Alþýðublaðið - 17.08.1956, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.08.1956, Blaðsíða 1
jjgflp vlt&yM&y i 'MÍMrÁiin ffí MBOMttl -»W. ' cfítlaníic Occan SWEDÍ5K AM&MíCAM L'iHE VZ.RSIOU Listahátíðin í Edinborg, sjá 8. síðu. Næturferð til Norðurlands, sjá 4. síðu. XXXV u, irg. Föstudagur 17. ágúst 1956 182. tbl. um til þess aS mótmæla Súez-ráðstefnunnt „Paíestsna eftir Súez“, ietrað í Beirut KAIRO, fimmtudag. Verkamenn í Egyptalandi og flest- um Arabaríkjunum gerðu í dag 24 tíma allsherjarverkfall í mótmælaskyni við Lundúnaráðstefnuna um Súez-málið. Sam- tímis stanzaði öll umferð í Egyptalandi í fimm mínútur í mót mælaskyni við ráðstefnuna. f Kairo var því haldið fram, að verkfallið hefði verið algert. Öll opinber störf lágu niðri, en ekki kom neins staðar til óeirða. í Jórdaníu, Sýrlandi, Leban- on, íran, írak, Pakistan, Libyu og Túnis fóru einnig fram svip- aðar aðgerðir og mótmæli til stuðnings við málstað Egypta- lands. í Amman, höfuðborg Jórdan- íu, hrópuðu menn slagorð, fjand samleg vesturlöndum. Allar verzlanir, bankar og veitinga- hús voru lokuð og læknar og ríkisstarfsmenn voru meðal þeirra, sem lögðu niður vinnu. í Damaskus fór mannfjöld- inn mótmælagöngu og útvarpið lagði niður venjulegar sending ar, en útvarpaði í þess stað þjóð söngvum og fréttum. „PALESTINA EFTIR SUEZ“ í íran stöðvaðist flutningur olíu vestur yfir vegna verkfalls (Frh. á 2. síðu.) Arabar gerSu árés SEINT í gærkveldi bárust fregnir um, að Arabar hefðu gert árás á leiðarvagn og tvo herbíla við landamæri Jor- daníu og fsrael sunnarlega. Féllu fjórir ísraelsmenn, en sjö særðust. Kjör forsetaefnis demókrata í Bandaríkjunum: Þessari fregn er tekið í Lond* on sem nýju merki um það, að málamiðlunarleið finnist í deil- nni. Egypzki sendiherrann í London hafði fyrr í gær borið til baka fregnir um slíka mála- miðlunarbeiðni, en formælandi utanríkisráðuneytisins í Irak kveður hann ekki munu hafa vitað um þessa málaleitan stj órnarinnar. Ostöðvandi leki kom að báínum og hann sökk við landsteinana Mátti ekki tæpara standa, að mannbjörg yrði Fregn til Alþýðublaðsins SANDGERÐI í gær VÉLBÁTNUM NONNA var hleypt á land hér um 2 leytið í dag, þar eð óstöðvandi léki hafði komið að honum og mátti ekki tæpara standa að mannbjörg yrði, því að vélin stöðvaðist í sama bili og báturinn náði landi og sökk hann þá á svipstundu. Ráðslefnan í London LONDON, fimmtudag. (Einkafréttaritari NTB.) Lundúnaráðstefnan um Súez hófst í gær. Setning fór fram eins og ætlað hafði verið. Komn ir voru fulltrúar þeirra 22 ríkja, sem taka þátt í ráðstefn- unni. Strax að lokinni setningu þingsins hófust umræður um sjálft viðfangsefnið. Fulltrúum fannst upphaf ráðstefnunnar hið æskilegasta og töldu það ekki minnst að þakka því, að (Frh. á 2. «ÍÖu.) Vélbáturinn Nonni, sem er frá Reykjavík, er um 17 smá- lestir að stærð og hefur að und- anförnu stundað ufsa- og skötu veiðar í Miðnessjó, en var á leiðinni heim, þegar lekans varð vart. Sáu skipverjar sér þá ekki annað vænna en hleypa bátn- um á land og vildi svo heppi- lega til, að sjór var ládauður og gátu þeir vaðið í land úr bátn- um. Báturinn sökk á stór- straumsflóði og er talið senni- legt, að hann verði á þurru um fjöru. LÉLEG REKNETJAVEIÐI Flestir Sandgerðisbátar era nú á reknetjaveiðum, en veiði sáralítil, aðeins 2—3 tunnur á bát til jafnaðar. Þó fengu tveir bátar um 20 tunnur í dag. Há- hyrningur gerir nú lítið vart við sig eins og jafnan þegar lítið er um síld. OV. Jívorir }iafu rétt fyrir sér? Súezdeifan: Því jafnvel spáð, að hann muni hljóta kosn- ingu þegar í fyrsfu umferð CHICAGO, fimmtudag. Nú er ekki lengur talið tvísýnt hver verði frambjóðandi demókrata við forsetakosningar í nóvember. I gærkvöldi þótti blása mjög byrlega fyrir Steven son og það er því ekki lengur farið í grafgötur um það, að hann sé öruggur um að verða forsetaefni flokksins. Rodióslöðin á Garð- skaga tilbúin UNDANFARNA mánuði hef ur verið unnið að undirbúningi niðursetningar ljósmiðunar- stöðvar á Garðsskaga, en byrjað var á verki þessu síðastliðið haust. Fyrir hálfum mánuði var undirbúningi svo langt á veg komið, að þýzkur sérfræðingur, dr. R. Denker, kom frá Þýzka- landi til þess að setja aðaltækið niður og rétta miðunarstöðina, en það er mikið verk og ærið vandasamt, er hann hefur fram kvæmt með aðstoð Landssíma íslands og landhelgisþjónust- unnar. Hin nýja Ijósmiðunarstöð, sem er sögð vera hin fullkomn- asta í heimi, er nú tilbúin til notkunar og stendur til að opn- un hennar fari frám n.k. sunnudag með hátíðlegri at- höfn. Nú er öllu meira rætt um það, hver verða muni varaíor- setaefni flokksins og eru ýms- ir taldir koma til greina Sið- ustu gizkanir gera ráð fyrir, að Stevenson sé nú öruggur um að hljóta 690 atkvæði, en það er 5 atkvæðum meira en hann þarf til að vera kosinn við fyrstu atkvæðagreiðslu. Mönn- um er því ljóst orðið, að barátta stuðningsmanna Harrimans sé vonlaus orðin. Þessi skoðun fékk byr undir báða vængi þeg ar Carmina de Sapio, fulltrúi New York, heimaborgar Harri- mans lýsti yfir því að hann áliti að Harriman hefði enga mögu leika til að hljóta kosningu Eft ir að fulltrúi New York borgar hafði látið slíkt álit í ljós á málinu þótti einsýnt hvernig fara muni. Einn aðal stuðnings maður Harrimans frá byrjun, Frank McKenny var þó ekki af baki dottinn og þóttist þess fuli víss að Harriman myndi sigra og sagði í gærkveldi myndi berj ast til þrauta fyrir Harriman. ---------♦ 45 Frakkar falla í árás í Alsír ALSÍR, fimmtudag. — 45 franskir hermenn voru drepnir í árás, sem upreisnarmenn gerðu 100 km. fyrir sunnan Al- sír. Réðust uppreisnarmenn aft- an að frönsku hermönnunum. Aðeins fimm Frakkar úr her- fylkinu sluppu lifandi úr árás- inni. Þessi árás er talin sú harð- asta, sem uppreisnarmenn hafa gert í þau tvö ár, sem þeir hafa haft sig í frammi með hernaðar- aðgerðum gegn franska hern- um. Fyrst kom tilkynning um að höfuðsmaður og liðþjálfi og átján óbreyttir hermenn, allir franskir, hefðu fundizt drepn- ir, en síðar fundust líkin af 23 Aröbum, sem voru í franskri herþjónustu. Tilkynnt var, að um 200 Arabar hafi verið í á- rásarliði uppreisnarmanna. TilSaga frá DulSes um a$ setja SúezskurS undlr forræSi sameinuHii þjéianna FORMÆLANDI utanríkisráðuneytis íraks skýrði frá því í gærkvöldi, að Egyptaland hefði opinberlega beðið írak að miðla málum í Súez-deilunni. Mikill styrr stendur nú milli skipafélaganna, sem áttu skipin Andrea Doria og Stocholm, er lentu í árekstrinum við Ameríku strendur fyrir skemmstu. ítalska félagið segir, að staða og stefna skipamra rétt fyrir áreksturinn hafi verið eins og sýnt er á myndinni. Slocholm hafi verið norðanvert við stefnu Andreu, en sveigt suður. Sænsk-ameríska félagið segir ástandið hafa verið, eins og sýnt er á neðri myadinni. Andrea hafi verið fyrir . ' ‘ — »*?*»■**

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.