Alþýðublaðið - 28.03.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.03.1956, Blaðsíða 4
\ A! þ ý 3 u b I a $ i ð Miðvikudagur 28. marz 1956 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarson. Blaðamenn:: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttír. Rítstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8 — 10. Strand ílmldsins RÍKISSTJÓRNIN hefur beðizt Iausnar, og augljóst er, áð gengið verði til kosninga á komandi sumri, þó að ár sé eftir af kjörtímabilinu. Þing Framsóknarflokksins mark- aði þá stefnu, að stjórnarsam vinnunni skyldi slitið. Orsök in liggur í augum uppi: Vandamál efnahags og at- vinnulífs verða ekki leyst í 'samstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn. Ólafur Thors er strandaður enn einu sinni. Alþýðublaðið skal ekki á þessu stigi málsins blanda sér í deilur hinna fyrrver- andi stjórnarflokka, sem nú skilja að skiptum. Hitt er óumdeilanlegt, að spár AI- þýðuflokksins um stefnu og störf fráfarandi ríkisstjórn- ar hafa allar rætzt. Sjálf- stæðisflokkurinn reynist ó- fær til þess hlutverks að hafa forustu landsstjórnar- innar á hendi. Sú stefnu- breyting, sem er nauðsyn- leg í íslenzkum stjórnmál- um, kostar baráttu við íhald ið. Framsóknarflokkurinn hefur gert sér þessa stað- reynd ljósa góðu heilli. Þar með á að vera unnt að hef ja baráttuna og heyja hana til úrslita. Alþýðuflokkurinn fagnar þeim tíðindum. Hann er reiðubúinn að Samanburðurinn KOOMÚNISTAR hafa undanfarið verið að montast af einhverri ímyndaðri fylg- isaukningu í verkalýðshreyf- ingunni. Staðreyndirnar Éegja hins vegar allt annað eins og stundum áður. Stjórn arkosningarnar í verkalýðs- félögunum sýna og sanna, að kommúnistar eru að tapa. Þessu til staðfestingar ætti að nægja að minna á stjórnarkosningarnar í Verkakvennafélaginu Fram sókn, Hinu íslenzka pi-ent- arafélagi, Múrarafélagi Reykjavíkur og Félagi ís- lenzkra rafvirkja. Þær hafa orðið kommúnistum mikil vonbrigði, en leitt í ljós, að jafnaðarmenn eru í traust- um tengslum við verkalýðs- Ieggja fram sinn skerf til þess, að snúið sé við á ó- heillabrautinni og endur- reisnarstarfið byrjað. Það mun reynast erfitt og vanda sarnt, en þjóðarhagurinn krefst þess, að tilraunin sé gerð af alvöru og heilind- um, því að ella er framtíð Islands í hættu. Sjálfstæðisflokkurinn sak- ar Framsóknarmenn um ódrengskap í tilefni þess, að þeir hafa rofið stjórnarsam- vinnuna. Slík ásökun er hlægileg. í lýðræðislandi, þar sem enginn aðili hefur póli- tískt meirihlutavald, hljóta stjórnmálaflokkarnir að velja og hafna. Málefnin eiga að ráða úrslitum í því sam- bandi. Og einmitt það hefur gerzt. Framsóknarflokkurinn segir skilið við íhaldið að fenginni dýrkeyptri reynslu. Sj álfstæðisf lokkurinn vill ekki stjórna landinu m.eð heill alþjóðar fyrir augum. Hann kallar sig raunar í orði flokk allra stétta, en er í verki fulltrúi sérgæðing- anna, gróðamannanna og spillingaraflanna. — Nú er hann strandaður á skeri þjón ustunnar við þá aðila. íhald- ið hefur til þess unnið. Þar á það einmitt heima. hreyfinguna. Og bíutur kommúnista skánar sízí, ef litið er á kjaramálin. Þeir eru raunar heimtufrekir í orði, en mega sín helzt til lítils á borði. Jafnaðarmenn Iáta hins vegar verkin tala. Kjarabætur verkakvenna í Reykjavík og Hafnarfirði á liðnu ári sæta stórtíðind- um. En það fer Iítið fyrir frásögnunum af þeim í Þjóð viljanum. Kommúnistar eru hræddir við samanburð inn. Kommúnistar vinna aðeins sigra í kjara.málunum í sam- starfi við jafnaðarmenn. Jafnaðarmenn komast hins vegar ágætlega af án kom- múnista. Þeir eru löngum heldur til tafar en hitt. Gerisf áskrifendur biaðslns. Alþýðublaðið Leíktélag Reykjavíkur: BRETAR hafa átt fjölda góðra glæpasagnahöfunda, að svo miklu leyti sem unnt er að kalla slíka höfunda góða. Allt frá því er Conan Doyle gerði Sherlock Holmes einna fræg- astan brezkra manna er aldrei hafa verið uppi, Hamlet var danskur, og sýnu frægari flestum brezkum er uppi hafa verið, hafa þeir átt fjölda hóf- unda, er kunnu þannig að fara með ljótt og lítilfjörlegt efni, að það varð þokkalegásta lestr arefni í tómstundum jafnvel bókvöndum mönnum. Senni- lega' kunna Bretar nú rnanna bezt að segja svo frá morðum og öðrum alvarlegum glæpum að hvorki verði úr sjúkleg hrollvekja né yfirborðskennd léttúð. Beztu glæpasagnahöf- undum þeirra hefur meira að segja tekizt að gera þær að eins konar bókmenntum vegna byggingartækni, frásagnar- leikni og sálfræðilega snjöllum persónulýsingum. Það er því sízt að undra þótt ritun glæpasjónleikja kæmist brátt á svo hátt stig með Bret- um, sem slíkir sjónleikir geta yfirleitt náð, enda hafa surrir glæpasagnahöfundar þe:rra einnig lagt stund á þá grein, til dæmis hinn kunni Edgar Wallace, en leikrit hans nutu mikillar hylli bæði á Bretlar.di og vestan hafs á sínum tíma. Bretar eiga því sína sérscöku „tradisjón“ hvað ritun slíki’a sjónleikja snertir. Höfundur sjónleiksins, „Systir María‘í', sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir nú, Char- lotte Hastings, fylgir þessari. erfðakenningu út í æsar. Enda þótt morð sé þar aðalatriðið, er það ekki aðaltariði leikfrá- sögunnar, —• heldur afleiðing- ar þess á örlög þeirra persóna er þar eru leiddar fram á sjón- arsviðið. Athygli áhorfandans og eftirvæntingu er haldið í spennu frá leikbyrjun til loka — og úrslitin óvænt, en þó ekki órökrétt. Boðskapurinn er að vísu góður, en þannig flutt- ur af höfundi, að spurning er, hvort hann hefur ekki allt að því gagnstæð áhrif við það sem til er ætlast, fyrir yæmni og mælgi. Persónurnar eru yf- irleitt mótaðar skýrum drátt- um, atburðarásin fast tengd og Jón Sigurbjörnsson — Jeffrey læknir, — sviðsatriði. 11 Helga Bachmann í hluverki Sarat Carn. hröð. Með öðrum orðum --- leikritið ber öll einkenni vel gerðrar brezkrar glæpasögu án þess þó að hefja hana á hærra svið dramatísks skáldskapar. Gísli Halldórsson hefur sett sjónleik þennan á svið, auk þess, sem hann leikur eitt aö- alhlutverkið. Gísli virðist hafa margt til brunns að bera sem leikstjóri, er góðs megi af vænta. Hann er smekkvís með afbrigðum og vandvirkur, ger- ir sér allt far um að skilja leik- persónur, hlutverk þeirra og hlutverkatengsl út í æsar og hugkvæmur er hann um margt. Enda ber leikstjórn hans að þessu sinni þessum kostum hans ljóst vitni. En hann þarf að fá mikils- verðari viðfangsefni en gaman- leiki og melodrama; það er eins með leikstjóra og leikora, fjölbreytni í viðfangsefnum er þeim jafn nauðsynleg til þroska og einskorðunin er þeim hættuleg. Sem leikari er harni í fremstu röð yngri kvn- slóðarinnar, og það sannar hann svo, að ekki verður um villzt í hlutverki vikapiltsins og hálfvitans, Pentridges, en það hlutverk krefst nákvæms skilnings og ríkrar samúðar, en Gísli sýnir, að hann hefur hvort tveggja til að bera, auk þess, sem túlkun hans lý'sir mikilli hugkvæmni í persónu- sköpun. Gerfi hans er og á- gætt. Guðbjörg Þorbjarnardóttir leikur abbadís klaustursins, systur Maríu. Leikur hennar sýnir alla beztu kosti henr.ar sem leikkonu, — hógværð og hófstillnigu, skilning og miVdi. Hin göfuga og þó röggsama abbadís verður sönn persóna í túlkun hennar. Helga Bach- mann sýnir að hún er vaxandi leikkona í meðferð sinn iá híutverki Sarat Carn. Hlut- verkið veitir tækifæri til mik- illa leikátaka, sem Helga not- færir sér til hins ýtrasta og af svo mikilli festu og tilþrifum, að tvímælalaust má telja ótví- ræðan sigur fyrir hina ungu leikkonu. Ef Helga heldur þannig áfram á þroskabraut- .inni, eignumst við þar skap- gerðarleikkonu sem mikils má af vænta. Hólmfríður Pálsdótt- ir leikur eitt skemmtilegasta hlutverk leiksins, matreiðslu- konuna, systur Jósefínu, og tekst vel. Sést þar að Hólrn- fríði lætur vel græzkulaus kýmni, en þar hafa yngri leik- konur okkar ekki megnað að taka upp merki þeirra eldri. Sigríður Hagalín og Margrét Magnúsdóttir leika hjúkrúnar- konur og tekst báðum vel, þótt hlutverkin séu býsna ólík. — Emelía Borg leikur forstöðu- konu klaustursins af hófsiiil- ingu og einlægni, og Áróra Halldórsdóttir leikur móður Willy>s Pentridge, ekki stórt , hlutverk að setningum, en ! leynir á sér og leysir Áróra það vel af hendi. Edda Kvaran Guðbjörg Þorbjarnardóttir — systir María; Hólmfríður Páls- dóttir — systir Jósefína. fer og snoturlega með lítið hlutverk. Jón Sigurbjörnsson leikur Jeffreys lækni, og hef- I ur oft tekizt betur, axlaypting- arkæruleysi á ekki alls staðar . við. Árni Tryggvason leikur (lítið hlutverk, en fer vel með það. j Haukur Austmann hefur gert smekkleg leiktjöld, en sviðsbúnaður mætti vera betri. Þýðing Ásgeis Hjartarsonav er . vönduð vel. | Það má vel vera, að sjónleik- 1 ur þessi verði vel sóttur. En á- heyrendur verða að gera sér grein fyrir því, að sjónleikur- inn er fyrst og fremst til hvíid (-ar og stundastyttingar, eins og spennandi reyfari af betri gerð !— og sem slíkt á það líka fylli- lega rétt á sér. Loftur Guðmundsson. SamúSarkort > Slysavarnafélags íslaitds) hjá S kaupa fiestir. Fást slj’,savarnadeildum um i Iand allt. í Reykjavík I ^ Kannyrðaverzluninni {^ Bankastr. 6, Verzl. Gunn- ^ þórunnar Halldórsd. eg f j|, skrifstofu félagsins, Gróf- S in 1. Afgreidd í síma 4897 S Heitið á Slysavarnafélag- S ið. — Það bregst ekki. — >

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.