Tíminn - 31.03.1965, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 31. marz 1965
TÍMINN
í SPEGLITÍMANS
Þyrlan á myndinni er í eigu fréttastoíu einnar í Japan. Mynd-
in var tekin nýlega, þegar verið var að undirbúa keppni há-
skólanema í „Baseball'*. Þyrlan flaug með ljósmyndara yfir
völlinn. Skyndilega kom óvænt vindkviða og þyrlan kastaðist
til .Vildi svo illa til< að Ijósmyndarinn féll út úr þyrlunni og
til jarðar, þar sem hann lézt samstundis. Á myndinni sést
Ijósmyndarinn í fallinu- Þyrlan féll einnig til jarðar.
Elizabeth Englandsdrottning
sæmdi nýlega prófessor Dor-
othy Hodgkin í Oxford heiðurs
merkinu „Order of Merit“, en
frú Hodgkin fékk Nóbelsverð
launin í efnafræði á s. 1. ári.
Er hún fyrsta konan, sem feng
ið hefur heiðu.rsmerki síðan
Viktoría drottning sæmdi Flor
ence Nightingale Order of
Merit. Einungis 24 menn og
konur hafa fengið þetta heið-
ursmerki, og nýlega létust tveir
þelrra, Sir Winston Shurchill
og T. S. Eliot.
★
Málinu um kvikmyndina
„John Goldfarb, please come
home“, er nú loksins lokið —
með sigri kvikmyndafélagsins.
Eins og kunnugt er, höfðaði
Notre Dame-háskólinn í Banda
ríkjunum mál á hendur Fox.
kvikmyndafélaginu og krafðist
þess, að kvikmyndin yrði stöðv
uð, þar sem hún væri í hæsta
máta móðgandi fyrir háskól-
ann. Nú nýlega kom mál þetta
fyrir æðsta dómstig, og þar
féll úrskurðurinn Fox-félaginu
í vil, og er því hægt að sýna
kvikmyndina um allan heim.
Söguþráður kvikmyndarinnar
er í aðalatriðum sá, að Notre
Shirley Temple kom nýlega
til Moskvu og ætlaði þar að
heimsækja Nikita Krústjoff og
Nínu konu hans, en sú tilraun
mistókst. Hún ók í leigubíl til
íbúðar hans, en dyravörður
stöðvaði hana á tröppunum.
Shirley skýrði frá því, að þegar
Knistjoff hefði verið í Holly-
wood árið 1959, þá hefði hann
beðið hana um að „líta inn“
þegar hún kæmi til Sovétríkj-
anna. En hún varð að láta
nægja að skrifa nokkur kveðju
orð á nafnspjaldið sitt og
senda dyravörðinn með það til
Krústjoffs
Átta ára gamall þýzkur
drengur, Elmar Eder, hefur
fengið fri í öllum reiknistím
um í skólanum. Hann veit nefni
lega miklu meira um stærð-
fræði en kennarinn!
Áður en hann náði skóla-
aldri, hafði hann lært grund-
vallaratriði í reikningi, og þeg
ar hann var sex ára kunni hann
að nota lógaritma og reiknings
stokka, grundvallaratriði al-
gebru og margt fleira. og nú
er hann kominn iafn langt í
stærðfræði og margir háskóla-
stúdentar.
Faðir Elmars, prófessor Otm
ar Eder, neitar því eindregið
að sonur hans sé undra-
barn, og segir, að það væru
mörg „undrabörn" í heimin-
um ef foreldrarnir eyddu næg
um tínia í að aðstoða þau. —
„Eg svaraði einungis þeim
spurningum, sem hann beindi
til mín“ — segir prófessorinn,
og fullyrðir, að ef barn hafi
áhuga á einhverju sérstöku
efni þá læri það það mjög fljótt
lega ef einhver aðstoðar barn
ið. Hann hefur kennt Ehnar að
tala ensku, og Elmar lærði vél
ritun og hraðritun á fáum vik-
um. Þessa stundina vinnur Elm
ar að útreikningum fyrir raf-
eindaheila, og hann stundar
einnig nám í eðlisfræði á há-
skólastigi.
★
Lögreglan í Kaliforníu hef-
ur nú lýst stríði á hendur
„mótorhjólalýð" þeim, sem
herja í mörgum smábæjum
þar Þessir þorparar safnast sam
an og aka til einhvers þorps,
ráðast þar á íbúana og eignir
þeirra, berja niður saklaust
fólk, nauðga ungum stúlkum,
mölva allt og eyðileggja í veit
ingahúsum og svo mætti lengi
telja. Þegar þeir hafa lokið
sér af, er engu líkara, en við-
komandi þorp hafi verið orr-
usfcuvöllur í styrjöld.
Það er sérstaklega einn
flokkur slíkra ungmenna,
„Hells Engels“ eða Englar hel
vítis, sem hafa sig i frammi,
en í þessum flokki eru um 450
ungmenni. Líf þeirra snýst að-
allega um að gera illt af sér
og þeytast áfram á mótorhjól
um. Sérhver nýr íélagi er
skyldugur til þess að hafa með
sér stúlku, sem ér viljug til
þess að eiga kynmök við alla
félaga „klúbbsins". Þeir telja
það höfuðsynd að fara í bað,
og öll önnur umgengni þeirra
er eftir því. Og nú liafa yfir-
völdin sem sagt fenglð meira en
nóg af þessum lýð, og ætla sér
að uppræta hann.
Dame vísar brott einum nem-
andanum, sem er sonur Fawz
konungs í einu ríki við Mið-
jarðarhafið. Þessa vill kon
ungurinn hefna. Hann fær hinn
óheppna Goldfarb, sem eitt
sinn hafði verið þekktur knatt
leikari til þess að þjálfa sér
stakt lið í konungsríkinu, og
síðan skorar konungurinn á
knattlið Notre Dame til
keppni í konungsríki sínu. Hót
ar konungurinn að slíta stjórn
málasambandi við Bandaríkin,
ef lið hans, sem er mjög lélegt,
tapar í þessari keppni. Notre
Dame-liðið kemur síðan til
konungsríkisins og keppir við
lið Fawzs, sem vinnur, enda
hafði Notre Dame-liðið fengið
nóg að gera nóttina fyrir keppn
ina í kvennabúri konungsins og
frammistaða liðsins því með ein
dæmum léleg í keppninni.
Þetta taldi háskólinn, að
væri til stórskaða fyrir álit
háskólans og höfðaði þvi mál.
En það eina, sem háskólinn
hafði út úr málshöfðuninni, var
að gefa kvikmyndinni. sem
annars er frekar léleg, slíka
auglýsingu, að kvikmyndafélag
ið mun stórgræða á henni.
í ;!i|i
B
Maður skyldi ætla, að myndin hér að ofan af stúlku mcð hníf
í bakinu væri úr einhverri kvikmynd, en svo er þó ekki. Ilér er
um raunverulegan atburð að ræða. Fyrrverandi unnu-sti stúlk-
unnar réðist á hana á götu og rak hnífinn í bak hennar. En
hún var ótrúlega heppin, því að hnífurinn skemmdi engin innri
líffæri hennar. Lögreglumaður kom hennl til aðstoðar og þau
biðu um stund á götunni eftir sjúkrabifreið. Hún var síðan
flutt á sjúkrahús og það tók læknana fimm klukkustundir að
draga hnífinn út — einn millimeter í einu. Var síðan búið
um sárið og hún send heim. Læknarnir sögðu, að heppni henn-
ar væri kraftaverki næst.
3
Á VÍÐAVANGI
Hafa svolítið lært.
Það er alkunna, að Sjálf-
stæðisflokkurinn sakaði vinstri
stjórnina um fátt fremur á sín
um tíma en að reyna að hafa
samráð við verkalýðsfélögin
um kjaramál og girða með því
eftir mætti fyrir harða hnúta
kaupdeilna og verkfalla. Þeg-
ar „viðreisnar“stjórnin kom
til valda, var það ein helzta
stefnuyfirlýsing hennar að rík
isstjórnin mundi ekkert skipta
sér af kjaradeilum. Það er
verk fulltrúa atvinnurekenda
og launþega að semja um það,
sagði stjórnin með yfirlæti.
Stjórnin starfaði eftir þessu
tvö fyrstu árin og missti allt
úr böndum, verkföll skullu á
og allt sat í sjálfheldu vikum
og mánuðum saman, og helztu
útflutningsatvinnuvegir þjóðar
innar voru í bráðri hættu. Þeg-
ar samvinnumenn skáru á
einn slíkan hnút með því að
semja og björguðu með því
þjóðinni frá aðsteðjandi voða,
réðust stjórnarblöðin að sam-
vinnumönnum með ókvæðum
og skelltu á hefndargengislækk
uninni frægu.
En í næsta sinn, er hvessti
í kjaramálum, sá stjórnin sitt
óvænna þegar á reyndi. Hún
reyndi að vísu fyrst setja Iög-
bann við kjarabótum og kaup
hækkunum, en varð að hopa
á síðustu stundu, og hálfu ári
síðar gekk forsætisráðherrann
auðsveipur að samningum,
sem enduðu með því, að hann
skrifaði undir samkomulag um
lausn vinnudeilna við hlið
Hannibals Valdimarssonar, og
birtust myndir af því í blöð-
um. Svo mikla aðild hafði rík
isstjórn ekki átt áður að kjara-
samningum. Nú er svo komið,
að Mbl tekur því Ijúflega og
telur sjálfsagt, að samið sé við
ríkisstjórnina, meira að segja
helzt áður en samið er við at-
vinnurekendur. Og í gær seg-
ir annað aðalmálgagn stjórnar
innar þetta. „Það er tvímæla
laust viturlega að verið hjá
núverandi ríkisstjórn að hafa
víðtækt samstarf við verkalýðs
hreyfingu og atvinnurekendur
og reyna til hins ýtrasta að
tryggja vinnufrið á þann hátt.“
Þannig verður ekki annað
sagt, en stjórnin hafi. nokkuð
lært, þó að segja megi líka,
að reynslan hafi orðið að berja
hana til þeirrar kenningar,
sem skynsamlegri var. Hins
vegar er þetta eitt dæmið um
„stefnufestu" stjórnarinnar.
Hafa þeir fengið næga
vitneskju?
Alþýðublaðið sagði í forystu
grein s.l. fimmtudag, er það
ræ.ddi um hugsanlega alúmín-
verksmiðju hér á landi og at-
yrti þá menn harðlega, sem
berðust gegn slíkri verk
smiðju, áður en þeir vissu með
hvaða kjörum hún fengist. Og
svo bætti blaðið við þessum
lokaorðum til áherzlu:
„Þegar þær upplýsingar
verða birtar, eiga flokkar og
cinstaklingar að taka afstöðu
til þessa þáttar í þeirri upp-
byggingu, sem framundan er.“
Þessari afstöðu var hælt hér
í blaðinu og hún talin skyn-
samleg svo langt sem hún
næði. En íg ær getur að líta
þessa risafyrirsögn á forsíðu
Alþýðublaðsins: „Alþýðuflokk-
urinn með alúmínverksmiðju“.
Er þar skýrt frá því að „mið-
stjórn Alþýðuflokksins sam-
þykkti einróma á fundi sfnum
Framhald á 14. síðu