Tíminn - 28.03.1965, Blaðsíða 3
SUNNUDAGÍ7H 2S marz 1965
TÍMINN
ISPEGLITIMANS
Þessi 17 mánaða gamla telpa hefur fengið nokku'ð sérstæðan leik-
félaga — sem sagt ref. Hann heitir Rusty og hefur alizt upp
hjá Price-fjölskyldunni í Bretlandi frá því hann var tíu vikna
gamall. Hann borðar morgunverðinn sinn ásamt litlu telpunni,
sem heitir Vanessa, og er sagt, að þau séu bæði jafn sólgin í
hafragraut. Hann er mjög vel taminn, skemmir aldrei neitt í
íbáðinni og fær að viðra sig þegar honum sýnist.
Söngkonan Tammy Grimes
var nýlega stungin með hníf
bæði í andlitið og í höndina.
Ástæðan: — hún hafði spilað
keflnspil með Sammy Davis jr.
Og þetta skeði ekki í Ala-
bama, heldur á Broadway.
Tammy Grimes er þekkt söng
kona á Broadway. Dag nokk-
urn spilaði hún keiluspil með
Sammy, og næstu þrjá dagana
v«r tvisvar sinnum ráðizt á
hana. í fyrra sinnið var hún
slegin, en í síðara skiptið réð
ust fjórir menn á hana. Einn
þeirra særði hana nokkrum
sinnum í andliti með hníf sín
um, og þegar hún reyndi að
verja sig, fékk hún einnig hníf
í höndina.
Mandy Rice-Davis, fyrrver-
andi vinkoiia Kristínu Keeler,
varð alvarlega ósátt við unn-
usta sinn, Pierre de Cerbello
barón. Hún yfirgaf liann um
miðja nótt, en þau búa saman
í íbúð einni í London, og ákvað
að fara til móður sinnar i
Birmingham. Hún tók næstu
hraðlest, en sú lest fór aðeins
til Eastleigh í Suður-Englandi.
Þaðan ætlaði hún að fá far-
seðil til Birmingham, en komst
þá að raun um, að hún hafði
Við og við fæðast „síamsk-
ir tvíburar“, þ. e. samvaxnir
tvíburar. Nú nýlega átti það
sér stað í bænum Norrtalie í
Svíþjóð. Þeir voru samvaxnir
á brjóstinu, en annan þeirra
vantaði bæði höfuð, hjarta og
lungu.
Nú hefur læknum í Uppsöl-
um tekizt að skilja þá í sund-
ur og eru góðar líkur á, að
annar tvíburanna lifi, en hinn
var þegar við fæðinguna dauða
dæmdur.
Tvíburamir voru 3720 gr.
á þyngð þegar þeir fæddust,
en nú eftir aðgerðina er sá
þeirra, sem lifandi er, 3000
grömm.
Samvaxnir tvíburar hafa ekki
fæðzt í Svíþjóð síðan 1942, en
þeir, sem þá fæddust, lifðu
aðeins í fáa mánuði, og var
cngin tilraun gerð til þess að
skilja þá að.
Anna María, drottning Grikk
Iands, mun fæða barn sitt í
sumarhöll grísku konungsfjöl
skyldunnar á eyjunni Korfu,
og mun Anna María og Konst
Margrét Danaprinsessa og erfingi krúnunnar hefur nýlokið mat-
reiðslunámskeiði við „Fröken Skovs Husholdningsskole" í Kaup-
mannahöfn. Benedikte prinsessa gekk einnig á þetta sama
námskeið og sézt hún hérna á miðri myndinni.
antín koma þangað 19, maí og
dvelja þar í þrjá mánuði. Auk
þess munu Frederika, móðir
Konstantíns, og Ingirid, móðir
Önnu Maríu, dvelia í höllinni,
sem heitir Monrepos, um
tíma og vera viðstaddar þegar
Anna María fæðir barn sitt.
Dymar í Downing Street 10
í London, bústað forsætisráð-
herrans, er opnuð af mikilli
varkárni þessa dagana. Bóndi
einn, Harvey Keymer, hefur
nefnilega hótað því að kasta
hænu í hausinn á Wilson. Ætl-
:
Kvikmynd De Laurentiis um Biblíuna miðar vel áfram. Myndin hér að ofan var tekin nýlega, þegar verið var að kvikmynda
syndaflóðið og Örkina hans Nóa. Sjást dýrin ganga eitt af öðru inn í örkina.
ar hann að gera þetta til þess
að mótmæla eggjaverðinu.
Fyrsti liðurinn i mótmælaað-
gerðum hans v»r að gefa burt
allar hænur sínar, 2500 tals-
ins.
★
Faisal konungur í Saudi-Ar
abíu hefur ákveðið að konum
ar í kvennabúri hans þurfi að
megra sig og hefur því pantað
fimm tylftir af reiðlijólum frá
Hollandi. Konungurinp hefur
jafnframt skorað á bróður sinn,
Saud fyrrverandi konung, að
gera slíkt hið sarna, en Saud
hefur mun fleiri konur í sínu
kvennabúri en Faisal konung-
ur.
Bæjarstjórinn í bæmum Ver-
neuil Grund rétt hjá Strass-
bourg, játaði nýlega að hafa
tekið líkvagn bæjarin(H>frjáIsri
hendi og brennt hann. Ástæð-
an var sú, að honum hafði bor-
izt til eyrna. að næturklúbbs-
eigandi einn ætlaði að kaupa
Iíkvagninn og innréjtta hann
sem bar. Þetta vildi bæjarstjór-
inn koma í veg fyrir. Og nú
velta borgararnir í Verneuil
Grund því fyrir sér, hvort rétt-
ara að sér að dæma bæjarstjór-
ann eða sæma hanm heiðurs-
merki.
Knattspyrnumaður einn í
Argentínu var nýlega settur í
eins konar bann af meðspilur-
um sínum, vegna þess að hann
stofnaði félag, sem kallaðist:
— „Verið góðir við dómarann“
Gekk það svc Iangt. að ,um-
ræddur maður fékk ekki bolt-
ann í eitt einasta skipti marga
leik í röð. En brátt var hamn
tekinn i sátt aftur, því að hann
lenti nefnilega i hörkuátökum
við dómarann í einum leikja
sinna!