Alþýðublaðið - 03.05.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.05.1956, Blaðsíða 4
Fsmmíudagur 3. maí !§»!».- 4; A fþ ýð u blaSIg Ú*gefandi: AlþýSuflobkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Áskriftargjaíd kr. 20.00 á mánuði. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8 — 10. Bœkur og höfundar ‘/giisveri Tínuibœr umhugsunarefn i HANNIBAL VALDIMARS- SON fer þessa dagana hverja langferðina af annarri út um landsbyggðina til að for- dæma samvinnu Alþýðu- flokksins og Framsóknar- flokksins. Öðru vísi mér áð- ur brá. Hannibal hefur und- anfarin ár barizt manna mest í Alþýðuflokknum fyrir auknu samstarfi við Fram- sóknarflokkinn og talið það mál málanna. En þegar draumur hans rætist, hleyp- ur hann yfir í herbúðir kom- múnista og lætur þá hafa sig til þess að berjast gegn sinni gömlu stefnu! Meginatriðið í málflutn- ingi Hannibals og Finnboga Rúts er sú staðhæfing% að Alþýðuflokkurinn geti ekki átt samleið með Framsókn- arflokknum, en væri nær að ganga til móts við kom- múnista. Þetta lætur ein- kennilega í eyrum þeirra, sem muna orð og gerðir . Hannibals á liðnum árum. Hann undi ágætlega sam- vinnu við Framsóknarflokk inn í Norður-ísafjarðar- sýslu, þegar hún var kjör- dæmi hans. Sama gerðist á Isafirði í síðustu kosning- um. Þá var Hannibal ljóst, að íhaldið og kommúnistar ættu skilið sameiginlegt skipbrot. Nú er hann svo breyttur að vera orðinn bandamaður kommúnista og hjálparsveinn Kjartans Jóhannssonar og Sigurðar Bjarnasonar frá Vigur í sín um gömlu kjördæmum. Lengi skal manninn reyna. Kommúnistum finnst lítið til koma málefnasamnings Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins, og Hannibal tekur undir þá gagnrýni full- um rómi. En maðurinn talaði og skrifaði öðru vísi í síðustu kosningum. Þá vegsamaði hann hugmyndina, sem hann fordæmir nú. Hannibal skrif aði grein í Skutul 5. júní 1953 og skoraði á alla frjáls- lynda menn að hafna íhald- inu og kommúnistum. Og til hvers? Hannibal sagði orð- rétt á þessa lund: „Og þá er runnið upp tímabilið, þegar hægt er að sameina íslenzka alþýðu um fullnýtingu atvinnu- tækjanna, stórátök í bygg- ingamálum fólksins til sjáv ar og sveita, samfellda at- vinnu handa öllum, sem vilja vinna við lífræn fram- leiðslustörf, gerbreytingu á afurðasölumálum þjóðar- innar og innflutningsmál- um og endurskipulagningu á viðskipía-, banka- og ut- anríkismálum hennar. Þannig mætti lengi telja. Þá getur fyrst runnið upp það hreinsunar- og umbóta tímabil, sem þjóðina hefur lengi dreymt uni á undan- förnum árum.“ Þetta var 1953 draumur Hannibals. Nú er hann orð- inn að veruleika. En þá er Hannibal kominn í vist hjá kommúnistum og manna verstur út í sín fyrri málefni. Hvað kemur til? Er til of mikils mælzt, að bræðurnir reyni að svara þeirri spurn- ingu á viðunandi hátt? Alþýðublaðinu dettur ekki í hug að elta ólar við fúkyrði og brigzl Hannibals og Finnboga Rúts. En það ætlast til málefnalegra um ræðna af mönnum, sem verið hafa lýðræðissinnar og borið ábyrgð á orðum sínum og gjörðum. Hvem- ig hefur Sósíalistaflokkur- inn brej'tzt síðan 1953? Óg hvað kemur til þess, ef sam vinna við Framsóknarflokk inn, sem þá var lífsnauð- syn, er nú orðin fordæman- Iegt óhæfuverk? Hér hefur eitthvað furðulegt gerzt. Hvað gæti það vferið? Finn boga Rút þarf ekki að spyrja. Hann Iafir aftan í kommúnistum til að korrt- ast á þing. En hvers vegna í ósköpunum kýs Hannibal Valdimarsson sarna hlut- skiptið sér til handa? Allt ætti þetta að vera tímabær umhugsunarefni fyrir mánudagsblað Þjóðviljans. Feigðin nálgast MORGUNBLAÐIÐ heldur áfram að spá íhaldinu stór- sigri í næstu kosningum. Það biður urn meirihluta einu sinni enn. Samt er það staðreynd, að íhaldið hefur verið að tapa undanfarin ár, en sjaldan eða aldrei staðið jafnhöllum fæti og nú. Fram bjóðendur þess í fjölmörgum kjördæmum blikna af skelf- ingu við tilhugsunina um kjördaginn. Þeir kenna feigð ina nálgast. Menn, sem þannig eru á sig komnir, ættu ekki að-tala um sigur. Morgunblaðið verður áreiðanlega að sætta sig við lítið að kosningunum lokn- um. I SIÐASTLIÐIÐ haust komu út á forlag ísafoldarprent- smioju í Reykjavík æviminn- ingar séra Eiríks V. Alberís- sonar, dr. theol., er hann nefn ir hinu látlausa sannnefni ,.Æviár“. Er hér um allmikla bók að ræða að vöxtum (236 bls.), vel samda og harla at- hyglisverða að sama skapi. Hitar það lesanda um huga að fylgja hinum gáfaða og náms gjarna Skagfirðingi í spor á skólagöngu hans, en harin brauzt af eigin rammleik til mennta, unz lokið var háskóla- prófi í guðfræði. Tóku þá við 1 starfsárin og gerðist séra Eirík- ur vinsæll og mikilsmetinn sóknarprestur (og um skeið prófastur) í Hestþingum í Borg. arfirði, en jafnframt athafna- samur bóndi, er betrumba'tti prestssetur sitt bæði urn húsa- kost og jarðnæði. Munu Bcrg- firðingar hafa kunnað slikan klerk vel að meta, enda fór Daniel Teitsson á Grímarstöð- um þessum orðum um. hann í bændarímu: Stór í geði og starfsins hátt- um. stjórnar Hesti Eiríkur. Bóndi og prestur búa í sátt ■ * um. blærinn andar heiðríkur. En séra Eiríkur lét efcki lenda við prests- og hústörfín ein saman. Um nokkur úr hafði hann einnig með höndum skóla stjórn alþýðuskóla Borgfirð- inga á Hvítárbakka, og fórst hún hið bezta úr hendi. Enn- fremur tók hann með ýmsum hætti þátt í héraðsmálum, þó eigi verði það nánar rakið. Skylt er einnig að geta þess, að hann átti sér við hlið sterka stoð, þar sem er hinn glæsi- lega og ágæta kona hans, frú Sigríður Björnsdóttir prests að Miklabæ. Séra Eiríkur átti því yfir fjöl þættan og merkilegan starfs- feril að líta, er hann varð að látá af prestsskap vegna heilsu brests sumarið 1944, og hafa þau hjón verið búsett í Reykjavík síðan, en þau eiga stóran og myndarlegan barna- hóp. Með því, sem að frarnan hefur verið sagt um starfsfefii hans, er sú saga hans þó hvergi nærri öll sögð. Víkur dr. Ólafur Lárusson prófessor fag urlega að ónefndri hlið henn- ar, er honum farast þannig orð í ágætum ritdómi um ,,Æviár“ (Mbl. 10. des. ‘55): ,,En jafn- vel eftir að hann hafði misst heilsuna auðnaðist honum að verða upphafsmaður að einu merkasta nýmæli síðari ára í þjóðlífi voru, hreyfir fyrst- ur manna hugmyndinni um vinnuhæli fyrir berklasjúkl- inga. Upp af þeirri tillögu er hin glæsilega stofnun, Reykja- lundur, vaxinn“. Sú stofnun þótti okkur hjónunum eitthvað 1 hið merkilegasta af öllu hinu |merka, sem fyrir sjónir okkar bar í heimförinni til ættjaröar innar. Hafi séra Eiríkur og aor- ir samherjar hans, og allir for- göngumenn þeirrar ágætu menningarstofnunar, heilir að verki verið! Hún er þsim til ævarandi sæmdar og þjóðinni til ómetanlegrar blessunar ^ En um þessar æviminnir.gar séra Eiríks er það í heild sinni að segja, að þær eru bæði sterkum tilþrifum, eins og rétti lega hefur verið bent á af öðr um, svo sem hin snilldarlega lýsing hans í æsku (Fyrstu eig- in endurminningar). Er ég al- gerlega sammála Ólafi Lárus- syni prófessor um það, að sú lýsing eigi vel heima ; ís- lenzkum lestrarbókum. Vel mega Borgfirðingar einnig una prýrðilegri lýsingu hans á hinni fögru og söguríku sveit þeirra. Víða er frásögn hans einnig krvdduð vísum og kvæðum eftir hann, sem varpa sínu ljósi á hugarástand hans og hugðarefni. En jafnframt því sem ævi- minningarnar segja að sjálf- sögðu, um annað fram, sögu höfundar, yarpar þær með yms um hæíti birtu á þjóðlífið og menningarbrag á þeim tíma, sem um er að ræða. Þar er einn ig hrugðið upp glöggum myr.d- um af ýmsum þjóðkunnum mönnum; t. d. þykir mér lýs- ingin á séra Matthíasi Jochums syni skáldi ágæt, en honurn kynntist ég talsvert á námsár um mínum á Akureyri. Skal þá vikið sérstaklega að því ritverkinu, sem ekki ólik- lega mun halda nafni sér Ei- ríks Albertssonar lengst á lofti, þó að margt sé vel um ævi- sögu hans, en það er hið mi.kla cg gagnmerka rit hans: Magnús Eiríksson (guðfræði hans og trú arlíf), er út kom í Reykjavík 1938, en fyrir það hlaut hann doktorsnafnbót í guðfræði víð Háskóla íslands. Fór doktors- vörnin fram í janúar 1939. og er hann.fyrsti og fram á þenn an dag eini maðurinn, sem varið hefur ritgerð um guð- fræðileg efni til doktorspróís ínnan guðfræðideildar Háskól ans. - Eins og vera ber hélgar- hann þessu merkisriti sínu sér stakan kafla í ævisögu sínni, og skýrir þar frá því, að það hafi verið fyrir áeggjan þeirra séra Haralds prófessors Níels- sonar og dr. Ágústs H. Bjama-i sonar prófessors, að hann færð ist það í fang að rita bók sina um Magnús Eiríksson. Inn í umræddan kafla í ævisógu sinni fellir séra Eiríkur gagncrð an útdrátt úr riti sínu um Magnús, og var það viturlega ráðið, því að það merkisrit ír.un vera í alltof fárra höndum. Hefi ég nýlega lesið það gaumgæfilega, og mér til hins mesta lærdóms. Mig brestur að vísu guðfræðilega þekkíngu til þess að dæma um ritið frá því sjónarmiði, en hitt dylst mér ekki, að þar er mikið efni tekið föstum og fræðimanr.Ieg um tökum, og lýst af nærfærni og samúðarríkum skilningi mikilhæfum og sérstæðum ís- lendingi, sem var hvort tveggja í senn stórmerkur guS- fræðingur og samtímis lang- sýnn umbótamaður, og ber hæst á þjóðmálasviðinu mál- sókn hans um frelsi og jafn- 1 Framhald á 7. síðu. Knattspyrna: Leikur Fram og Vafs < : skemmtilegar og prýðisvel í ■>.' letur færðar, með snjöllum og KNATTSPYRNAN er byrj- uð, og samkvæmt yfirliti því, sem KRR hefur nýlega sent frá ser um knattspyrnumót sumars iiisj er augljpst að mikið fjör mun verða á vettvangi þessarar íþrþttar í sumar. Um 200. kapp- leikir munu vérðá háðir á keppnistímabilinu. Flokkar frá VeStur-Berlín, Luxemburg, Englandi, Noregi og Danmorku munu sækja okkur heim. Bret- ar leika hér landsleik, en frá Noregi og Danmörku koma flokkar úr Öðrum aldursflokki. Á sunnudaginn var fór fyrsti kappleikurinn fram, var það í Reykjavíkurmótinu, og kepptu þar Fram og Valur í meistara- flokki. Leikur þessi var furðu góður, og mun betri en oft und- anfarin ár á þessum tíma. Lofar hann góðu um knattspyrnuna í sumar. Leiknum lauk með sigri Vals 2:1. Fyrri hálfleik lauk með sigri Fram 1:0, en Valsmenn sóttu sig í þeim síðari, og skor- uðu þá tvö mörk, sem færðu þeim sigurinn í þessum fyrsta leik sumarsins. Það var miðherjinn, Dag- bjartur, sem skoraði markið fvr ir Fúam, var það gert með snöggu og öruggu skoti, er um 20 mínútur voru af hálfleikn- um. Valsmönnum tókst að kvitta skömmu síðar, en það márk var af línuverðinum dæmt rangstætt. Fram lék mun betur í fyrri hálfleiknum og hefði vissulega átt að geta skorað fleiri mörk, enda skall hurð alloft nærri haelum við Valsmarkið. í seinni hálfleik sóttu Vals- ménn sig verulega og má segja að frumkvæðið væri nú nær eingöngu hjá þeim. Er fimrn mínútur, %roru af leiknum. kvitt- aði Gunnar Gunnarsson með góðu skoti, eftir hraða sókn, sem. tvístraði Framvörninni og gaf opið tækifæri, sem var vel notað. Er tuttugu mínútur voru liðnar, skoraði Hilmar Magn- Ússon sigurmark Vals, og lauk leiknum þannig með tveim mörkum gegn einu. Hins vegar skoruðu Valsmenn tvö önnur mörk, en þau voru dæmd rang- stæð. Á síðustu mínútu lá við að Fram tækist að kvitta, er Karl Bergmann skaut fast á markið, en knötturinn lenti í þverslánni og skoppáði yfir. Meðal Framaranna var það Eyður Dalberg, sem einna mesta athvgli vakti fyrir sér- Iega lipran leik, góða knattmeð- ferð og öruggar sendingar. Þar eiga Framarar góðan uppvax- andi liðsmann. Nýliði var í marki Vals, sem nú stóð í sporum hins reynda markvarðar, Helga Daníelsson- ar, sem látið hefur af keppni f\TÍr Val og er fluttur til Akra- ness, þaðan sem hann er upp- runninn, og mun væntanlega verja markið fyrir fæðingarbæ sinn í framtíðinni, fer vissulega vel á því. Björgvin Hermanns- son heitir þessi nýi markvörð- ur Vals, og sýndi oft ágæt til- þrif í þessum fyrsta leik sínum. m.eð meistaraflokki og má í frarntíðinni mikils góðs a£ hon- um vænta í þessari vandasömu stöðu. E.R.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.