Alþýðublaðið - 24.05.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.05.1956, Blaðsíða 4
 AIþý9u b!a®l® Finimtudagur 24. maí 1958 Útgefandi: AlþýSuflokkurinn. jpp’T Eitstjóri: Helgi Ssemimðssoa. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarson. BlaSamenn: Björgvin Guðmundswm eg Loftur GuSmundsson. Æuglýsingastjóri: Emiiía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4981 og 4902. ppri'-'St Auglýsingasíml: 4906. •. f ^ Afgreiðslns&nl: 4908. f’*' Áskriftargjald kr. 20.00 á mánnðl. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8 — 1®. r Reynsla Aka A1Í>YÐUBLA£>IÐ birtir í dag grein eftir Áka Jakobs- ion, þar sem hann svarar spumingunni, hvers vegna hann sé í kjöri fyrir Alþýðu- flokkinn í Siglufirði við al- þingiskosningamar í sumar. Þar er rakið rökföstum en prúðmannlegum orðum, að Áki hlaut að segja skilið við Sósíalistaflokkinn vegna of- ríkis og ofsókna Brvnjólfs Bjarnasonar og Einars Ol- geirssonar. Greinin lýsir á- gætlega vinnubrögðum ís- lenzkra kommúnista. í flokki þeirra leyfist aðeins sú skoðun, sem foringjarnir móta og fyrirskipa. Aðrir verða í smáu og stóru að hlýðá því, sem þeir vilja. Ella eru hlutaðeigendur orðn ir hættulegir menn í líkingu við Áka Jakobsson, sem lét ekki bjóða sér ósómann, held ur kvaddi og fór. Reynsla Áka Jakobsson- ar er hin sama og Héðins Valdimarssonar á sínum tíma, þó að ágreininginn hafi cðru vísi að höndum borið. Og hún sýnir og sannar einu sinni enn, að kommúnistar eru ófyrir- leitnir einræðisseggir, hvaða nafni sem þeir kalla sig og hvaða áróður, sem þeir kunna að hafa í frammi. Ofríki Brynjólfs og Einars er ekki nýtilkomið. Ákí og Héðinn eru ekki þeir einu, sem ha£a orðið fyrir sárum vonbrigðum af sam- starfinu við kommúnista. Menn eins og Hermann Guðmundsson, Þórður Benediktsson og Jónas Haralz gætu sagt sömu sög- una. Og hver er svo orsök- •in? Hér kertnir áhrifanna af skipulagi flokksins og eðli kommúnismans. Sökin. er ekki mannanna Bryn- jólfs Bjarnasonar og Einars Olgeirssonar. Foringjar sér- hvers kommúnistaflokks hljóta að reynast einræðis- sinnaðir og harðlynclir öfga menn. Hættan er fólgin í skipulagi flokksins og eðli kommúnismans hér eins og í Rússlandi. Stalín sálugi hefur naumast verið grimmdarseggur í fæðing- unni. En hann varð misk- unnarlaus harðstjóri af því að honum hlotnaðist kom- múnistískt einræði.Brysi- jólfur og Eitiar eru eins og fólk er flest að öðru en því, að fylgið við kommún- ismann hefur gert þá óhæfa til samvínnu við frjáíslynda menn, sem leyfa sér að hafa sjálfstæðar skoðanir um Framtíðars ntenn og málefni. Þessi sannleikur er hin raunveru lega níðurstaða í grein Áka Jakobssonar. Einmitt vegna þessa er það sorglegur misskilningur, að hægt sé að vinna með kom- múnistum að heill og ham- ingju íslenzkrar alþýðu með framtíðarsigur fvrir augum. Lýðræðissinnar, sem stofna sér í slíkt ævintýri, vita ekki hvað þeir gera. Samt eru til pólitískir braskarar, sem í- mynda sér, að þeir geti náð völdunum í kommúnista- flokknum úr höndum Bryn- jólfs og Einars. Valdimars- synirnir og Alfreð Gíslason læknir þykjast nú standa í þeim stórræðum, þegar þeir revna að afsaka atferli sitt í einkasamtölum við fyrri samherja. En Brynjólfur og Einar virðast alls kostar ó- hræddir. Þeir myndu aldrei tefla á neina tvísýnu í þessu efni. Héðni Valdimarssyni, Sig fúsi Sigurhjartarsyni og Áka Jakobssyni tókst ekki að gera kommúnista að ein- lægum og heiðarlegum lýð- ræðissinnum. Þeir biðu all- ir ósigur fyrir því fyrir- bæri, sem Áki kallar nei- lcvæða stefnu Brynjólfs og Einars. Samt dylst engum, að Héðinn, Sigfús og Aki hafi verið miklu sigur- stranglegri í ,átökum við Brynjólf og Einar en Valdi marssynimir og Alfreð, sem skolast á fjörur þeírra til að þiggja af þeim manna forráð. Og til hvers væri líka að samfylkja kommún istum ineð það fyrir augum að ætla að reka rýtinginn í bak þeim? Slík baráttuað- ferð sæmir ekki góðurn drengjum, sem fengið hafa uppeldi siðaðra manna. Ráð Áka Jakobssonar er í senn drengilegra og raunhæfara. Hann segir skilið við þá, sem bera ábyrgð á ófarn- aði Sósíalistaflokksins, og kýs að heyja baráttuna á nýjum vígstöðvum. Hann er því ólíkt drengilegri í samskiptum við kommán- isía en Hannibal og Finn- bogi Rútur, sem sitja á sömu svikráðum við Sósíal- istaflokkinn og AlþýSu- flokkinn og bíða aðeins tækifærís að bregða rýt- ingnum á lofí. En ætlí Bryn jólfur og Einar verði ekki fyrri til með alla sína þjálf un í ódrengskapnum? Þeíía mun sannast áður langt U8 ur og kannski strax í kosn- ingunum 24. júní. AMERÍSKI rithöfundurinn Herman Wauk, sem á sínum tíma hlaut Pulitzerverðlaunin fyrir skáldsögu sína, „Uppreisn in á Caine“, hefur skrifað sögu, byggða á hugmyndum um fram- tíðina, sem er harla merkileg, ekki fvrst og fremst fyrir tækni legt hugmyndaflug, heldur vegna þess að hann tekur þar óbeinlínis til meðferðar sjónar- mið þau og vandamál, sem tengd eru kjarnorkuöldinni. 'Skáldsagan, „Lomokome- skjölin“, sem að undanförnu hefur birzt í Colliers, fjallar um bandarískan sjóliðsforingja. Daniel M. Butler, sem ferst í geimrannsóknaleiðangri til tunglsins. Frásagnarformið ber snjöll merki raunveruleika — en henni er hagað sem frum- drögum að skýrslu til banda- rísku flotayfirvaldanna. Hefst frásögnin á því, er flugmaður í geimflugu finnur flak hins fyrra geimfars á tunglinu og í því minnisgreinar Butlers. Op- inberir aðilar telia síðan að Butler hafi skrifað þessar minn isgreinar í eins konar hugar- æði vegna súrefnisskorts. í minnisgreinum sínum segir Butler frá mannkyni nokkru, er lifi í hellum undir yfirborði tunglsins.1 Hagnýtir það sér sól- arljóssorkuna geysivoldugu kerfi spegla og safnglerja. Sem fanga í mánaríkinu „Lo- mokome“, verður honum ljóst, að tunglinu er skipt á milli tveggja stórvelda, „Lomokome" og „Lomadirie“, sem átt hafa í langvarandi deilum vegna and- stæðra stjórnmálastefna. Stend ur enn styrjöld á milli þeirra. Hins vegar ráða bæði ríkin yfir gereyðingarvopnum, en hafa komið sér saman um kenningar spámanns nokkurs, Ctuzelawis, um „skynsamlegan“ styrjaldar- rekstur. Báðir aðilar hafa neitað að fallast á vopnahlé og afvopn- unarsamninga, á þeim forsend- um, að það mundi aðeins leiða til þess „að nokkrar vopnabirgð ir yrðu eyðilagðar, en öðrum leynt“. Hin „skynsamlega styrjöld“ er fyrst og fremst fólgin í víg- búnaðarkapphlaupi. Dómararáð nokkurt úrskurðar á hverjum tíma hvernig styrjöldin standi, og eru börn, sem sýna sérstakar gáfur, búin undir það að taka sæti í ráðinu í stað þeirra, er falla frá fyrir aldurs sakir, en ráð þetta er skipað fulltrúum beggja aðila. Báðir aðilar vinna sífellt að því að finna upp ný vopn, hins vegar eru þau ekki framleidd, heldur metur dóm- araráðið eyðileggingarorku þeirra, og þar með áhrif þeirra á úrslit styrjaldarinnar. Þá hef ur það einnig áhrif á hinn út- reiknaða gang styrjaldarinnar, hve margt manna af báðum að- ilum lýsir sig reiðubúna að fórna lífi' sínu fyrir sigurinn, þar sem margt manna af báð- um aðilum lýsir sig reiðubúna að fórna lífi sínu fyrir sigurinn, þar sem sá aðilinn, er hefur fleiri fórnfúsum mönnum á að skípa, er talinn hafa aukna naöguleika til sigurs. Um leið og dómararáðið tilkynnir hin reikningslegu úrslit hverju sinni, tilkynnir það og, hve mannfallið af hvorum aðila sé mikið, samkvæmt útreikning- unum. Lætur þá stjórn hvors lands taka af lífi jafnmarga af sínum eigin þegnum og mann- fallið nemur. Sé annarhvor að- ilinn hins vegar ekki ánægðui með niðurstöður dómararáðs- ins, er honum leyfilegt að hefja raunverulega, „gamaldags" styrjöld, er mundi hafa í för með sér gereyðingu alls lífs á mánanum. Þessi merkilega ,.vísinda“- skáldsaga er rituð af skýrri, rök fastri hugsun og gáfum, en ef til vill verður okkar jarðneska kalda stríð með öllum sínum pólitísku og efnahagslegu átök- um skárra að skömminni til, þegar öllu er á botninn hvolft, þrátt fvrir nokkrar blóðfórnir. Möguleikar okkar til að koni- ast hjá gereyðingarstyrjöld með kjarnorku og vetnisorku, eru sannarlega sambærilegir við það, sem gerist á tunglinu i þsssari sögu. ÞAÐ ER vor í lofti, og nýir listamenn kveðja sér hljóðs í orði eða verki. Um þessar mundir heldur ungur listamaður fyrstu sjálf- stæði sýningu sína hér í Lista- mannaskálanum við Austúrvöll. Hann heitir Hafsteinn Aust- mann, ættaður af Norð-Austur- landi, fæddur á Ljótsstöðum í Vopnafirði í júlí 1934, en hefur átt hér heima í höfuðstaðnum frá blautu barnsbeini. Snemma hreifst hann af myndlistinni og fór í Frístundamálaraskólann 11951 og naut þar handleiðslu Þorvalds Skúlasonar. Næstu ■ tvö árin var hann í Handíða- og ' myndlistarskólanum og síðan veturlangt í París. ( I nóvember s.l. hélt Félag ís- I lenzkra myndlistarmanna sam- (sýningu í Listamannaskáíanum og vöktu myndir Hafsteins einna helzt athygli meðal verka ' yngstu málaranna. Á sýningu Hafsteins nu eru um 70 myndir, olíumálverk, vatnslitamjmdir og tréskurðar- verk. Elztu myndirnar eru frá 1951 hlutkennd byrjendaverk. Hér mun ekki fjallað um ein- stök verk, heldur má segja að þau séu áferðarfalleg, fínleg, næstum því of nostursleg, en litameðferðin allgóð; en það sem mestu máli skiptir er eín- lægnin og alvaran að baki þeirra. Hafsteinn hefur sýnilega hrif izt af vinnubrögðum og lita- meðferð Sverris Haraldssonar eða e.t.v. öllu fremúr af Ben Nicolson, og er það eigi nema eðlilegt. í síðustu verkum hans koma fram áhrif frá rúrnensku Parísarlistakonunni Natanielu Dumitresco. í heild er sýningin góð ný- liðasýning og gefur hugboð um listræna hæfileika, enda þótt hinum unga listamanni takist að vonum ekki verulega að ná persónulegum og sannfærandi tökum á viðfangsefninu. G.Þ. verður haldinn í húsi bankans í Reykjavík föstu- daginn 1. júní 1956 kl. 3 e. h. D Á G S K R Á : 1. Skýrsla fulltrúaráðsins um starfsemi Útvegsbank- ans síðastliðið ár. 2. .Framlögð endurskoðuð reikningsuppgerð fyrir árið 1955. 3. Tillaga um kvittun til framkvæmdastjórnar fyrir reikningsskil. 4. Kosning þriggja fulltrúa í fulltrúaráð, og jafn- margra varafulltrúa. 5. Kosning tveggja endurskoðunarmanna. 6. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhenýir í skrifstofu bankans frá 28. maí næstkomandi og verða að vera sóttir í síðasta lagi daginn fyrir fundinn. Aðgöngumiðar verða ekki afhentir nema hlutabréfin séu sýnd. Útibú bankans hafa umboð til að athuga hlutabréf, sem óskað er atkvæðis- réttar fyrir, og gefa skilríki um það til skrif- stofu bankans. Reykjavík, 11. apríl 1956. F. h. fulltrúaráðsins. LARUS FJELDSTED.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.