Alþýðublaðið - 18.07.1956, Síða 4
AiþýðubgagiS
Miðvikudagur 18. júlí 1936
Útgefandi: Alþýðuflokkurixm.
Ritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson.
Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og
Loftur Guðmundsson.
Auglýsíngastjóri: Emilía Samúelsdóttir.
Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði.
Alj; ýðuprentsmiðjan, H\ erfisgötu 8~10.
Síldariðnaðurinn
1
i
í
I
I
í
f
II
;V
SÍLDIN er aftur í sjónum
úti fyrir Norðurlandi eftir
tólf ára f jarveru. Allir íslend
ingar hugsa á ný til Siglu-
fjarðar og annarra síldar-
bæja nyrðra. Tíðindin þaðan
vekja meiri athygli en nokkr
ar aðrar innlendar fréttir.
Þær keppa meira að segja
við eítirvæntinguna í sam-
bandi við stjórnarmyndunar-
tilraunirnar. 'Silfur hafsins
berst á land dag og nótt.
Gamlar atvinnustöðvar rísa
til fornrar frægðar. Háset-
arnir á aflahæstu síldarskip-
unum hafa þegar fengið um
15 þúsund krónur í hlut.
Svipaða sögu mun að segja
um afkomu þeirra, er vinna
í landi. Erfiðið er mikið, en
það gefur líka margar krón-
ur í aðra hönd. Og þjóðarbú-
ið fer heldur ekki varhluta af
þessum gæðum. Fólkið um
allt land nýtur aflans beint
og óbeint. íslenzkt atvinnu-
líf hefur auðgazt að nýrri
von.
Þessu ber sannarlega að
fagna. En mikill vill meira,
og þetta sannast á Islend-
ingum, þegar síldveiðarnar
ber á góma. Aflinn, sem nú
berst á land, gæti margfald
azt að verðmæti. Iðnaður-
inn í sambandi við síldveið
arnar er enn allt of
skammt á veg kominn hér-
Iendis. Síidin, sem nú er
söítuð norðan lands, verður
flutt út sem hráefni. Er-
Iendis taka við henni ný-
tízku verksmiðjur, er sjóða
síldina niður sem gómsæta
og eftirsótta gaffalbita, og
þannig heldur varan áfram
för sinni á heimsmarkað-
inn. Hluti af henni mun
jafnvel eiga afturkvæmt
hingað til íslands, þó að
sjómennirnir og síldarsölt-
unarstúlkurnar muni naum
ast þekkja hana fyrir sömu
vöru og veiddist nyrðra
sumarmánuðina 1956. Hér
er um að ræða ónotaða
möguleika, sem íslendingar
verða að koma auga á og
leggja sig fram um að hag-
nýta. Síldariðnaðurinn er
mikill framtiðaratvinnu-
vegur á íslandi, ef silfur
hafsins býðst á amiað borð.
Því fyrr, sein við áttum
okkur á þessari staðreynd,
því betra.
Þetta mál hefur af eðlileg
„urn ástæðum legið í þagnar-
rildi undanfarið. Síldarleysið
hefur dregið hug og dug úr
ísiendingum. Sumum hefur
jafnvel dottið í hug að van-
þakka nýju og stórvirku síld-
arverksmiðjurnar, sem kost-
uðu ærið fé og gáfu lítið sem
ekkert í aðra hönd fram að
þessu. En viðhorfin breytast
um leið og síldin kemur aft-
ur í leitirnar. Nú verður að
endurnýja síldarsöltunar-
stöðvarnar á Norðurlandi,
sem eru komnar að falli eftir
tólf ára vanhirðu og aðgerð-
arleysi. Og jafnframt er tíma
bært að setja markið enn
hærra. íslendingar geta ekki
unað því að flytja síldina út
sem hráefni. Þeim ber skylda
til að fullvinna þessa dýr-
mætu vöru og gera hana sem
verðmæta. Hér eru allar að-
stæður til síldariðnaðar: Mik
il raforka, ágætt vatn og
gæðaríkur afli ræður úrslit-
um í þessu efni. Alls þessa
njótum við, ef síldin gefst og
vilji er fyrir hendi að hefja
nýja sókn á sviði atvinnulífs-
ins.
Og þetta sýnir enn frem
ur, að íslendingar þurfa
ekki að kvíða framtíðinni,
ef áherzla er lögð á atvinnu
lífið og framleiðslustörfin.
Auðæfi hafs og Iands bjóð-
ast, og verðmæti þeirra er
hægt að margfalda, ef rétt
og vel er að unnið. Síldar-
iðnaðurinn er stærsta og
nærtækasta verkefnið. Við
stöndum vel að vígi að
leysa vandann. Skilyrðin
til iðnaðar eru að verða á-
kjósanleg. Og sá iðnaður,
sem býður upp á marg-
þætta möguleika í sam-
bandi við atvinnulífið og
höfuðframleiðslu þjóðar-
innar, á að ganga fyrir
næstu árin. Verðmæti salt-
síldarinnar er hægt að
margfalda, ef við förum að
dæmi annarra þjóða, scm
lengra eru á veg komnar í
þessu efni. Og hvers vegna
ættum við að láta aðra
auðgast á því, sem stendur
okkur sjálfum til boða?
Síldariðnaðurinn er mál
dagsins. Og hér er um að
ræða viðfangsefni handa
vinstri stjórn — eitt af
mörgum, en kannski það
stærsta.
Alþýðublaðið væntir þess,
að allir framsæknir og stór-
huga menn geti sameinazt
um-þetta mál og íslendingar
verki, að hér sé viðfangsefni
gefið sér þann vitnisburð í
við þeirra hæfi. En það getur
því aðeins orðið, að almenn-
ingsálitið krefjist og stjórnar
völdin geri skyldu sína.
lafnðSarstefnan
0 B
ð fokum
rr
E B
- segir Halldór Albertsson á
Hann varð sjöfugur á sunnudaginn var.
HALLDÓR ALBERTSSON á
Blönduósi varð sjötugur á
sunnudaginn var. Halldór hefur
áratugum saman verið einn af
traustustu mönnum Alþýðu-
flokksins á Norðurlandi, einn
þeirra, er tóku tröllatryggð við
jafnaðarstefnuna ungir, og hef-
ur í hvívetna reynt að gera hlut
hennar og Alþýðuflokksins sem
mestan, hvað sem á hefur geng-
ið í þjóðmálum. Halldór hefur
setið í flokksstjórn árum sam-
an og á að baki sér áratuga
starfsferil fyrir Alþýðuflokkinn
og verkalýðshreyfinguna á
Blönduósi og í Austur-Húna-
vatnssýslu.
Blaðamaður A. iþýðublaðsins
ræddi stundarkorn við Halldór
eftir síðustu helgi, er flokks-
stjórnarfundi Alþýðuflokksins
var lokið, en Halldór kom suð-
ur til Reykjavíkúr til þess að
sitja hann. — „Ég gat ekki ver-
ið að leyfa neitt tilstand í sam-
bandi við afmælið," sagði Hall-
dór. „Það stóð líka þannig á, að
flokksstjórnarfundurinn var
næstu dagana áður, svo að ég
hlaut að verða hér syðra, en
fundinn mátti ég til að sækja.
Dvaldi ég því á afmælisdaginn
hjá börnum mínum og barna-
börnum í Reykjavík."
Öt í heim til að
sjá sig um.
Halldór er Þingeyingur, fædd
ur að Stóruvöllum í Bárðardal,
15. júlí 1886. Á unglingsárum
fluttist hann með foreldrum
sínum til Akureyrar og gekk
þar í gagnfræðaskóla. Á Blöndu
ósi hefur hann átt heima í 31
ár, fluttist þangað 1925. Þar
vann hann við verzlun Einars
Thorsteinsson til 1942, en stofn
aði þá verzlun sjálfur, sem
hann hefur rekið síðan. Hann
var orðinn sannfærður jafnað-
armaður/þegár hann fluttist til
Blönduóss. Kveðst hann hafa
kynnzt jafnaðarstefnunni vest-
an hafs, hjá Sigurði Júl. Jó-
hannessyni lækni í Winnipeg.
„Ég fór vestur um haf 1912,
eiginlega bara til að sjá mig um 1
í heiminum," segir hann, „var ;
alltaf staði’áðinn í að koma :
heim aftur. Ég ætlaði helzt ekki
að vera lengur en svo sem fimm
ár erlendis, en þau urðu nú átta
alls.“ Halldór vann ýmis störf
vestan hafs, en þó aðallega skrif
stofustörf. Var hann lengi í Sas
katchewan og einnig í Winni-
peg, en stundum á sumrin vann
hann við uppskeruvinnu.
Skotið á verk-
faílsmenn.
,.Ég sé ljótar aðfarir í W.n-
nipeg, er ég var þar,“ segir
Halldór. „Þá kom til verkfalls
í borginni, og uppi voru raddir
um það, að menn rækju mál
sitt með meiri hita en vera
ætti. Fyrirskipaði stjórnin hern
um, sem þá var nýkominn
heim, að skakka leikinn og var
beitt skotvopnum á verkfalls-
menn. í Winnipeg kynntist ég
Sigurði Júl. Jóhannessyni
lækni, sem hafði forustu rneðal
þeirra íslendinga þar, er höll-
uðust að jafnaðarstefnu og
vildu taka þátt í starfi verka-
lýðshreyfingarinnar. Með það
vegarnesti kom ég heim.“ Áður
en hann kom heim, var Halldór
eitt ár í Minneapolis í Banda-
rikjunum og annað í Dan-
mörku. Hann hafði því séð sig
rækilega um í heiminum, mið-
að við venjur þeii'ra tíma, er
hvorki voru flugvélar á lang-
ferðaleiðum né skipulagning al-
menningsferða, eins og nú er
orðið.
Fyrir verkalýðs-
hreyfinguna.
Strax og Halldór kom til
Blönduóss, fór hann að athuga
möguleika á því að stofna verka
lýðsfélag þar. Þar hitti hann
fyrir annan jafnaðarmann, Jón
Einarsson, og eru þeir frum-
kvöðlar að stofnun Verkalýðs-
félags Austur-Húnvetninga, á-
samt Einari Olgeirssyni, er
FÖNDUR
FLUGMODELSMIÐI
Það hefur lengst af verið
löngun mannsins að geta lyft
sér til flugs og svifið hátt yfir
þessum jarðneska eymdadal og
virt hann fyrir sér, kosti hans
og lesti, fegurð og hrikaleik og
svo er enn þann dag í dag. Allt
frá unga aldri eru mennirnir að
glíma við flugtæknina og fram
á elliár, þó þeir séu þá flestir
orðnir farþegar, en ekki flug-
menn.
Hér á Iandi hefur verið alveg
séi'staklega mikill áhugi fyrir
flugmálum, jafnt meðal ungra
sem gamalla, og hefur þetta á
ótrúlega skömmum tíma gert ís
land að einni mestu flugþjóð
heims „miðað við fólksfjölda“.
Nægir í því efni að benda á hið
umfangsmikla utanlandsflug,
sem flugfélagið Loftleiðir rek-
ur nú orðið.
En meiningin var nú ekki að
fara að rekja hér alla sögu flugs
ins, heldur að segja nokkur orð
um smíði módelflugvéla. Þetta
tómstundastarf hefur verið vin
sælt mjög, ekki aðeins meðal
(Frh. á 7. síðu.)
Halldór Albertsson
starfaði að því með þeim. Það
gekk þegar í Alþýðusamband-
ið. Seinna var svo stofnað Al-
þýðuflokksfélags Blönduóss og
var Halldór kjörinn formaður
þess. Það hefur hann alltaf ver-
ið síðan.
Þá hefur Halldór gegnt mörg
urr trúnaðarstörfum á Blöndu-
ósi. Sat hann mörg ár í hrepps-
nefnd, og í skattanefnd hefur
hann verið árum saman.
Halldór kvæntist 1928 Krist-
jönu Guðmundsdóttur og hafa
þau eignazt 5 börn. Tvö barn-
anna eru í Reykjavík, en hin
þrjú eru heima.
Jafnaðarstefnön
sigrar.
Nú getur Halldór litið yfir
langan veg og mikið starf. Hann
segir, að sér finnist mikill mun-
urinn á moldarbæjunum, sem
stóðu dreifðir á flatlendinu „fyr
ir innan“ og stórhýsunum, sem
nú hafa verið reist, svo sem
héraðshælinu, en fleira hefur
bi'eytzt og ýmislegt hefur
breytzt meira. Mörg af þeim
hugsjónamálum, sem Halldór
átti og barðist fyrir ungur, eru
nú orðin að veruleika. Þetta
viðurkennir Halldór auðvitað,
en hann segir:
„Allt frá því er ég gekk á
hönd jafnaðarstefnunni hef ég
vænzt þess, að jafnaðarstefnan
mundi leggja undir sig löndin,
og það hefur hún gert víða, en
hér á landi h„' ég alltaf vonast
eftir- meiri og almennari þátt-
töku í baráttunni fyrir sigri
hennar en raun hefur á orðið.
Mér hefur fundizt, að úrræði
jafnaðarstefnunnar væi'u svo
augljóslega það bezta fyi'ir
verkafólkið að minnsta kosti, að
það hlyti að aðhyllast hana, og
þess vegna hafa vonir mínar um
vöxt Alþýðuflokksins ekki allt-
af rætzt. En hiá því getur ekki
farið, að jafnaðarstefnan sigri
að lokum.“
PARKDRENGEKORET.
Danski drengjakórinn Parkdrengekoret, hefur undaufario
dvalizt hér á landi og haldið söngskemmtanir^ Myndin var
tekin á söngskemmtun í Austurbæjarbíó sl. sunnudag. — Er
myndin úr atriði sem heiti „Sunnudagur á Amager. Ljósm. G. .S