Tíminn - 28.03.1965, Blaðsíða 5
,kTi
SUNNUDAGli R 28. mar* 1965
TÍMINN
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Krlstján Benedlktsson. Kitstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi
G. Þorsteinsson FuUtnii ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrimur Glslason. Ritstj.skrifstofur t Eddu-
húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti < Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar sknfstofur,
síml 18300. Askriftargjald kr 90,00 á mán tnnanlands — í
lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
■■■ ■
Walter Lippmann ritar um alþjóöamál:
Skiptar skoðanir á Bandaríkja-
þingi um aðstoð við aðrar þjóðir
Jafnvægissjóður
Fyrir þessu þingi liggur frumvarp frá Gísla Guðmunds-
sy i og fleiri Framsóknarmönnum um stofnun jafnvægis-
s V,3, er fái til umráða 1 %% af tekjum ríkisins. Til-
gangur sjóðsins skal vera að veita lán til framkvæmda,
er stuðli að jafnvægi i byggð landsins. Þetta frv. hefur
verið flutt á nokkrum undanförnum þingum, en stjórnar-
flokkamir svæft það. Reynslan hefur þó verið að sýna
það betur og betur, að slíks sjóðs er hin mesta þörf.
Stofnun jafnvægissjóðs er ekki mál eins landshluta
fremur en annars, heldur landsins alls. Þetta er ekki
mmnst hagsmunamál þess landshluta, sem fjölmenn-
astur er, því að óeðlilega mikið fólksstreymi þangað
skapar margvísleg vandamál. í öðrum landshlutum
myndi jafnvægissjóður styðja þá uppbyggingarstarf-
semi, sem að undangenginni athugun telst til þess fallin
á hverjum tíma að draga úr fólksstraumnum þaðan eða
stöðva hann.
Hér er ekki um það að ræða, að hvergi megi leggja nið-
ur byggt ból eða flytja á hagkvæmari stað. Uppbygg-
inguna ber að miða við það, að hagnýta sem bezt gæði
náttúrunnar til lands og sjávar, þar sem þau eru til
staðar. Björgulega staði ætti ekki að yfirgefa, heldur
stefna að því að gera mönnum kleift að koma atvinnu-
rekstri sínum og aðstöðu í samræmi við það, sem hæfi-
legt má teljast og óhjákvæmilegt á hverjum tíma. En
jafnframt be'r að hafa það í huga, að ráðið til þess að
hindra beina eða hlutfallslega fólksfækkun í einhverjum
landshluta getur verið meðal annars í því fólgið að koma
þar upp þéttbýlishverfum eða efla kaupstaði og kauptún,
sem fyrir eru, og ber þá jafnvægisstofnuninni að sjálf-
sögðu að greiða fyrir uppbyggingu og vexti slíkra staða,
jafnhliða annarri uppbyggingu þar um slóðir.
Aukning fólksfjölda á slíkum þéttbýlisstöðum, þótt
hún í bili dragi til sín eitthvað af fólki úr umhverfi sínu,
getur verið brýnt hagsmunamál hlutaðeigandi lands-
hluta, ef hún ræður úrslitum um það, að hann sem heild
haldi sínum hlut.
Jafnvægisstarfsemin á ekki að vera fólgin í „atvinnu-
leysisráðstöfunum” eða örvun þjóðhagslega óhagkvæmr-
ar framleiðslu með stuðningi við hana, heldur í því að
gera börnum landsins kleift — með aðstoð fjármagns og
tækni — að grundvalla búsetu sína, lífsafkomu og menn
ingu á náttúrugæðum til lands og sjávar, hvar á land-
inu, sem þau eru, —að koma með skynsamlegum ráðum
í veg fyrir, að landsbyggðin eyðist eða dragist svo aftur
úr, að framtíðarvonir hennar verði að engu gerðar.
Koma þarf í veg fyrir þann misskilning, sem stundum
ber á, að hin fámennari byggðarlög og atvinnurekstur
þeirra sé yfirleitt byrði á þjóðarbúskapnum. Athuganir
hafa leitt í ljós, að í sumum fámennum sjávarplássum
t.d .skilar hver íbúi að meðaltali svo mikilli gjaldeyris-
vöruframleiðslu í þjóðarbúið, að athygli vekur við saman-
burð. Víða í sveitum er framleiðslan líka án efa mjög mik-
il, ef reiknað er á þennan hátt. En þar sem fjármagn
skortir og tækni er af skornum skammti, verður þetta á
annan veg.
Þess ber einnig að geta, að engin stétt í þjóðfélaginu
mun leggja hlutfallslega eins mikið fram af eigin tekj-
um og með vinnu sinni til uppbyggingar í landinu og
bændastéttin Óhætt mun að gera ráð fyrir. að hagnýt
þióðarframleiðsla minnki ekki, heldur vaxi við aukið
jafnvægi í byggð landsins. Þessvegna liggur ekki annað
frv. merkara og nauðsynlegra fyrir yfirstandandi þingi
en frv. um jafnvægissjóð.
Fullbright vill aðgreina hernaðarlega og efnahagslega aðstoð
HIÐ árlega þóf um svo-
nefnda aðstoð við erlendar þjóð
ir er nú hafið að þessu sinni.
Fari svo fram, sem raunin varð
s.l. ár, mun öldungadeildin
fjalla um frumvarpið í nefnd
í hálfan mánuð og ræða það
síðan í 28 daga. Nefnd full-
trúadeildarinnar mun svo
fjalla um frumvarpið í 26 daga
og ræða það síðan í tvo daga.
Að því loknu verður enn fjall-
að um málið í fjóra daga. Árið
1964 var frumvarpið lagt fram
19. marz, en lögin fyrst sam-
þykkt með áorðnum breyting-
um tæpum sjö mánuðum síð-
ar.
Allan þennan langa tíma
verða valdamenn þeir, sem
eiga að móta stefnuna og
stjórna allri framkvæmd mál-
anna, að eyða verulegum hluta
af tíma sínum og orku við yfir-
heyrslur, samningu skýringa og
álitsgerða, við umræður á
fundum og í áhyggjur. Við
hljótuni að spyrja, hvort þessi
gífurlega tíma og orku-eyðsla
á hverju ári sé í raun og veru
nauðsynleg. Sé svo ekki,
hvernig á þá að komagt, hjá,
þessu? Eg vil hraða ,iqér áð'
taka fram, að auðveldara er
að bera þessar spurningar
fram en að svara þeim.
Við verðum að minnast þess,
að ákvörðunin um aðstoð við
erlendar þjóðir olli mikilli
breytingu á utanríkisstefnu
Bandaríkjanna og framkvæmd
hennar. Við höfum ekki not-
að hina miklu fjárhagsgetu okk
ar sem tæki við mótun og fram
kvæmd utanríkisstefnunnar
nema undangengin 25 ár.
Láns- og leigu-lögin voru sam-
þykkt árið 1940, en með þeim
var nauðstaddri stjórn Bret-
lands veitt efnahagsaðstoð. For
seti Bandaríkjanna mun sjald
an eða aldrei áður hafa farið
fram á, að þingið veitti fé til
þess að nota sem tæki við
framkvæmd utanríkisstefnu
ríkisins.
MEÐAN Bandaríkin voru
í æsku, áður en þau urðu sér
þess meðvitandi, að þau væru
atkvæðamikið stórveldi í heim-
inum, sáum við hagsmunum
okkar erlendis einungis borg-
ið með stjómmálasamskiptum
eða vopnum. Við tókum
ekki upp háttu annarra stór-
velda fyrri en við fómm sjálf-
ir að gegna hlutverki stórveld-
is. Nú emm við famir að beita
fjármunum og áróðri auk
stjómmálasamskipta og vopna.
Þessi nýbreytni var tekin
upp með samþykkt láns og
leigu-laganna, eins og áður er
sagt, og henni var haldið áfram
með aðstoð við bandamenn
okkar meðan á stríðinu stóð,
UNRRÁ og annarri aðstoð eft-
ir stríðið, Marshall-aðstoðinni,
Atlantshafsbandalaginu og
fleiru slíku.
Hér er um að ræða mjög
veigamikla breytingu á banda
rískri utanrikisstefnu og fram-
kvæmd hennar Áður átti full-
trúadeild þingsins litlu hlut-
verki að gegna í þessu efni.
nema auðvitað þegar til stríðs-
FULBRIGHT.
yfirlýsingar kom. Afskipti
þingsins af utanríkismálum
hvíldu að mestu í höndum öld
ajfiga^e^l^arinnar, sem staðfest
Jlf ijhjílly'Íkjá^amninga og sam-
þykkir stoðuveitingar í utan-
ríkisþjónustunni.
ÞEGAR farið var að veita fé
til aðstoðar öðrum þjóðum og
til upplýsingaþjónustu, kom til
kasta fulltrúadeildarinnar, þar
sem herini ber samkvæmt
stjórnarskránni að fjalla um
fjárveitingar. Þar með öðlað-
ist fulltrúadeildin allt í einu
mjög mikið vald á utanríkis-
stefnu Bandaríkjanna.
Forsetinn og utanríkisráðu-
neytið hafa því orðið, síðan
stríðinu lauk, að lúta vilja
tveggja löggjafarstofnana í
stað einnar áður. Þingið hefur
oft látið sem það gæti markað
og ætti að marka utanríkis-
stefnuna og aukið við lögin
um erlenda aðstoð boðum,
bönnum og aðvörunum, sem
átt hafa að þóknast ýmsum
hópum kjósenda.
f Ijósi þess, sem rifjað er
upp hér á undan, verður að
líta á andmæli Fullbrights öld-
ungadeildar-þingmanns gegn
því að leggja fram og fjalla
um frumvarpið um aðstoðina
við aðrar þjóðir í sinni gömlu
mynd. Deilan stendur ekki
milli hans og stjórnarvaldanna,
heldur var þvert á móti svo
háttað, að Kennedy-stjórnin
áformaði þegar árið 1961 að
fara að eins og Fullbright vill
nú, það er að greina sundur
almennu aðstoðina og hernað-
araðstoðina.
STJÓRN Kennedys varð að
hverfa frá þessari ætlan sinni.
þar sem Sam Rayburn þing-
forseti krafðist eins frumvarps,
sem næði tii allrar aðstoðar
við erlendar þjóðir. Deilan
stendur nú í raun og veru
milli Fulbrights sem formanns
utanríkisnefndar öldungadeild
arinnar og Morgans, formanns
utanríkisnefndar fulltrúadeild-
arinnar.
Sé um ágreining að ræða
milli Fulbrights og Johnsons
forseta snýst hann að minnsta
kosti ekki fyrst og fremst um,
hvort frumvörpin skuli vera
tvö eða eitt. Fulbright greinir
á við stjórnina um sum atriði
í uppástungum hans, en þar
er miklu fremur um að ræða
áherzlumun og mun á tíma-
setningu en efnislegan skoð-
anamun á aðalatriðum.
Þungamiðja málsins er,
hvort forsetinn geti vænzt við-
unandi árangurs ef hann legg-
ur fram tvö frumvörp í full-
trúadeildinni. Reyndir menn
spá, að fulltrúadeildin sam-
þykki frumvarpið um hemað
araðstoðina umsvifalaust og
án þess að athuga það svo að
heitið geti. Síðan muni deild-
in japla á frumvarpinu um
efnahagsaðstoðina og tregðast
við, einkum á þeim forsend-
um, að þarna eigi að eyða er-
lendis bandarísku fé, sem bet-
ur yrði varið í landinu sjálfu.
AðALQÁLLINN ,er sá, að
öll þau 25 ár, sém liðin eru
síðan að þessi nýja stefna var
upp tekin, hefur það ávallt ver-
ið meginröksemd stjórnarinn
ar, að ráðstöfun fjárins væri
nauðsynleg vegna hernaðarlegs
öryggis okkar sjálfra.
Árið 1940 voru lands- og
leigulögin knúin í gegnum
þingið á þeim forsendum, að
við yrðum „að verja Banda-
ríkin með því að hjálpa banda-
mönnum okkar.“
Marshall-aðstoðin .var rök-
studd með því, að Stalín legði
Vestur-Evrópu undir sig, ef
hennar nyti ekki við.
Þegar Truman-kenningin
kom til skjalanna árip' 1948
voru skuldbindingar ól/kar látn
ar ná til hnattarins alls og fé
dreift um allan þann hluta
heims, sem ekki laut komm-
únistum. Rökstuðningurinn
var, að þetta yrði til þess að
hnekkja framgangi höfuðand-
stæðings okkar og afla okkur
trausts öruggra bandamanna.
FULLTRÚADEILDIN end-
urspeglar skoðanir almennings.
í ljósi reynslunnar und^ngeng-
in 25 ár er því naumaát unnt
að ætlast til áð fulltrúadeild-
in sjái ástæðu til að eyða fé er-
lendis, ef það stendur ekki í
beinum tengslum við hermálin.
Af þessum sökum er jafn
erfitt og raun ber vitni að fá
samþykkta fjárveitingu til efl-
ingar eðlilegri þróun erlendis,
enda þótt sú þróun væri til
mikilla liagsbóta fyrir Banda-
ríkin.
Fulbright öldungadeildar-
þingmaður er brautryðjandi í
þessu efni, eins og hann hefur
oft áður verið á ýmsum svið-
um. Hann er að vísu haldinn
undarlegum grillum gagnvart
Frökkum Að öðru leytí verð-
ur honum aðdáanlega mikið
ágengt við að fá þjóðina og
þingið til að byrja að endur-
skoða steinrunnar hugmyndir.
hugsjónir og hleypidóma", sem
utanríkisstefna okkar er að
sligast undir.
I