Alþýðublaðið - 12.04.1956, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.04.1956, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 12. apríl ISSti Alþýðublaðlð m * FYRIR tæplega hálfum mán uði lýsti manneskja sin á Bret- landi yfir því við blaðamenn, að hún væri ekki lengur kona, — upp frá þessu væri hún karl maður! Og að hún hefur hingað til. verið talin kona, stafar af misdæmi, er átti sér stað dag- ana eftir að hún fæddist. Hinn nýi karlmáður átti tal við blaða menn að prestssetri einu í Norð humbralandi, en presturinn hafði þá lokið vað að breyta nafni hans á öllum skjölum og skilríkjum. Var það í sjálfu sér auðvelt verk, þar sem ,,hún“ hét Olive, en hann heitir hér eftir Oliver, — sem sagt, nafn- ið aðeins lengt um eitt „r“. Undanfarin ár hefur ,,01ive“ starfað sem kennari, og mun gera það áfram. Nú er það svo með Bretum, að kvenkennarar hafa þar lægri laun en karl- kennarar, og ein afleiðingin af þessum kynskiptum verður því sú, að ,,01iver“ fær fimmtán hundruð sterlingspd. hærri laun en ,,01ive“ bar úr býtum fyrir sama starf. Það er því ekki hægt að segja að hann tapi á kynskiptunum. „Þegar ég fæddist lék nokk- ur vafi á því hvort ég væri í rauninni kvenkvns eða karl- kyns. Til allrar óhamingju fyr- ir míg varð það ofan á, að ég' var dæmdur kvenkyns. Þegar ég eltist, varð mér ljóst, að ég: væri kárlmaður, en léngi vel hélt ég því leyndu. Og þegar ég var kominn yfir fermingu, varð mér enn örðugra allra hluta vegna að „taka stökkið“.: Ég nam í kennaraskóla sem kvenmaður og síðan hef ég kennt um átján ára skeið við miðskóla sem kvenmaður. Og nú er afráðið að ég starfi þar áfram, — sem karhnaður,“- sagði Oliver við fréttamennina. Ekki kvað haim um neina lækn isaðgerð að ræða í þessu sam- bandi. „Árum saman hefur það ver- ið þannig, að ef ég hef ekki verið klæddur í föt, sem óve- fengjanlega hafa skorið úr um það, að ég væri kvenmaður, hafa ókunnugír jafnan ávarpað mig sem karlmann, — og það hefur verið óþægilegt á stund- um.“ Skólastjórinn, sem Oliver hef ur starfað hjá, hrósar mjög hæfileikum hans og dugnaði. Kveður hann sér það fagnaðar- efni, að hann verði áfram kennari við skólann og telur þessa ,,kynbreytingu“ ekki munu valda þar neinum breyt- ingum. Fyrir utan foreldrana vissi enginn þetta leyndarmál „kennslukonunnar“, nema kennslukona ein við skólann, ungfrú Kittv Liddle. Eftir að kynbreytingin varð almenningi kumi, var þegar farið að ræða um að vingott mundi vera með þeim og talið líklegt að þau myndu ganga í hjónaband. Þau neita því þó harðlega og segja að aðeins sé um kunn- ingsskap að ræða. Engu að síð- úr viðurkennir Oliver, að hún háfi hvatt sig mjög til að láta framkVæma þessa breytingu íormlega. KROSSGÁTA. N'r. 1013. 1 •a i ¥ T” t j i <? le u tz li 19 15 lí r? L lt Lárétt: 1 fjós, 5 tóbak, 3 hljóta í arf, 9 bókstafur, 10 í dyrum, 13 tónn, 15 drakk, 16 greinir, 18 sögn. Lóðrétt: 1 prakkari, 2 poið svæði, 3 feng, 4 eyðsla, 6 stall- ur, 7 í skóm, þf., 11 kvenmanns nafn, 12 bygging, 14 afleiðslu- ending, 17 frumefni. Lausn á krossgátu nr. 1012. Lárétt: 1 skuggi, 5 rein, 8 mark, 9 la, 10 kála, 13 ær, 15 laut, 16 rola, 18 kæran. Lóðrétt: 1 samsæri, 2 klak, 3 urr, 4 gil, 6 ekla, 7 narta, 11 álí, 12 auma, 14 rok, 17 ar. Móðir okkar og tengdamóðir, GUÖNÝ ÞORSTEINSDÓTTIR frá Ilákoti, ÁLftanesi, andaðist 10. þ. rn. að heimili sínu, Norð- urbraut 1, Hafnarfirði. Börn og tengdabörn. Frá námskeiði ISISÍ. REKST&mSSKiPULA&NING I Námskeiðið hefst mánudaginn 16. apríl kl. 9 ár- degis í Iðnaðarmálastofnun íslands í Iðnskóláhúsinu v»Ö ,Skólavrörðutorg. Skráðir þátttakendur eru beðnir ao vitja aðg'öngu- miða og dagskrár í skrifstofu stofnunarinnar nk. föstu- dag, 13,apríl. Þátttökugjald, kr. 250,00, óskast greitt við afhend- ingu miða. Iðnaðarmálastofnun. íslai ds. Ný sending amerískir kjó'iar í glæsíiegu árvalL GVLLFOSS AðaistrætL til góðrar sambúðar Góðar samgöngur stuðía að aukinni vináttu þjóða í milíi. í áratug hefur Fíugfélag tslands haldið uppi fIugsamgöngum miiii ís- lands og Danmerkur í sívaxandi mæli. 1 sumar fíjúga Faxar Flugfélags Is- iands 4 sinnum í viku miííi Reykjavík- ur og Kaupmannahafnar. Með auknum flugferðum miili höfuð- borga frændþjóðanna stuðíar Flisgfé- lag islands að bættri þjónustu og auknum vináttutengslum. em

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.