Alþýðublaðið - 17.07.1956, Page 4

Alþýðublaðið - 17.07.1956, Page 4
Alþýgublagjg Þriðjudagur 17. júlí 1956' f 1 \ \ Útgefandi: tAlþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjóriiarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiítelusími: 4900. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Flokksstjórnarfwidurinn FLOKXSSTJÓRN Alþýðu ;• flokksins hélt fund á föstu- , dag og laugardag til að f jalla um stjórnmálaviðhorfin að kosningunum loknum og marka afstöðu til stjórnar- myndunar. Var þar sam- þykkt að halda áfram þeim viðræðum og samningaum- leitunum, sem þegar eru . hafnar og öll þjóðin bíður eft ir hversu lyktar. En grund- völlur Alþýðuflokksins fyrir væntanlegu stjórnarsam- starfi er vitaskuld málefna- legur. Hann vill láta stefn- una ráða úrslitum um sam- stárfsviljann. Þannig starfa - vestrænir lýðræðisflokkar. Afstaða Alþýðuflokksins er í stuttu máli sú, að stefnuyfirlýsing umbóta- flokkanna verði málefna- grundvöllur vinstri stjórn- ar og í utanríkismálum sé byggt á samþykkt alþingis um varnarmálin, en áfram haldið samvinnunni við lýð ræðisþjóðimar á Vestur- löndum. Jafnframt vill Al- þýðuflokkurinn fá í sinn hlut þau mál, sem mestur vandi fylgir og þjóðinni ríð ur á að ráðið verði til far- sællar lausnar. Hann skor- ast ekki undan mikilli á- byrgð af því að hann finn- ur til skyldu sinnar við kjós endur og ætlar að rækja hana í verki. Auðvitað gætti skiptra skoðana á flokksstjórnarfundinum, en samt ríkti þar meiri einhug ur og samheldni en íslenzk ir jafnaðarmenn hafa átt að venjast um langt skeið. AI- þýðuflokkurinn er fús til stórræða í þágu Iands og þjóðar, en hann mun einn- ig taka innri verkefni sín föstum tökum og fylgja fast eftir sigrinum frá 24. júní. Hann gengur djarfur og ein huga til starfsins og barátt- unnar, sem fer í hönd. Nú er ástæða til að ætla, að valdatíma íhaldsins sé lokið um sinn. Kjósendurnir hafa dæmt strandkapteininn og félaga hans. Þeir vilja nýja stefnu og nýja stjórn. Þjóðin krefst þess, að vanda málin séu leyst og flóttanum snúið í sókn. Alþýðuflokkur- ‘inn mun leggja þeirri heilla- þróun lið eftir því sem hon- íy um er unnt. Og á það verður reynt, hvort raunverulegur grundvöllur er fyrir vinstra samstarfi og vinstri stjórn á ísiandi. Ýmsir draga það í eía og sízt að tilefnislausu. En reynslan verður réttlát- asti dómarinn í því efni nú eins og jafnan. Samstarf Alþýðuflokks- ins og Framsóknarflokksins getur ekki verið neinum al varlegum erfiðleikum bund ið, Flokkamir tóku höndum saman í kosningabarátt- unni, komu sér saman um stefnuskrá og hliðruðu til hvór fyrir öðrum um fram boð. Kjósendur tóku þeirri viðleitni vel og létu hana marka tímamót í íslenzkum stjómmálum. Umbótaflokk arnir unnu fimm kjördæmi af íhaldinu í sameiginlegu og drengilegu átaki. Þeim mun því auðvelt að starfa saman. Hitt er tvísýnt enn, hvort Alþýðubandalagið ber gæfu til nauðsynlegrar og tímabærrar samvinnu við lýðræðisflokkana. Úr því á reynslan að skera. Al- þýðuflokkurinn vill fyrir sitt leyti gera þá tilraun. — Stjórnarsamvinnan hlýtur annars vegar að byggjast á málefnum umbótaflokk- anna og hins vegar á heil- indum hlutaðeigandi aðila. Alþýðuflokkurinn ætlast til heiðarleika og sanngirni í samstarfinu. Takist vel í því efni, hefur Sjálfstæðis- flokkurinn beðið örlagarík- an ósigur. En fari illa, mun sú óheillaþróun reynast vatn á myllu íhaldsins. Vissulega ættu verkefnin að sameina flokkana, ef raunverulegur samstarfs- vilji er fyrir hendi. Og á það mun Alþýðuflokkurinn reyna. Nú er svo að bíða eftir úrskurði reynslunnar. Hann getur orðið örlagarík- ur fyrir íslenzk stjórnmál í framtíðinni. Reynt var fyrirfram að gera flokksstjórnarfundinn tortryggilegan, og sjálfsagt er enn þvílíkrar viðleitni að vænta. Slíkt kemur jafnað- armönnum ekki á óvart. En flokksstjórnarfundurinn leiddi greinilega og eftir- minnilega í ljós, að jafnaðar- menn kunna öðrum betur leikreglur og vinnubrögð lýð ræðisins. Ákvörðuninni, sem tekin var, ræður enginn einn maður. Hún hefur verið tek- in af fólkinu í flokknum. Og það á alltaf og ævinlega að ráða Alþýðuflokknum. Til þess var hann stofnaður, og til þess hefur hann starfað og barizt í fjörutíu ár. Askriffasímar blaðsins eru 4900 og 4901. Frá Sameinuðu þjóðunum: Álþjóðavinnumálasfofnunin gerir samþykktir um sjálf- virkni, stytfingu vinnutíma og sömu laun karia og kvenna ' RÚMLEGA 800 FULI.TRÚ- AR, sérfræðingar og áheyrnar- fulltrúar frá 73 þjóðum og 9 lendum sátu ársþing Alþjóða- vinnumálsskifstofunnar (ILO), sem haldin var í júnímánuði í Genf og sem stóð yfir í þrjár vikur. Ráðstefnan samþykkti ein- róma, að láta semja nýja al- þjóðasamþykkt, sem leggi bann við þvingunarvinnu, fangabúð- um og flutningi þjóðernisbrota frá átthögum þeirra með valdi. Það var ákveðið, að samþykkt- in yrði rædd á næsta ársþingi Alþj óðavinnumálaskr ifstof- unnar og er gert ráð fjTÍr, að gengið verði endanlega frá henni að ári. ÁÁ þinginu var einnig gerð Toilfrelsi á mennlng- arlegu efni. ALLS hafa nú 14 ríki sam- þykkt að lækka, eða afnema innflutningstolla á menningar- legu og vísindalegu efni. Þetta er árangur af ráðstefnu, sem nýlega var haldin á vegum GATT, se mer tollabandalag innan Sameinuðu þjóðanna. Það var Menningar- og vís- indastofnun Sameinuðu þjóð- anna, UNESCO, sem gekkst fvrir að þetta mál var tekið á dagskrá og lagði fam ákveðn- ar tillöðgur í málinu. Nú hafa m. a. Svíar lækkað innflutningstolla á kvikmynd- um og viðtækjum, eða vara- hlutum til viðtækja, hljóðfær- um og vísindalegum tækjum. í sambandi við GATT sam- þykktina hafa Norðmenn lækkað innflutningstolla á við- tækjum og viðtækjavarahlut- um. ályktun um sjálfvirkun í iðn- aðinum (automatisering). í á- lvktuninni er tekið fram, að verkamenn og vinnuveitendxu- verði að gera áðstafanir í tæka tíð til þess að fyrirbýggja, áð féagslegt öryggi og. mannrétt- indi vérði skért, eða úr þeim dregið í sambandi við fram- farir í tækni og vegna sjálf- virkra vinnuaðferða. í ályktuninni er einnig minnst á þann hag, sem menn geta haft af hinum nýju siálf- virku vinnuaðferðum, ef rétt er á haldið, mfeð áuknum vinnu afköstum og framleiðslumögu- leikum, bfetri efnahag og aukn- úm lífsþægindum. LAUNAMÁL Með 139 atkvæðum gegn 23 — en 23 sátu hjá við atkvæða- greiðsluna -— samþykkti ráð- stefnan ályktun þess efnis, að enn væri misræmi í launa- greiðslum karla og kvenna, sem ynnu sömu vinnu og skiluðu líkum afköstum. í ályktuninni eru þær þjóðir, ,sem enn hafa ekki gerst aðilar að alþjóða- samþykkt ILO um þessi mál hvattar til að gera það sem fyrst. Vinnutíminn var einnig til umræðu á þinginu. í því sam- bandi var samþykkt tillaga, þar sem bent er á, „að ör þró- un í vinnutækni hafi aukið af- köst til muna og þarmeð sé fenginn grundvöllur fyrir að stytta vinnutímann“. — Álykt- unin var samþykkt með 116 at- kvæðum gegn 42, en 8 full- trúar sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. Gert er ráð fyrir að stytting vinnutímans verði tekin til meðferðar í Alþjóða- vinnumálaskrifstofunni í ná- inni framtíð. I Alþjóðavinnumálastkrif- stofúnni, sem er elsta sérstofn- un Sameinuðu þjóðanna, eiga sæti fulltrúa frá ríkisstjómum,’ verkamönnum og vinnuveit- endum. ■ 70 prósenf allra bóka á fjórum fungumálum. ÁRLEGA eru gefin út urn 5000 milljónir eintaka af bók- um í heiminum. Að jafnaði er þetta þó ekki nema tvær bæk- ur á mann og þar að auki er megnið af bókunum kennslu- bækur og bókasafnsbækur. Ef reiknað er eftir titlum nemur bókaútgáfan um 250,- 000, sem gefnar eru út árlega. Þrír fjórðu hlutar þessara bóka eru prentaðar í 10 löndum: Bandaríkjunum, Bretlandi, Sov étríkjunum, Frakklandi, Kína, Indlandi, Japan, Vestur-Þýzka- landi, Ítalíu og Hollandi. Eftir tungumálum er svæðið enn þrengra, þar sem 70% allra bóka heimsins eru prentaðar á ensku, rússnesku, frönsku eða þýzku. Frá þessu er skýrt í „Books for All“, sem UNESCO hefur gefið út. R. E. Baker, ritari út- gefendasambandsins brezka hef ur skrifað bókina. Höfundurinn bendir á ýmsar hindranir, sem eru á bókaút- gáfu í ýmsum löndum, t.d. höf- undalaun, dreifingarkostnað og einkarétt. Baker er þeirrar skoð unar, að til þess að vinna bug á vankunnáttu og menntunar- skoti sé nauðsynlegt að auka bókaútgáfu til muna og fjölga bókasöfnum. Fáfækfin þjakar menn vf EFNAHAGSMÁL heimsins hafa verið í örum vexti fyrstu 10 árin eftir að styrjöldinni lauka 1945. 'Samanborið við end urreisnina eftir fyrri heimsstyrj öldinahefur þróunin í efnahags- málunum verið miklu örari nú, segir í skýrslu um efnahagsmál í heiminum, sem hagstofa Sam- einuðu þjóðanna hefur gefið út. Skýrslan, sem nefnist „World, Eeonomic Survey“, á ensku, verður til umræðu á ráðstefnu Efnahags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna, sem nú situr í Genf. I þessari skýslu, sem er ná- kvæmasta og yfirgripsmesta yfirlit um efnahagsmál í heim- j inum, sem samið hefur verið frá því styrjöldinni lauk, er( bent á, að enn þjaki fátæktin mikinn hluta mannkynsins og að það sé efamál, að þær ráð- stafanir, sem gerðar hafa verið og fyrirhugaðar eru til úrbóta séu nægjanlegar til að bæta að nokkru ráði úr ástandinu. LANGT FRÁ ALÞJÓÐA- JAFNVÆGI. í yfirlitinu segir m.a., að þrátt fyrir að styrjaldartjónið og eyðileggingin hafi verið margfalt meiri í síðari heims- styrjöldinni en hinni fyrri, hafi tekist að rétta efnahag og end- ureisa á miklu skemmri tíma en eftir fyrri heimsstyrjöldina. Það er rétt, að nú er hægt að brauðfæða miklu fleiri menn en nokkru sinni fyrr. Það er stöðugt unnið að því að auka matvælaframleiðsluna og bæta lífsskilyrði almennings. í iðn- aðarlöndunum hefur tekist að veita öllum vinnu, sem vilja vinna og meðaltekjur almenn- ings hafa hækkað í flestum löndum. j Hins vegar er bent á, að langt sé frá því, að tekist hafi að skapa alþjóðlegt jafnvægi í efnahagsmálum heimsins, m.a. vegna þess að af stjórnmála á- stæðum hefur heiminum verið skipt í tvö efnahagssvæði, þar sem báðir aðilar eyða miklum hluta af auðæfum sínum og framleiðslu til hernaðaútgjalda. Þá er ekki rétt hlutfall milli framfara í iðnaðarlöndunum og hinum svonefndu vanyrktu íöndum, þar sem framleiðsla og lífsskilyrði eru betri í hinum fyrrnefndu. ( Það hefur einkennt efnahags þróunina eftir styrjöldina, seg- ir í skýrslunni, að heimsverzl- unin hefur skipzt milli þjóða- J samsteypa í stærri eða minni j stíl. Þannig hefur hér um hil I fimmti hluti utanríkisverzlun- ar heimsins 1953 skipzt milli stærstu þjóðasamsteypanna, Sovétsamsteypunnar, Dollara- svæðisins og greiðslubandalags Evrópuþj óðanna. Árið 1955 jóks iðnaðarfram- leiðslan í Belgíu, Frakklandi, Ítalíu og Hollandi frá 3% upp í 7%. í Vestur-Þýzkalandi var iðnaðarframleiðsluaukningin á sama tíma 11%. í öðrum Evr- ópulöndum reyndist framleiðslu aukningin minni. T.d. í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi aðeins 2 —3% og minna en 1% í Dan- mörku. Á sama tíma var fram- leiðsluaukningin í Bandaríkjun um 6% og 9% í Kanada. Loks er í skýrslunni yfirlit um framfærslukostnaðinn í ýmsum löndum. Hann stóð svo að segja í stað 1 Bandaríkjun- um og Kanada á árunum 1954 —1955 á meðan aukningin var á sama tíma um 2% í flestum Evrópulöndum. STsson

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.