Alþýðublaðið - 12.04.1956, Blaðsíða 4
AiþýðublaSíg
Fimmtuilagur 12. apríl 1 !>5(*
í'tgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarson.
Biaðamenn:: Björgvin GuSmundsson og
Loftur Guðmundsson.
Augiýsrngastjóri: Emilía Samúelsdóttir-
Ritstjórnarsírr.ar: 4961 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4960.
Ásfepiftargjald kr. 28.00 á mánuði.
Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8 — 10.
Heildsala og smásala
SUMIR heildsalar, sem
flytja irtn vörur frá útlönd-
um, selja þær síðan í smá-
sölu, en undir öðru firma-
nafni. Sagt er, að þetta fari í
vöxt, og mun naumast þykja
frásagnarvert. Hitt sætir tíð-
indum, að sami verzlunar-
máti hefur verið tekinn upp
á stjórnmálasviðinu. Hér er
átt við brask kommúnist-
anna og fylgjenda þeirra.
Þar er reynt að reka samtím
is heildsölu og smásölu og
efna til verkaskiptingar í
blekkingarskyni. Fyrirtækið
er á þessa lund:
I sölubúðinni, þar sem
smásalan fer fram, eiga
Einar Olgeirsson og Hanni
bal Valdimarsson að' ann-
ast afgreiðslustörfín, fal-
bjóða vörur og meðtaka
gjaldið. Þar er firmanafnið
Alþýðubandalagið. En á
bak við er heildsalan Sam-
einingarflokkur alþýðu, og
hún sér um innkaup vör-
unnar, sem selja á í AI-
þýðubandalaginu. Sameig-
inlegri skrifstofu heildsöl-
unnar og smásölunnar
stjómar Brynjólfur Bjarna
son. Hann á ekki að láta
sjá sig við búðarborðið I
Alþýðubandalaginu, en er
eigi að síður stofnandi og
prókúruhafi beggja fyrir-
tækjanna og hefur auðvit-
að erlendu umboðin eftir
sem áður. Og svo segir
Þjóðviljinn, að þetta brask
sé hin eina og sanna heið-
arlega stjórnmálabarátta á
fslandi!
Einar, Hannibal og búðar-
menn þeirra þykjast ekki
vita af heildsölunni á bak
við, og forstjórinn í skrifstof
unni, Brynjólfur Bjarnason,
skal ekki nefndur á nafn
frammi við. Þó hefur hann
haldið smásölufyrirtækinu
undir skím og gefið því bless
un sína. Sósíalistafélag
Reykjavíkur hélt fund í
fyrrakvöld til að ræða stofn-
un og sviðsetningu smásöl-
unnar. Þar var Brynjólfur
frummaslandi og hafði Guð-
■ mund Vigfússon sér til að-
stoðar. Þangað liggur sú lína,
sem sprellikarlarnir í AI-
þýðubandalaginu stjórr.ast
af. Mátturinn og valdið er
Brynjólfs, en Einar og Hanni
bal eiga að fá að ráða búðar-
borðinu. Sýningarglugginn
er hins vegar í verkahring
Magnúsar Kjartanssonar,
því að Þjóðviljinn er mál-
gagn beggja fyrirtækjanna.
Þetta er skiljanleg við-
leitni, þegar braskarar eiga
í hlut, en vörurnar úr
þeirri heildsölu, sem heií-
ir Sameiningarflokkur al-
þýðu, breytast auðvitað
ekki hætishót við það, að
Einar og Ilannibal reyni
að selja þær í Alþýðu-
bandalaginu. Þær eru
komnar frá Rússlandi og
leppríkjum þess og hafa
mælzt ósköp illa fyrir upp
á síðkastið. Skemmdirnar
eru svo augljósar, að Vest-
urlandabúar hrista höfuðið
og vilja ekki sjá þennart ó-
þverra. Samt eru til hér á
Islandi menn, sem ímynda
sér, að þetta muni söluhæf
vara, ef notaðar séu nýjar
umbúðir og heildsaliim
Brynjólfur Bjarnason lát-
inn halda sig í forstjóra-
skrifstofunni fram yfir
kosningar.
Kjósendur, sem Iétu
blekkjast til að kaupa vör-
urnar í Alþý'ðubandalaginu
á kjördegi, myndu fljótlega
sannfærast um, að þeir hefðu
verið ginntir. Skemmdimar
segja til sín, þegar umbúð-
irnar hafa verið teknar utan
af vörunum og fara á að nota
þær. Vonbrigðin yrðu sár
eins og alltaf, þegar klækin
kaupmannslund er annars
vegar. En þá mun lítt stoða
að fara í Alþýðubandalagið
og reyna að skipta. Smásöl-
unni verður lokað eftir kosn-
ingar, og heildsalan þykíst
hér engan hlut eiga að máli.
Einar Olgeirsson verður fal-
inn á degi reiðinnar í for-
stjóraskrifstofu Brynjólfs
Bjarnasonar við að standa
honum reikningsskáp ráðs-
mennsku sinnar. En hvar
skyldi Hannibal Valdimars-
son þá verða niður komínn?
GerUt á&krifendur blaSslns.
Alþýðublaðið
ry 77 •/ T} j • Lömunarveikifaraldur gekk í vetur í
dtaUungu tu nuenos Airi J-S» Buenos Aires, höfuðborg Argentínu.
Þá voru send sjúkragögn frá Bandaríkj.unum þangað, og myndin hér að ofan, sem tekin
er á Logan alþjóðavellinum í Boston, er af stállungum, sem skipa á um borð í flugvél-
ina, sem einnig sést á myndinni og fara ti! Buenos Aires.
Vtnn úr heimi:
Af vo
AFVOPNUNARNEFND Sam
einuðu þjóðanna hefur um
langt skeið haft starfandi sér-
staka undirnefnd til athugun-
ar varðandi hinar ýmsu tillög-
ur um almenna afvopnun í
heiminum. í fyrra virtist nokk
uð draga til aukins samkomu-
lags með stórveldunum, og á
þingi Sameinuðu þjóðanna í
haust er leið var undirnefnd-
inni falið að halda áfram störf-
um. Um miðjan marz þessa árs
kom fram brezk-frönsk tillaga,
sem líkleg er til að flýta íyrir
lausn þessa mikilvæga vanda-
máls. En sökum þess hve ýmis
atriði tillögunnar eru tæknilegs
eðlis og vegna þess að fáir eiga
þess kost að fylgjast með því á
hvaða stigi umræðumar standa
á hverjum tíma, eru þeir fáir,
sem geta gert sér grein fyrir
hve víðtækar tillögur þessar
eru.
í stuttu máli má gera þannig
grein fyrir þessum tillögum: Af
vopnunin verði framkvæmd í
þrem áföngum. Fyrsti áfanginn
er fólginn í stofnun alþjóðlegr-
ar afvopnunarnefndar, sem
meðal annars verði skipuð full-
trúum allra stórveldanna fimm.
Þessi nefnd setji síðan á lagg-
imar eftirlitsstofnun, sem fái
mjög víðtækt vald. Mikilvæg-
asta hlutverk hennar verður að
hafa eftirlit úr lofti og á jörð
með herafla þjóðanna. Stórveld
in skuldbindi sig til að auka
ekki herafla sinn. Sérstök stofn
un hafi eftirlit með takmörkun
á tilraunum með kjarnorku-
vopn.
Þegar þessi atriði hafa verið
framkvæmd er ráðgert að næsti
áfanginn hefjist, — dregið verði
úr heraflanum um helmin.g og
framleiðsla kjarnorkuvopna
bönnuð.
Þriðji og síðasti áfanginn er
í því fólginn að enn verði dreg-
ið úr heraflanum og notkun
kjamorkuvopna algerlega bönn
uð.
Bandarísku fulltrúarnir í
t undirnefndinni hafa gert það
að tillögu sinni, að Bandaríkin
fækki her sínum niður í 2,5
jmilljonir ijiarma — gegn þvi
I að Rússar geri slíkt hið sama.
j Bandaríkjamenn hafa nú 2,8
l milljónir rdanna undir vopnum,
en samkvæmt rússneskum upp
, lýsingum :hafa Rússar nú 4
jmilljónir mann undir vopnum,
— og óþarft er að gera ráð fyr-
' ir að þeir segi þá fleiri en rétt
er. í bandarísku tillögunum er
einnig gert ráð fyrir, að stór-
veldin láti hvert öðru í té upp-
lýsingar um alla herflutninga
af þeirra hálfu utan landamæra
þeirra,
Þá hafa Rússar fyrir skömmu
langt fram sínar afvopnunartil-
lögur, — dregið verði úr her-
styrk, þannig að Rússar og
Bandaríkjamenn hafi jafnan
her. 2,5 milljónir manna hvor-
i ir, Bretar og Frakkar 650 þús-
undir hvorir. og dregið verði úr
útgjöldum til hernaðarþarfa í
samræmi við það. Sameiginleg
stofnun Bandaríkiamanna og
iRússa hafi yfirumsjón með. því
að afvopnunarákvæðunum sé
j íramíyigt og rétt til að fullvissa
sig um það.-• Þýzkaland verði
i herlaust svæði, og þar verði öll
■ kjarnorkuvopn bönnuð.
Það er því með öðrum orðum
þannig, að til samkomulags hef
ur dregið um tæknileg grund-
vallaratriði, en svo virðist sem
hvorki Bandaríkjamenn né
Rússar vilji alþjóðlegt eftirlit
með kjarnorkuvopnum. Umræð
um í undirnefndinni er hins
vegar haldið áfram, og von er
enn um að til aukins samkomu
lags dragi með stórveldunum í
sumar. Hinn gífurlegi kostnað-
ur við framleiðslu kjarnorku-
vopna, óttinn við gereyðingar-
stvrjöld og sterk áhrif almenn-
ingsálitsins ýta á eftir því, að
samkomulag sé leitað. En enn
er lángt í land. . . .
Tellus.
Nauðungaruppboð
verður. haldið hjá Áhaldahúsi Reykjavíkurbæjar við
Skúlatún hér í bænum, eftir kröfu bæjargjaldkerans í
Reykjavík, tollstiórans í Reykjavík o. fl. föstudaginn 13.
apríl næstk. kl. 2 e. h. og verða seldar eftirtaldar bif-
reiðar:
•R—110 R—240 R—260 R—561 R—780 R—1351
R—1765 R—1816 R—-2057 R—2348 R—2498 R— 2696
R—2733 R—3095 R—3096 R—3318 R—3385 R—3471
R—4452 R—4475 R—4502 R—4507 R—4544 R—4.649'
R—4707 R—4717 R—4722 R—4727 R—4766 R—4970
R—5070 R—5101 R—5452 R—5575 R—6026 R--6032
R,—6136 R—6279 R—6295 R—6360 R—6407 R—6411
R,—6437 R—6451 R—6463 R—6498 R—6586 R—6743
R—7002 R—7065 R—7097 R—7098 R—7160 R—■7163
R—7197 R—7501 R—7632 R—7750 R—7809 R—8348
R,—8449 R—8645 G—255 L—32.
Greiðsla fari fram vði hamarshögg.
Borgarfógetinn í Reykjavík.
vana bakstri, vantar í eldhús
Landsspítalans.
Matrá$skoinan.