Alþýðublaðið - 23.09.1956, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.09.1956, Blaðsíða 1
Samsærið gegm Bela Kun, sjá grein á 5. síðu. KXXVH. árg. Sunnudagur 23. september 1956 217. tbl. osnmgar Gilchrist sendiherra Breta. L G. Gilchrisl, hinn nýi sendi- herra Brela hefur hlotið mik- inn frama í ulanríkisþjónuslu ANDREW GRAHAM GILCHRIST heitir hinn nýi sendi- herra Breta hér á landi. Sjálfur hefur hann ekki komið til Is- lands áður, nema hvað hann mun einhverntíma liafa komið við á Keflavíkurflugvelli. Engu að síður mun hann snemma á ævinni hafa kynnst íslandi af orðspori, þar eð faðir hans var mikill íslandsvinur, heimsótti landið og ritaði um það greinar í brezk blöð og hafði bréfaskipti við íslenzka mennta- menn, einkum varðandi fornsögurnar, sem hann hafði mikið dálæti á. Gilchrist : sendiherra er ekki skozkur að ætt — og síðan í Ox- nema liðlega hálffimmtugur, en ford. Hann talar mál Síamsbúa hefur þó hlotið mikinn frama í sem innfæddur væri og hann utanríkisþjónustu Breta og mun vera með fróðustu mönn- i um um mál og málefni austur þar. Hann leggur mikla stund á tónlist, og sömuleiðis á fiski- og fuglaveiðar í frístundum. (Frh. á 7. síðu.) gegnt þar mörgum mikilvæg- um stöðum heima og erlendis síðan 1933. Þá starfaði hann um þriggja ára bil í Síam, og síðan aftur um þriggja ára bil frá 1938—41. Hann gegndi her- þjónustu frá 1941—44 og hlaut majórstign, en var síðan enn ein þrjú ár í Bangkok, þá fyrsti sendiráðsritari, en síðan nær fimm ára skeið í utanríkismála ráðuneytinu í Lundúnum sem fulltrúi. Aðalræðismaður í Stuttgart í Þýzkalandi varð hann 1951 og gegndi því starfi til 1954, er hann var skipaður sérstakur ráðunautur brezka landstjórans í SingaporL Gilchrist sendiherra er há- menntaður maður. Stundaði hann nám bæði við háskólann í Edinborg — en sendiherrann er 158 verkalýðsfélög um 340 fulitrúa á þirtgið í DAG hefjast kosningar til næsta þings Alþýðusambands Islands, þess 25. í röðinni, er koma mun saman um miðjan nóvember. 158 félög eru nú í Alþýðusambandinu og eiga félög þessi rétt á 330—340 fulltrúum á þing ASÍ. Verður næsta þing því það fjölmennasta, er nokkru sinni hefur verið haldið. Jafn- framt þinginu verður 40 ára afmælis Alþýðusambandsins minnzt. Á síðasta þingi Alþýðusam- bands íslands, er haldið var haustið 1954, voru um 320 full- trúar, NÝ FÉLÖG BÆTZT VIÐ Síðan síðasta þing var hald- ið hafa ýmis ný félög bætzt í samtökin. Þau félög, er gengið hafa beint í ASÍ, eru þó ekki nema tvö talsins, eðá Trésmiða- Allsherjarafkvæða- greiðsla í IÐJA, félag verksmiðju- fólks, heldur fund kl. 2 e. h. í dag. Fundurinn verður í Iðnó. Þar verður rætt um Alþýðu- sambandskosningarnar. Nálega 400 meðlimir Iðju kröfðust allsherjaratkvæða- greiðslu um kjör fulltrúa fé- lagsins á Alþýðusambands- þing, og hefur nú verið ákveð ið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu um kosningu Iðjufulltrúanna. Munið fundurinn er kl. 2 í Iðnó. Fræðsluráð lelur að bæla þurfi við 9 barnaskólakennurum í viðbót við það, sem sagt var hér í blaðinu fyrir skömmu um ráðningu nýrra kennara að barna- og gagnfræðaskólum bæjarins hefur fræðsluráð nú lagt til að 9 kennurum verði enn bætt við í barnaskólunum. Á fundi fræðsluráðs fyrir skömmu var skýrt frá því, að sett hefði verið reglugerð um afslátt á kennsluskyldu vegna Kommúnistar fá 1 fulitrúa af \ 4 í SMF í samvinnu við íhaldið I FULLSANNAÐ er nú, að kommúnistar hafa nú sam- ið við Sjálfstæðisflokkinn um fulltrúakjör til Alþýðu- sambandsþings í Sambandi matreiðslu- og framreiðslu- manna og gerzt svo lítilþægir, að fá einn fulltrúa af fjór- um — íhaldið fær þrjá. Þeir, sem í glerliúsum búa, skyldu ekki kasta steinum. Ekki hefur það heyrzt, að þessi samvinna sé ógnun við vinstri samvinnu í ríkisstjórn. aldurs, Er þar gert ráð fyrir að minnkuð verði kennsluskylda kennara á aldrinum 55—60 ára. Vegna þessara bi-eytinga á kennsluskyldu er talið að ráða þurfi 6 nýja kennara að barna- skólunum. Enn fremur var skýrt frá því á fundinum, að þrír kennarar myndu hætta kennslu. Þess vegna er nauð- synlegt að ráða 9 kennara í haust í viðbót við þá 11, sem skýrt var frá í blaðinu fyrir skömmu. Skólastjórar skólanna lögðu fram tillögur um ráðningu hinna nýju kennara. Skulu 2 þeirra vera við Austurbæjar- skóla, þrír við Melaskóla og fjórir við Háagerðisskóla. félag Reykjavíkur og Verka- mannafélagið Grettir, Reykhól- um. En auk þess má segja, að mörg félög hafi orðið aðilar að j Lýðsson, varafulltrúar ASÍ óbeint, þ. e. hin fjölmörgu ! Auðunn Bergsveinsson, vlrfcjafétaghw. FRAMBOÐSFRESTUR um fulltrúakjör í Félagi ísl. raf- virkja var útrunnnn 19. þ. m. Aðeins einn listi kom fram, frá stjórn og trúnaðarmannaráði og urðu fulltrúar félagsins á 25. þing Alþýðusambands ís- lands sjálfkjörnir, en þeir eru: Óskar Hallg'rímsson, form. fé- lagsins, Kristján Benediktsson, Magnús Geirsson og Sveinn eru: Páll bílstjórafélög, er hafa verið stofiiuð. Bílstjórafélögin eru öll í hinu nýja landssambandi vöru- bifreiðastjóra, en það landssam- band er svo aftur í ASÍ og á rétt á einum 10 fulltrúum á þing þess. Mun bílstjórafélögunum hafa fjölgað úr 11 í 34. KOSNINGAR í DAG Sem fyrr segir hefjast kosn- ingarnar í dag. Meðal félaga, er kjósa fulltrúa á þingið í dag, er J. Pálsson, Sigurður Sigui*- jónsson og Svavar Björnsson. Maður fótbrotnar SLYS varð á Suðurlands- brautinni í fyrrinótt. Bifreið og skellinaðra rákust saman. Sá sem á skellinöðrunni var meiddist mikið, hlaut opið bein- brot og fleiri meiðsl og liggur á Landsspítalanum. Þá varð annað slys samtímis á gatnamótum Laugarnesvegar Sjómannafélag Reykjavíkur og og Sigtúns. Varð gangandi mað á morgun kýs t. d. Múrarafélag ur þar fyrir bifreið. Hann mun Reykjavíkur sína fulltrúa. ekki hafa meiðst mjög mikið. Einingarhjal komm- únisfa er blekking UPPÁHALDSSLAGORÐ kommúnista er „eining“ og aftur „eining.“ Það lætur vel í eyrum manna að hafa slíkt töfraorð. Hver skyldi ekki vera með því, að fólkið — alþýðan — standi saman í hagsmunabaráttunni, standi saman um velferð sína og sinna. Alþýðan á að standa saman í órjúfandi einingu, í verkalýðsfélögunum, hverju og einu og í heildarsamtök- unum. Til þess að gera þessa einingu að veruleika, þurfa hin ýmsu stéttarfélög að kjósa sér trúnaðarmenn, full- trúa, sem eiga að tryggja eininguna og sjá um framkvæmd hagsmunabaráttunnar. Að sjálfsögðu á einingin að vera byggð á lýðræðis- og jafnréttisgrundvelli, þ. e. að segja, rétt minnihlutans á að virða í hvívetna. Allir eiga að leggja hönd á plóginn í sátt og samlyndi. Um þessi grundvallaratriði einingarinnar ættu allir að vera sammála. En hvernig framkvæma kommúnistar hina margrómuðu „einingarstefnu“ sína. I verkalýðsfé- lögum þeim, sem þeir ráða lögum og lofum í er aldrei minnst á einingu, þar er aldrei talað við minnihlutanni Hins vegar hafa kommúnistar þeim mun hærra í þeim félögum, sem þeir eru áhrifalausir eða áhrifalitlir í. Þar er staglast á einingu í tíma og ótíma. Hvað liggur á bak við þessa tvöfeldní. Einfaldlega það, að allt einingarhjal kommúnista er blekking, gerð í þeim eina tilgangi að seylast til aukinna áhrifa á kostn- að ráðandi meirihluta, en afneita krafti einingarinnar í þeim samtökum, sem þeir hafa ráðin í. í fáum orðum er „einingin“ fólgin í því, að knésetja minnihlutann í þeim verkalýðsfélögum, sem þeir ráða yfir, en reyna að koma á „einingu“ í þeim félögum, þar seni þeir hafa allt að vinna, en engu að tapa. — Tilgang- urinn er sá einn að hlunnfara andstæðinga sína í krafti þessa einingarþvættings, sem borinn er fram til þess að dylja einræðis- og ofstopastefnu kommúnista. •i . V:, I C' I. I í I % «, «■: ft,1 s’ 1 S!' sl.: «; s' S' S'. V s s s V V s

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.