Alþýðublaðið - 08.07.1956, Side 5

Alþýðublaðið - 08.07.1956, Side 5
Sunrmdagiir 8. fúlí 1956 AlþýSub8aSíS isfián Eídiérn: ÉG býð yður öll hjartanlega tyeikomin í Þjóðminjasafn ís- lands. Á þessari miklu hátíð ís- lenzkrar kirkju hefur þótt vel á jþví fara, að Þjóðminjasafn ís- Jands sýndi lit á að gera eitt- Jivað sérstakt í hennar minn- irigu, eitthvað, sem til hátíi f brigða mætti meta. Þegar frá e'ru skildar kirkjulegar bók- menntir, handrit og prentaðar bækur, eru hér í þessu húsi saman komnar fleiri sýnilegar menningarminjar kirkjunnar frá fyrri tíð en í nokkrum stað <(}ðrum. Safnið vill sýna, að það skilur þá ábyrgð, sem það hefur iekizt á herðar með þessu. í iirkjudeild þess stendur ,al- inenningi opin íslenzk kirkju- söguleg sýning alla þá daga, sem sýningar deildirnar eru opn ar. í þetta hus leita menn til þess að kynna sér gamla ís- ienzka kirkjulist og reyna að finna návist þess anda, sem bjó i íslenzkum guðshúsum, meðan Jiinir gömlu gripir voru þar og í helgi haldnir. En á níu alda afmæli Skál- lioltsstóls hefði verið viðeig- andi að efna til myndarlegrar allsherjar kirkjusýningar, sem í senn gerði skil fortíð og nútíð og benti til framtíðar. Af ýms- um sökum gat þó ekki orðið af þessu, enda hér í húsinu aðeins til umráða einn lítill salur, sem ekki rúmar nema umfangslitla sýningu. í samráði við biskup Sandsins og undirbúningsnefnd þessara hátíðahalda var því brugðið á það ráð að gera hér aðeins litla kirkjulega sýningu, sem að langmestu leyti væri tengd Skálholti. Yður er nú boð ið, háttvirtu gestir, að skoða þessa sýningu. Ég bið yður að líta á hana sem örlítinn viðauka við hina almennu kirkjugripa- deild safnsins, sem í dag er op- in og yður öllum frjálst um að ganga, dálitla aukagetu í góðr- ar minningar skyni á þessu af- liiæli Skálholtsstóls. Það má með sanni segja, að dýrgripir dómkirkjunnar í Skál holti hafi átt sín örlög og flest- ir ómild. Fljótt á litið mætti þykja furðu sæta, hvað orðið hefur af allri þeirri auðlegð fagurra og dýrra kirkjugripa, sem í aldanna rás h'.fur borizt að Skálholti. En þegar að er gáð, kemur í ljós, að málalok eru hér þó ekki miklu verri en efni standa til. Oss er kunnugt um stórhug þeirra ma,nna, sem létu reisa hinar risastóru dóm- tórkj ubyggingar biskupsstól anna beggja á miðöldum og vér þekkjum nú af eigin sjón um- mál sumra þessara kirkna. En þann sannleik verður að játa, að úr því að engin þeirra var reist úr varanlegu efni, svo sem gert var í öðrum löndum, var til þeirra efnt af meiri stórhug að upphafi en úthaldi til þess að halda þeim við, þegar til iengdar lét. íslenzku dómkirkj- urnar hafa alla tíð reynzt næsta auðskaddar fyrir ágangi vatns og vinda, að ógleymdum eldi, sem tvisvar sinnum brenndi Skálholtskirkju til kaldra kola. Fyrir því eru næg gögn, að við- hald dómkirknanna, þessara geysistóru berskjölduðu timbur bygginga, hefur verið ábyrgðar mönnum þeirrá sífellt áhyggju- efni og kostað mikið stríð, og sýna þó mörg dæmi, að oft skorti mikið á, að þessi æðstu guðshús íslenzk.rar kristni gætu talizt í viðunandi lagi. Slík hús voru ekki vel fallin til varð- veizlu dýrgripa. Fullvíst er, að meira væri. nú til af kirkju- gripum frá dómkirkjum vorum, ef þær hefðu verið reistar úr steini þegar á miðöldum. Það sést bezt ai því, að varðveitzt hafa til muna fleiri og betri kirkjumunir á Hólum en í Skál holti, áreiðanlega að miklu leyti af því, að þar var að lok- um byggð steinkirkja, þótt seint væri eða eftir miðja 18. öld. Á sama hátt átti s'ú kirkja | sinn ríka þátt í, að Hólar settu til muna minna ofan en Skál- holt,; þegar biskupsstólar voru niður lagðir á báðum stöðum. En ekki á fallvaltleiki dóm- kirknanna einn alla sök á því, að vér getum nú fátt sýnt af gömlum Skálholtsminjum. Siða skiptin og konunglegt vald þeirra tíma áttu sinn drjúga þátt í að fækka dýrgripum dóm kirkjunnar, m. a. hvarf þá úr landi gullkaleikur sá hinn mikli, sem Klængur biskup hafði gefið kirkjunni og tvisvar sinnum hafði verið bjargað úr brennandi kirkjunni. í kjölfar siðaskiptanna fór svo þverrandi áhugi á kirkjulegri list og um viðhald kirkjunnar var löngum áfátt eins og áður hafði verið. þótt hún smækkaði. Enginn efi er því á, að í lúterskum sið hef- ur jafnt og þétt gengið á gripi kirkjunnar, þótt nokkrir nýir kæmu að vísu til. Og loks er svo þess að geta, að þegar síðasta dómkirkjan í Skálholti var rifin árið 1802, voru ýmsir munir hennar seldir. við hamarshögg og hurfu út í veður og vind, þar á meðal nokkrir fornfrægir dýrgripir. Ég hef drepið á þetta bé-r svö sem til skýringar því, að ekki er nú.hægt að tjalda fleiri Skál- holtsminjum en sjá má í sýn- ingarsalnum. En því fer fjarri, að í þessu efnj sé algjörlega sviðin jörð, þrátt fyrir allt. Við höfum safnað í þennan sal þeim minjum, sem tiltækar eru, og hagrætt þeim svo sem við höfð- um smekk til. Hver um sig táknar einhverja minningu frá Skálholti eða þeim forna tíma, þegar biskupsstóll var fyrst sett ur þar. Þér sjáið á fremsta vegg róðukross og nokkrar útskornar helgimyndir, sem ætla má að séu frá dögurn ísleifs biskups, sem bera í svipmóti sínu nokkra þá drætti, sem sýna, að tímabil víkingaaldar með smekk hennar og handbragði var ekki enn á enda, þótt krist- in kirkja væri í uppsiglingu. Þar er og fögur mynd af Þorláki helga, þeim manni, sem Skál- holtsstaður átti hvað mest að þakka, bæði á andlega og ver- aldlega vísu. Á miðju gólfi er hinn vegleg- asti minjagripur, sem til er frá Skálholti og allri miðöld vorri, steinþró Páls biskups, óviðjafn- anlegt sögulegt tákn, sem minn ir á gullöld Skálholts og lands- ins alls, tímabilið um 1200. Þessi einstaki dýrgripur mun aftur verða fluttur i hina nýju Skálholtskirkju, þegar hún er tilbúin að veita honum viðtöku, svo og annað það, sem um stuttrar stundar sakir var flutt undan stórfelldu umróti ný- bvgginganna í Skálholti eftir rannsóknirnar þar sumarið 1954. Á altari við vesturvegg eru hin fornu helgu ker dómkirkj- GRÉIN SÚ, er hér birtist, j er rajða Kristjáns Eldjárns \ þjóðminjavarðar, er hann; flutti við opnun Skólholts- j sýningarinnar. Blaðinu hafa I borizt tilmæli um að birta; ræðuna, og hefur fengið góð- j fústlegt leyfi þjóðminjavarð-: ar til þess. ; Kritján Eldjárn unnar, þau einu, sem varðveitzt hafa til vorra daga, fágætir dýrgripir, sem bera minningu frá tímabilinu um 1300 og rétt þar á eftir. Fyrir ofan annað altari fyrir miðjum sal eru nokkrar tré- skurðarmyndir, sem eru einu leifarnar, sem enn eru til af hinni fornfrægu altarisbrík Skálholts, sem oftast er kölluð Ögmundarbrík, kennd við Ög- mund biskup Pálsson og mun vera frá um 1500. Hún var Mar- íubrík, stór og skrautleg og þótti kraftaverk, þegar tvær konur báru hana út úr logunum er kirkjan brann um 1526. Á hinu sama altari standa ljósastikur miklar, sem kaup- menn gáfu til kirkju Brynjólfs biskups árið 1651, og framan við altarið stendur skírnarsár á sama hátt til kominn. En í lofti hangir ljóshjálmur stór, sem meistari Bfynjólfur lét st.eypa handa kirkiunni árið 1674. Við austurvegg eru örfá sýn- ishorn handrita með eigin hendi nokkurra Skálholtsbiskupa og bóka, sem prentaðar voru í Skál holti þann stutta tíma, sem eina prentverk íandsins var þar. Skálholt var um aldir helzta andleg miðstöð þessa lands, og má nærri geta, , að óteljandi mega heita allar þær minjar, sem til eru af því tagi. Af þeim efnivið mætti eflaust gera miklu stærri sýningu en þessa, og þá vitanlega í allt öðru formi, og bíður þiö síns tíma. En við vildum ekki ganga alveg þegjandi framhjá þessari hiið á minningarsýningu Skálholts. Loks vil ég aðeins nefna það sýningaratriði, sem glögglega sýnir, hver örlög kirkjugripum gátu verið búin fyrr á tíð. Þeg- ar kirkjan var rifin í Skálholti nú í sumar, komu í Ijós fjalir úr altaristöflu, sem sagaðar höfðu verið niður í þiljur, og þá kom einnig á daginn, að hleri fyrir hanabjáikalofti kirkjunn- ar hafi eitt sinn verið virðuleg grafskrift sarnin af meistara Jóni Vídálín eftir Eggert Þor- steinsson skólapilt. Loftsgatið hafði verið sniðið eftir graf- skriftinni. Við sýrium ekki þessi atriði til þess að smána þá, sem þetta haia gert, því að ekki verðui- þeim gefið að sök að þeir höfðií ekki hugsunarhátt vorra tíma í : einu og öllu, fremur en það eis þeirra sök, á hvaða öld þeir voru í heiminn bornir. Það sana ir illa að ámæla forfeðrum vor- um harðlega fyrir verk eins og þessi, því að hklegt má þykja, að einnig vér fremjum í álíká, grandaleysi eitthvað, sem seinni mönnum mun mislíka við oss, Við sýnum þetta aðeins fyrix fróðleiks sakir, til að sýna hvað, komið hefur fyrir og hvað ekM á að koma fýrir framar. Að lokum vil ég geta þess, aö- allir þeir hlutir, sem á sýningu þessari eru, eru þjóðareign. Handrit og bækur eru góðfús- lega léðar af Landsbókasafni og Þj óðskj alasafn i. Kirkj ugtipirn - ir eru flestir í eigu Þjóðminja safnsins og hafa verið það iengi, sumir hátt upp í öld. Ef að lík- um lætur, rnunu þeir halda hér kvrru fvrir framvegis. Aðrir' eru eign Skálholtskirkju og eru geymdir hér í svip. Þeir munu aftur veroa fluttir á sinn stað. Skálholtskirkja hin nýja mun eignast marga góða gripi, eins og þegar hafa borizt nokkrar fréttir af. En hina gömlu gripi kirkjunnar. þá sem aldrei hafa komizt úr hennar eigu og um- sjá, þarf hún til að tengja hinn nýja þráð, sem nú er verið að spinna við þá þræði, sem liggja aftur í aldir, til að tengja sam an fortíð og framtíð, sögu og lif • and? líf. Að svo mæltu leyfi ég mér að biðja hæstvirtan menntamála- ráðherra að opna þessa minn- ingarsýningu Skálholts. WILLIAM SKAKESPEARE dreymdi sennilega aldre: um það, að sjá farborða 15 þúsund manna bæ 330 árum eftir fæð- ingu sína. En svo má kalla, þó að draumur skáldsins skipti þar heldur ekki svo miklu máli, en mestur hluti íbúanna í Stratford upon Avon, lif r í dag beinlínis á minningu skáldsins. í Stratford fæddist snillingurinn W1illiam Shake- speare árið 1564 og til Strat- ford fluttist hann aftur, á efri árum eftir að hafa sigrað heiminn. í húsinu, þar sem hann og hin efnaða kona hans, Ann, bjuggu, úir nú og grútr af amerískum túristum. Ailir keppast um að taka Ijósmyndir af stráþakinu, tröppunum og dyrunum. Meira að segja blómin í garðskorninu eru sett í samband við “Old William”, þó að ekki fari á milli mála, að þau eru keypt í plöntusöl- unni handan við götuna. —o— Það er ekki laust við að Etig- lendingar hti niður á þessa túrista, — þið vitið að þeir eiga enga gamla menningu he ma hjá sér, þess vegna eru þeir á þeytingu út um allar jarðir í Evrópu leitandi uppi gamla kastala og kirkjur, — sagði við 1 okkur stúlkan sem afgreiðir í ísbúðinni hérna á horninu. | Stratford er er annars indæll jbær. Áin rennur lygn og frið- sældarieg fram hjá Shake- speare-minningarleikhúsinu, ’ og bærinn liggur kyrrlátlega 1 milli ása og smáhæða. Leik- húsið í sinni núverandi mynd \rar reist fyrir um 20 árum, en eldsvoði lagði gamla leik- húsið í rústir. Nýja leikhúsið er ekki ósvipað gömlum kast- ala útlits, og fellur vel inn í stíl annarra eldri Shake- speare-minja. Kannski tókst þessi stílliking ekki eins vel og Englendingar höfðu ætlað, en þeir kenna um erfiðum tim- um, sem voru, þegar leikhúsið var reist. HAMLET í SHAKESPEARE- LEIKHÚSINU. í þessu leikhúsi eru árlega sýnd nokkur leikrit Sbake- speares; þegar við vcrum þarna í heimsókn, var Ham- let á dagskrá. Leikhúsið, sem er ekki stórt, var troðfullt af ferðamönnum, og eftir því sem á leið leiksýningu, gerðisi hit- inn óþolandi. Eigi að síður, var hátíð í huga manns að sitja í skáldsins eigin húsi og sjá þetta ódauðlega meistaraverk flutt á iafnágætan hátt. Sviðsbúnaður var afar ein- faldur og sýningin var í þeim stíl, sem ríkti á dögum Shake- speares. Kannski er nú ekki réitiáíí gagnvart íbúum bæjarins, að segja þá lifa eingöngu á hinum fræga sambæing sínum í Stratford er málm- og járn- iðnaður og matvælaiðnaður. Og auðvitað — eins og allir ensk- ir bæir, sem einhværja virð- ingu bera fyrir sjálfum sér — þá hefur Stratford sína eigin ölgerð. En jafnvel á flöskumið- unum verður fyrir mar.n.i, stranglegt andlit skáldsinj með stífan kraga, yfirvarar • skegg og allt tilheyrandi. Ef til vill hefur það eitthvað til síns máls, að nota sjálfan Shake- speare í auglýsingaskyni fyrir öl. Sagan segir, að hann hafi stundum átt til, að gleðjast með glöðum við drykkju En burtséð frá umstanginu í kringum William Shake-. speare og auglýsingum, er Stratford friðsæll bær. Hér er hægt að leigja sér róðrarbát og láta sig berast niður eftir ánni um björt sumarkvöld. Svanir synda hátignarlega meðfram bátnum og líta varla við, þótt ; árablakið rjúfi kvöldkyrrðina.. • Ævagömul, mosagróin tré grúfa sig skýl yfir vatnið, og varla sér í himininn milli trjábiað- anna. Hingað fer fólk hópum sam- an frá stórborgunum í grennd til að hvíla sig yfir helgar. Þú að oft sé margt um manninn í Stratford, er þó alltaf frið- semdarblær yfir ánni. Hún rennur áfram þunglyndisleg. og hljóðlát hvað sem á dynur. og gælir við trjáræturnar, sem teygja sig út í vatnið. Þannig er það, að í Stratford er til eitthvað, sem ekki verð- ur slegið upp á auglýsinga- spjald, þrátt fyrir allt sem á gengur um nafn skáldsins. En áin rann líka leið sína hér, löngu áður en heimurinn heyrði fyrst nafn Williarns Shakespeare. (Þýtt),

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.