Alþýðublaðið - 09.05.1956, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.05.1956, Blaðsíða 7
Miövikudagur 9. maí 1953 A!þýSubla5!ð \ HAFMAS FiRSf Frönsk-ítölsk stórmynd. — Kvikmyndasagan kom sem framhaldssaga í „Sunnudagsblaðinu.!l Aðalhlutverk: Þrjú stærstu nöfnin í franskri kvikmyndalist: Michele Mc-rgan — Jean Gabin og Daniel Gelin. Danskur skýringartexti. —' Myndin hefur ekki verið sýnd áður hér á landi. Sýnd klukkan 7 og 9. Rontra Heykjavíkur-revya i 2 þáttum, 6 „at“-riðum. 9. sýning í kvöld kl. 11,30. Aðgöngumiðar seldir í Austurbæjarbíó eftir kl. 2. Athygli skal vakin á því að leikskrá með Ijóðum úr revýunni er seld við innganginn og í Sælgætissölunni. Söngskemmlun heldur ðskar Guð'mundsson tenor í Gamla bíói fimmtudaginn 10. maí (uppstigningardag) kl. 7,15. Við hljóðfærið dr. V. Urbandcic. n Aðgöngumiðar í Bækur og Ritföng', EynuindÉfon, Lárusi Blöndal og í Gamla bíói. ngimgaregian (Frh. af 4. síðu.) landshlutum skrifast á að vetr- inum og efla þannig kynni sín. Hátíðisdagur Unglingareglunn- ar er nú haldinn í febrúarmán- uði ár hvert. Talað hefur verið um að halda fjórðungsþing ung' templara að sumrinu. Enn hefur þó ekki orðið af því. BAENABLAÐIÐ ÆSKAN Málgagn Unglingareglunnar má telja barnablaðið „Æsk- una“, þótt það sé eign Stór- stúku íslands, sem hóf útgáfu þess árið 1898. Æskan er elzta og útbreiddasta barnablað lands ins og hefur jafnan verið ötull málsvari bindindismálanna, flutt skemmtilegt og fræðandi lesefni við barna hæfi og jafnan verið sómi sinna aðstandenda. Barnabókaútgáfa á vegum Æsk unnar hófst árið 1930 og hefur aukizt jafnt og þétt síðan. Talsvert hefur borið á því, að barnastúkufélagar hafi horfið úr Reglunni um fermingarald- ur í stað þess að ganga í undir- stúkur og halda áfram starfi. Til þess að brúa bilið milli barna og fullorðinna hefur nú verið horfið að því ráði að stofna ungmennastúkur fyrir aldursflokkinn 13 ára til tví- tugs. Þrjár slíkar ungmenna- stúkur starfa nú hér í bæ. Gera menn sér vonir um góðan ár- angur af starfinu. Opinber heimsókn Framhald af 1. síðu. „Ég leyfi mér að drepa á nokkrar persónulegar minning- ar í þessum ávarpsorðum. í æsku minni hafði hið fjarlæga land yðar Ultima Thule mikil áhrif á ímyndunarafl ungra manna. í huganum sá ég mynd ir af goshverum eins og þeir eru sýndir á tréskurðarmyndum, hrikaleg fjöll og hinar björtu nætur x leyndardómsfullri móðu. Síðan komumst við í kynni við dásamlegar bókmenntir, hetjuljóð Eddu og íslendinga- sögurnar. Fyrsta skáldverk, ef ég má kalla það svo hins fjórtán ára Theodors Heuss var ein slík saga x stuðluðum ljóðum, mikil hetjusaga, víst úr hófi hetjuleg og hún koms aldrei í þýzkar bókmenntir vegna þess að dóm- greind höfundar batnaði með aldrinum. Með aukinni þekkingu á sögu og stjórnmálum varð mönnurn það ljóst að á norðui'hjara heirns hafði lítill hópur manna stofnað gróðurreit lýðræðis eft- ir að hrunin var hin forna menning Grikkja og Rómverja. Nú ei'u liðin 26 ár síðan gerð var hin mikla pílagrímsför til Reykjavíkur árið 1930 til þess að minnast þúsund ára afmælis Aiþingis. Fulltrúar komu frá öllum löndurn, sem lýðræði hafa mótað. Þar var lotning og virðing vottuð jafnt af raun- sæismönnum sem rómantísk- um." í dag fara ráðhei'rarnir í ferðalag um Rínarlönd, en ræða við blaðamenn síðdegis. í kvöld haida þeir kveðjuveizlu, en fara síðan með næturlestinni til Hamborgar og fljúga þaðan til Reykjavíkur á morgun. Skógarmenn. KFUMS Sumarbúðir K.F.U.M. í Vatnaskógi verða starfrækt ar í sumar með svipuðum hætti og áður. Gefst di'engjum og unglingum kostur á að dveljast þar um lengri eða skemmri tíma, sem hér segir: ÐRENGIR 9—11 ára: 8. júní til 6. júlí (4 vikuflokkar) 27. júlí til 10. ágúst (2 vikuflokkat'). PILTAR fi'á 12 ára: 29. júní til 10. ágúst (6 vikuflokkar FULLFORÐNIR: 12. ágúst til 19. ágúst (vikixflokkur) Þátttaka tilkynnist á skrifstofu K.F.U.M., Amt- mannsstíg 2 B, sem er opin virka daga kl. 5,15—7 s. d., nema laugardaga, sími 3437. Við innritun greiðist kr. 10.00. Skrá yfir flokkana, með nánari upplýsingum, fæst á skrifstofu félagsir.s Skógarmeim K.F.U.M. Lægri fargjöid Framhald af 1. síðu. þannig að flugvélar, sem flytja 75 farþega á því farrými, flytji 100 farþega á hinu nýja „túr- istafari'ými“. Ennfremur yrði ekki framreiddur ókeypis mat- ur, heldur gætu menn fengið keyptar brauðsneiðar. yrðu seldir áfengir drykkir. Ekki ■ FABGJOLD. Samkvæmt tillögum Pan American mundu farþegar á 3. farrými greiða 58 dollara fyrir far fram og tilbaka milli New York og Parísar. Nú eru far- gjöldin á þessari leið á 2. far- rými 558 dollarar og 828 doll- arar. Til og frá Róm mundu fargjöld á leiðinni New York— Róm vera 541 dollar á móti 648 og 960 dollurum núna. Tillögur Trans Woi’lds Air- lines eru miðað'ar við tvímiða, sem notaðir eru innan 15 daga og samkvæmt því vrði fargjald fram og tilbaka New York— París 386 dollarar í stað 558 dollarar nú á ,,túristafarrými“. Þaö er ódýrf að verzla í Kjörbúðinni tflnaaflasgaaaaaaaaBMsaaiaaa"mamamntiiaflii«*iii«iaiMiua aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaiiMiia•■■■■aaaaaaaa•«••«««!aaaaaú Þorbergur (Frh. af 8. síðu.) glæpi. Það er veraldarsagan. Eða hafa menn gleymt giæpum -kristindómsins, siðabótarinnar, frönsku byltingarinnar? Og rússneska byltingin mun þegar tímar líða, vart rísa lægra í sögu mannkynsins en þessir heimsviðburðir“. BARNAVINURINN MIKLI. Og Þói'bergur heldur enn fast við það, að börn hafi hjúfrað sig upp að Stalín, en minnist hins vegar ekki á, að hundum hafi liðið vel í návist hans, þó að einnig það hafi heyrzt í á- róðri kommúnista. Þórbergur fer svofelldum orðum um barnaást Stalíns: „Og að börn- um hafi þótt gott að hjúfra sig upp að Stalín, eins og Davies sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu segir í hók sinni Mis- sion to Moseow, það verður mér skiljanlegt, þegar ég lít á það, að sennilega hefur í engu landi heims verið gert eins mikið fyr ir börn sem í Ráðstjórnarríkj- unum í stjórnartíð „einvaldans“ Stalíns“. VERRI EN ÞJÓÐVILJINN. Um þessa varnai’grein Þór- bergs fyrir Stalín er áðeins það að segja, að mennirnir, sem steypt hafa goðinu af stalli, eru Mikojan, Molotov, Malenkov og Krústjov, en sá síðast nefndi flutti ræðuna frægu á lokuð- um fundi flokksþingsins í Moskvu, þegar leið yfir þrjátíu áheyi'endur. Kristinn E. Andrés son og Eggert Þorbjarnarson fengu víst ekki að vera þar við- staddir, en meginatriðin í mál- flutningi Krústjovs hafa verið gerð heyrinkunn, þó að Þorberg ur taki ekki mark á þeim. Hann er því verri en Þjóðviljinn, sera sá sig tilneyddan fyrir skömmu að birta harðorða forustugrein um réttarglæpina í Rússlandi. Lét kommúnistablaðið okkar kannski stjórnast af áróðri vest- antjalds-fréttaritai'a, heri’a Þór- bergur Þórðarson? Boðið á Skáiholh- hátíðina í NÝKOMNU Logbergi segir að tvenn vesturíslenzk hjón séu boðin á Skálholtshátíðina í sumar. í frétt blaðsins segir svo: „Þeim dr. Valdiniar J. Ey- lands og séra Philip M. Péturs- syni hefur verið boðið til Is- lands ásamt frúm sínurn til að vera við Skáiholtshátíðina, senv haldin verður á þessum forn- fræga stað þann 1. júlx næst- komandi, og í Reykjavík næsta dag eða daga til minningar um 900 ára afmæli stofnunar inn- lends biskupsstóls á Islandi. Bo'ðsbréíið er samið í Reykja vik 18. febrúar 1956 og undii’- ritað af Steingrími Steinþórs- syni kirkjumálai'áðherra og biskupi íslands, Ásmundi Guð- mundssyni, og er það meðal annars svo komizt að orði: „I nafni íslenzku kirkjunnar leyf- um vér oss að bjóða yður og frú (sama orðalag í báðum bréf- um), að vera viöstödd þessi há- tíðahöld. Jafnframt biðjum véi* yður að gjöra okkur þá ánægju, að vera gestir kirkju vorrar á meðan þér dveljizt hér á landx í sambandi við hát.íðina.“ Þó víst sé, að áminnst heim- sókn hljóti að hafa í för með sér allverulegan kostnað, er þess að vænta, að boðsgestun- um reynist kleift að þiggja. heimboðið og styrkja með því bræðraböndin milli stofnþjóð- arinnar og afkomenda hennar í vestri. Framboð Framhald af 1. síðu. staðfest framboðið. Einnig lýsti fundur í fulltrúaráði Framsókix arflokksins í kjördæminu ein- róma stuðningi við framboð Pétui's. Pétur Pétursson skrifsfcofu- stjóri er Snæfellingur, fæddur og uppalinn í Hnappadalssýslu. Iiann hefur við tvennar síðustu kosningar verið í kjöri við á- gætan orðssír í Austur-Húna- vatnssýslu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.