Alþýðublaðið - 30.05.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.05.1956, Blaðsíða 4
.4 A1 þ ýd u b í adi5 Miðvikudagur 30. maí Í056. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsíngastjóri: Emilía Samúelsdóttír. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Þeirra eigin orð ÞJÓÐVILJINN er í gær miður sín yfir úrslitunum, sem kosningaþvæla íhaldsins sætti í landskjörstjórn. Það er ekki nema von. Alþýðu- bandalagið snerist á sveif tneð Ólafi Thors og Bjarna Benediktssyni í valdníðslu- tilrauninni og naut í þjón- ustunni við þá fulltingis Þjóðvarnarflokksins, en hinn þríeini ofbeldisvilji mátti sín einskis. Enn eru til á íslandi menn, sem meta meira sam- vizkuna og skilninginn en flokkspólitískar fyrirskipan- ir hræddra og vitblindra öfgaseggja. Árangurinn varð aðeins skaði skammarinnar. Nú reynir kommúnista- blaðið að gefa í skyn, að full- trúar Sjálfstæðisflokksins hafi bjargað „hræðslubanda- laginu til skiptis“ af „flátt- skap“ og að íhaldið ætli að nota „kæru sína sem vopn í samningunum við“ það. En hvernig stóð þá á því, að Alþýðubandalagið snerist á sveif með íhaldinu í flátt- skap þess? Þeirri spurningu þyrfti Þjóðviljinn að svara, ef hann vill gera orð sín trú anleg. Það reynir hann ekki. Þess er heldur enginn kost- ur að færa rök fyrir á- minnztri afstöðu kommún- ista. Þeir hafa áður sagt sannleikann um þetta mál. Hann er sá, að íhaldið, kom- múnistar og þjóðvarnarmenn tóku höndum saman í vald- níðslutilrauninni til að reyna að koma í veg fyrir þann stórsigur bandalags umbóta- flokkanna, að það fengi meiri hluta á alþingi að kosning- unum loknum. - Þessu til sönnunar skulu rifjuð upp orð kommún- ista sjálfra. Þjóðviljinn sagði á sunnudag: . . en hitt er að sjálfsögðu frá- léitt, að þeir (Alþýðuflokk- urinn og Framsóknarflokk- urinn) fái heimild til að bjóða fram tvo landslista í því skyni einu að ræna langtum fleiri þingsætum en þeir eiga rétt á, jafnvel meira en HELMINGI ÞING SÆTA út á þriðjung at- kvæða eins og þeir segjast sjálfir ætla að gera!“ Og Utsýn komst að orði á þessa Iund á mánudag, þegar Finnbogi Rútur lýsti því, hvað fyrir bandalagi um- bótaflokkanna vekti: „Það ætlar sér að SNÚA VIÐ' meginreglum stjórnarskrár innar og kosningalaganna um að uppbótarþingsætin skuli verða til jöfnunar. Það ætlar sér að ná fleiri uppbótarþingsætum en því ber og með því móti hin- um langþráða MEIRI- HLUTA“. Þetta eru þeirra eigin orð. Hér þarf því ekki frekari vitna við. Áróðrinum um baráttuaðferð umbótaflokk- anna er ástæðulaust að svara, því að hann hefur fengið sinn dóm í landskjörstjórn og er þannig úr sögunni. En eftir stendur sú staðreynd, að andstæðingarnir óttuðust þá hættu, að Alþýðuflokkur- inn og Framsóknarflokkur- inn fengju meirihluta í kosn ingunum. Til að forða því átti að brjóta lög og reglur og ætla landskjörstjórn, að bún felldi úrskurð sam- kvæmt viðbótarákvæðum, sem hvergi finnast nema í vilja og vonum íhaldsins, kommúnista og þjóðvarnar- manna. Ekkert sýnir betur, hversu andstæðingar um- bótaflokkanna eru hræddir við bandalag þess. Og fátt leiðir skýrar í Ijós, hvers mætti, vænta af íhaldinu, ef íslendingar gerðust einhvern tímá svo lánlausir að trúa því fyrir meirihluta á al- þingi. Stjórnarfar einræðis- ins væri þar með á komið hér. Andi Suður-Ameríku myndi sVífa yfir alþingis- húsinu og stjórnarráoiivj. Og þann ófögnuð hafa kom- múnistar og þjóðvarnar- menn reynt að kalla yfir Iandið og fólkið með því að sniiast á sveif með íhaldinu í kæruþvælunni. Þess vegna er nauðsyn- legt, að andstæðingarnir bíði sameiginlegan ósigur og verði í sameiginlegum minnihluta að kosningun- um Ioknum. Því marki er hægt að ná. Það sýnir hræðsla íhaldsins, kommún ista og þjóðvarnarmanna. Sóknin er hafin, og hana verður að þreyta a£ því kappi og þeinv stórhug, að takmarkið náist. Gertst áskrlfendur blaSslng, Alþýðublaðið í KAUPMANNAHÖFN urðu nýlega bograstjóraskipti. Ii. P. Sörensen dró sig í hlé og viö störfum hans tekur Sigvard Munk, sém Var hættulegasti keppinautur hans um stöðuna fyrir tíu árum. Ekki væri úr vegi að minn- ast H. P. Sörensens hér að em- hverju leyti, en það verður því miður aðeins í stuttu máli. Hann var í öllum tilfellum vin- ur hinna fátæku og lítilsmeg- andi í þjóðfélaginu og til marks um það má nefna, að þegar fátæklingum borgavlnn- ar var boðið í „RaadhushaIIen“ um jólaleytið, lék hann sjálfur ávallt jólasvein. Þegar um það var að ræða að koma frarr. á- hugamálum, gat hann verið harður í horn að taka, ef honum var mótmælt, og inátti segja, að hann biti hraustlega frá sér ef því var að skipta. Söronsen er með mikði rautt alskegg og í ýmsu ekki ólíkur Stauning gamla, enda góður vinur lians á sínum tíma. Hin opinbera tilkynning Al- þýðuflokksins um, að Sigvard Munk hafi verið kjörinn ein- róma af hálfu flokksins, sýnir að hann hefur skapað sér sterka aðstöðu innan véhanda hans. En hann hefur ekki kom- izt til þessara áhrifa með nein- um rólegheitum, hann heíur verið yfirmaður fátækradeild- ar borgarráðsins síðan 1933, og þar hefur skotum iðulega verið beint að honum og hefur hann oft mátt standa frammi fyrir borgarstjóninni og þvo hendur sínar af alls konar áburði, sem hann hefur í öllum tilfellum getað hrakið. Sérstaklega haia kommúnistar í bæjarstjcrn reynt að gera honum lífið leitt. En á þessu hefur hann lært að bíta frá sér jafnt og þétt, og hefur hann hlotið mikla leikni í því. Nú er sem sagt enn á ný.einá af verkamönnunum sjálfum kominn í sæti borgarstjóra, því að þó Munk sé af gamalli bændaætt, er hann símvirki að menntúh, og lærði hann iðn sína hjá Símaverksmiðju Em* ils Möllers í Hofséns. Kannski hefur þessi byrjun lífsbarátt- unnar haft sitt að segja íyrir þá flokksfélaga hans, er á- kváðu, að hann skyldi gegna störfum borgarstjóra a. m. k. næstu árin. Jafnaldri hans og kollega Julius Hansen varaldrei raunverulega verkamaður, og það forðaði honum frá stöð’- unni, því að hann verður að teljast hafa verið skrifsfofu- maður frá öndverðu. Sigvard Munk er ættaður frá Ömstrup ré-tt hjá Horsens og kemur mállýzka hans enn upp um uppruna hans. Á unga aldri gekk hann í verkalýðs- hreyfinguna og hefur staðið traustan vörð innan raða henn ar síðan, hvort sem um hefur verið að ræða launamál, sam- vinnuhreyfinguna, borgar- stjqrn eða þingmennsku Og þegar kosið var í bæjarstjórn 1928 fékk hann fyrst sæti þar, og síðan hefur hann ekki vik- ið úr því. Árið 1938 tók hann svo sæti í bæjarráði. Eins og áður var sagt, hefur oft verið erfitt í starfi því, er hann nú yfirgefur, hann hefur verið krafinn um. fjárhagslega aðstoð við hitt og þetta, sem oft hef- ur reynzt ógerningur. En svo hefur hann aftur á móti orðið að horfa upp á hvers konar konar nej’ðarástand, þar sem ekki hefur verið hægt að hjalpa og þá oft, orðið að mæta bitr- um ásökunum. Aðalovsökin fyrir því, að ekki var alitaf Sigvard Munk. hægt að hjálpa, var sú, að oft yar . bæjarkassinn nær -.--því: tómur. En ekki minnkar vandi hans gagnvart bæjarsjóði við það, að nú er hann orðinn aðal- yfirmaður hans. ■ Það er og margt fleira, sem Munk verður að berjast við sem borgarstjóri, t. d. eru mikil húsnæðisvandræði um þessar mundir, og það he.fur reynzt erfitt að leysa það inál hjá fleirum en borgarstjóran- um í Reykjavík. I þessum og öðrum vandamálum veitir hon- um vafalítið ekki af hiruii józku seiglu sinni, því að vissu- lega verður hann oft að neita um hitt og þetta. Það er vafalaust erfitt að 'vera eftirmaður H. P. Söron- i sens. En að öllum líkindum á ^ Munk eftir að vinna sig upp í starfi þessu. Hann hefur unnið sig upp úr símvirkastarfinu upp 1 borgarstjórastöðuna, og því skyldi hann ekki geta leyst hana sómasamlega af hendi ri menn má Jafnvel úr fjarlægð r r VIÐ HVERT skref íídI'- göngumannsins breytist lands- lagið, —- hann sér oft allt ann að af fjallstindinum en það, sem hann reiknaði með, fé.rð. irnar eru honum ekki æ’.ún- lega til jafnmikillar ánægju, — en hann er þó alltaf reynslunni ríkari. Eða eins og í sögunni um gullgerðarmanninn, sem fann ýmsa aðra hluti en þá — sem hann leitaði að, — og þó nyt sama hluti; — við erum öll gullgerðarmenn í vissum skiln ingi. Við tökum ekki alltaf ettir stórum hlutum, sem gerast á meðal vor, — metum oft ekki verk samferðamannanna að verðleikum -—• fyrr en þeir eru löngu komnir undir græria to.rfu. . Einn þessara afreksmanna er Guðmundur Hlíðdal, — sem gegnt heftir umfangs mesta em bætti þjóðar vorrar, sem póst- og símamálastjóri, í nokkra áratugi. — Flest okkar þékkkj- um eitthvað til hinna miklu og margháttuðu framkvæmda hjá þessari stofnun, á tímabili því, sem Hlíðdal, hefur ráðið þar hús um. Þessar miklu framfarir hafa — að sjálfsögðu, kostað mikla vinnu, — mikið erfiði — and- legt sem líkamlegt; — enda skiptir starfslið Guðmundar Hlíðdals, eflaust þúsundum á öllu landinu. Það er því ekki verra, að verkstjóri fyrir svo stórum flokki verkamanna, sé vel vakandi, — og það hefur Hlíðdal, áreiðanlega verið, —- hann hefur aldrei sofið á vakt- inr.i. Einn starfsmanna Hlíðdals, sem haft hefur tækifæri tii ao fylgjast með störfum hans á undanförnum áratugum, — sagði hann vera skyldurækinn með afbrigðum og starfs :rku hans óvenju mikla, — Guð- mundur væri viðbúinn öllum hlutum, -— snarráður og vopn djarfur — en þó réttsýnn. Guðmundur Hlíðdal, er einn af okkar víðsýnustu framfara mönnum, -— hann er maður sem ekki skorti hugrekki til þess að hugsa út fyrir pollinn; -----hann lagði á sig löng og erfið ferðalög erlendis, til þess sem bezt að geta fylgz.t með framförum hjá pósti og síma, í menningar löndum heims Því skal ekki neitað, að radd ir heyrðust, ,á stundum, í þá átt að Guðmundur HUðdal, hefði óþarflega mikla tilhneig ingu til þess að fara sínar éig in götur, -— en minnumst þess að mennirnir verða að dverg- um ef þeir ráða ekki sjáh’ir ráðum sínum. Guðmundur Hlíðtlal $ Eflaust hefur honum ein- hvern tíma skjátlazt, ■— eú er sá maður til, sem ekki mis- tekst eitthvað á langri leið, — ef svo er, þá er það. af því að hann gerir eltki neitt — fram- kvæmir ekkert. Sagt var um látinn sæmdar mann„ — að banamein har.s hefði verið — ósérhlífni, -— Guðmundur Hlíðdal, lifir og á vonandi mörg’ árin ófarin ennþá, — en hann mun vera að kveðja okkur starfsfólkið hjá pósti og síma, vegna þess að hann á nú sjötíu ár að bakí, — Hlíðdal, hefur vissulega ver ið ósérhlífin — í starfi pósfc- og simamálastjóra, — hann hefur unnið þessari þjóð vel, — „góða menn má þekkja — jafn vel úr fjarlægð, — eins og hinn hvíta tind jökulsins.“ Ilelgi Björgvin Björnsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.