Tíminn - 31.03.1965, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.03.1965, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 31. marz 1965 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR J3 H Litli RíkharBur eins og kærkomin gjöf Stutt rabb við Ríkharð Jónsson Akranes er merkur bær fyrir margt — og frægastur fyrir fiskirí og knattspyrnu. Allir kannast við „kátir voru karlar á kútter Haraldi“, og þegar áfram heldur, koma fram í hugann sækempur og kerlingarnar ánægð- ar út að eyrum, eins og segir í þessum fræga óð til Akraness, þegar sjómennirnir komu heilir á húfi heim. Eg veit ekki til þess, að nokkurn tímann hafi verið kveðið þessu líkt um knattspyrnukempur Akraness, en ef til vill verður það einhvern tímann gert, því að saga Akra- ness sem knattspyrnubæjar, er afar merkileg, og ljóminn um hana á án efa eftir að verða enn meiri, þegar stundir líða fram. Svipmesti knattspyrnumaður Akraness fyrr og síðar er Rík- harður Jónsson, þessi knatt- spyrnumaður, sem glatt hefur hjörtu þúsunda íslenzkra knatt spyrnuáhugamanna fyrir frá- bæra leikni um tveggja ára- tugaskeið. Það hefur jafnan staðið styrr um Ríkharð og margir verið honum ósammála um matgt — en á slíkt sér ekki nfer alltaf stað, þegar miklir hæfileikamenn eiga í hlut?- Um síðustu helgi skrapp sá, sem þe'tta skrifar, til Akra- ness og kom þá við á hinu vistlega' heimili Ríkharðs að Heiðarbraut 53. Svo vel bar í veiði, að kona Ríkharðs, Hali bera L^ósdóttir (systir Jóns Leóss.),, var nýkomin heim af sjúkrahúsi með nýfæddan son þeirra hjóna. Þau hjón áttu fjögur böm fyrir, en allt stúlkur — og þess vegna mikil gleði að eignast nú loksins „lítinn ,Ríkharð.“ Og eins og Ríkharður sagði — „sá litli er afar ksprkomin gjöf, en enn- þá veit ég ekki hvort ‘hann verður skírður Ríkharður." Það lá eiginlega í hlutarins eðli að spyrja fyrst hvort „litli Ríkharður" ætti ekki að feta í fótspor föðurins og leggja fyrir sig knattspyrnu, þegar hann stækkaði. Um það sagði Ríkharður, að tíminn yrði að skera úr, örugglega fengi hann einhvern nasaþef af knatt- spyrnunni nógu fljótt. Talið berst að öðru og Rík- harður segist ekki hafa getað æft síðustu mánuðina vegna uppskurður í hásin skömmu eftir áramót — en væntanlega get ég byrjað að æfa aftur um , páskaleytið: ' — Þú hefur ékki hugsað þér að leggja skóna á hilluna í bráð? — Neiv það má orða það þannig. Ég hef sett mér það takmark að leika einn lands- leik til viðbótar og mun leggja mig allan fram til að komast í landsliðsæfingu. Ef ég næ því takmarki mínu að komast í liðið, sem mætir Dönum á sumri komanda, verður það minn síðasti landsleikur. Skipt, ir þá engu máli hvort farið verður á leit við mig að leika fleiri landsleiki — svarið verð- ur nei! Ég veit ekki hvort mér tekst þetta, það fer allt eftir því hvernig ég verð í fætinum. Margir munu ef til vill spyrja — af hverju þetta takmark? Það er vegna þess, Hjónin Hallbera og Ríkharður ásamt börnum sínum 5. Lengst til vinstri er elzta dóttrrin, RagnhefS- ur, sem er 15 ára, þá Sigrún, sem er 3ja ára, Málfriður Hrönn 11 ára og Ingunn Þóra 10 ára. Rikharð- ur virðir sonjnn fyrir sér. að ég vil sjálfur ákveða hve- nær ég hætti. Nítján ár eru liðin síðan ég lék minn fyrsta landsleik og í 32 skipti af 33, sem ég hef verið fær um að leika, hafa landsliðsnefndir valið mig í landsliðið. Ég fann bezt sjálfur. að ég var ekk.i í ,gó.ðu formi í lands- (eikjunum gegn Skotum og Bermuda 'í fyrra. Hefði mér verið gefinn kostur á að leika leikinn gegn Finnum, þá hefði það orðið síðasti landsleikur minn. — Meiðslin í fætinum háðu þér á síðasta sumri? — Já. mest fyrir það, að ég gaf mér aldrei góðan tíma til að jafna mig. Og fyrir bragðið varð ég að ganga undir upp- skurð. — Leggja ísl. knattspyrnu- menn skóna of snemma á hill- una að þínu áliti? Já, alveg tvímælalaust. Auð- vitað minnkar geta manna með árunum, en t. d. menn, sem leikið hafa árum saman með landsliði þurfa ekki endilega að hætta, þótt þeir verði að víkja fyrir yngri mönnum í landsliði. Þeir geta um lang- an tíma verið mikill styrkur fyrir félög sín, þVí leikreynsla er mjög þýðingarmikið atriði í knattspyrnunni — í því sam- bandi er Stanley Matthews gott dæmi. Enn nærtækara dæmi er Akraness-liðið. Stundum er talað um, að gamli og nýi ‘tíminn sáméihtst i liðinu — ög það er rétt.' Menn furða sig oft á því hvað liðið nær langt, aldrei neðar en í öðru til þriðja sæti t 1. deild. Þarna setja eldri leikmennirnir strik í reikninginn — og yngri leik- menn liðsins njóta góðs af. Ég tel nauðsynlegt fyrir hvert lið að hafa innanborðs a. m. k. 3—4 eldri leikmenn með reynslu að baki. Þetta hefur reynzt Akranesi og KR vel. Dæmi um hið gagnstæða eru t. d. félög eins og Fram og Valur — lið þessara félag vantar vissa kjölfestu, þar sem þau eru að mestu skipuð ein- göngu yngri leikmönnum. Akranesliðið gat vel nýtt Ingv ar Elíasson meðan hann lék með því og skoraði hann á einu keppnistímabili 16 mörk, en eftir að hann gekk yfír í Val hefur honum lítið tekizt að skora af mörkum. — Hvemig leggst keppnis- tómabilið, sem framundan er, í þig? — Vel hvað Akranes-liðinu víkur. Strákarnir bjrrjuðu æf ingarnar vel eftir áramót, en síðan varð hlé og illa mætt. Nú eru mætingar orðnar góðar aft ur og engin ástæða til að kvíða neinu. Ég hlakka svo sjálfur til að fara að geta sparkað bolta aftur. Lengra varð rabb okkar Rik harðs um knattspymu ekki. Enginn veit enn þá hvort hon um tekst að ná því marki að leika síðasta landsleik sinn á sumri komanda. En það þarf mikið viljaþrek að setja sér slíkt mark — ekki sízt fyrir mann, sem á við meiðsli að stríða eins og Ríkharður. Hvort sem hann nær þessu marki eða ekki, þá er það von allra knattspyrnuáhugamanna að mega sjá Ríkharð á leik- velli sem allra lengst og hann komist yfir meðsli sín. -Alf. Bikarglíma Víkverja Bikarglíma Ungmennafélagsins Víkverja var háð í fþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar sunnudaginn 21. marz. Glímustjóri var Kjartan Bergmann Guðjónsson, sem kennt hefur glímu í vetur á vegum te- lagsins. • Keppt var um fagran bikar sem Sláturfélag Suðurlands gaf til keppninnar, og er það farand bikar. Þátttakendur voru sjö og urðu úrslif þessi: 1. Gunnar R. Ingvarsson 5% v 2. Hannes Þorkelsson 5 v. 3. Sveinn Leósson 4 v. 4. Sigurður Jónsson 3% v 5. Hjálmur Sigurðsson 2 v 6 .Helgi Ámason 1 v. 7. Gunna Tómasson 0 v Framhald á 14. sfðu 50. Víðavangs- hlaup Í.R. 50. Víðavangshlaup ÍR verður háð fimmtudaginn 22. apríl n. k. — sumardaginn fyrsta. Að venju verður keppt í 3ja og 5 manna sveitum, en einnig að þessu sinni i 10 manna sveitum. Er það gert í tilefni þeirra tímamóta, að hlaup ið verður háð i 50. sinn. Verð- ur gefinn sérstakur bikar fyrir 10 manna sveit og vinnst hann til eignar. — Þá má geta þess, að hver þá:tttakandi hlýtur verðlauna pening. Þátttöku í hlaupið ber að tll- kynna til stjórnar frjáisíþrótta- deildar ÍR fyrir 13. apríl n. k. Formaður Víkverja, Halldór Þorsteinsson, afhendir Gunnari Ingvarssyni verðlaun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.