Alþýðublaðið - 06.05.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.05.1956, Blaðsíða 4
10 AjþýSublaglð Sunnudagur 6. maí lft56. Útgefandi: Alþýðuflokkurina. Riistjów: Helgi Sæmundsson. Préttastjóri: Sigvaldi Hjálmarson. Btaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Augíýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttír. Rrtstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8 — 10. Fyrirheit framtíðarinnar MÁLFLUTNINGUR Morg unblaðsins um bandalag Al- þýðuflokksins og Framsókn- arflokksins er furðulegur tví- söngur. Annan daginn er boð skapurinn sá, að Framsókn- arflokkurinn sé að gleypa Alþýðuflokkinn. en hinn, að Alþýðuflokkurinn eyðileggi fylgi og áhrif Framsóknar- flokksins. Hvort tveggja er misskilningur. Samkomulag flokkanna er málefnalegt og miðað við þá nauðsyn, að nýr meirihluti myndist á alþingi, svo að ný og farsæl stjórnar- stefna reynist framkvæman- leg. Og það er einmitt þetta, sem íhaldið óttast. Hlægilegast er þó, þegar Morgunblaðið talar um at- kvæðasölu og kosninga- brask í sambandi við sam- vinnu flokkanna. Meira að segja impraði Morgunblað- ið á því nýlega, að hún væri í raun réttri brot á stjórn- arskránni. Minna mátti ekki gagn gera. En Morg- unblaðið stendur hér ósköp höllum fæti. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur iðulega reynt að fá meirihluta á al- þingi með því að taka hönd um saman við aðra flokka í kosningabaráttu. Hann gerði slíkar tilraunir í bræðralagi við Bændaflokk inn sáluga og nazistana, meðan þeir voru og hétu. íhaldið uppskar ekkert ann að en vonbrigði af akri þessarar fyrirhafnar. En nú ætlar það að ærast, þegar frjalslyndir umbótamenn gera sig líklega að fram- kvæma það, sem Sjálfstæð- isflokknum mistókst. Ótt- inn er skiljanlegur, en mál- flutningurinn harla bágbor- inn. Og íhaldið slær hvert vind höggið af öðru. Það segir, að forustumenn Alþýðuflokks- ins séu óhæfir til samstarfs við fulltrúa bændastéttarinn- ar. Síðan snýr það við blað- inu og spyr, hvað Hermann Jónasson hafi gert fyrir verkalýðinn. Málsvarar Sjálf stæðisflokksins virðast hafa gleymt því, að Alþýðuflokk- urinn og Framsóknarflokk- urinn hafa stjórnað landinu til hags og heilla fyrir verka- menn og bændur. Dómur reynslunnar vitnar gegn Morgunblaðinu. Þörf samfé- lagsins krefst þess, að vinn- andi fólk til sjávar og sveita starfi saman. Álþýðuflokkur- inn og Framsóknarflokkur- inn eru að rækja þá skyldu með samvinnu sinni í næstu kosningum. Og vilji fólksins segir til sín. Samstarfinu er fagnað um allt land, og von- in, sem það vekur, talin fyr- irheit framtíðarinnar. Þetta er líka mergurinn málsins. Bandalag Alþýðu- flokksins og Framsóknar- flokksins verður til að skerpa Iínur stjórnmálabar- áttunnar. Sundrung vinstri manna hefur allt of Iengi verið vatn á myllu íhalds- ins. Nú er gert stórátak til að útrýma henni. Ekki með atkvæðasölu og kosninga- braski eins og íhaldið vill vera láta. Vinnubrögð AI- þýðuflokksins og Framsókn arflokksins eru þau að heyja kosningabaráttuna á grundvelli róttækrar stefnu skrár og leggja málefnin undir dóm fólksins. Meiri- hluti flokkanna þýðir stór- huga og starfshæfa umbóta stjórn. Þann möguleika hef ur vantað undanfarin ár. Þess vegna hefur íhaldið ráðið Iögum og Iofum og kommúnistar náð hér fót- festu, þó að Islendingar séu andvígir stefnu þeirra og baráttuaðferðum. Glund- roðinn hefur bjargað öfga- flokkunum. Og það er sómi Alþýðuflokksins og Frarn- sóknarflokksins að ætla að losa þjóðina við þá ancllegu óáran. Orðin og verkin LEIÐARI II. (sunnudag) FRJÁLS ÞJÓÐ reynir að afsaka framboð Þjóðvarnar- flokksins og ber á móti því, að þau séu hjálparstarfsemi við íhaldið. En orðin eru ekki nóg. Þau verða að stað- festast í verki. Og Þjóðvarn- arflokkurinn er sekur um það athæfi, að hlutast til um vonlaus framboð í kjördæm- unum, þar sem íhaldið stend- ur höllustum fæti. Barða- strandarsýsla, Akureyri og Borgarfjarðarsýsla komu fyrst. Og um leiö og sam- starf Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins vekur þá von, að Vigfús Jónsson felli Sigurð Óla Ólafsson í Árnessýslu flýtir Þjóðvarn- arflokkurinn sér að efna í sprengiframboð þar. Er slíkt kannski tilviljun? Og Frjáls þjóð hlakkar. yfir því, að framboð Halldórs Sig urðssonar í Mýrasýslu muni vonlaust. Hverju er blaðið að fagna? Naumast sigri Þjóð- varnarflokksins, sem er fylg islaus í héraðinu. Nei, vonin er sú, að íhaldsmaðurinn Pétur Gunnarsson beri hærri hlut. Spádómurinn er mark- lítill, en hitt er athyglisvert, hvers er óskað. NlTJÁNDU ALDAR bók- menntir Rússa hafá löngum reynst kommúnistum óþægileg ur arfur. Með miður heiðarlegri endurskoðun hefur þeim þó tek- izt að gera verulegan hluta þeirra skaðlausan sér, en þó hefur einn af mestu rithöfund- um þeirra reynst þeim svo erf- iður viðfangs, að engin endur- skoðun hefur við hann dugað, -— en það er Dostojevsky. Þeim, sem kynnzt hafa skáld- verkum hans, mun veitast auð- velt að skilja hvers vegna. Enda þótt þau hafi ýmislegt jákvætt til brunns að bera frá sjónar- miði kommúnista, gætir hins þar mun meira, sem gerir hann þeim óþægilegan ljá í þúfu. Dostojevsky hataði óðalseig- endur en elskaði leiguliða og smábændur, og það þykir kom- múnistum vitanlega gott og blessað. Hann var og síður en svo aðdáandi Vestur-Evrópu, kvað menn þar sálarlausa, fé- gráðuga og broddborgaralega, hins vegar unni hann rússnesku þjóðinni heitt, — og þetta þyk- ir þeim auðvitað enn betra. En, — og það er flísin, sem við rís, — hann fordæmdi ekki aðeins skilyrðislaust alla byltingar- sinna sinnar samtíðar, heldur eru og öll verk hans þrungin djúplægri, kristilegri lífsskoð- un. Þótt hann tæki sér þján- ingar almúganS' með þjóð sinni ákaflega nærri, hafði hann enga trú á efnahagslegri lausn þess vandamáls eingöngu, og pre- dikaði ekki uppreisn, heldur þolgæði. Hann gekk meira að segja svo langt í einni af skáld- sögum sínum, að fordæma beizkum orðum það þjóðskipu- lag, sem skapast fyrir „vísinda- lega“ byltingu, þjóðskipulag, þar sem allir, að fámennri klíku undanskilinni, eru þrælar, þar sem „sérhver þegn þjóðfélags- ins njósnar um annan“, þar sem algerð „heildarhyggja ræður fyrir algera glötun einstaklings ins“ ræður lögum og lofum, en slík lýsing virðist koma mjög vel heim við Sovétríkin. ÞJÓÐIN EKKI AUÐMJÚK OG TRÚHNEIGÐ. Allt til þessa hafa rússneskir kommúnistar reynt að láta Dostojevsky lönd og leið. En jafnvel þeir hafa hikað við að banna beinlínis skáldverk þessa ' eins af mestu rithöfundum 1 heimsins, enda þótt þeir hafi gert allt, er í þeirra valdi stend ,ur til að koma í veg fyrir að ' almenningur kynntist verkum hans. Skáldverk hans hafa að- eins einu sinni verið gefin út á valdatíð þeirra. Það var árið 1920, og enda þótt það væri kölluð heildarútgáfa af verkum hans, var fjórða bindi bréfa hans þar ekki með. Síðan hafa aðeins einstök skáldverk hans verið gefin út. j í umsögninni í „Stóru, sov- ézku alfræðiorðabókinni“ er honum borið ýmisslegt á brýn, 'meðal annars að hann hafi „af- 'neitað rússnesku frelsishreyf- ingunni“, skapað ranglega það ‘ almenningsálit á rússnesku . þjóðinni, að hún væri „auðmjúk j og trúhneigð“, og haldið „fram jþeirri erkiafturhaldskoðun, að j efnishyggja og guðsafneitun . ræni mannlegan persónuleik öllum siðgæðislegum styrk og leiði tíl upplausnar og glæpa“. ÓVÆNT HÁTÍÐAHÖLD. Með tilliti til þessarar mark- vissu viðleitni til að dylja og rífa niður skáldverk Dosto- jevskvs má það kallast óvænt fregn, sem birzt hefur fvrir skömmu í rússneskum blöðum, að 75 ára dánarafmæli hans, * þann 9. febrúar 1956, hafi verið hátíðlegt haldið í Sovétríkjun- j j um. Fjölsóttar samkomur voru haldnar af því tilefni í Súlna- höllinni í Moskva, þar voru ! margar ræður haldnar og lesið upp úr verkum skáldsins, — en einmitt í þessum sömu sölum1 fóru ,,hreinsunarréttarhöldin“ (fram 1930, og ýmsir fleiri at- burðir hafa gerst þar, sem ekk- (ert gefa eftir því, sem Dosto-j jevsky taldi hryllilegast. Þá birtust og langar greinar um j skáldið í öllum helztu blöðum ' landsins og tímaritum. — Bókaútgáfa ríkisins auglýsti nýja heíldarútgáfu á verkum ! hans, haldin var minmngar- sýning og sýnd kvikmynd, er jfjallaði um líf Dostojevsky. 1 stuttu máli, — skyndilega var ailt gert til þess að leiða skáld- ið fram í sviðsljósið. | ENDURREISN EÐA . . . Hvað getur hafa valdið slík- um skoðanaskiptum ? Varla get- ur það eingöngu verið afmælið, sem þeim veldur, því að kom- múnistar efna aldrei til slíkra | hátíðahalda. nema það efli á einhvern hátt þann tilgang, sem þeir æskja. Öllu líklegra er að þessi ; ,.endurreisn“, sem þeir veita Dostojevsky, standi í sam bandi við þær tilraunir þeirra að undanförnu, að afla Sovét- 'stjórninni vinsælda fyrir aukið j frjálslyndi, — einkum erlendis. Það má teljast táknrænt, að VOKS — Alríkisstofnunin til j kynningar og menningarsarn- banda \nð erlendar þjóðir, — jvar eih af fjórum aðildarstofn- unum hátíðahaldanna, og önn- jur Heimsfriðarþingið, stofnun, ;sem er alkunn fyrir kommún- istíska áróðursstarfsemi sína. Þátttaka þessara tveggja stofnana virðist gefa ótvírætt til kynna, að ráðamenn í 'Sovét ' hafi lagt mikla áherzlu á að hátíðarhöldin hefðu sem. mest áróðursgíldi, og því ekki ólík- Iegt að þau hafi verið tilgangs- bundið yfirskin eingöngu. Ef „endurreisn11 skáldsins hefði verið alvarlega meint, má það að minnsta kósti kallast kyn- legt, að í Sýnishornariti rúss- neskra bókmennta, sem gefið er út til notkunar í miðskólum Sovétríkjanna 1955—56 skuli Dostojevskys ekki einu sinni vera minnst, enda þótt þar séu kaflar úr verkum annarra mestu skálda með Rússum á 19. öld. ÞÓ EKKI DOSTOJEVSKY ALLUR. Og eitt er víst, — hið milda skáld, sem rússneskir kommún- istar hvlltu sem meistara þann 9. febrúar, var í rauninni ekki Dostojevsky allur, — aðeins það, sem þeir gátu kallað að hefði verið „mannvinur" og „sosíaliskur raunsæismaður“. Þann 6. febrúar hyllti Pravda hann fyrir „raunsæisstyrk“, og kallaði bókmenntaarf hans ..mahnúðarhugsjónir“. Fáum dögum síðar var komizt svo að orði í Izvestia, að hinn mikli meistari hefði undirstrikað það í hverri setningu, að auði og arði væri misskipt í heiminum, og var það endurtekið í mörg- um blöðum og bókmenntatíma- ritum. En meginþátturinn í rit- um og skáldverkum hans, lýs- ing hans á hinni harmrænu ör- lagabaráttu hins sundraða mannkyns og þeirri skoðun hans, að maðurinn sé háður hörðum, innri átökum, hvaða þjóðskipulag, sem hann eigi við að búa, •— allt var þetta látið liggja í láginni. Nema hvað Pravda lýsti því yíir, að heim- spekiskoðanir skáldsins væru . oss ósamrímanlegar og fram- andi“. Það gerir því engan mun, þótt kommúnistar vilji nú láta sem þeir dái Dostojevsky fram úr hófi, — þeim er ógerlegt að viðurkenna skáldverk hans í heild eftir sem áður, og enn ó- gerlegra að veita almenningi í Sovétríkjunum tækifæri til þess. Minningavorð Lárus Rögnvaldssoit HINN 21. apríl var til mold- ar borinn Lárus Rögnvaldsson, rafstöðvarstjóri í Stykkishólmi, jhann andaðist að heimili sínu 13. s. m. Lárus var fæddur að Straumi á Skógarströnd 27. júní 1904, foreldrar hans voru hjónin Guðrún Kristjánsdóttir og j Rögnvaldur Lárusson, skipa- smiður. Þau hjón eignuðust 5 böm: Vilborg, gift Bergsveini Jónssyni, hafnsögumanni í Stykkishólmi, Kristján vél- smíðameistari, Stykkishólmi, g'iftur Rannveigu Guðmunds- aóttur, Ingveldur skirfstofu- stúlka, Stvkkishólmi, Guðrún, gift Gísla Skúlasyni húsgagna- srníðameistara, Reykjavík, og Lárus, sem minnzt er með þess- um fáu orðum. Móður sína míssti Lárus árið 1905, en faðir hans andaðist 25. apríl 1955. Árið 1907 fluttist Lárus með föður sínum og systkinum til Stykkishólms ásamt móðursyst ur sinni, Ragnheiði Kristjáns- dóttur, sem gekk börnunum í móðurstað með þeim ágætum, að vart varð þeim móðurmiss- irinn betur bættur. Snemma kom í Ijós, aðJLárusi var mik- ill hagleiki í blóð borinn og fljótur var hann á unga aldri j að afla sér þekkingar á með- I ferð mótorvéla, sem þá voru að byrja að ryðja sér hér til rúms, enda í ætt hans þjóðhaga smið- | ir og faðir hans hinn kunni jbátasmiður, er jafnvígur var á jtré og járn. j Þegar fyrsta rafstöðin var jreist hér í bæ var Lárusi falin stjórn hennar, þá aðeins 17 ára ' að aldri. Sýnir það eitt hve mik- ils álits og trausts hann naut svo ungur, enda brást hann því trausti ekki.til hinztu stundar. Hann var maður vel greindur, | skemmtinn, og ræðinn, enda fjöl I fróður, en grandvar í orðum og | lagði ætíð gott til manna og málefna, enda valmenni hið . mesta, sem var bóðinn og búinn 1 til að leysa hvers manns vand- kvæði ef það var á hans valdi, i enda óspart til hans leitað með margvísleg vandkvæði, sem hann ætíð sinnti með sinni al- kunnu ljúfmennsku og hjálp- fýsi. Giftur var Lárus Ástu Gests- dóttur, ættaðri úr Dýrafirði, hinni ágætustu konu. Bjó hún manni sínum ástríkt heimili, enda samhent í gestrisni, alúð og glaðværð. Var því mjög gest Framhald á 7. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.