Alþýðublaðið - 30.05.1956, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.05.1956, Blaðsíða 5
MiSvikudag'ur 30. maí 1956. AlþýSublaSiS ingur íHaídsins og kommúnisfa út af kæruþvælunni við DEILUNNI um íramboðin er lokio. Lands- kjörstjórn hefur kveðið upp sinn úrskurð og afgreitt málið endanlega af sinni hálfu. En margt hefur athyglisvert skeð áður en úrslit in fengust. Hér skal því ekki lýst, hvernig Alþýðubandalagið og Þjöðvamarflokkurinn snérust á sveif með íhaldinu í valdníðslutil- rauninni. Þjóðin kanrt þá sögu í megindrátt- um. Hins vegar er ástæða til að rifja upp málflutning íhaldsins og kommúnista til að sýna og sanna, hvernig siguróp þeirra breytt- ust í harmakvein. Blöð sálufélagarma voru ó- sköp kampakát á laugardag, sunnudag og mánudag, en í gær var komið dapurt hljóð í strokkinn og jafnvel farið að slettast upp á vinskapinn. Þá kenndi Þjóðviljinn íhaldinu um frumhlaupið og lét hlutdeildar Alþýðu-* bandalagsins í engu getið. Hér koma nokkrar tilvitnanir: Þjóðviljinn á laugardag: „Landskjör- stjórn kveður upp úrskurð um landslista Hræðslubandalagsins“. Að svo mæltu birti kommúnistablaðið í heild greinargerð um- boðsmanns Sjálfstæðisflokksins um kæru- þvælu íhaldsins til landskjörstjórnar og tók undir fullum hálsi. Morgunblaðið á laugardag: „Sjálfstæðis menn óska úrskurðar landskjörstjórnar urn atkvæðaverzlun Hræðslubandalagsins“. Þessu næst birti málgagn íhaldsins hluta af greinargerð umboðsmanns Sjálfstæöis- flokksins, sem Þjóðviljinn birti í heild sama dag.' Þjóðviljinn á sunnudag: „Málfiutningi fyrir landskjörstjórn lauk í gær". Og síð- ar: „Tóku fulltrúar Alþýðubandalagsins og Þjóðvarnar undir þá kröfu (íhaldsinsj að landskjörstjórn.kvæði upp úrskurð um þetta átriði og "lýstu þeirri skoðun sinni að Hræðslubandalaginu bæri tvímælalaust að bera fram einn Iandslista“. bera fram einn landslista.“ Og ennfrem- ur, eftir að hafa gert þá játningu, að Al- þýðuflokkurinn og Framsóknarfl. megi vinna saman, ef það þrjóti ekki í bága við hagsmuni íhaldsins og hjálpartækjanna: „ . . . en hitt er að sjálfsögðu fráleitt að þeir fái heimild til að bjóða fram ívo lands lista í því skyni einu að ræna langtum fleiri þingsætum en þeir eiga rétt á. jafn- vel meira en helmingi þingsæta út á þriðj- ung atkvæða eins og þeir segjast sjálfir ætla að gera!“ Morgunblaðið á sunnudag: „Fát og vand- ræði í herbúðum Hræðslubandalagsins“. Útsýn á mánudag: „Hræðslubandaíagið er að hrynja saman (svo) — mánuði fyrir kosningar: Fyrirhuguð kosningasvik þess afhjúpuð fyrir landskjörstjórn“. Síðan kom lýsing Finnboga Húts á því, hvað fyrir bandalagi umbótaflokkanna vakti: ,,Það ætlar ser að SNÚA VIÐ meginiegíum stjórnarskrárinnar og kosningalaganna um að uppbótarþingsætis skuli vera tií jöfn- unar. Það ætlar sér að ná fleiri uppiiótar- þingsætum en því ber og með því móíi hinum langþráða meirihluta.“ Þjóðvílfinn í gær: „Fulltrúar Sjálfstæðis flokksins björguðu Hræðslubandalaginu tíl skiptis! Þrír landskjörsstjórnarmenn af fimm heimiluðu þingmannarántð“. Og svo slettist upp á vinskapinn við íhaldið, sem Alþýðubandalagið snérist á sveif með tveim dögum áður. Þjóðviljinn segir í ramma- grein á forsíðu: „Fláttskapur íhaldsins. Ætlar að nota kæru sína sem vopn í samn ingunum við Hræðslubandalagio. Það er nú augljóst mál að afstaða Sjáifstaiðis- flokksins til kosningabragða Hræðslu- bandalagsins einkennast af eiustæðuni fláttskap. Enda þótt íhaldið hæri fram kröfu sína um einn landslista Hræðslu- bandalagsins var þegar greinilegt að það hafði engan áhuga á að meirihluti lands- kjörstjórnar tæki liana til greina, enda er það nú komið á daginn“. Morgunblaðið í gær: „Hræðslubanda- lagið lafið á bókstafnum. Er í andstöðu við anda stjóriiarskrár og kosningalaga“. Öll eru þessi ummæli minnisverð og greinargóð heimild um gang málsins. Munu margir gefa því gaum, að Þjóðvilj- inn særir í gær íhaldið fvrir að hafa ekki neytt fulltrúa sína í landskjörstjón til aö greiða atkvæði gegn samvizku sinni og skilningi og ber því síðan á brýn þann fláttskap að ætla að nota kæruna sem vopn í samningum við hræðslubandalag- ið. En með leyfi að spvrja: Snerist Alþýðu bandalagið á sveif með Sjálfstæðisílokku- um m.eð þetta fyrir augum eða hitt, sem Þjóðviljinn hafði áður fullyrt, að reyna að koma í veg fyrir þann stórsigur Alþýðu flokksins og Framsóknarflokksins, að þeir fengju meirihluta á alþingi eftir kosning- ar? SÍÐAST LIÐIN vetrarvertíð Jiefur. yfirleitt verið mjög léleg íneð aflabrögð í ýmsum veiði- Stöðvum og þá ekki sízt hér á Suðurnesjum og í verstöðvum við Faxaflóa. í byrjun vertíðar lofaði sjáv- arútvegsmálaráðherra Ólafur Thors, fiskkaupendum og báta- útvegsmönnum nokkrum íríð- indum til þess að ýta undir að foátaflotinn færi á veiðar. Marg ír útvegsmenn — og þeir voru íleiri en hinir — töldu að lof orðin væru ekki næg, jafnvel Jþó staðfest væru bréflega til Landssambands íslenzkra út- vegsmanna, en vildu þó ekki eiga þátt í að skapa þjóðarvand sræði, ef engin útgerð gæti haf ist. Nokkrir aftur trúðu lofcro lunum. Með hinum gullnu loforðum ' Ólafs, fór svo flotinn á veið- ar, en strax þá varð það aug- ljóst að aflamagn var minna en undanfarnar vertíðir, og lauk vertíðinni sem einni hinni lé- legustu yfir mörg ár. Kom þá til kasta Ólafs Thors að efna loforðin, en eins og marga grunaði varð lítið um efndirnar og enn. nu um 20. maí eru efndirnar litlar sem engar. Um s. 1. mánaðamót komu út vegsmenn saman víðsvegar af landinu og sóttu fast eftir gefn um loforðum. Einn daginn er sagt að Ólafur Thors. hafi sagt þeim, að útvegsmenn hefðu ann að við tíma sinn að gerr., en elta ríkísstjórnina, því hann — ' • Ólafur Thors — myndi standa við öll gefin loforð! Méira að segja skyldu þeir fara niður í Landsbanka og fá þar fulla vlt neskju um að bankatnir myndu veita hjálp til að upp- fylla loforð stjórnarinnar. Sama dag fóru fulltrúar út- .vegsmanna á fund Landsbank- ans og reyndist sagnir Ólafs Thórs fleypur eitt að ekki sé fastara að orði komizt. Á nefndum fundi komust út- vegsmenn, sem sumir hverjir eru sterkar stoðir í flokki Ólafs Thors, svo sem Sveinn Bene- diktsson, og Einar Sigurðsson úr Eyjum, í hreinustu vand- ræði. Reyndu þeir á alla hugsan lega vegu að koma sjávarútvegs (Frh. á 7. síðu.) Fimmtugur í dag: Hilmar Jonsson - I framk^æmdastjóri Sjómannafélags Reykjavíkur , HILMAR JÓNSSON, vara- formaður Sjómannafél. Reykja- víkur ög framkvæmdastjóri þess, er fimmtugur í dag. Hilm- ar fæddist að Ytri-Vogum í Vopnafirði, sonur hjónanna Iielgu Óladóttur og Jóns Jóns- sonar, útvegsbónda þar. Þegar Hilmar ýar sjö ára gamall flutt- ust foreldrar hans með börn sín til Seyðisfjarðar og stund- aði Jón þar útgerð og sjó- mennsku. Árið 1919 fóru þau til Hafn- arfjarðar, voru þar í eitt ár, en fluttust þá hingað til Reykja- víkur. Hilmar fór eftir ferm- ingu, árið 1920, austur á Breið- dalsvík og vann þar við sveita- störf í þrjú ár, en 1923 kom hann til Reykjavíkur og réðist þá á síld um sumarið. Stundaði hann svo sjó í næstu fimm ár við ýms störf, en 1926 fékk hann fast skipsrúm á togaran- um Andra, en skipstjóri var Kristján Kristjánsson. Upp frá því var hann með Kristjáni á togurum, sem hann var með: Sindra, Agli Skallagrímssyni, Snorra Sturlusyni (síðar Viðeý), Akurey og Skúla Magnússyni. Hann varð bátsmaður á Sindra árið -1938 og upp frá því gegndi hann bátsmannsstörfum þar til hann hætti á sjónum. árið 1954. Þá gerðist hann starfsmaður Sjómannafélags Reykjavíkur, ásamt Sigfúsi Bjarnasyni, en er Sigfús lét af framkvæmdá- V ... &>, ■ v i * stjórastörfum fyrir félagið, tók Hilmar við starfi hans. Hilm- ar var, árið 1950, kosinn vara- gjaldkeri félagsins, en í fyrra var hann kosinn varaformaðu.-. Hilmar Jónsson er hið mesta prúðmenni, traustur maður og hygginn, dugmikill og góður starfsmaður. Þótti félögum hans í Sjómannafélaginu, þeg- ar þeir voru að leita að starfe- manni úr hópi starfandi sjó- manna, sem hann hefði þá kosti til að bera, sem beztir voru fyr- ir starfsmann íélagsins. Kvænt- ur er Hilmar Sigurlaugu Jóns- dóttur og eiga þau hjón einrv son. Þau eiga heima að Nesvegi 37. Félagi. Forusta í friði ÞAU SJÖ ÁRIN, sem liojn eru síðan Atlantshafsbandalag ið var stofnað, hefur samstarf aðildaríkjanna fyrst og fremst snúist um varnarráðstafanir. Já, svo mjög hefur starf bairca lagsins einkennst af þessum varnarráðstöfunum, að fólk lief ur yfirleitt vanizt á að skooa það sem eingöngu varnarbp.nda lag. Það eru herforingjar og hernaðarsérfræðingar ráðsins, sem hafa látið mést tíl sín heyra, en hins vegar hefur ver ið næsta hljótt um æðstu stofn un bandadlagsins,,— fastaráð ið. Að vísu hefur einn og einn stjórnmálamaður farið. fögrum orðum um hlutverk bandalags ins í friðsamlegU' samstarfí þeg ar slíkt var talið henta, en þar hefur yfirleitt verið um lítið annað að ræða en orðin tóm. Á fundi, sem ráðherrar aoild arríkjanna héldu með sér í Ottawa 1951, var samþykkt að skipa nefnd fimm manna til að athuga möguleikana á friðsam legu samstarfi. Sú nefnd skil- aði aliti ári síðar og benti á ýmsar leiðir, svo sem nánara samstarf að lausn stjómmála- legra vandamála, aukna u};p- upplýsingastarfsemi og sam- vinnu um viss menningarat- riði, -— en ekki bar þetta samt neinn árangur. Nú hefur ný nefnd verið sett á laggirnar til að ræða væfit- anlega forystu bandalagsins um samvinnu á friðsamlegum vettvangi. Þetta er ekki auð- velt viðureignar. Ekki fvrir það, að aðildarríkin eigi ekki þegar friðsamlega samvinnu á mörgum sviðum, — hún ei‘ þeg ar fyrir hendi, mjög víðtæk meira að segja, bæði hvað snertir efnahagsmáí, stjórn- mál„ — heldur fyrst og fremst þess vegna, að örðugt er að benda á hvers vegna bandalag ið ætti að v.era þar hentugra til forustu en ýmsar stofnanir, sem þegar hafa þar lengi ao unnið, Hvað efnahagsmál stiert ir hefur Efnahagssamvinnu- stofnun Evrópu lengi haft fór ystu á hendi, og enda þótt aiT ildarríkin séu ekki að öílu leyti þau sömu, er reyrit að sú stofnun annast alla þá sam- vinnu, sem möguleg er á því sviði. Þegar ura aðstoð til handa þeim ríkjum, sem dreg- ist hafa aftur ur, er að ræða, hefur stofnun Sameinuðu þjóð- anna haft þar forystu á hendi með hinni mestu prýði og mikl um árangri. í menningavmál- um. er það UNESCO, og þar.niy mætti lengi telja. Og samt sem áður hefur Át- lantshafsbandalagið meiri möguleika, varðandi friðsam- legt samstarf en nokkur stofn- un önunr. Þar hefur verið táeki- færi til frjálsra umræðna meo aðilda.rríkjunum og stjórmr.ála nefnd þess hefur unnið að lausn sameiginlegra pólitískra vanda mála, og einmitt það starf ætti að auka sem mest og fela nefnd. inni að vinna sem víðtækast að lausn allra deilumála millx aðildarríkjanna innbyrgðis. Þá mætti og mjög auka aðilcl bandalagsins að þróun ýmisstx menningarmála. Þar gæti fjár hagsleg aðstoð ekki komið sífi ur að haldi en á sviði varnar- málanna. Það væri bandalag- inu verðugt hlutverk að hafa forystu um samvinnu aði1c;ar- ríkjanna til að auka sem rnest menntun og menningu í aðild- arríkjunuiTi. og haga því líkt og varnarsamstarfínu, þannig, áð þær þjóðir yrðu veitandi, sem Ffcaœhald á 7. síðu. .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.