Alþýðublaðið - 02.06.1956, Page 4

Alþýðublaðið - 02.06.1956, Page 4
Laugardagur 2. júní 1935. AlþýgublagiS Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. ímyndaður vorblœr ÞAÐ VAR ekki svo lítið, sem gekk á í sambandi við gengislækkunina 1950. Hún átti sem kunnugt er að verða allra meina bót. Eitt af því, sem af henni átti að leiða, var það, að innflutnings- verzlunin yrði algjörlega frjáls. Útflutningsverzlunin átti auðvitað eftir sem áður að vera í höndum nokkurra einokunarfyrirtækja, af því að þar hafa máttarstólpar Sjálfstæðisflokksins tögl og hagldir. Einokun er nefni- lega alveg fyrirtaks skipu- lag, ef hún er í höndum sér- réttindamanna og þeir geta grætt nógu mikið á henni. En í höndum ríkisins er öll einokun stórlega varhuga- verð, af því að þá rennur hagríaðurinn, sem verða kann, í vasa almennings. En hvað sem útfíutnings verzluninni Ií'ður, þá átti nú a.m.k. innflutningsverzl unin að verða frjáls. Hlýir vindar vaxandi frelsis áttu að leika um innflutnings- verzlun landsmanna. Þeim, sem mark taka á foringjum Sjálfstæðisflokksins, fór strax að hlýna um kropp- inn. Og vellíðanin jókst, þegar birtast tók hver stór- myndin af annarri í Morg- unblaðinu af frumkvöðlum hins yndislega frelsis, enda brást það ekki, að þær voru brosleitar og bjartsýnar, blessaðar frelsishetjurnar. Og nú rak hvert stórvirk- ið annað við framkvæmd verzlunarfrelsisins. Skipt var um nafn á nefnainni, sem úthlutar gjaldeyris- og inn- flutníngsleyfum. Gefnir voru út langir frílistar, sem skvldu tákna það, að ekki þyrfti að sækja um gjald- eyris- og innflutningsleyfi fyrir þeim vörum, sem á þeim stæðu. En eitt gleymd- ist. Það var að tryggja mönn- um gjaldeyri fyrir því, sem menn vildu flytja inn. Eítir sem áður áttu menn að sækja um það til bankanna að fá að yfirfæra fyrir þeim vörum, sem menn vildu kaupa. Það gleymdist með öðr- um orðum að koma á verz! unarfrelsinu, því að auð- vitað er ekkert frelsi í inn- flutningsverzluninni, með- an menn geta ekki flutt inn það, sem menn vilja og hafa íslenzka peninga til þess að borga. Verzlunar- frelsi íhaldsins hefur reynzt fólgið í því að láta menn fá neiið niðri í Austur- stræti, en ekki uppi á Skólavörðustíg. Fyrir- hyggjuleysið í innflutnings- málunum á fyrstu árunum eftir gengislækkunina hefur nú kostað það, að alger stöðv un er orðin á ýmsum inn- flutningi, sem bráðnauðsyn- legur hlýtur að teljast. Það er ýmist í ökla eða eyra. Eitt árið er flutt inn ótak- markað af hvers konar glingri. Annað árið er svo ekki til gjaldeyrir fyrir nauð synjum. Eitt árið eru fluttir inn lúksusbílar eins og hver vill. Annað árið getur jafn- vel ekki bæklaður maður fengið bílleyfi. Þannig er öll ráðsmennska íhaldsins. Það blés aldrei neinn hlýr vorblær, enginn frelsisþeyr fór um verzlun landsmanna. En á þjóðinni dynur nú haglél harðvítugra hafta, gjaldeyrisskorts og væruskorts. Reyndin verður alltaf þessi, þegar íhaldið ræður, hvað sem það segir. K Glöggur vitnisburður FRÁ ÞVÍ var skýrt hér í þlaðinu í gær, að ungur lög- fræðingur, er flóttabandalag- ið sendi sem umboðsmann sinn til kjörstjórnar, hafi verið svo hreinskilinn, að til mikilla óþæginda hafi verið fyrir kommúnista. Hann mót mælti því nefnilega, að Al- þýðubandalagið þyrfti að leggja fram meðmælendur eins og nýir flokkar, þar eð það væri alls ekki nýr flokk- ur, heldur arftaki Sósíalista- flokksins. Hann vitnaði m. a.s. til þess, að Sósíalista- flokkurinn hefði 1942 verið talinn grftaki Kommúnista- flokks íslands, og taldi þetta tvennt alveg sambærilegt. Hvað segia þeir Einar og Hannibal um þetta? Qerlst áskrlfe»dur blaHslm. Af þýHu KNATTSPYRNULIÐIÐ frá ; Vestur-Berlín, sem hér er í heimsókn í boði Fram, lék! fyrsta leik sinn s.l. fimmtudags- kvöld við gestgjafana. Þrátt fvrir það, að liðin skyldu jöfn að mörkum, 3:3, lék það ekki á tveim tungum, að mjög báru gestirnir af heimamönnum unn alla leikni og knattmeðferð. Fram hafði styrkt lið sitt með tveim mönnum, Ríkharði Jóns- syni og Gunnari Guðmanns- syni, og kom það á daginn, að vel var þ’etta ráðið, því að þeir voru uppistaðan í öllum sókn- araðgerðum Fram. Gunnars var sérlega vel gætt og naut hann sín því ekki sem skyldi. Hins vegar var öllu erfiðara að gæta Ríkharðs, sem tókst hvað eftir annað að skjóta ,.gæzlumönn- um“ sínum ref fyrir rass, með hraða sínum. Öll þau þrjú mörk, sem Fram skoraði í þessum leik, áttu upptök sín hjá Ríkharði, þó að hann sjálfur gerði ekki nema eitt þeirra, það síðasta. Dagbjartur skoraði fyrsta markið eftir að Ríkharður hafði brotizt fram með knöttinn og sent hann fyrir, og markvörð- ur Þjóðverjanna, sem ætlaði að grípa knöttinn, missti af hon- um. Miðmarkið kom eftir víta- spyrnu vegna bragðs á Ríkharð, sem var í næsta öruggu skot- færi. og hið þriðja skoraði Rik- harður seint í seinni hálfleik, er hann brunaði fram og í gegn um þýzku vörnina, og skaut af löngu færi, en mjög fast og ör- ugglega. FYRRI HÁLFLEIKUR. Á 12. mínútu kom fyrsta mark Ieiksins, en það var dæmt ólöglegt. Markvörður Fram gríp ur háan knött, en er um leið hrundið inn, með knöttinn í fanginu. Dómarinn dæmdi stjak ið ólöglegt. Hins vegar er það ófyrirgefanlegt af markvörðum, að reyna til að grípa slíkar send ingar sem þessa, og eiga svo á hættu að verða ýtt inn í mark- ið. Því ekki að slá yfir í slíku tilfelli. Markverðirnir verða að vera minnugir þess, að þeir eru ekki friðhelgir, þannig að ekki megi á þá anda, og ekki er víst að allir dómarar takí slíkum silkihönzkum á blaki við þeim eins og Ingi Eyvinds þarna. Á næstu mínútu skora svo Framarar sitt fyrsta mark. og gerði það Dagbjartur mioherji þeirra, eins og fyrr segir. Ekki skipti það neinum togum eftír að leikur var hafinn að nýju, að Þjóðveriar tóku forystuna, og með snilldarvel skipulagðri sókn, rufu þeir allar varnir Fram og v. innherji þeirra kvittar með föstu skoti út við marksúlu. næsta óverjandi skot. Ríkharður á skömmu síðar laust skot á mark Þjóðverj- anna, en markvörðurinn bjarg- ar, nauðulega þó. Á 35. mínútu er dæmd vítaspyrna á Þjóðverj- ana eins og fyrr segir. Haukur Bjarnason tekur hana vel og skorar með föstu skoti. Rétt fyrir leikslok jafna svo Þjóð- verjarnir aftur, með skoti frá v. útherja. SÍÐARI HÁLFLEIKUR. Síðari hálfleikur hófst með þýzkri sókn, sem endaði á skoti annars innherjans rétt utan við stöng. Fyrstu 10 mínúturnar eiga Þjóðverjarnir vel skipulögð upphlaup og var Fram-markið oft í hættu, en hættunni sr bægt frá, og ekkert mark skorað. Loks á 12 mínútu er sókn á Þjóðverja, fyrir atbeina Rík- harðs. Fær hann knöttinn send an fram og tekur eitt af sínum snöggu viðbrögðum, kemst i gegn og skýtur hörkuskoti, en knötturinn skellur á þverslánni. Þjóðverjarnir sækja enn á og snöggur skalli hafði nær sent knöttinn í Frammarkið, niður við jörð, í annað hornið. Mark- vörðurinn bjargaði þarna í erf- iðri aðstöðu mjög vel. Aftur tek ur Ríkharður sóknarforystuna, brýzt í gegn og skýtur fast, en rétt yfir. Loks á 32. mínútu skora svo Þjóðverjarnir sitt þriðja mark, með hnitmiðuðum skalla — markvörður Fram fær höndiað knöttinn, en missir hann inn. En Ríkharður var enn ekki búinn að segja sitt síðasta orð, fyrir sitt gamla félag. Hann hafði unnið því vel í leik þess- um. og ef hann hefði notið far- sælli aðstoðar samherja sinna myndi útkoman hafa orðið önn- ur. Á 40. .mínútu fær hann knöttinn sendan mjög vel fyrlr frá Gunnari Guðmannssyni, sem frá upphafi var „vaktaður“ af mikilli nákvæmni, eins og fyrr segir. En slapp þarna augna blik úr ..herkvínni“ og sendi Ríkharður knöttinn, sem þegar tók á rás, og brauzt enn einu sinni í gegnum vörn mótherj- anna, án þess að hún fengi við neítt ráðið og skaut af löngu færi og skoraði fagurlegá. Þjóð verjarnir gerðu harðar tilraunir til að sigra, og áttu marga góða sóknina á Frammarkið þær mín útur, sem eftir voru, og síðasta mínútan var nærri búin að gefa þeim sigurmarkið, -er annar irmherjinn skaut rétt utan við stöngina. Þetta þýzlca lið leikur mjög skemmtilega. Þar kann hver maður vel til verka. Samleik- úr er oft bráðsnjall. Hreifan- leikinn mikill, hraði og ná- kvæmni í sendingum með ágæt um. Skalltækni þeirra var og rnjög eftirtektarverð og lær- dómsrík fyrir vora menn. Þýzka liðið sýndi ekki hörku, heldur einkenndist framkoma þess af leikandi leikni og drengilegum leik. Framliðið lék af dugnaði. svo sem oft áður. Karl markvörður og Haukur Bjarnason voru hin- ir traustustu menn varnarinn- ar. Revnir Karlsson var dugleg- ur og dró hvergi af sér í fram- varðarstöðunni. En ,,uppistaða“ liðsins voru samt ..lánsmenn- irnir“ og var það Fram mikið lán að þeir skyldu vera því til fulltingis. EB. Fundurinn á Selfosss ALÞÝÐUBANDALAGIÐ boð aði til fundar hér á Selfossi föstudaginn 25. maí. Þc að marg ir segi, að lítið mark sé takandi á, hvað sagt er um slíka fundi, þá vil ég þó fara um hann nokkr um orðum. Fundurinn var ekki vel sótt- ur af Selfossbúum, en talsvert var þar af aðkomufólki bæði, sem var smalað, og kom fyrir forvitnissakir. Sæti voru ekki í öllu húsinu, en nokkrir stóðu. Munu því 300—350 hafa sótt fundinn. Ræðum manna var misjafn- lega tekið. Fór það ekki að öllu leyti eftir pólitík, hvað mikið var klappað. Fólk hér klappar fvrir góðum ræðumönnum, þó að það sé ekki á sömu skoðun. Fólk skemmti sér vei og klapp- aði þegar Einar Olgeirsson féll á bakið í fimleikunum. Bjóst ég við, að meira yrði klappað fyr- ir ræðum Magnúsar Bjarnason- ar og Björgvins á Jaðri en raun varð á. Ég held, að Árnesing- um sé ekkert um að senda þá á þing. Daginn eftir fundinn hitti ég mann, sem var á gangi. Spurði ég hann, hvort hann hefði verið á fundinum. Kvað hann nei við og segir: „Ég hefi heyrt, að Ein- ar Olgeirsson hafi farið illa út úr víðureigninni.“ Það verður að segjast, að Einar Olgeirsson hefur mikinn talanda, en það dugir ekki, þeg- ar málstðurinn er slæmur. Skemmtu menn sér vel, þsgar Kristinn bóndi í Halakoti las yfir Einari, og spurði hann án þess að fá svar, Var það líkast sem skólastjóri væri að lesa yfir óknyttastrák, sem væri að reyna að breiða yfir ósómann. Annars er Einar á góðum vegi með að tala sig í hel. Þeir sem þekkja Helga Sæm- undsson geta ímyndað sér hvaða útreið frummælendur fengu hjá honum. Enda var vel klappað af öllum nema kom- múnistum. Gramdist þeim svo að Alfreð læknir, sem virðist vera prúður maður, sagði orð, sem vöktu andúð og umtal eft- ir fundinn, meira að segja af hans mönnum. Efsti maður á lista bænda og þorpsbúa, Ágúst Þorvaldsson. bóndi á Brúnastöðum, deildi hart á Alþýðubandalagsmenn eða kommúnista réttu • nafni. Mun Ágúst vel hafa fylgzt með aðgjörðum kommúnista við bændur og þeirra foringja í öðr um löndum og hér. Ágúst er vinstri sinnaður í stjórnmálum. Kommar eru ekki vinstri menn, þeir eru komnir yfir vinstri lín- una og eru þar við hliðina á íhaldinu. Enda hafa þeir oft ver ið fljótir til að falla í faðm á íhaldi og ofbeldi. Einar belgdi sig mjög upp eftir ræðu Ágústs. Ágúst taldi Einar ekki þess virði að svara honum, enda var Einar nóg flengdur af öðrum. Ræða Vigfúsar var hógvær, enda er maðurinn prúðmenni, eins og Ágúst og liklegur til að bera sáttarorð. Þó er Vigfús einarður í skoðunum og getur bitið frá sér, ef með þarf. Vig- fús er vinstri sinnaður verka- lýðssinni í þessa orðs hréinustu mérkingu. Hann fylgdi Hanni- bal þangað til hann fór yfir lín- una til kommúnista. Þá varð Vigfús eftir. FundarmaSur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.