Alþýðublaðið - 06.05.1956, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.05.1956, Blaðsíða 3
Síííinuclagur 6. maf 195.8» AJþ ý® y bÍaSli fp- íngóifscafé Ingólfscafé s HI'NN 21. jan..ritaði Jóhann Sveinsson cand. mag. grein í Prjálsa þjóð um lélegan fram- burð í útvarpi og leikhúsum. Ályktanir hans í grein þessari þóttu mér nokkuð einhliða, og rítaði ég í Alþýðublaðið 9. febr. grein, sem ég nefndi: „Fram- burður íslenzkrar tungu“. Þetta varð til þess, að Jóhann Sveins- son birti langa grein og ítarlega í Alþ.bl. röskum tveim mánuð- um síðar. í greininni eru fjöl- margar tilvitnanir í bækur og xitgerðir um framburð íslenzk- unnar. í minni grein vitnaði ég hvergi í vísindarit um þessi efni og þykir J. Sv. því, að ég Jisfi látið stjórnast of mjög af „brjóstviti“ og ,,hugdettum“. Grein mín átti aðeins að vera svar við þeim pósti, sem kom í Frjálsri þjóð og því skrifuð á vissan lrátt í sama dúr, en þar virðist höf. hafa látið stjórnast af „brjóstviti" einu saman. í grein sinni í Frjálsri þjóð benti J. Sv. ekki á neina kosti, sem sunnlenzkur framþurður hefði fram yfir hinn norðlenzka. Aftur á móti lagði ég áherzlu á það í minni grein, að hvor fram burður um sig hefði nokkuð til síns ágætis og enn nokkuð, sem horfði til málspillingar ef ekki væri gripið í taumana nú þeg- ar. Það hefur nú komið í ljós, að við J. Sv. erum í meginatrið- am algerlega sammála og er því litlu við að bæta — en þó nokkru. Tilvitanir J. Sv. í grein mína eru á stöku stað þannig, að ork- að gætu misskilnings hjá þeim, sem ekki hafa lesið hana. Það er ekki rétt, að ég „vilji“ „að íramburður sé margbreytileg- ur eftir héruðum'1. Þvert á móti tel ég það gæfu þjóðarinnar, að svo er ekki. En sá smávægilegi mismunur, sem er á framburði, getur oft vakið „geðþekka til- breytingu", eins og ég orðaði það. Átti ég þar sérstakiega við hinn raddaða norðlenzka fram- burð, hinn vestfirzka framburð, þar sem sérhljóði er borinn fram grannur á undan ng og nk og hinn skaftfellska rn- og rl- fraburð. (Þar sem ég minntist á skaftfellskan framburð í grein minni féll lína niður í prentun- Inni og gerði hugsunina nokk- uð óljósa.) Ef lögleiddur væri sérstakur skólaframburður væri um tvennt að ræða, ann- aðhvort að þessi framburður væri kenndur eða honum hafn- að. Viðsjálan tel ég fyrri kost- inn og liggja til þess margar á- stæður, en hinn síðari væri rot- faögg á þennan gamla og góða framburð, sem vonandi heldur áfram að lifa á vörum þjóðar- innar. Það var þess vegna, að ég taldi varhugavert í grein minni, að nokkur sérstakur skólaframburður væri lögfest- ur, „nema í þeim fáu tilfellum, þár sem horíir til málspilling- af“, og átti ég þar við, eins og ég tók fram, of Hnan sunnlenzk an framburð óg norðlenzkan kv-framburð í orðum, sem byrja á hv-hljóði. Það er þessu, sém kennarastétt landsins þarf þegar í stað að veitast gegii af alefli. •Rétt er það, sem J. Sv. ségir í grein sinni, að t. d. k getur aldrei orðið annaö en k, hversu hart sem það er borið fram. I)n þegar um framburð tungumála er að ræða, er fleira, sem máli skiptir en harka og mýkt hljóða.! Aherzlur og ýms blæbngði hins ! talaða orðs orka þar með dui-! arfuilum mæ'tti. Og sama regla’ gildir um norðlenzkan fram- burð sem sunnlenzkan, að glæsi bragur hans er ekki sá sami á allra vörum. Kernur þar margt til. í grein sinni segir J. Sv.: „Engin goðgá finnst mér það vera, þótt ég hæri fram þá hóg- væru ósk, að fá stundum að heyra raddaðan framburð í út- varpinu, svo að hlutur þess framburðar sé ekki alveg fyrir borð borinn.“ Allt til þessa mun útvarps- ráð hafa hagað vali sínu um ræðumenn eftir því, hvað þeir hafi haft fram áð færa, en ekki hinu, hvort.þeir háfi haft radd aðan eða óraddaðan framburð. Og þótt óskin sé „hógværlega fram borin“ geri ég tæpast ráð fyrir að farið verði að tína úr ræðumenn aðeins vegna radd- aðs framburðar, þótt góður sé. Um þuli er það að segja, að þeir hafa sumir reynt að tileinka sér það bezta í íslenzkum fram burði, t. d. Eyrbekkingurinn Pétur Pétursson. Hin síðustu árin hafa móður málsþættir verið fluttir i út- varpinu. Orð hafa verið skýrð fyrir hlustendum og uppruni þeirra sýndur, mállýti bann- sungin og málfræðilegum íyrir- spurnum svarað. Líklega hefur þjóðin fylgzt með fáum útvarps þáttum jafn einhuga. Þetta vita ritstjórar dagblaðanna og hafa tekið upp móðúrmálsþætti, rit- aða af hinum færustu mönnum. Þetta sýnir hve áhugi á móður- málinu, eðli þess og rökum, á djúpar rætur hjá öllum þorra fólks. En svo er annað, sem allt til þessa hefur setið á hakan- um, það er framburður og fram sögn móðurmálsins. Það eru ekki aðeins orðmyndanir og bygging íslenzkunnar, sem er töfrum slungin, hljómur henn- ar í ræðu og söng er goðborinn og á tungu kunnáttumanna get- ur hann því orðið óviðjafnanleg ur. Sagt er að þá hljómi íslenzk- an áþekkt ítölskunni. En ítalir hafa í þessu efni lagt meiri -rækt við sitt móðurmál. Næmt feg- urðarskyn er ítölum í brjóst borið. Um aldaraðir hafa þeir reikað í heimi fagurra lista, fá- tækir menn í fátæku landi, en fögru og auðugu af listaverkum skapandi handa og tónsmíðum mikilla meistara. Og tunga þeirra var eitt af því, sem þeir gátu fegrað og breytt í hljóm- þýtt, rismikið listaverk. Sagt er að þegar ítalir tali, hrífist þeir oft af hljómfegurð síns eigin máls. ' " íþróttir fegra líkamann, gera hann sveigjanlegan og skjótari til viðbragða. Ræktun og þjálf- un er nauðsynleg, ef árangur á að nást. Svo er og um alla fram komu, ilutning máls og blæ- brigði raddar. Hefur þessu at- riði í móðurmálskennslunni verið nægur sómi sýndur í barnaskólum landsins? Þar á að leggja undirstöðuna. Hvers vegna koma svo mörg illa læs börn úr barnaskólunum? Hrað- lestrarkennsla er góð út af fyr- ir sig. —■ Góð og góð ekki, Hún er táknræn fyrir nútímann. Það er eins og verið sé að keppast við mótorhjól. Hraölestur er ekki list. Hann vekur ekki skyn barnsins fyrir fögrum málblæ. :— Ég minnist þess frá mínum árum í barnaskóla hve Páll Bjarnason skólastjóri lagoi mikla ræki við lestrarkennsl- una. Hann lét lesa eftir grejn- armerkjum, anda við kommu, hafc héldur lengri málhvíld V viu beiniivuiainu. enn lengn þankastrik og lækka málróm og hafa málhvíld við punkt. E£ út af þessu var brugðið, varð að endurtaka setningursa. Þetta vakti smelck fyrír því, sem vel fór í lestri. En þetta virðist van- rækt hjá fjölda kennara. Það þarf einnig að kenna börnum að bera sig vel við lestur og jflutning rnáls, .engu síður en á göngu í leikíirni. Þessi atriði eru miklu þýðingarmeiri en pll málfræðikennsla og hafa það • fram yfir hana að í einfaldleika sínum skapa þau börnunum á- nægju og sjálfsu'aust, án 'leiö- inda. Auk þess geta þau komið. að gagni í daglegu .Ii.fi .einstak- lingsins og haft áhrif á fra-m- komu hans. Einar M. Jónsson. KRÖSSGÁTA NR. 1027. I í íngóííscaie í kvcild. Aðgönguíniðar seláir frá kl. 8. — Sími 2826. S s s s \ s s t 2 . . 5*' 4 ? s <? r ÍC V 1% IS IS lí n L L 1% Lárétt: 1 sorglegt, ö yndí, 8 farða, 9 umbúðir, 10 smágerð, 13 frumefni, 15 hangs í kúlda, 16 spyrja, 18 toga. Lóðrétt: 1 gersemi, 2 manns- nafn, 3 basl, 4 biblíunafn, 6 fangamark álþjóðastofnunar, . 7 grípa, 11 til þessa, 12 ílát, 14 mót, 17 tveir eins. Lausri á krossgáíu nr. 1026. Lárétt: 1 fylgja, 5 ónóg, 8 luma, 9 ,ri, 10 raus, 13 in, 15 smæð. 16-nein, 18 fánar. Lóðr.étt: 1 fylking, 2 ymur, 3 lóm, 4 jór, 6 naurn, 7: girða, 11. asi,-12 sæla, 14 nef,.17 nn. •>“ S S s V s s s s 8 s m s s s s V s s s s s s s Á s ;S Á V Minningarspjöld fást h á.: Happdrætii DAS, Austur- stræti 1, sími 7757. Veiðarfæi averzlunln Yerð- ,andi, sími 3786. Sjomannafélag Reyir.avík- ur, sími 1915. Jónas Bergmann, Háteigs- veg 52, sími 4784. Tóbalisb. Boston Leuga- vegi 8, sími 33©3. Bókaverzl. Fróði, Leifs- götu 4. V erzlunin uaúgateigur. Laugateig 24, sími 81668 ólafur Jóhannsson, Soga- bletti 15, sími 3096. Nesbúðin, Nesveg 39. Guðm. Andrésson guíl- smiður, Lvg. 50, s. 3769. ! Haf.narfirði: BókaverzL Vald. LoBg., sími 8288. feefst kl. 1.45 í dag í Gamla Bíó. Opinbert uppboS verður haldið að Fríkirkjuvegi 11 bér í bænum mánudaginn 7. maí næstk. kl. 1,30 e. h. Seldir verða ýmsir óskilamunir, svo sem reiðhjól, fatn- ) aður, töskur, úr, lindarpennar, ennfremur borðlampar, skermar, o. fi. tilheyrandi dánarbúi Claus Leverraann. "Gœiðsla fari f-ram við hamarshögg. Borgarfégteinn í Reyk|a\ ík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.