Alþýðublaðið - 04.05.1956, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.05.1956, Blaðsíða 5
Föstudagur 4. maí lí)56. AlþýðublaðlS Rœða Óskars Hallgrímssonar á útifundinum 1. maí Alþýða Reykjavíkur: í SJÖ TUGI ÁRA hefur 1. maí verið hátíðlegur haldinn sem alþjóðlegur baráttudagur vei'kalýðsins. Um allan heim hefur alþýðan fylkt liði þenn- an dag undir merkjum samtaka sinna, til baráttu fyrir hags- munamálum sínum. í þeim löndum þar sem samtök verka- lýðsins eru frjáls og engum háð nema umbjóðendum sínum, fagnar alþýðan unnum sigrum í baráttunni fyrir bættum kjör- tim og auknum völdurn, og strengir jafnframt heit sín um að halda áfram baráttunni, unz fullum sigri er náð. Einnig í þ>eim þjóðlöndum, þar sem frelsi verkalýðsins er skert, þar sem samtök alþýðunnar eru ýmist bönnuð, eða samtakafrelsi svo stórlega skert, að um hagsmuna samtök í vorum skilningi er vart að ræða, er fyrsti maí bar- áttudagur, þar sem alþýðan krefst í senn: frelsis undan oki harðstjórnar og mannsæmandi lífskjara. I dag ber alþýðan í ölíum löndum heims, hvernig sem högum hennar er háttað, hvar sem lönd hennar eru stað sett, og hver sem litarháttur- inn er, einum rómi fram kröf- ur sínar um frið, frelsi, jafn- rétti og bræðralag allra þjóða. — Enginn á meira á hættu í ógnum styrjalda en einmitt al- þýðan, sem færa verður fórn- ir jafnt á vígvöllum sem utan þeirra. Þess vegna krefst hún þess, að forráðamenn þjóðanna láti af þeim Ijóta Ieik að láta vopnin útkljá deilumálin. — Beztu kveðjur Alþýða heimsins krefst þess, að leiðtogar þjóðanna leitist í vin- semd við að finna leiðir til sátta og að allar þjóðir ástundi sátt- fýsi og samstarf í samskiptum gínum. í öllum frjálsum lönd- um heims krefst alþýðan þess, að bann verði lagt við fram- leiðslu og notkun þeirra vopna, er ógna tilveru þjóðanna, krefst allsherjarafvopnunar, er hvoru tveggja verði fylgt eftir með ströngu alþjóðlegu eftirliti. — Vei-kalýðshreyfingin er í senn þjóðleg og alþjóðleg og sjaldan finnum við betur en á þessum degi tengsl okkar við alþýðu allra landa. Okkur er þó ljóst, að á þessu sviði sem fjölmörg- tun öðrum eru nágrannar okkar og frændur á Norðurlöndunum okkur skyldastir. Undánfarnar vikur höfum við fylgzt með af fréttum baráttu stéttarsystkina okkar í Finnlandi og Danmörku fyrir bættum kjörum sínum. I þessari baráttu hafa samherjar okkar í þessum löndum átt sam- hug okkar og stuðning. — Við tninnumst þess í dag, að þegar við, fyrir réttu ári, áttum í hörð ustu deilu, sem íslenzk verka- lýðssamtök hafa háð, barst okk- tir mikilsverð aðstoð frá sam- herjum okkar á Norðurlönduin. Þessa aðstoð, og þó ef til vill öllu frekar þann bróðurhug, er að baki bjó, þökkum við í dag, um leið og við sendum alþýðu þessara landa, samherjum okk- ar og stéttarsystkinum um heim allan, beztu bróður- og baráttu- kveðjur. _ 1 Á!T Sjálfrjtæði og frelsi Höfuðmál hinna frjálsu þjóða er að tryggja sjálfstæði sitt og frelsi gegn utanaðkomandi hætt um. Þetta hefur íslendingum verið Ijóst frá því er þjóðin öðlaðist fullt og óskorað sjálf- stæði á ný, eftir áratuga bar- áttu. — Það er staðreynd sem eigi verður í móti mælt, að því meiri og harðari baráttu sem þjóð þarf að heýja fyrir sjálf- stæði sínu, því dýrmætara verð ur það henni og þeim mun meira leggur hún að sér til þess að varðveita þetta fjöregg sitt. Þetta er og hefur verið öllum þorra íslendinga ljóst. Af þess- um ástæðum höfum við gerzt aðilar að ýmsum alþjóðlegum og svæðisbundnum samtökum, sem öll stefna að einu marki; að varðveita frið í heiminum og treysta sjálfstæði og tilveru þióðanna. Að sjálfsögðu höfum við í þessu efni haft nánasta samstöðu með þeim þjóðum, sem okkur eru skyldastar og ná- lægastar og hafa sömu hags- muna að gæta í þessu efni og við. Þetta samstarf hefur óhjá- kvæmilega lagt okkur á herðar ýmsar kvaðir. sem við höfum viljað uppfvlla vegna öryggis frjálsra þjóða. þótt ekki hafi þær í öllu verið okkur að skapi. Varnarliðið og landhelgismálið Slík kvöð hefur vera erlends varnarliðs 1 landi okkar nú um árabil verið. Dvöl þess, þótt fá- mennt sé, hefur haft í för með sér ýmsa örðugleika og fært þjóðinni, menningu hennar og tungu, vandamál, sem torsótt getur orðið að leysa, ef til lengd ar lætur. — Allir þjóðhollir Is- lendingar fagna því þeirri vax- andi sáttfýsi þjóðanna, sem í ljós hefur komið undanfarið, og þeim auknu friðarhorfum í heiminum sem allir viðurkenna nú, þegar undan er skilin ís- lenzka auðmannastéttin, sem ræður þeim flokki, er kennir sig við sjálfstæði þjóðarinnar. Þessum breýttu viðhorfum í al- þjóðamálum fagnar íslenzk al- þýða í dag, og alveg sérstak- lega fagnar hún samþykkt al- þingis um endurskipun varnar- málanna og að varnarliðið hverfi úr landi. — Enda er það eitt í samræmi við þau loforð, sem íslendingum hafa verið gef in um að erlendur her skuli ekki vera í landinu á friðartím- um. Alþýðan undirstrikar það, jað íslendingar sjálfir, og þeir einir ákveði það, hvort og hve- |nær þeir leyfi slík not af .landi jsínu, hún krefst þess að sjálfs- , ákvörðunarréttur þjóðarinnar ' sé virtur og varðveittur. j Einn meginþáttur í sjálfstæð- isbaráttu íslenzku þjóðarinnar í dag er landhelgismálið. Fá eða engin mál hafa slík áhrif sem lausn þess á afkomu íslenzkra fiskimanna og raunar þjóðarinn ar allrar. Alþýðan mótmælir því hvers konar undanslætti í þessu máli. Þvert á móti krefst alþýð- an þess að friðunarsvæðin verði stækkuð í samræmi við íslenzka hagsmuni og að fyllsti, réttur íslendinga í þessu efni verði við urkenndur og tryggður á al- þjóðavettvangi. Öskar Hallgrímsson. Kröfur alþýðunnar Frumskilyrði þess, að sjálf- stæði og írelsi smáþjóðar sem ! íslendinga verði varðveitt, er Jað þegnunum verði búin við- I unandi lífskjör í efnalegu og j menningárlegu tilliti. — Fátt er sjálfstæðinu liættulegra en ör- birgð og örvggisleysi.þegnanna. Alþýðan krefst þess því, að hafin verði barátta gegn vax- andi dýrtíð, — fyrir auknum kaupmætti launanna. Hún krefst þess, að komið verði ó ströngu verðíagseftirliti og að almenningur verði tryggður gegn því gegndarlausa okri, sem nú á sér stað. Hún krefst varanlegra úrbóta í húsnæð- ismáíunum, með stórauknum byggingum verkamannabú- staða, og því fjármagni, sem sett er í byggingarstarfsenr- ina, sé fortakslaust varið til þess að byggja hagkvæmar í- búðir við almenningshæfi. Al- þýðan krefst útrýmingar her- skála og annars heilsuspill- andi húsnæðis. Hún krefst þess að húsaleiguokrinu, sem núverandi ástand í bvgginga- málunum hefur skapað, verði tafarlaust aflétt. Um þessar kröfur og fjöl- margar aðrar, fylkjum við liði í dag, staðráðin í þvi að bera þær fram til sígurs. Hetjuleg barátta En 1. maí er ekki aðeins kröfudagur, heldur ber okkur ' jafnframt, og ef til vill ekki hvað sízt, að skyggnast um öxl, !líta yfir farinn veg og draga j lærdóma af fenginni reynslu. I Okkur ber að meta hvað við höfum rétt gert og í hverju okkur hefur yfirsézt. f dag ’ minnumst við þess, að á þessu ári eru liðin 40 ár frá því að vinnandi fólk hér á landi myndaði með sér skipulögð samtök til baráttu fyrir hags- 1 munamálum sínum, faglegum 1 og pólitískum, með stofnun Alþýðusambands Islands og Alþýðuflokksins. Við vottum frumherjunum, sém margir ^ eru enn á meðal okkar, þakk- ir íslenzkiar alþvðu fvrir þá , , 1 | þrautseígju, fórnfysi og fram- ^ sýni, er einkenndi baráttuna frá uppliafi. Þakkarskuld okk- ar, sem nú njótum afraksturs- ■ ins af baráttu þeirra og fórn- fýsi, verður seint goklin. Eina kröfu eiga brautryðjendurnir á | hendur okkur framar öllu, '■ kröfu, sem okkur ætti að vera ljúft’ að verða við, en hún er sú, að við höldum merkinu ávallt hátt á lofti og fylgjum fram bar áttunni, eftir því sem okkur er léð vit og manndómur til. — Alþýðusamtökin geta verið stolt af þeim árangri, er þau hafa náð á umliðnum 40 árum, svo stórfelld hafa umskiptin orðið, að það nálgast helzt bylt- ingu. Fvrir þá, sem sjálfir hafa verið þátttakendur og lagt gjörva hönd að þessari þróun, er óþarft að íýsa peim breyt- ingum, sem orðið hafa á lífs- kjörum alþýðunnar á þessu tímabili. Ef draga ætti þróun þessara áratuga saman í eina setningu, hygg ég að henni yrði réttilegast lýst þannig: Frá á- nauð til sjálfsbjargar. Þó bar- i áttusaga skipulagðrar verka- lýðshreyfingar á íslandi nái ekki. yfir langt tímabil, er það þó saga hetjulegrar baráttu og mikillar.fórnarlundar. — Þetta er skylt að hafa hugfast, ekki sízt bá er við glsðjumst yfir unrium sigrum. Engum er þó jafn rík þörf að.festa sér þessi sannindi í minni og okkur, sem ung erum, og tekið höfum við þessum arfi. Þess gætir allt of oft, að okkur hættir við að van- meta baráttu brautryðjend- anna, okkur er gjarnt að telja þau lífskjör og félagsleg rétt- indi, er við njótum í dag, svo sjálfsögð, að svo hljóti iafnan að hafa verið. Okkur hefur ver- ið kennt, að til bess að öðlast réít mat á sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. sé okkur uauðsyn að lésa fornritin, eins er okkur nauðsynlegt að kvnna okkur til hlítar sögu verkalýosbaráttunn ar, til þess að öðlast raunhæft mat á þeim arfi, er okkur er fenginn til vörzlu og ávöxtun- ar. Undír því. hvort við innum þessa siálfsögðu skyldu af hendi, er það öðru fremúr kom- ið, hvort okkur tekst að varð- veita það sem áunnizt hefur og sækja fram til nýrra og stærri sigra. Nær mark.inu Um það blandast engum hug- ur að verkalýðssamtökin hafa eflzt við hverja raun á liðnum járum, og búa nú yfir miklum Framháld á 7. síðu. FÖNDU GARÐSLANGAN. ALLIR. sem eitthvað liirða ým garð, þekkja hvað leiðin- legt er að hafa götuga garð- slöngu, en auðvelt ráð til að bæta lekann, er að útvega sér rörbút, sem er mátuiegur innan í slönguna og skera hana síðan í sundur um lekann og þrýsta endanum upp á rörbútinn. I Oft mun reynast erfitt að skera slönguna, svo að jafnt verði, þegar á rörbútinn er komið og er hægt að koma í veg fyrir slíkar ójöfnur, þegar búið er að skera slönguna í sund ur, með því að stinga endun- um samhliða í skrúfstykki með- an skemmdin er skorin burt og er hún þá látin ganga á misvíxl. Með þessari aðferð verða end- arnir nær örugglega jafnir og snyrtilegir í notkun. AÐ STAFLA DÓSUM. Ekki er beinlínis líklegt að margt haimilisfólk þurfi að not- færa sér eftirfarandi ráð, en viil s.tundum bregða svo við að stafla þurfi dósum á heimili. Þá er bezta ráðið til að vera nú viss um að staflinn hrynji ekki að leggja pappirsarkir á milli hvers Iags af dósunum. Viðþetta fá þær bindingu, sem nægir til að stöðva hrun staflans jafnvel þó að þó nokkur hreyfing kom- ist á hann. FYRIR LJOSMYNDARA. Það er ekki óalgengt »ð film- an vilji krumpast eða sveigja sig þegar verið er að hlaða fram köllunartanldnn og er það i mörgum tilfellum af raka, sem kemur af hendinni, cða jafn- vel hita frá henni. Gætið því. ávallt vel að því að vera hvergi blautur á höndunum eða mjög heitir þegar þið hlaðið tankinn, því að slíkt getur orsakað svo mikla spennu í íilmunni, að nær ómögulegt sé að koma henní fyrir. Filterar, eíns og þeir nú eru nauðsynlegir, orsaka oft alls- konar óþæglndi, ef ekki er hafð ur samastaður fyrir 'þá, helzt annar en vasinn. Þeir verða oft rykugir í vasa og stundum þarf að róta til að finna þá. Á einu af hinum eldri gérðum Voigt- lándermyndavéla, er smé- geymsla á hlið vélarinnar fyrir filtera. en þessar geymslur eru yfirleitt ekki á nýrri vélum. Oft má samt bjarga vandkvæð- unum, með því að festa litlu dósina með skrúfaða lokinu, sem filterarnir eru í flestum tilfellum afgreiddir í, ofan á myndavélina sjálfa éða þá á hlið hennar. En nota verður sterkt lím, sé hún límd á. Ef þér notið plötur til að taka Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.