Alþýðublaðið - 18.07.1956, Side 5

Alþýðublaðið - 18.07.1956, Side 5
Miðvikudagur 18. júlí 1856 A8þý8ubiagí3 ! NOREGUR er lítt ríkur aS ínálmum, og virðist því ekki líklegt, að þar muni að finna verulegan iðnað, er teljast megi mikilvægur, a. m. k. frá sjónar- miði útflutningsverzlunar. Þó er verksmiðja nokkur í Bergen mú búin að ryðja sér mjög til xúms á heimsmarkaðinum á sviði, þar sem aðrar þjóðir hafa þó talsvert forskot, en það er í framleiðslu reiknivéla og kassavéla fyrir verzlanir. Fyrir tæki þetta nefnist Jörgen S. Lien, Kontormaskinforretning, <og hafa kassavélar frá þessari verksmiðju ' rutt sér mjög til srúms hér á íslandi undanfarið. MERK VERKSMIÐJA Er maður athugar fram- leiðslu þessa, er sú staðreynd athyglisverðust, að allt efni til framleiðslunnar er flutt inn. Rennt stál í plötum og lengjum frá Svíþjóð, plast-hylki utan um yélarnar frá Bretlandi, tölusí- valningarnir í samlagningarvél- arnar frá Sviss, tölulyklarnir, sem stutt er á, frá Frakklandi. Hins vegar eru öll mót og flest verkfæri smíðuð í verksmiðj- nnni sjálfri og til þess notaðar mjög fullkomnar vélar, fluttar inn frá Bandaríkjunum, Bret- landi og Þýzkalandi. Við fram- leiðsluna er sjálfvirkni no.tuð til hins ýtrasta. Má til dæmis taka vélar, sem framleiða skrúfur af ýmsum tegundum. Um þessar Vélar sér einn maður, og mun sparast við það tíu manna vinnu kraftur. Þannig er um fleiri hluta framleiðslunnar. Annað atriði, sem mjög sparar vinnu- kraft, er vél, sem reynir 16 vél- ar í einu. Loks er að geta þess, sem e. t. v. er mikilvægast í framleiðslunni þarna, en það er, að vélarnar eru settar saman á færibandskerfinu, eins og t. d. feílar í Ameríku. Hefur hver maður visst verk að vinna og þegar því er lokið færist vélin áfram til næsta manns, sem feætir enn einum hluta í vélina og þannig áfram, þar til vélin kemur fullbúin út af færiband- inu, tilbúin til reynslu í vélinni, sem fyrr um getur. Með þessari vísindalegu tilhögun starfsem- innar hefur Jörgen Lien tekizt að framleiða ágæta vöru með svo lágu verði, að hún er ódýr- ust véla af svipaðri gerð. sem nú eru framleiddar í heiminum. FRAMLEIÐSLAN EYKST. Þess má geta, að fyrir einu ári var framleiðslan aðeins einn jþriðji hluti framleiðslunnar í ár ■’Og á næsta ári kveðst Jörgen Xien munu auka framleiðsluna ttm 50%. Þess má geta, að Jörg en Lien framleiðir einnig pen- íngaskápa og var sú framleiðsla xipphaf verksmiðjureksturs Jians, enda er Noregur það land í heiminum, sem mest notar peningaskápa allra landa. Jörgen Lien hóf útflutning á framleiðslu sinni árið 1945 og mun útflutningurinn það ár hafa numið um hálfri miljón norskra króna, en í ár mun íitflutningurinn nema um það feil 30 milljónum norskra króna. & "Cr Or tr is 'Cr H -ir 'ó ir ir i ,f' ÚTBREIDIÐ ALÞÝÐUB.LAÐIÐ! Vélarnar reyntiar SOLUMENNSKA Adwell-samlagningarvélar og Regna-kassavélar, sem Jörgen Lien framleiðir, eru nú seldar í 47 ríkjuin og eigin skrifstofur hefur fyrirtækið í 12 ríkjum. Jörgen Lien leggur ekki áherzlu á það, er maður ræðir við hann um framleiðslu hans, að hann búi til beztu reiknivélar í heimi, heldur að þær séu hinar ódýr- ustu í þeim gæðaflokki, sem um ræðir. Hins vegar leggur hann mikla áherzlu á það, að umboðs menn hans séu góðir sölumenn, enda er hann gamall sölumaður sjálfur. Þykir honum miklu skipta að hafa í þjónustu sinni menn. sem kunna að selja hluti, og þjálfar menn sína vel í sölu- tækni. Er ekki vafi á, að hann befur mikið rétt fyrir sér í því, að í nútímaþjóðfélagi er sölu- mennskan ef til vill meira virði fyrir framleiðandann en gæði vörunnar. Hins vegar er því ekki að leyna, að bezt fer á að þetta tvennt fari saman, og virðist svo vera hjá Lien. AFLAR 30 MILLJ. í ERLENDUM GJALDEYRI Geta má í sambandi við þetta, að með vísindalegri til- högun framleiðslunnar hefur tekizt að framleiða í hráefna- lausu landi eins og Noregi vélar, sem eru fyllilega samkeppnis- færar við erlenda framleiðslu og afla 30 milljóna norskra króna í gjaldeyri á einu ári, en það mun láta nærri 62 millj- ónum íslenzkra. Þótt eitthvað af þessum gjaldeyri fari i að greiða með efni til framleiðsl- unnar, fer aldrei hjá því, að I miklar gjaldeyristekjur eru af útflutningi þessum. Virðist manni þetta skjóta nokkuð skökku við kenningar sumra ís- lenzkra hagfræðinga, sem virð- ast. telja það hina mestu goðgá að gera nokkurn skapaðan hlut hér á landi annað en veiða og vinna úr þorski og þreyta mara þonhlaup við rolluskjátur upp um fjöll og firnindi. I X. OTTO PREMINGER, sem var fulltrúi Hollywood 1 dóm nefndinni á síðustu kvik- myndahátíðinni í Cannes, hefur fengið réttindi til þess að kvikmynda leikrit Bern- hards Shaws, .ilög Jó- hanna“, og hefst kvikmynda takan Iíklega í lok þessa árs. Preminger er nú í Frakk- Iandi og vinnur þar að fram- leiðslu Metro-Goldwin-May- er-kvikmyndar, sem byggð er á skáldsögunni ..Bonjour Tristesse“ eftir Francoise Sagan. Bráðlega mun RKO-kvik- myndafélagið gera kvik- mynd um ævi og starf Spán- verjans Rodrigo Diaz deBi- var, sem þekktur er undir nafninu ,,Ls Cid“. Kvikmynd in verður gerð í samráði við spænsku stjórnina. „Le Cid“ er sýndur sem þjóðhetja Spánverja, sem helgaði líf sitt uppbyggingu landsins, unz það varð auðugasta ríki Evrópu á elleftu öld. Hand- ritið skrifar Frederick N. Frank, efíir sögulegum heim ildum. if * * I New York, Hollywood og Washington er nýlega farið að sýna kvikmyndina „The Swan“ (Svanurinn) frá MGM félaginu og hefur hún hlotið ágæta dóma kvikmyndagagn rýnenda. Myndin er byggð á samnefndu , leikriti eftir Ferenc Molnar. Stjórnandi myndarinnar er Charles Vid- or, en aðalhluíverk leika þau Grace Kelly og Alec Guin- ess. Gagnrýnandi stórblaðs- ins New York Times sagði, að kvikmynd þessi væri un- aðslegt ævintýri „mild sem sunnanblær“ og fór lofsorði um skreytingar aliar og bún inga. New York Herald Tri- bune hrósar mjög leik þeirra Grace Kelly, sem Ieikur AI- exöndru prinsessu, og Aiec Guiness, sem Ieikur Albert príns, og segir m.a.: „Jafn- vel þótí ungfrii Kelly væri aðeins Hollywoodstjarna, en ekkl raunveruleg prinsessa, væri myndin samt sem áður töfrandí. í henni er fegurð og kímni og hún sindrar sem álfsögn frá annarri öld“. * * * Burt Lancaster og Tony Curtis munu leika syngjandi og dansandi kúreka í kvik- myndinni „Ballad of Cat Ballou“, sem byggð er á skáidsögu Roy Chanslors. Kvikmyndafélagið Hecht- 'Í' 'S* 'þ Lancaster tekur rnyndina. Salvatore Baccaloni, einn af hinúm þekktu bassasöngv urum við MetropoliL^ psr- una og þekktur gamanleik- ari ekki síður en söngv'ari, kemur nú fram í kvikmynd í fyrsta skipíi. Er það í gam- (FuIIur af Iífsfjöri) frá Kol- anmyndinni „Fulí of Life“ umbía-kvikmyndafél., Með honuni leikur Judy Holiday. Myndin er byggð á skáldsögu eftir John Fante, og stjórn- andi hennar er Richard Qvine. * :!: * í Hollywood og New York er nú farið að sýna kúreka- myndina ,,Jubal“ frá Kolum- bíu-félaginu, með Glenn Ford, Ernest Borgine og Rod Steiger í aðalhlutverkum. Myndin hefur fengið ágæta dóma almennings og kvik- myndagagnrýnenda. Þannig segir t.d. New York Herald Tribune, að þetta sé óvenju- léga góð mynd sinnar teg- undar og sýni vel hið átak- anlega tiibreytingaleysi í lífi þeirra, sem búa á ekrunum, örsmáar þyrpingar af timb- urhúsum með tignarleg fjöll í baksýn. Blaðið lýkur miklu lofsorði á leikinn í myndinni, einkum leik karlmanpanna þriggja, sem það telur meðal allra snjöllustu ungra leik- ara í Hollyv.'ood. ■s S s s s s s i s s s Á s 'S s s s s s s s s s s s s s s s s s s % s $ s s s s BÓIvAÚTGÁFA hefur óefað aldrei verið meiri en á síðast liðnu ári. Kom þá á markaðinn margt góðra bóka, sumar ágæt- ar. í þessu mikla bókaflóði voru mörg frumsamin skáldrit, skáld sögur, smásagnasöfn, leikrit og Úr verksmiðju Jörgens Lien. — Samlagniagavélar seitar saman á færibandi. ljóð. Má óhikað segja, að komið hafi út á árinu nokkur ný ís- lenzk skáldrit. sem svo vel eríi úr garði gerð, að full ástæða et til að fagna útkomu þeirra aí heilum hug og launa höfundum þeirra verðuglega. Á þetta sér- staklega við um sögur og Ijóð. Það færist nú allmjög í vöxt, að áskriftaútgáfur séu stofnað- ar. Bættist eitt slíkt útgáfufé- lag í hópinn á árinu. Eru þá starfandi í landinu ekki færri en þrjú stór útgáfufyrirtæki af þessu tæi, og vildu þau sjálf- sagt hvert um sig heita þjóðar- útgáfa. Er hér átt við Menning- arsjóð og Þjóðvinafélagið, Mál og menriingu og Almenna bóka- félagið. Ekki verður með sanni sagt, að íslenzk skáldrit skipi veglegan sess hjá þessum félög- um öllum. Þar má þó undan- skilja Mál og menningu. Hjá því félagi voru frumsömdu skáldritin í góðu hlutfalli við Framhald á 7. síðu. ) GREIN SÚ, er liér birtist, S ^ er kafli úr „Ritstjórnarþönk- \ um ' tíiuaritinu Skinfaxi $ Jnýútkomnu, en ritstjóri þess^ ? er Stefán Júlíusson kennari. S

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.