Alþýðublaðið - 06.09.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.09.1956, Blaðsíða 4
4 Alþýðubjaðið Fimintudagur 6. sent. 195S, Útgefandi: Alþýðuflokkurinii. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjöri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmtmdsaon og Loftur Guðmundsson. Augiýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttlr. Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hxerfisgötu 8—10. i V s s ] s \ X 5 \ s s * s s s s s s s s s Skrýtin frœndsemi FYRIR SKÖMMU sagði bókavörðurinn í Gentofte í Morgunblaðsgrein, að Sjálf- stæðisflokkurinn hér væri náskyldur jafnaðarmanna- flokkunum á Norðurlönd- um! Mörgum mun hafa þótt þetta hæpin sagnfræði. Sjálf stæðisflokkurinn hefur löng um rækt frændsemi við í- haldið úti í heimi og jafnan reynt að bera jafnaðarmönn um illa söguna á bak, þó að Ólafur Thors eigi reyndar til að mæla fagurlega í eyru þeirra við hátíðleg tækifæri, en slíkt er aðeins kurteisi, sem þjónar skyldu formsat- riðanna. Og enn bersamavið. Morgunblaðið svaraði í fyrra dag óbeinlínis blekkingará- róðri bókavarðarins í Gen- tofte. Tilefnið er kosningarn ar, sem nú fara í hönd í Sví- þjóð. Frændseminni við jafn aðarmenn er ekki fyrir að fara, þegar Morgunblaðinu verður hugsað til þeirra. Morgunblaðið segir í þessu sambandi orðrétt: „Jafnaðarmenn hafa und- anfarinn áratug byggt kosningabaráttu sína á lof- orðum um gull og græna skóga. Það er einnig svo nú, og í ár er íveim aðal- úmbótum lofað: styttingu vinnutímans án þess að launin lækki og viðbót við eftirlaunin, og verður sú viðbót miðuð við 30—40% af meðaltali af launum manna á aldrinum 17—67 ára“. Þetta finnst íslenzka íhaldinu furðulegur hugs- unarháttur. Styttri vinnu- tími og hærri eftirlaun eru því ekki aldeilis að skapi. Framleiðsluaukningin á ekki að tryggja vinnandi stéttum slíkar og þvílíkar umbætur. Hún á að renna óskipt í sjóði og buddur at- vinnurekendanna. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um muninn á nor rænum jafnaðarmönnum og íslenzka íhaldinu. Hins veg- ar er dæmið harla athyglis- vert. Jafnaðarmenn leggja hvarvetna áherzlu á bætt lífskjör fólksins, sem skapar verðmætin með vinnu sinni. En íhaldið er þessu andvígt um allan heim. Það vill ekki heyra minnzt á gull og græna skóga í þessum skiln- ingi. Og Morgunblaðið er á sömu skoðun. Þess vegna hneykslast það á kosninga- stefnu sænskra jafnaðar- manna. En það á bágt. Því finnst ráðlegast að spá sænska Alþýðuflokknum sigri. Vegna hvers mun slíks að vænta? Alþýðu Sví- þjóðar finnst gott að hugsa til þess, sem Morgunblaðið hneykslast á í fari sænskra jafnaðarmanna. Hitt er ekki ósennilegt, að bókavörðurinn í Gentofte skrifi grein í Morgunblaðið eftir kosningarnar í Svíþjóð og boði íslendingum, að sænski Alþýðuflokkurinn hafi átt sigri að fagna vegna skyldleikans við Sjálfstæðis- flokkinn hér. Hann hefur á- reiðanlega uppgötvað, að Morgunblaðið vill gjarnan þykjast vinur þeirra, sem mega sín nokkurs, hvort heldur er um að ræða kjör- fylgi eða peninga. Gluggalaus rakastía MORGUNBLAÐIÐ skýrir frá því í gær, að byggð verði ný fangageymsla í Reykja- vík og nýi „kjallarinn“ hafð ur ofanjarðar. Blaðið er hrif ið að vonum og segir: „Það sru gleðitíðindi, að nú eru dagar „kjallarans“ senn tald ir. Það hefur alltaf verið neyðarráðstöfun að nota hann sem fangageymslu, og sngum hefur verið það leið- ara en lögreglunni. Það hef- ur um árabil verið í undir- búningi að hefja fram- kvæmdir við byggingu nýrr ar fangageymsiu. Fyrrver- andi dómsmálaráðherra var búinn að leyfa framkvæmd- irnar og nú mun ný fanga- geymsla upp rísa — „kjall- ari“, sem er ofanjarðar eins og mannabústaðir, en ekki gluggalaus rakastía.“ Allt er þetta hverju orði sannara hjá Morgunblaðinu. Vissulega er tími til kominn að bæta úr ófremdarástand- inu á þessu sviði. En með leyfi að spyrja: Hvað sætti Bjarni Ðenediktsson sig lengi við þá svívirðingu, að gluggalaus rakastía væri fangageymsla í Reykjavík? Það nægir, að Morgunblaðið minni á, hvað Bjarni fór lengi með yfirstjórn dóms- málanna — þá er svarið feng ið. : Sameinast ftalskir iafnaðarmein? ÞAÐ vakti mikla athygíi er foringi hægri sósialisa á ítaliu, Giuseppe Saragat, gerði al- vöru úr því fyrir skemmstu að leggja fram lausnarbeiðni sína sem aðstoðarforsætisáðherra í stjórn Antonios Segnis. Raunar hafði hann farið fram á lausn frá ráðherrastörfum fyrir tveim mánuðum, og talið það ástæðuna, að hann yrði að leggja fram krafta sína að skipulagi flokksins. En nú hef ur hann ítrekað lausnarbexðn- ina sökum breyttra viðhorfa innan flokksins. Ekki er þó tal ið líklegt að þetta þýði að hægri sósíalistar muni greiða atkvæði gegn ríkisstjórninni heldur sé orsökin beinlínis sú sem Saragat telur — breytt við horf. SARAGAT OG NENNI Hið breytta viðhorf er fyrir samningaumleitanir þeir sem nú eru hafnar á milli Saragat og Nennis, leiðtoga vinstri arms ítalska sósíalistaflokks- ins um samstarf, en vinstri armurinn hefur um langt skeið haft náið samstarf við komm- únista. Saragat klauf sig og hægrilið sitt úr sósíalistaflokkn um árið 1947, einmitt er það samstarf hófst og stofnaði þá sósíaldemokrataflokkinn, og hafa hægri sósíalistar síðan sameinast undir því flokks- nafni. Pietro Nenni hefur nú stað- fest að um slíkar samningaum leitanir sé að ræða. I viðtali við dagblaðið „La Stampa“ í Turin viðurkenndi hann hik- laust að samvinnuslit væru yf irvofandi með vinstri sósíalist um og kommúnistum, og kvað samstarfið við þá að undan- förnu hafa einkennst af „vax andi ágreiningi og kulda“. Og hann bætti við: „Viðhorf okk ar hafa breytzt til samræmis við breytt viðhorf í alþjóðamál um“. NENNI MEÐ ATLANTS- HAFSBANDALAGINU? Það er sízt að unda þótt Nenni tali um breytt viðhorf. Erlendir fréttaritarar telja að til þess að samstarf með hægri og vinstri sósíalista geti orðið' að ræða, verði vinstri sósialist ar ekki aðeins að slíta cllu tengsl við kommúnista, heldur og að viðurkenna aðild að At- lantshafsbandalaginu, treysta utanríkismálatengslin við Vest urveldin og skuldbinda sig til að taka ekki þátt í neinni stjórnarmyndun með kommún istum. Þessi skilyrði eru þó ekki enn viðurkennd öpinber- lega af leiðtogum vinstri sósíal ista, en fréttamenn fullyrða að þeir mun reiðubúnir að ganga að þeim. Sagt er að þeir Saragat og Nenni hafi þegar átt umræðu fund með sér í Prolognan í Frakkiandi, þar sem Saragat dvelzt í sumarleyfi. Talið er að það sé Nenni, sem átt hefur frumkvæðið að þessum fundi, og að það hafi verið snemma í ágústmánuði sem hann sneri sér til miðstjórnar sósíaldemo- krataflokksins og kvað sig fús an til viðræðna. Saragat undir bjó síðan fund þeirra og var nefnd frá sósíaldemókrötunum viðstödd samræður leiðtog- anna. JÁKVÆÐUR ÁRANGUR Að viðræðunum loknum lét Pietro Nenni. Saragat svo ummælt við Stampa“, en það blað er oft I þykki. talið túlka sjónarmið leiðtoga sósíaldemókrata, að þær heíðu bo(rið þýðingarmikinn og já- kvæðan árangur. „Við ræddum grundvallaratriði utanríkis- málastefnunnar, svo og innan- ríkismálin á sósíalisiiskum grundvelli, og komust að raun um að ekki var um neinn á- greining varðandi helztu vandamálin að ræða“. Blaðið vekur athygli á að umrnæli Saragats séu venju fremur skor inorð og hiklaus, og bætir við að ef til vill hafi „þegar verið tekið mikilvægt skref að sam- einingu hægri og vinstri sósíal ista“. STRAUMHV ORF Reynist þetta rétt er í þann | veginn að slitna upp úr þeirri samvinnu vinstri sósíalisfa og kommúnista, sem á tímabili gerði þá svo sterka að niinnstu munaði að þeir næðu öllum völdum á Ítalíu í sínar hendur. Talið er að það hafi verið at- burðir þeir sem ýttu undir Nenni að slíta tengslin við kommúnista. Að sjálfsögðu bera ítalskir kommúnistar þessi straumhvörf ekki vel, enda ekki ólíklegt að þau muni kosta þá óbeinlínis þrjár og hálfa milljón atkvæða. í málgagni sínu „La Unita“ hugga þeir sig hinsvegar við það, að það sé ekki á valdi Nennis að taka slíkar ákvarð- La anir; til þess þurfi flokkssam- Ma$urinn, sem ekki fyrír- finnsf í Sovéfríkjunum í HINNI frægu veizlu al- þýðuflokksþingmanna í Lund- únum lét Krústjov svo um mælt, að sósíaldemókratar fyr- irfyndust ekki í Sovétríkjun- um. Það er ekki rétt, segir sænski blaðamaðurinn Yngve Lund- berg, sem dvalizt hefur í Sovét- ríkjunum og rætt við manninn, „sem ekki fyrirfinnst“, sósíal- demókratann dr. Fricie Men- ders, sem búsettur er í Lett- landi. Dr. Menders er einn af frumherjum sósíaldemókrata í Lettlandi. Hann var orðinn kunnur að þeim skoðunum þeg- ar á keisaratímabilinu og var dæmdur fyrir þær í útlegð til Siberíu. Þegar Ulmanis-einræð- ið hófst var hann settur í fanga- búðir. En á tímabilinu milli Siberíuútlegðarinnar og fanga- búðavistarinnar hafði hann gerzt mikill áhrifamaður um stjórnmál. Meðal annars verið ríkisþingmaður. Á EFTIRLAUNUM Nú nýtur dr. Menders eftir- launa frá ríkinu, fimm hundr- uð rúblur á mánuði, sem teljast verður mjög ríflegt. Hann les mikið og sér um innanhússtörf- in, en kona hans starfar sem barnalæknir. Að sjálfsögðu get- ur hann ekki haft nein teljandi afskipti af stjórnmálum, en oft heimsækja rússneskir stjórn- málamenn hann og spyrja hann ráða og álits um ýmis mál. Hann heíur til dæmis verið mjög spurður um ráð tii að koma á sem nánastri samvinnu við vestræna sósíaldemókrata. Rússum er vel kunnugt um sjónarmið hans svo að þessi grein flytur ekki neinar afhjúp- anir. Annað er það, sem Rússar spyi'ja hann mjög um — hvcrt hann æski þess að breytt verði um stjórnskipulag á Lettlandi. Þeirri spurningu svarar hann hiklaust neitandi. Það, sem orð ið er hefur skotið svo djúpum rótum, að breyting væri óhugs- anleg. Iðnaðurinn og auðlindirn ar verður að vera í ríkiseign, þótt ef til vill megi hafa eins konar einkarekstur á smáfram- leiðslu. Landbúnaðurinn er þó ekki í eins góðu lagi og skyldi, segir dr. Menders. Ríður mikið á að auka framleiðsluna eftir því sem frekast er unnt. ÁKAFLEGA BJARTSÝNN Dr. Menders er ákaflega bjartsýnn hvað snertir framtíð baltnesku landanna. Hann von- ar að þau ■— fyrir friðsamlega sambúð — fái smám saman aft- ur sitt forna frelsi og um leið dragi úr áhrifum Rússa. Þessi lausn sé eina hugsanlega leiðin til að viðhalda vináttu Rússa og Balta, telur hann. í grein sinni bendir Lundberg á, að dr. Menders hafi að ýmstt leyti sérstöðu. Til dæmis njóti ekki allir sósíaldemókratar ríf- legra eftirlauna, er þeim.hefur verið sleppt úr haldi. Það sé jafnvel til að þeim hafi 'ekki verið endurgreiddur ríkisstyrk- ur, er af þeim var tekinn þegar þeir voru settir í varðhaid, — (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.