Alþýðublaðið - 23.09.1956, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.09.1956, Blaðsíða 8
kemor heSm: kominn heim eflir EINN af fyrstu brautryðjcndum íslenzkrar verkalýðshreyf- jmgar og Alþýðufiokksins, sem flutti burt, vestur um haf, til Kanada, árið 1925, er kominn heim eftir þrjátíu og eins árs vitivist, Jónbjörn Gíslason, verkstjóri við Reykjavíkurhöfn, starfsmaður við hið gamla Kaupfélag Reykjavíkur. Jónbjörn Gíslason er kom- 'inn heixn. —• Hann var mjög eftirtektarverður og minnis- stœður persónuleiki í hópi Al- þýðuflokksmanna á fyrstu ár- um. hreyfingarinnar. Hann var hár og grannur, gleðimaður mikill, raddsterkur og bjart- sýnn, djarfur til stórræða í verkföllum og átökum. Það k.om því mörgum vinura hans á óvart, og var þeim ekki sárs- aukalaust, er harni sagði- þeim árið 1925, að hann væri ákveð- inn í því að freista gæfunnar vestan hafs. .Hins vegar ski-ldu vinir hans þessa ákvörðun hans, því að Jónbjörn var ungur mað- ur alltaf — og er enn, ævintýra iongunin í blóð borin, og ekki smeykur við að kanna nýjar •slóðir. INokkrir vinir hans höfðu fregnir af honum eftir að hann hvarf af landi brott, en í vest- ur-íslenzku blöðunum Heims- lo-inglu og. Lögbergi gátu þeir lesið greinar hans frumsamdar Jónbjörn Gíslason. og þýddar um þjóðfélagsmál og stjórnmál. Þær báru merki hans: róttækni og baráttuvilja, sömu einkennin og einkenndu baráttu Alþýðuflokksins meðan allt var að vinna og engu að A1 Isli erja raík væðag reiðsla Ákveðið hefur verið að allsherjaratkvæðagreiðsla skuli viðhöfð um kjör fulltrúa félagsins til 25. þings Alþýðusambands íslands. — Ajtkvæðagreíðslan fer fram þann 29. og 30. þ. m. Framboðslistar með 4 fulltrúum og 4 til vara ásamt meðmælum 42ja fullgildra félagsmanna séu komnar til kjörstjórnar fyrir kr. 18 þriðjudaginn 25. sept. STJÓRN FÉLAGS JÁRN- IÐNAÐARMANNA. M: j r Kaffisala Kvenfélag Hallgrímskirkju hefur kaffisölu í Iðn- skólahúsinu við Skólavörðutorg sunnudaginn 23. sept. klukkam 3 e. h. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Kvenfélagið. € Ingólfscafé lngólfscafé Gömlu og nýju dansarnir í Ingólfscafé í kvöld klukkan 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8. Sími 2826. %. Þórscafé Þórscafé Gömlu og nýju dansamir r/ í Þórscafé í kvöld Sími 6497. tapa, enda var, Jónbjörn nú kom inn í nýtt bjóðfélag, þar sem allt var í sköpun, og réttindi verkalýðsins ekki á marga fiska, eftir íslenzkum mæli- kvarða nú. Ég hitti hann að máli á föstu daginn að Hótel Skjaldbreið. Dóttir hans Judith, kennari við barnaskólann á Akureyri, var hjá honum. Hún hafði farið vestur um haf í júlímánuði til þess að heimsækja föður sinn í fyrsta sinn: „Mig langaði að sjá hann — ég fann að hann langaði heim, ég notaði tækifærið — og ég sleppi honum ekki, sagði Júd- ith. Jónbjörn ber ellina ákaflega vel. Hann er enn grannur sem pílviður, raddsterkur og hávær, róttækur og spurull, en áttar sig ekki alveg á þeim stórfeng- legu breytingum, sem orðið hafa hér á landi, virðist ekki vita það, að gamla ljónið, sem hann átti í höggi við áður en hann fór, er orðið alveg tann- laust —■ og sér jafnvel eftir því. — Þú hefur verið lengi á lenð inni heim. Ég þóttist handviss um að þú mundir koma fyrir löngu. „Já,“ segir hann. „Ég hef eig inlega alltaf verið á leiðinni heim. Alltaf verið að ráðgera að fara að vestan, verið að búa mig undir það — og safna, en aldrei orðið úr því. Svo kom Júdith. Hún er góð dóttir. Það er gott að eiga góða dóttur. Og nú er ég loksins kominn heim. Ég var tuttugu daga á leiðinni vestur árið 1925, en nú var ég aðeins hálfan annan sólarhring á leiðinni heim til mín. Eru breytingarnar yfirleitt svona miklar á heiminum, kæri vin- ur? Hafa breytingarnar orðið svona stórfenglegar á þjóðfé- lagsháttum hér?“ — Hefurðu ekki fylgzt með? „Jú, dálítið, en ég hef unnið baki brotnu alltaf síðan ég fór vestur. Ég hef lesið það, sem vestur-íslenzku blöðin hafa birt, en ekki annað. Ef til vill mótast skoðanir mínar að nokkru af þjóðfélagsástandinu í Kanada. Þar þarf sannarlega nýtt landnám að koma til í and- legum skilningi. Ég hef reynt að leggja fram minn skerf í bar- áttunni. Ég hef tekið þátt í fé- lagslífi íslendinga og ég hef skrifað greinar í blöðin okkar Heimskringlu og Lögberg. Ég hef verið mjög róttækur — og mig hefur undrað á þolinmæði ritstjóranna: Einars Páls og Stefáns, en þeir eru líka mjög frjálslyndir menn og góðir ís- lendingar.“ — Þú hefur alltaf haft vinnu? „Já, ég hafði starfað sem múrari hér heima, og ég hef alltaf unnið sem múrari vestra. Múrarar fá gott kaup, þó að það sé ef til vill ekki sambærilegt við það, sem þeir fá hér. Ég hef alltaf haft nóg að gera. Landar mínir tóku mér mjög vel þegar ég kom og hafa reynzt mér fram úrskarandi vel alltaf.“ — Sérðu ekki eftir því að hafa farið burt? „Nei, alls ekki. Ég hef lært margt. — Nú, og þetta hefur verið ævintýri, þó að segja megi, að það hafi. orðið nokkuð langt fyrir mig, en aðeins fyrir mig. Ég hélt mér við með því að taka svolítinn þátt í félags- starfsemi, fyrst og fremst hjá Þjóðræknisfélaginu, og svo meðal múraranna. Ég reyndi alltaf að leggja lið \óðu málefni efir mínum skoðunum.“ — Og nú ertu loksins kominn heim? „Já, — en ég þekki ekki Reykjavík. Júdith sagði mér, að við værum komin til Reykja (Frh. á 2. síðu.) Sunnudagur 23. sept. 1956 Þetta er fyrsta flugskeytaskip brezka flotans, „Girdle Ness‘* 8,580 smálestir að stærð. Það var afhent flotanum fyrir skömmtf að Devonsport í Plymouth; var skip þetta áður gert til flutn- inga á landgöngusveitum og er upphaflega smíðað í Kanadaí en hefur verið endurbyggt, allt nerna skrokkurinn, undir hiíB nýja hlutverk. Áhöfn þess verður 33 foringjar og 360 sjóliðare Tækin til að skjóta flugskeytunum sjást fyrir framan brúna, en einnig er skipið búið margbrotnum tækjum til að fylgjast með ferðum flugskeytanna og stjórna þeim. | Skarkolamerkingar 4 sinnum á ári í Faxaflóa síðan 1953 Niðurstöður sýna, að skarkolinn leitar út frá uppeldisstöðvúnum í Faxaflóa út á miðin við S,- og NV.-ströndina. ! SIÐAN í maí 1953 hafa verið gerðar reglubundnar merk-« ingatilraunir fjórum sinnum á ári í ;Faxaflóa. Er nú búið a<® vinna úr gögnum frá endurheimtum af skarkola fram til I, janúar 1956. ’ • j Niðurstöður sýna, að skar- kolinn leitar út frá uppeldis- stöðvunum í Faxaflóa út á mið- in við suður- og norðvestur- ströndina. Er sennilegt, að þetta eigi sér stað þegar kolinn er orðinn kynþroska. Hins veg- ar mun eitthvað af þeim skar- kola koma aftur inn í flóann og ganga þannig út og inn úr honuín eftir árstíðum. Það en staðreynd að skarkoli og aðrir flatfiskar, sem halda sig á grynningum við ströndina, era á meira dýpi á veturna en sumr« in. Ýtarleg grein birtist í nýút« komrfum Ægi um mergingártil- raunir þessar og er hún eftir Aðalstein Sigurðsson fiskifræð-: ing. Höggmyndinni, Siljandi maður, eftir Ólöfu Pálsd., komið fyrir í sal Búnaðarbankans. Búnaðarbankinn hefur keypt myndiná í AFGREIÐSLUSAL Búnaðarbankans í Reykjavík hefuffi verið komið fyrir höggmyndinni „Sitjandi maður“ eftir friá Olöfu Pálsdóttur. Hefur Búnaðarbankinn keypt myndina og látið koma henni þarna upp — á fótstalli — sem er í stíl vifB innréttingu afgreiðslusalarins. Fer myndin ágætlega á þessum stað. þ Höggmyndin sitjandi maður er meðal beztu verka frú Ólaf- ar. Hún er gerð árið 1952 og kom fyrst fram á sýningu í Charlottenborg 1953 og var fyrsta höggmynd listakonunn- ar á þeim sýningum. Hlaut myndin frábæra dóma listgagn- rýnenda dönsku blaðanná. Nú hefur myndin verið steypt í eir og Búnaðarbankinn keypt hana eins og fyrr segir. Búnaðarbank inn hefur áður keypt listaverk til að fegra með húsakynni bankans, og má nefna hið mikla málverk Jóns Engilberts í afgreiðslusalnum, auk fleiri listaverka á öðrum stöðum í húsinu. Hafa forráðamenrt bankans þar senn í huga hag stofnunarinnar og stuðning við! listir í landinu. [ \ i VIÐURKENND LISTAKONA Frú Ólöf Pálsdóttir hefuct þegar hlotið rnikla viðurkenn- ingu sem listakona, og hafa op« inberar stofnanir erlendis fesfc kaup á verkum eftir hana. Bæj» arstjórn Árósa í Danmörkœ keypti fyrir nokkru telpumynd^ sem vakti mikla athygli á sýn- ingu þar, og nýlega hefur húni selt til ítalíu konumynd, semi verið er að steypa í brons í Kaupmannahöfn. j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.