Tónléikar (plötur).
21 „Hver er maðurinn?“ Sveinn
Ásgeirsson hagfr. stjórnar
þættinum.
22.10 Passíusálmur (XLVIT).
22.20 Vökuléstur (Broddi Jó-
hannesson).
22.35 Vinsæl lög (plötur).
********** ******
AUGLÝSIÐ 1
ALÞÝÐUBLAÐINU.
}******■»********