Tíminn - 31.03.1965, Side 7

Tíminn - 31.03.1965, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 31. marz 1965 ÞINGFRETTIR i TÍMINN IHHI Má ,flóttamannafé‘ í Vestfjaröa vegi ekki koma á vegaáætlun? Síðari umræðu um vegaáætl'un- ina var framhaldið á kvöldfundi í Sameinuðu Alþingi i fyrrakvöld. Þá töluðu um málið þeir Sigur- vin Einarsson, Karl Kristjánsson og Lúðvík Jósepsson. Fer hér á eftir útdráttur og stuttlr kaflar úr ræðu Sigurvins, en útdráttur úr ræðu Karls verður birtur síðar. Sigurvin Einarsson sagði, að það væri nokkum veginn föst regla, þegar þingmenn annarra héraða tala um bágborið ástand í vega málum í sínum kjördæmum, þá enduðu þeir jafnan mál sitt á því að þama sé það verst á landinu, að undanteknum Vestfjörðum. Það ætti því ekki að vera þörf á að rifja upp nein sérstök dæmi um samgöngumál Vestfirðinga, til þess að menn geri sér grein fyrir því, hvernig þar er ástatt. Ég skal aðeins nefna þrjú dæmi úr skýrslu vegamálastjóra: Þar er skrá yfir það, hve margir sveitabæir á ís- landi hafi ekkert vegasam- band eða með öllu ófullnægjandi vegasamband. Þessir sveitabæ- ir eru alls 41, en af þessum 41 em 18 í Vestfjarðakjördæmi eða 44%. Óbrúaðar ár, sem þarf fjög- urra til tíu metra brýr á eru alls 174, en af þeim eru 58 á Vest- fjörðum eða þriðjungurinn. Óbíl- færar þjóðbrautir og landsbraut- ir eru alls 5&6 kílómetrar en Vest fjarðakjördæmi er með 221 km. eða 38%. Það mætti nefna hliðstæður hvað snertir flugsamgöngur og sjósamgöngur.. Það er því ekki að ófyrirsynju, að sumir Vestfjarðaþingmenn hafa barizt alllengi fyrir því að fá úr þessu bætt. Á þingi 1959 fluttum við þrír þ.m. frv. um heimild fyrir ríkisstj. til þess að taka 6 millj. kr. lán á ári í fimm ár í röð til nýbygginga þjóðvegs á Vestfjörð- um og Austurlandi, en stjórnar flokkarnir svæfðu þetta frv. Á næsta þingi fluttu sömu þm. sam- hljóða frv. aftur með sömu fjár- hæð, og aftur svæfðu stjórnar- flokkarnir það. Á þriðja þinginu flytja þessir sömu þm. enn frv. um lántöku til vegabóta í Vest fjörðum og Austurlandi, en nú er það 10 millj. kr. á ári, sem lagt er til að tekið sé að láni á ári í fimm ár, enda var þá farið að lifna yfir dýrtíðinni. Þessu frv. vísuðu stjórnarflokkarnir til rík- isstj. Það var önnur aðferð við aftökuna. Á fjórða þinginu í röð. Árið 1962 flytja sömu þm. enn samhljóða frv. og árið áður um íán til vegabóta á Vestfjörðum og á Austurlandi, og enn vísa stjórnarflokkamir frv. til ríkisstj. En á þessu sama þingi, 1962 þá flytja nokkrir þm. brtt. við fjárl. Hún er um það, að á næsta ári, 1963 skuli varið lánsfé til vega- bóta á Vestfjörðum og Austur- landi 91/2 millj. kr. Þarna var ekki hægt að nota sömu aðferð og áður. Það var ekki hægt að svæfa till. í nefnd. Stjórnarflokk- arnir hreinlega felldu þá tillögu. Á fimmta þinginu í röð. 1963. þá flytja þrír Vestfjarðaþingmenn brtt. við fjárl. um 10 millj. kr. lánsfé til vega á Vestfjörðum og 10 millj. kr. til að hindra fólks flótta úr því héraði. Flm. að þess ari till. voru Hermann Jónasson, Sigurvin Einarsson og Ilannibal Valdimarsson. Og enn felldu stjórnarflokkarnir tillöguna. Skömmu eftir þingsetningu í haust voru Vestfjarðaþingmenn boðaðir til fundar af l.þm. kjör- dæmisins, og þar var rætt um að þm. sameinuðust nú um það að leitast við að fá samþykki ríkis- stj. fyrir því, að loks fengist nú lánsfé til vega á Vestfjörðum. Og aldrei þessu vant, samstaða náð- ist um að standa sem einn maður að því að fá nú lánsfé til vega á Vestfjörðum. Þarna virtist ætla að rofa til eftir margra ára ár angurslausa baráttu. Við urð- um allir sammála um að óska eft- ir brtt. við fjárl. um það. að rík isstj. fengi heimild til slíkrar lán töku, og tveimur stuðningsmönn- um ríkisstj. úr hópi Vestfjarða þingmanna var falið að beita sér fyrir því við hæstv. ríkisstj., að hún féllist á slííkt lánsfé. Þetta gerðu þessir tveir hv. þm. af hinni mestu samvizkusemi og þeir létu okkur fylgjast með og gáfu okk- ur mjög góðar vonir, þgar fór að líða að því, að fjárl. kæmu til 2. umr. Þegar fjárl. komu svo til 2 umr. þá er þar ekki að finna nokk urn staf um lánsfé til Vestfjarða, og um það leyti er okkur skýrt frá því. að ríkisstj. hafi ekki get að fallizt á að vera að afgreiða þetta í sambandi við fjárl. Hins vegar muni hún hafa fullan hug á að gera það við afgreiðslu vega- áætlunar. Já, við kváðumst nú óska eftir því að fá þá einhverja yfirlýsingu um það við fjárlaga- afgreiðsluna, að svo yrði gert, og þeir tjáðu okkur, að það mundi ekki standa á því.. Og svo kom til þess að ræða fjárl. við 3. umr. á kvöldfundi í þessum sal, og nú biðum við'eftír yfirlýsingunni um iánsféð til vega á Vestfjörðum. Þá kvaddi sér hljóðs 2. þm. Vestf. Sig. Bjarna- son og sagði m.a. orðrétt á þessa leið. „Við Vestfjérðaþing menn sem styðjum ríkisstj. höf- um rætt þessi mál vi ðhæstv. sam gmrh., og hæstv. fjmrh. Höfum við fengið fyrirheit þeirra um auk inn stuðning við samgöngubætur á landi á Vestfjörðum með svipup- um hætti og nokkur önnur byggð- arlög hafa hlotið nokkur undan- farin ár.“ Þá kvaddi sér hljóðs hæstv. sam grmh, og segir m.a. orðrétt með leyfi hæstv. forseta: ,.Það er auð- vitað, að ríkisstj, mun afla sér lánsheimildar, þegar þingið kem-l ur aftur saman vegna þeirra vega- framkvæmda, sem hugsað verðurj að byggja fyrir iánsfé. í till. til vegaáætlunar, sem fyrir liggur er gert ráð fyrir, að það þurfi lán til þriggja vega, þ,e. til Reykjanes brautar. Strákavegar og Múlaveg ar. Ef það verður niðurstaðan við« afgreiðslu vegaáætlunarinnar aðj taka fleiri vegi inn t. d. á Vest-Í fjörðum og jafnvel Austfjörðum I eða víðar, þá verður vitanlega að ■ afla lánsheimildar og lánsheim ' ildin miðast þá við það, hvaðj ákvarðað verður við afgreiðslu; vegaáætlunarinnar um byggingu I vega fyrir lánsfé á næstu árum.“| Þegar svo var komið, þá þótti j okkur, sem börðumst fyrir þessu máii, yfiriýsingin í slappara lagi, svo ekki sé meira sagt Það var nefnilega ekkert sagt í henni um lánsfé til Vestíjarða heldur bara, já, ef átti að fara að taka lán, þá mun ríkisstj afla sér heim ildir. Við sáum okkur þá ekki annað fært en að fá úr því skor- ið hér á hæstv. alþingi, hvort þing ið vildi fallast á lánsfé til Vest- fjarða og við hv. 5. þm Vestf fluttum þá skriflega brtt. við fjárl. um 20 millj. kr. lán til vega á Vestfjörðum. Við vildum láta al þingi skera úr um það, hvort sjötta þingið i röð ætti að líða svo, að ekkert fengist í þetta hér- að af lánsfé, héraðið sem verst er sett allra héraða í landinu. Þá kvaddi sér hljóðs hv. 11. landsk. þm. (MB) og fór þess á leit, að ég sem hafði talað fyrir till. taki þessa till. aftur, því að nú væri trygging fyrir því fengin, að til Vestfjarða skyldi koma lánsfé, og sagði hv. þm. m.a. á þessa leið, með leyfi hæstv. for- seta: „Eins og frsm. þessarar till. gat um í ræðu sinni hér í dag, hv. 3. þm. Vestf., þá höfum við þm. stjórnarflokkanna átt viðræð ur við samgmrh. og fjmrh. um það, að það verði tekið lán til vegabóta á Vestfjörðum, og það lá fyrir fyrir heit um það frá þessum tveimur hæstv. ráðh., að slíkt yrði gert, en við óskuðum eftir því, að það yrði tekið hér í sambandi við afgreiðslu fjárl., en þeir létu það í ljós, að þeir vildu heldur láta afgreiða þetta mál og afla til þess heimildar í sambandi við afgreiðslu vegaáætlunar á næsta ári.“ Þegar þessi yfirlýsing kom fram, þá kvaddi ég mér hljóðs og lagði áherzlu á það, að þar sem báðir þessir hæstv. ráðh. voru viðstaddir og ef þeir ekki mótmæltu þessari yfirlýsingu hv. þm„ þá tæki ég það sem ótvírætt fyrirheit um, að lánsfé fengist til Vestfjarðavega við afgreiðslu vegaáætlunar á þessu þingi. Þessu mótmæltu þeir ekki, og þar með tókum við flm. till. aftur. Fyrir nokkru voru tveir fundir hjá þm. Vestfirðinga um vegamál. Hinir ötulu og ágætu þm„ gem höfðu unnið að því heils hugar og af dugnaði að fá samþykki hæstv. ríkisstj. fyrir vegalánum til Vestfjarðavega, skýrðu okkur þá frá, hvernig nú væri ástatt, og það voru mjög gleðilegar fregnir. Rík- isstj. hafði fallizt á að útvega lánsfé til vega á Vestfjörðum sem skyldi nema 32 millj. kr. á næstu fjórum árum. Þeir gátu þess, að þetta fé mundi verða fengið að láni í erlendum sjóði, sem borið hefur á góma áður hér á hæstv. aiþingi, og þó að það væri ekki aiveg öruggt þá á stundinni, hvort þessi sjóður ætlaði að lána féð, þá sæi ríkisstj, um að þetta fé kæmi og yrði Vestfirðingum til þessara hagsbóta. Nu, við vorum nú búnir að f.rétta þetta áður. því að ég ætla að auk þess sem yfirlýsingarnar frá fjárlagaumr. drógu pf öll tví mæli um það, að þetta át.ti að| koma og auk þess hefði hæstv. j samgmrh. getið þess á fundi í hv. j fjvn., að þetta mund: verða gert,! svo okkur kom þetta nú ekkert- á óvart, ekki heldur um sjóðinn, j sem ætlaði að lána. Þetta er mjög! virðingarverður sjóður. hann mun; heita Fióttamannasjóður Evrópu-j ráðsins, að ég ætia, en hæstv. rík-, isstj. hefur fundizt heppilegra aðj láta hann bera annað nafn hér, láta — kenna hann við stefnuna hér heirna og kallar , Viðreisnar- sjóð.“ Okkar ágætu samstarfsmenn meðal Vestfjarðaþingmanna, sögðu okkur nú meira um þetta. Þeir sögðu okkur að þessar 32 millj. kr„ sem ættu að koma í vegi að láni ti! Vestfjárða á næstu fjórum órum. Þær væru nú dá- litlu skiiyrði bundnar. sem sé þvi, að þessir peningar mega ekki fara 'iema í ákveðna vegi. aðalvegi, sem þeir gerðu okkur nokkru nánar grein fyrir, aðalvegi á kafl- anum norðan frá Bolungarvík suð ur á Barðaströnd. en ekki neina hliðarvegi eða smá byggðavegi eða svoleiðis, þá mætti ekki fara í það, heldur í aðalvegina á þessari leið, og að jafnmikil upphæð yrði að koma af fjárveitingum í sömu veg ina, ríkisstj. óskaði eftir þessu. Nú lágu ekki fyrir á þessum fundum okkar Vestfjarðaþing- manna, neinar till. um það, í hvaða einstaka vegi á þessu lands svæði lánsféð mætti fara og við fengum enga vitneskju um, hverj ir ættu að skipta þessu lánsfé. Loks segja þeir okkur frá því, að þetta verði nú ekki afgr. í sam- bandi við vegaáætlun. Það þykir hentugra að afgr. þetta á annan hátt síðar. Þeir létu þær óskir í ljósi við okkur, aji við færum ekki að flytja brtt. við vegaáætlunina því að það gæti komið þeim óþægilega. Við svöruðum þessu efnislega á þá leið. Lánsfé, sem ætlað er til vega- gerðar, verður að koma inn í vega áætlunina samkv. ákvæðum vega laga.. Iljá þessu yrði ekki kom- izt, svo að við gætum ekki fallizt á það, að vera með þetta fyrir utan lög og rétt, enda væri ekk ert að óttast í þessu efni. Það væri margyfirlýst, að þetta láns- fé ætti að koma og margyfirlýst að það ætti að afgr. í sambandi við afgr. vegaáætlunar. Svo að við áttuðum okkur heldur illa á þessu og skyldum alls ekki hvernig því yrði komið við að vera með þetta fyrir utan hana. Þá töldum við það ekki við- hlýtandi að veita jafn háa upp- hæð af þessari fremur þröngu fjár veitingu á hverju ári í sömu vegi og lánsféð ætti að fara í, því að þá yrði hinii; vegirnri æði margir, sem fengju bara ekki neitt, og þó að gott sé að fá aðalvegina milli byggðalaga yfir heiðar og svoleið is, þá þurfi fólkið, sem býr á lág- lendinu og hafa sína vegi og kom ast áfram og koma sínum fram- leiðsluvörum á markað og þess háttar, svo að þetta gæti valdið hinum mestu erfiðleikum, að eiga að gangast undir slíkar reglu. Við bentum á, að á vegaáætiuninni, þegar voru um fé til — fjárveit ingar til Vestfj. vega væru 33—34 millj. kr. á 4 árum, og ef láns- féð ætti á sama tíma að vera á 33 millj. kr. og jafnmikið að koma af hinu fénu í sömu vegina þá yrði harða lítið eftir. Það yrði ein eða 2 millj., ef þessari reglu ætti að fylgja út í æsar á móti 64, sem kæmu í hina vegina. Jú, þeir sögðu okkur, að þetta yrðu nú ekki tekið strangt svona fyrsta ár- ið og eitthvað færðist á milli ára, en þetta ætti að vera meginregl- an, en við töldum, að þetta væri með öilu óviðunandi. Á síðari fur.dinum, sem við átt- upi — var svo rætt uro einstaka vegi og skiptingu hinnar væntaniegu fjárveitingar. Þeir sýndu okkur sínar till. -m það efni, og við gerðum nokkrar brtt. við það. Við vildum fá þar inn nokkra vegi, sem þeir voru ekki með. Nú svo lauk þeim fundi. Nn ég leit svoleiðis á. að við mund um hittast aftur. áður en fjvn. gengi frá sínum till. En það var nú ekki. Enginn slíkur fundur var haldinn, og við fengum ekki frekari vitneskjn um það, hvern- ig þeir — hvaða till. eða hvers konai tiil. þeir vildú leggja fyrir fjvn Það var því aldrei neinn botn í þessum umr. hvað það snerti, að um samkomulag væri að ræða um fjárveitingar eða skipt ingu fjárins. Það er því ekki rétt, sem stendur í mál. bæði minni og meira hl. fjvn. Við töluðum við fjárveitinganefnd og við lögð- um fram nokkra brtt. og síðan ekki söguna meir. Og nú sjáum við, þegar brtt. kom fram, að þar er ekki tekið ein einasta till. af þeim, sem við óskuðum eftir, að yrði tekin inn, að undanteknum einum 62 þús. í einn veg. Um heildarupphæð fjárveiting- anna, af nýbyggingarfé til Vest- I fjarða, er það að segja, að það er í sama horfinu og í fyrra, Vest- fjarðakjördæmi á að hljóta um 14.3% af nýbyggingarfénu, sem er á vegáætluninni, eða svipað að : hlutfalli og var í fyrra. Nefndin hefur ekki séð ástæðu til að bæta hlut Vestfjarða frá því sem hann varð í fyrra, en í fjöldamörg ár - höfðu Vestfirðir fengið 19—20% af nýbyggingarfénu, enda ekki ; óeðlilegt, þar sem þama var um ; það kjördæmi í landinu, sem verst ; var sett af þeim öllum að áliti ; þeirra manna, sem yfirleitt hafa talað um þessi mál hér. Þetta hlut fall var lækkað með aðgerðum f,jvn. i fyrra úr 19—20% niður í rúm 14 og það á enn að sitja I því. Aftur á móti eru önnur kjördæmi jafnvel komin yfir 20%, sem eiga þó að vera mun betur sett, hvað þetta snertir. Sigurvin gerði síðan grein fyr- ir breytingatillögum þeim, sem hann flytur ásamt Hermanni Jón assyni og Hannibal Valdimars- syni, sem er m.a. að 32 milljón krónum, sem teknar verða að láni verði varið til vegagerðar á Vest- fjörðum 1965 og 1966 og enn- fremur tillögur um skiptingu fjár- ins til þeirra vega, sem dýrastir eru og þeir vegir fái allt sitt fé af hinu væntanlega iánsfé og eru þeir vegir teknir út úr tillögum fjárveitinganefndar um skiptingu á fjárveitingum. Þessir vegir eru Vestfjarðavegur um Breiðadals heiði, Vestfjarðavegur sunnan Þingmannaheiðar, Bolungavíkur vegur tii Djúpavogar milli Ögurs og ísafjarðar. Bíldudalsvegur um fjallgarðinn Halfdan og Stranda- vegur milli Veiðileysufjarðar og Selvíkurhöfða. Gerði Sigurvin grein fyrir þessum vegum og ástandi þeirra, og einnig gerði hann grein fyrir öðrum breytinga tillögum er þeir flytja. BÆNDUR Refið ortfé vðar EWOMIN F. vltamln oe stemefna- blöndu PUSSNINGAR SANDUR Heimkevrðuí nússningar sandur og vibursandur sigtaðiiT eða Asigtaður vlð húsdvrnaT eða kominn upp ð hvaða hæð sem er eftir óskum kaupenda Sandsalan við Elliðavog sf Simi 41920 í

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.