Alþýðublaðið - 18.05.1956, Blaðsíða 4
Fiibtudagur 18. maí i&56.
AIþýSu blaft ME
Útgefandi: Alþýðuflokkurinm.
Ritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi HjáLmarson.
BlaSamenn: Björgvin Guðmundsson og
Loftur Guðmundsson.
Auglýsingastjóri: Emilía Samáelsdóttir.
Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði.
Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8 — 10.
1 dtinnmg ilialdsins
ÍHALÐIÐ revnir að beía
gig mannalega í Morgunblað-
inu og Vísi, en eigi að síður
ííður því illa. Það er hrætt
vjð kosningaraar í sumar,
finnur til einangrunar sinn-
ar og óttast um völd sín og
áhrif. Þess vegna heitir það
á gróðamennina að duga sem
bezt, því að annars sé allt
glatað. Þetta sjónarmið kem
ur glöggt fram í forustugrein
heildsalablaðsins Nýrra tíð-
inda, sem rakin var hér í
blaðinu í gær. Þar er sagt
vafningalaust á hverju sé
von. Og það er ekkert smá-
ræði. íhaldið kvíðir pólitísk-
um aðgerðum í efnahagsmál
unum, ef bandalag Alþýðu-
flokksins og Framsóknar-
flokksins sigrar, og telur eng
um efa bundið, að einokun-
araðstaða þess í bönkunum
verði úr sögunni.
Hér er um a3 ræða
dýpstu og einlægustu íil-
finningu íhaldsins. Það hef
ur nú meirihlutavald í
tveimur bönkum, en finnst
ósennilegt, að þau forrétt-
indi haldist, ef bandalag
umbótaflokkanna fær
stjórnartaumana í sínar
hendur. Mennirnir, sem
hugsa fyrst um sjálfa sig,
þá flokkinn og síðast þjóð-
ina, hafa slæma samvizku.
Þeir vita upp á sig þá sök
að hafa misnotað bankana,
en vilja ekki missa þá að-
stöðu. Sanit mun þeim
defía í bug, að almenning-
ur vilji gjarna brey tingu í
þessu efni og láti sér detta
í hug, að tímabært sé að
framkvæma pólitískar að-
gérðir.í efnahagsmálunum.
Sú ályktun virðist heldur
ekki að tilefnislausu. Fylgi
Alþýðuflokksins og Fram-
sóknarflokksins víðs vegar
um land bendir til þess, að
vinnandi fóik til sjávar og
sveita ætli að binda enda á
öngþveiti ílialdsins í efna-
hagsmálum, aflétta banka-
einokun þess og vísa gróða-
mönnúnum á bug, þegar
þeir freista þess að sigra
með fuíltingi Sjálfstæðis-
flokksins við kosningarnar
24. júní. Heildsalablaðið Ný
tíðindi hefur áttað sig á
því á hverju sé von. Það
túlkar sektartilkyuiningu
og ótta íhaldsins.
Ennfremur er hárrétt á-
lyktað hjá Nýjum tíðindum,
að ekki sé um neinn yfir-
borðságreining að ræða held
ur deilt um grundvallarat-
riði. Stjórnarstefna íhaldsins
hefur beðið skipbrot. Banda-
lag umbótaflokkanna ætlar
að ná þjóðarskútunni aftur
á flot af strandstaðnum, þar
sem Ólafur Thors skilur við
hana. Stærsta átakið verður
aðgerðir í efnahagsmálunum
eins og Ný tíðindi spá. Á-
steitingarsteinninn er hins
vegar sá, að heildsalablaðið
vill heldur, að þjóðarskútan
sitji föst og strönduð með
Ólaf Thors við stýrið en að
nýir menn með ný úrræði
bjargi henni með framtíðar-
útgerð fyrir augum. En al-
menningur í landinu lætur
sér áreiðanlega fátt um finn-
ast, þó að Ný tíðindi kvarti
og kveini. Það er vissule.Pa
kominn tími til þess, að þjóð
arhagsmunirnir séu metnir
meira en einokunaraðstaða
íhaldsins.
Fíflalœti kommúnista
ÞJÓÐVILJINN hefur und
anfarið flutt ,,rosafréttir“ af
framboði Alþýðuflokksins í
Reykjavík. Honum væri þó
sæmra að ræða framboð Al-
þýðubandalagsins. Hvernig
gengur baráttan um fyrsta,
annað og þriðja sætið á þeim
lista? Þeim hnúturn ætti
Þjóðviljinn að vera kunnug-
ur. Framboð Alþýðuflokks-
ins veit hann hins vegar fátt
um af viti.
Hlægilegast er þó, þegar
kommúnistar þykjast bera
hina og þessa Álþýðuflokks-
menn fyrir brjósti, telja
frama þeirra of lítinn og við-
urkenninguna þeim til handa
allt of síðbúna. Þjóðviljinn
hefur sem sé lýst þessum
sömu mönnum eins og þeir
væru óalandi og óferjandi.
Blaðið gerir sig því aðeins að
viðundri með fíflalátum sín-
um.
Baráttuaðferðin er hins
vegar alkunn. Kommúnistar
viðhafa hana víðs vegar um
lieim. Árangurinn er samt
akki meiri en svo, að aldrei
hefur austræni söfnuðurinn
rerið aumkunarverðari en
aú.
HÉR er hvorki staður né
stund til að reyna að gera grein
fyrir skáldskap Jakobs Thorar-
ensens. Undirritaður lætur sér
því nægja að bæta við afmæl-
iskveðjuna fljótfærnislegri nið-
urstöðu þeirra hugleiðinga, sem
enn hafa ekki verið settar á
blað.
Jakob er svo sérlundað og
sjálfstætt ljóðskáld, að náms-
ferill hans verður ekki rakinn.
Vinnubrögð hans og yrkisefni
minna þó helzt á Grím Thom-
sen. En kvæðin eru engum lík
nema höfundi sínum. Jakob
fer aldrei að dæmi þeirra fag-
urkera, sem vilja, að skáld-
skapurinn sé eins konar list-
iðnaður. Ljóð hans minna á
íslenzkt fólk í hversdagsklæð-
um, veðurbarið, svipmikið,
stórlymt og lífsreynt. Fyrstu
kýnni lesandans og skáldsins
geta sjaldan talizt fagnaðarfund
ur. Þetta er eins og að hitta
bóndann í slægjunni eða sæfar-
ann á fjörunni. Mamii kemur
ekkert á óvart, en samt reynist
kynningin minnisstæð og íhug-
unarverð. Yrkisefnin eru sagan,
landið og þjóðin, og Jakob túlk-
ar hughrif sín, skoðanir og við-
horf af éínlægni og alvöru, er
sver sig í ætt við reynslu kyn-
slóðanna. Skáldið er sjálfmennt
að, en skólinn byggðir, öræfi og
veður íslands, þar sem skipt-
ist á strítt og blítt, svalt og
bjart. Jakob er rammíslenzkur
og raunsannur í list sinni, kem-
ur til dvranna eins og hann er
klæddur, segir hug sinn und-
anbragðalaust og reynir aldrei
að sýnast eða dyljast. Kvæðin
dæmast misjöfn og umdeilan-
leg, en reynast snjöll og sér-
stæð og þola mætavel miskunn-
arlausan lestur. Þau eru sterk
og persónuleg og verða hvorki
kreist né rifin. Beztu Ijóð Jak-
obs ber hátt eins og tindhvassa
hamradranga í víðlendu og fold
gnáu fjalli.
En smásögur Jakobs Thorar-
ensens eru ekki síður girnileg-
ar til fróðleiks. Þar er hann
nýtízkulegri en í ljóðunum og
ótvíræðari sigurvegari forms-
ins. Efnið fjallar iðulega um
átök gamla og nýja tímans, og
vettvangurinn er oft og tíðum
aldarfarið og sálarlífið, andstæð
um att saman til óvæntra og
skemmtilegra úrslita og brugð
ið upp fjölþættum og sérkenni-
legum svipmyndum, sem
verða listræn og frumleg
heild. Jakob er marglundaðri
en flestir ætla. Hann er snjall
en hófsamur, kíminn en dulur,
ádeílugjarn en þó umburðar-
lyndur, fundvís á dyggð lífs-
nautnarinnar, en kann fótum.
sínum forráð á vegi freisting-
anna. Honum er fjarri skapi að
dæma hart, en hann leggur
fram af nautn og samvizkusemi
fylgiskjöl góðs og ills til að geta
sagt hverja sögu eins og hún
gengur. Persónur hans bera
svipmót lifandi fólks, skoðanir
þeirra og tilhneigingar eru
mennskar og lífrænar, og ör-
lagaþraðurinn slitnar ekki við
lykkjur eða hnúta. Karlar hans
og kerlingar eru gamlir og góð-
ir íslendingar. sem gera mynd-
arlega upp reikningana á loka-
degi.
Manninum Jakobi Thoraren-
sen verður ekki lýst í stuttu
máli fremur en skáldskap hans.
Hann er fastlyndur og ekki
allra viðhlæjandi, einfari á
fjöldans slóð, en góður heim að
sækja og vinum sínum aufúsu-!
gestur. Ókunnugir ha,lda hann ,
einþ5rkkan og sérlundaðan, enj
við þá mannlýsingu þarf ýrnsu
að bæta áður en hún sé rétt cg
ÖÍÍ' Jakob þolir ágætlega að
heyra skoðanir og álit annarra,
fylgist af áhuga með mönnum
og málefnum og er margfróður
og frjálslyndur, en forðast öfg-
ar og kann sér hóf og mælir
engri byltingu bót fyrr en hún
er orðin heillarík þróun. Hann
hefur gerzt sjálfstæður og bjarg
álna af fyrirhyggju og utsjónar-
semi og temur sér þau hygg-
indi, sem í hag korna. Jakoh á
margar og ágætar bækur, en
þær eru ekki dauðir safnmunir.
sem eigi að hækka i verði við
að bíða næsta eiganda, þó að
sú verði sennilega raunin um
svo þarfa gripi. Hann les þær
og nýtur þeirra til fróðíeiks og
skemmtunar og er því gagríg
menntaður í skóla sjálfsnárns-
ins og mjmdi einkunnarhár á
prófi dómgreindar og ályktunar
hæfni, ef til kæmi. Jakob er
vandur að virðingu sinni, en
lætur sér fátt mannlegt óvið-
komandi. Undirritaður þekkir
engan mann á hans aldri geð-
felldari förunaut og einlægari
vin. Annað líf hans þessa heims
er að ferðast um byggðir og ör-
æfi landsins, nota sjóinn og sól-
skinið og varðveita æsku sína
í tvennum skilningi. Þess vegna
er Jakob Thorarensen frár á
fæti, dökkur á hár og skegg,
öndóttur og lífsglaður eins og
hann væri fimmtugur og hefði
kvænzt Borghildi fyrir tuttugu
árum. Ferðalag ævinnar hefur
reynzt honum hollt, lærdóms-
ríkt og skemmtilegt. Tilhugsun
þess að njóta enn samfylgdar
hans á ókomnum árum vekur
manni kapp og gleði.
Helgi Sæmundsson.
erlend
SVO VIRÐIST, sem nú fyrst
séu aðrar þjóðir að veita Þór-
bergi Þórðarsyni athygli sem
skáldi og rithöfundi. Er það von
um seinna, því engum blöðum
er um það að fletta, að Þórberg
ur Þórðarson er brautryðjandi
i seinni tíma bókmenntum okk-
ar. Nokkuð mun þó valda þessu,
að bækur Þórbergs hafa f>rrst
og fremst verið í frásagnarstíl,
lýst sjálfsreynzlu, en ekki borið
merki skáldsögunnar.
„íslenzkur aðall“ kom út í
Danmörku á síðast liðnu ári, og
nú er verið að þýða bókina í
heild. Þá hefur heyrzt, að ver-
ið sé að þýða „Sálminn um
blómið“ á dönsku, og sú þýðing
verði stytt, en þetta er sú bók
Þórbergs, sem mesta athygli
mundi vekja meðal annarra
þjóða af öllum bókum hans,
enda má segja, að efni herínar
sé alþjóðlegt.
„íslenzkum aðli“, sem á
dönsku nefnist: „Undervejs til
min elskede“, hefur verið mjog
vel tekið í Danmörku, og hef-
ur bókarinnar verið getið mjög
lofsamlega í flestum blöðum.
Er höfundurinn lofaður fyrír
hreinskilni, stílsnilld og dirfsku,
en auk þess er þess víða getið,
að hann hafi haft varanleg á-
hrif á Nóbelsverðlaunaskáldið
Halldór Kiljan Laxness. Hér
I verður ekki getið einstafera rit-
dóma, en það skal tekið fram.
að þá rita alla kunnir ritdóm-
arar, og Ijúka þeir upp einum
munni um það, hve sérsíæður
persónuleiki Þórbergur sé, að
hann hafi .oft gert Islending-
um gramt í geði, en enginn
beirra efist bó um stílsnilld
hans og frábæra hæfileika.
Martin Larsen, fyrrv. sendikenn
ari við Háskóla íslands, þýddi
bókina, og fær hann rriikið lof
'fyrir þýðinguna.