Tíminn - 31.03.1965, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 31. marz 1965
-----1.....
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Pórarinn
Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G Þorsteinsson Fulitrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrlmur Gislason Ritstj.skrifstofur • Eddu-
húsinu. slmar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti ( Af-
greiðslusiml 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar sknfstofur,
slmJ 18300 Askriftargjald kr. 90,00 á mán innanlands — 1
lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmlðjan EDDA h.f.
,,Viðreisnin“ strönduð
í ályktun miðstjórnar Framsóknarflokksins er bent á,
að fimm ár séu nú liðin síðan ríkisstjómin tók upp hið
svonefnda „viðreisnarkerfi“, sem koma skyldi efnahags-
málum þjóðarinnar á traustan og heilbrigðan grundvöll,
og átti m.a. að leiða til verðbólgustöðvunar, skattalækk-
unar, spamaðar í opinberum rekstri og bættra lífskjara
fyrir almenning. Allt þetta fimm ára tímabil hefur verið
óvenjulegt góðæri og því hefði átt að vera stómm auð-
veldara að efna þessi fyrirheit en ella.
En hverjar hafa svo efndirnar orðið?
Myndin, sem blasir við eftir fimm ára „viðreisn“, er
m. a. bessi:
Vísitala framfærslukostnaðar hefur á þessu tímabili
hækkað um 68 stig, en vísitala vöm og þjónustu um 90
stig og ný dýrtíðaralda er framundan.
Byggingarkostnaður hefur nær því tvöfaldazt á „við-
reisnar“-tímanum og húsaleiga stórhækkað.
Kaupmáttur tímakaups er minni en hann var 1958,
þrátt fyrir stórauknar þjóðartekjur.
Afleiðing þess er að vinnutími almennings er óhæfi-
lega langur.
Fjárlög ríkisins hafa meira en ferfaldazt á valdatíma
núverandi stjórnarflokka og hækka á einu ári meira
að krónutölu en öll útgjöld fjárlaga voru 1958. Haldið
er uppi óhófseyðslu á mörgum sviðum.
Opinberar álögur hafa slegið öll fyrri met hér á landi,
enda er nú svo komið, að skattabyrðar ofbjóða gersam-
lega gjaldþoli margra heimila, og fjölmargir einstak-
lingar eygja alls enga leið út úr skattasjálfheldunni.
Gróðasjónarmið er að mestu látið ráða, þegar ákveðn-
ar eru framkvæmdir og uppbygging í landinu ,og ójafn-
vægi vex milli landshluta .
Peningavald ryður sér til rúms í þjóðfélaginu, en
þrengt er að framleiðendum, sem lítið fjármagn hafa,
m.a. með lánsfjárhöftum og óhóflegum vaxtakostnaði.
aði.
Almannasamtök eins og samvinnufélög og verkalýðs-
hreyfing eiga undir högg að sækja hjá ríkisvaldinu.
Þannig eru hinir einstöku drættir í mynd þeirri, sem
stjórnarflokkarnir hafa smám saman verið að móta á
undanförnum árum. „Viðreisnar“-gjaldþrotið, sem fyrst
og fremst á rætur að rekja til rangrar stjórnarstefnu
og ráðlausrar ríkisstjórnar, blasir nú við. Það er augljóst
mál, að ekki verður öllu lengur áfram haldið á sömu
braut.
Hér þarf því vissulega að koma til ný stefna. Sú nýja
stefna mun aðeins koma til sögunnar, að umbótaöflin
fylki sér saman og láti ekki sundrungu sína vera lengur
vatn á myllu Sjálfstæðisflokksins og þeirrar ævintýra-
stefnu verðbólgubraskara, sem fylgt er undir forystu
hans. Þeir ,sem vilja hverfa frá „viðreisnar“-óreiðunni
og fylgja víðsýnni umbótastefnu og byggja upp heil-
brigt og réttlátt þjóðfélag, eiga að skipa sér um Fram-
sóknarflokkinn, sem er langstærsti floljkur íhaldsandstæð
in?a Umbótamenn geta og þurfa að standa saman, þótt
þeir -éu eigi sammála um allt Sundrung umbótamanna
er sigurvon íhaldsaflanna. Það þurfa sem allra fyrst að
verða þáttaskil í íslenzkum stjórnmálum. Framsóknar-
flokkurinn vill beita sér fyrir þeim þáttaskilum, og heitir
á alla umbótasinnaða menn að stuðla að þeim.
TIMINN
ERLENT YFIRLIT
Semja Wilson og Grimond?
Bollaleggingar um samsfarf íhaldsandstæðinga í Bretlandi
Grimond
SÍÐASTLIÐINN miðvikudag
fóru fram aukakosningar í
tveimur kjördæmum í Bret-
landi. í öðru þeirra, Staffron
Walden, hélt íhaldsflokkurinn
sætinu með 18,851 atkv. en
fékk 20.610 atkv. í kosningun
um 15. okt. síðastl. Verka-
mannaflokkurinn fékk nú 15.
358 atkv., en fékk 15.655 atkv.
í kosningunum 15. okt. Frjáls
Iyndi flokkurinn fékk þá 5539
atkv., en fékk nú 4626 atkv.
Samkvæmt þessu fékk íhalds-
flokkurinn nú 0.8% minna af
greiddum atkvæðum en 15.
okt, Frjálslyndi flokkurinn
1.4% minna, en Verkamanna-
flokkurinn 2.2.% meira.
Úrslitin í hinu kjördæminu
Roxburgh, urðu nokkuð á aðra
leið. Þar missti íhaldsflokkur-
inn þingsætið til Frjálslynda-
flokksins. Frambjóðandi íhalds
flokksins fékk nú 16.942 atkv.
en fékk 18.924 atkv. í kosning
unum 15. okt. Þá fékk Fram-
bjóðandi Frjálslynda flokksins
17.185 atkv., en fékk nú 21.549
atkv. Frambjóðandi Verka-
mannaflokksins fékk nú 4936
atkv., en fékk 7007 atkv. í
kosningunum 15. okt. Frjáls-
lyndi flokkurinn fékk nú 10.3
% meira af greiddum atkv en
■f< -.tínkosningunum 15. okt, Verka
mannaflokkurinn fékk 4.5%
minfia og íhaldsflokkurinn 4,2
% minna.
Báðar sýna þessar aukakosn
ingar heldur tap hjá ’íhalds-
flokknum, er bendir til þess,
að hann væri ekki líklegur til
að vinna í aðalkosningunum,
ef þær færu fram bráðlega.
Fjarri fer þó því, að þessi úr-
sli't bendi til þess, að Verka-
mannaflokkurinn væri öruggur
með sigur.
ÞAÐ, sem þykir athyglisverð
ast í þessum kosningum, og
hefur raunar sýnt sig ,i tveim
ur aukakosningum áður, er sú
afstaða margra kjósenda Verka
mannaflokksins, að þeir virð-
ast nokkuð fúsir til að kjósa
Frjálslynda flokkinn, ef hann
er líklegur til að sigra íhalds-
flokkinn, en flokkur þeirra
sjálfra er vonlaus. Kosningin í
Roxburgh leiðir þetta nokkuð
glöggt í ljós. Ef kjósendur
Verkamannaflokksins gerðu
þetta í stórum stíl, gæti þetta
vel komið í veg fyrir, að íhalds
flokkurinn ynni meirihluta i
aðalkosningunúm jafnvel
þótt hann yki atkvæða
magn sitt. f kosningunum 15.
okt. síðastl. fékk Frjálslyndi
flokkurinn fleiri atkv. en
íhaldsflokkurinn í 44
kjördæmum og í 17 þeírra fékk
Frjálslyndi flokkurinn og
Verkamannaflokkurinn fleiri
atkv. samanlagt en íhaldsflokk
urinn. Öll þessi kjördæmi gæti
íhaldsflokkurinn misst í næstu
aðalkosningum, ef kjósendur
Verkamannaflokksins færu iun
á þessa braut.
EIN af þeim stofnunum.
sem annast skoðanakannanir i
Bretlandi, hefur nýlega lagt
þá spurningu fyrir atlmarga
kjósendur Verkamannaflokks-
ins, hvort þeir væru reiðubúmr
til að hindra sigur Ihaldsflokks
ins með því að kjósa
Frjálslynda flokkinn í kjördæm
um þar sem ástatt er eins og
að framan segir. Meira en þriðj
ungur þeirra, sem spurðir
voru, svöruðu þessu játandi.
Það á vafalaust sinn þátt í
þessari afstöðu kjósenda Vevka
mannaflokksins, að bilið miili
Frjálslynda flokksins og Verka
mannaflokksins er í mörgum til
fellum orðið lítið. Grimond,
hinn mikilhæfi leiðtogi Frjáls-
lynda flokksins, hefur markað
flokknum miklu róttækari
stefnu en frjálslyndu flokkun-
um á meginlandi Evrópu. Gri-
mond segir t. d. hiklaust að
Frjálslyndi flokkurinn sé
vinstri flokkur, og raunar á
■margan hátt sannari vinstri
flokkur en Verkamannaflokkur
inn. Fylgi sitt meðal ung.s fólks
hefur Frjálslyndi flokkurinn
ekki sízt unnið vegna þess, að
stefna hans er á mavgan hátt
Woodrow Wyatt
— annar af þeim þingmönnum
Verkamannaflokksins, sem hef-
ur kvatt til að sameina Verka-
mannaflokkinn og Frjálslynda
flokklnn.
ferskari og róttækari en steíma
Verkamannaflokksins.
Á undanförnum árum hafa
Verkamannaflokkurinn og 1
Frjálslyndi flokkurinn haft |
samstöðu í flestum málum og ij
svo hefur einnig orðið eftir F
stjóraarskiptin. Frjálslyndi ií
flokkurinn hefur langoftast |
stutt stjórn Wilsons, þegar iil E
átaka hefur komið í þinginu. m
TVEIR af þingmönnum
Verkamannaflokksins hafa fyr |
ir nokkru hafið baráttu fyrir Í
því, að Verkamannaflokkurinn á
og Frjálslyndi flokkunnn sam- 1
einuðust. Sú tillaga hefur íeng |
ið daufar undirtektir hjá báð-
um flokkunum. Hins vegar er
augljós áhugi innan beggja
flokkanna fyrir aukinni sam-
vinnu þeirra. Ólíklegt er þó, að
til hennar komi fyrir kosning-
ar. A. m. k. verður Verka-
mannaflokkurinn að reyna áð-
ur til þrautar að koma fram
þjóðnýtingu stáliðnaðarins,, þvi
að Frjálslyndi Flokkurínn er á
móti henni og myndi ekki
taka þátt í ríkisstjórn, er heíði
hana á stefnuskrá sinrn það
. mál er nú samvinnu flokkanna
mestur Þrándur í götu. Þá er
ekki ólíklegt, að Wilson vilji
reyna áður en hann >citar sam-
vinnu við Frjálslynda flokkinn
að prófa það í aðalkosmngum,
hvort Verkamannaflokkurinn
getur aukið meirihluta sinn.
Takist það ekki, og fái íhalds
flokkurinn ekki meirihluta, er
það talið sennilegt af mörgum,
sem fylgjast með að tjaldabaki,
að þeir Wilson og Grimond
athugi möguleika a stjórnar-
samstarfi, því ekki er hægt að
styðjast til langframa við jafn
lítinn meirihluta og Wiison hef
ur nú. Stjórnarsamvinna íhalds
flokksins og Frjálslynda flokks
ins þykir hins vegar mjög ó-
líklegt og raunar útilokuð.
Þ. Þ