Alþýðublaðið - 23.09.1956, Side 4
4
AlþýSublagtd
Sunnudagur 23. sept. 1956
s
s
ss
■S
s
s
Í;A
s
s
■■is
s
:S
s
:ls
s
">S
'A
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
$
I
!
Útgeíandi: AlþýCuflokkuriim.
Ritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Fréttastjöri: Sigvaldi Hjálmarsson.
Blaðamenn: Björgvin Guðmundssou og
Loftur Guðmundsson.
Auglýsíngastjóri: Emilía Samúelsdóttir.
Ritstjómarsímar: 4901 og 4902.
Afgiaiðslusími: 4900.
Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10.
Alþýðusambandsþingið
ÞJÓÐVILJINN var í fyrra
dag með hrópyrði til Alþýðu
flökksins í tilefni af alþýðu
sambandsþinginu í haust og
fulltrúakjörinu til þess.
Kennir bæði óvildar og mis-
skilnings í því sambandi. Til
efnið er það, að Eggert G.
Þorsteinsson gangi ekki til
samstarfs við kommúnista í
Múraraféiagi Reykjavíkur,
og er gefið í skyn, að með
þessu sé verið að tefla lífi
og starfi ríkisstjórnarinnar í
hættu. Hvorki meira né
cninna!
Þessu er því til að svara,
að kommúnistum þýðir
ekkert að ætia að fara að
bæta nýjum ákvæðum inn
í málefnasamnmg stjórnar
flokkanna. Hití er skylt að
upplýsa, hver er afstaða A1
þýðuflokksins til alþýðu-
sambandsþingsins í haust.
Hún er sú, að verkalýðsfé-
lögin ráða sjálf máiefnum
sínum og Alþýðuflokkurinn
er ekki á neinn hátt yfir
þau settur, þó að hann sé
fús til samstarfs við verka-
lýðshreyfinguna og veiti
henni að málum á stjórn-
málasviðinu. Jafnaðarmenn
í verkalýðsfélögunum ráða
því með hverjum þeir
vinna. Alþýðuflokkurinn
fyrirskipar hvorki Eggerti
G. Þorsteinssyni né öðrum
að vinna með Pétri eða
Páli. Jafnaðarmenn eru
frjálsir að vali sínu. AI-
þýðuflokkurinn viðhefur
ekki sömu vinnubrögð og
Sósíalistaflokkurinn í þessu
efni. Þjóðviljanum væri
hollt að átta sig á þeirri
staðreynd til að spara sér
óþarfa fyrirhöfn.
Hér skal enginn dómur á
það lagður, hvort kommún-
istar í Múrarafélagi Reykja-
víkur hafi boðið jafnaðar-
mönnum góða eða slæma
kosti í sambandi við fulltrúa
kjörið. Reynslan sker hins
/egar úr um það, þegar al-
þýðusambandsþingið hefst,
hvort þar muni ríkja stríð
sða friður. Það er að veru-
legu leyti undir kommúnist
um komið. Og jafnaðarmenn
í verkalýðshreyfingunni
munu þar leggja áherzlu á
nokkur grundvallaratriði, ef
að líkum lætur. Hér skal
reynt að gera grein fyrir
þeim í stuttu máli:
Alþýðusamband íslands
er nú í þeirri hættu, að
pólitískir ævintýramenn
reyni að misnota það og
kljúfa þar með íslenzka
verkalýðshreyfingu. Þeirri
ógæfu verður að afstýra. AI
þýðusambandið á að vera
heildarsamtök verkalýðs-
hreyfingarinnar á íslandi
og fylkja henni til sóknar
og varnar í hagsmunabar-
áttunni. Það er því aðeins
unnt, að þvi sé haidið utan
við flokkspólitísk átök. At-
burðir undanfarinna ára
Ieiða í ljós, að verkalýðs-
hreyfingin er því aðeins
stór og sterk og vanda sín-
um vaxin, að pólitískrar
sundrungar gæti ekki í röð-
um hennar. Alþýðuflokkur-
inn vill leggja meg-
ináherzlu á nauðsyn
þessa. Jafnaðarmenn á al-
þýðusambandsþingi munu
enn sem fyrr setja þá
skyldu öllu ofar að þjóna
tilgangi verkalýðshreyfing
arinnar, efla samtökin og
auðvelda þeim framtíðar-
starfið. Jafnframt hlýtur al
þýðusambandsþingið að
skipuleggja kjarabaráttu
næstu tveggja ára, endur-
skoða það, sem úrelt er í
fyrirkomulagi og starfs-
háttum, og marka menning
arsókn verkalýðshreyfing-
arinnar.
Þjóðviljanum væri sæmst
rð ræða þessi málefni, ef
hann vill af heilum hug sam-
starf jafnaðarmanna og
kommúnista í verkalýðsfélög
unum, En honum þýðir
ikkert að ætla að lasta Al-
býðuflokkinn fyrir afstöðu
jafnaðarmanna í þessu verka
lýðsfélagi og lofa hann fyrir
ákvörðun sömu aðila í öðru.
Slíkur misskilningur verður
stjórnarsamvinnunni á eng-
in hátt til þeirra heilla, sem
Þjóðviljinn þykist vilja. Nú
verandi forustumenn Alþýðu
sambands íslands hafa kall-
að hættu yfir samtökin með
ævintýramennsku og fljót-
ræði, og þeim er ráðlegast að
glöggva sig á yfirsjónunum
og bæta fyrir þær, ef friður
á að ríkja á alþýðusambands
þinginu í haust. Áreiðanlega
stendur ekki á jafnaðarmönn
um að leggja fram sinn skerf
til eflingar alþýðusambands
ins. En þeir spyrja um mál-
efni og láta þau ráða úrslit-
um afstöðu sinnar.
GSerlst á»krlfendur blaðslns.
Alþýðublaðið
ÍBÚAR PUNJAB á Norður-
Indlandi eru gerólíkir Austur-
Indverjum. Þeir eru mun sterk
byggðari, venjulega hávaxnir,
ljósir á hörund. Andlitsdrættirn
ir bera aríönskum uppruna
glöggt vitni.
Þeir eru og mun betur klædd
ir og stingur það mjög í stúf
við þá hálfnekt sem hvarvetna
annarsstaðar getur að líta í
bæjum og sveitaþorpum Ind-
verja. Ef til vill er orsökin sú
að Punjabar hafi verið skjót-
ari til að taka upp klæðaburð
og siðu vestrænna þjóða en aðr-
ir Indverjar. í augum Punjaba
eru bætt lifkjör og aukin lífs-
menning fyrst og fremst í því
fólgin að fara að dæmi vest-
rænna þjóða hvað snertir
klæðnað,; húsgögn og lifnaðar-
háttu. Þannig er það .hins veg-
ar ekki í, Vestur-Bengal, Mad-
rass eða Maharashtra, svo
dæmi séu nefnd.
LANDBÚNAÐARÞJÓÐ
Fólk í Punjab virðist — og er
sennilega betur stætt en fjöldi
fólks í öðrum landshlutum.
Samt sem áður er ekki um
neinn þungaiðnað í Punjab að
ræða, þar sem landið er snautt
af málmi. Efnahagurinn bygg-
ist á landbúnaði eingöngu. Þó
hefur Punjab orðið fyrir því
áfalli að þau áveituhéruð þar
sem frjósemd var mest, voru
af því tekin og lögð undir Pak-
istan þar sem meirihluti íbúa
í þeim héruðum var múhameðs
trúar.
Austurhluti landsins, sem
lagður var undir Indland hafði
aldrei verið sjálfum sér nógur
um matvælaframleiðslu, og
mörg suðurhéruðin, sem næst
liggja Rajasthanseyðimörk-
inni, eru yfirleitt ekki annað
en víðar, brunasviðnar sléttur
þar sem aðeins rignir 250
millim. sjötta hvert ár, og hef-
ur þar jafnan ríkt hungurs-
neyð. En jarðvegurinn er frjó-
samur ef hann nýtur vatna-
veitu; engar ár eru þarna hins-
vegar nálægar og of djúpt á
grunnstöðuvatni til þess Vð það
verði notað og auk þess ér
vatnið kalkmengað. Eina ráðið
er því, að veita vatninu um
langa leið með skurðum.
210 METRA HÁR MÚR.
Þetta verður nú gerlegt fyr-
ir þá einu flóðstíflu sem um
er að ræða í landinu og kennd
er við Bakkra Ungal. Þar er
um að ræða einhverjar þær örð
ugustu framkvæmdir sinnar teg
undar sem um getur nú á Ind-
landi. Stíflan er gerð við fljót-
ið Sutlej þar sem það fellur nið
ur á sléttuna um Naina Devi,
yzta rana Himalayafjallanna.
Þetta fljót þornar aldrei, og
eins og öll fljót á Indlandi ger-
ist Sutlej geisimikið vatnsfall
á staðvindatímabilinu, eða frá
því í júlíbyrjun og fram í sept-
emberlok, og rennur allt það
vatn til sjávar án þess að koma
að nokkrum notum. Hins veg-
ar eru um of lítið vatn að ræða
flesta aðra mánuði ársins.
Áætlað er að stöðva þetta
flóð í lóni með 210 metra hárri
steinsteytri stíflu í grennd við
Bakhra þar sem áin fellur í
þröngt gljúfur úr breiðum dal.
Gljúfraveggirnir eru því sem
næst lóðréttir, 840 m. á hæð. í
dalnum er hægt að hem^a lón,
170 ferkílómetra að flatarmáli.
í sambandi við stíflu þessa
verða reist raforkuver sem
eiga að géta framleitt 400 þús-
und kílówött, en lónið á að geta
„vatnsfætt“ fjórar milljónir
hektara lands. Raforkuverin og
vatnsveiturnar munu valda
efnahagslegri byltingu á stór-
um svæðum Norður-Indlands.
Það styttist nú óðum að :
stífla þessi verði fullger, en |
byrjað var á byggingu hennar
árið 1948. Undirbúningsfram-!
kvæmdirnar reyndust bæði örð
ugar og tímafrekar, áður en haf
izt yrði handa um sjálfa stíflu- |
gerðina varð að veita ánni úr
gilinu með því að sprengja
henni berggöng báðum meginn
þess, og eru hvor þeirra um sig
allt að klíómetra að lengd og
15 metrar að innanmáli. Það
tók fimm ár að fullgera þau.
HÆTTUSTARF.
Þá varð að sprengja millj-
ónir teningsmetra af grjóti
úr gljúfraveggjunum í íUndir-
stöðu stíflunnar. Það verk hef
ur reynst með fádæmum erf-
itt, allt varð að gerast með hand
afli þar eð ekki varð neinum
vélum við komið. Auk þess var
þetta mesta hættustarf, hundr
uðum saman urðu verkamenn-
irnir dag hvern að klífa fletta-
veggina í svimhæð, eða láta
daga sig upp á vað þar sem ó-
gengt var, losa um grjótið og
láta það hrynja niður. Að sjálf-
sögðu báru þeir allir öryggis-
hjálma og allt sem unnt var,
var gert til að forða slysum,
engu að síður fórust margir við
þetta starf.
ENGAR KONUR.
Síðasti áfangi þessara tröll-
auknu framkvæmda, stíflu-
(Frh. á 7. síðu.)
Mikið er deilt um hnefaleikana, og margir vilja afnema þá, sem
íþrótt, en þó eiga þeir alm. vinsældum að fagna. Hér sjást
tveir kappar eigast við. Sá til hægri er Freddie Mills, fyrrver-
andi heimsmeistari í léttþungavjgt, en hinn er Lew Lazar. —
Viðureignin fór fram á flötinni við Buckingham Palace í London.
SÚEZDEILAN hefur nú náð
því stigi, að öllu vestrænu starfi
geíur stafað af bráð hætta —
auk þess sem í henni er fólgin
alvarleg ógnun fyrir friðinn.
Brezka stjórnin ber þunga sök
í þessu máli, og það veldur
manni bæði undrun og sorg, að
hinir brezku stjórnmálaleiðtog
ar, sem venjulega eru róleg-
ir og rökfastir, skuli að því er
virðist hafa sleppt allri vitglóru
í þessu máli. Frá því í upphafi
hefur brezka stjórnin, við há-
væran undirleik þeirrar
frönsku, kveðið við þann tón að
knýja fram sjónarmið sitt með
valdi. Það er auðskilið, að Bret
ar telji framkomu Nassers móðg
andi í sinn garð, og ekki kem-
ur okkur til hugar að reyna að
verja ákvarðanir hans. En hins
vegar verður öll lausn deilunn-
ar að sama skapi torveldari og
Bretar haga sér heimskulegar.
Bæði Bretar og Frakkar hljóta
að gera sér ljóst, að það eru
frjálsar siglingar um skurðinn,
sem öllu máli skipta, ekki
fransk-brezk umráð yfir Súez-
xélaginu.
Eitt af því, sem teljast verð-
ur furðulegast við afstöðu Breta
í þessu máli, er sú staðreynd,
að þeir hafa ekki mótað sér
neina fasta línu til að fara eftir,
þegar í upphafi deilunnar býr
ríkisstjórnin sig undir hernað
arleg átök, sendir vopn og her-
lið til nágrennis Súez, og í
nokkra daga stendur allur heim
urinn á öndinni af ótta og
kvíða. Síðan draga Bretar sam
an seglin og boða ráðstefnu í
Lundúnum og virðast fúsir að
leita lausnar á deilunni með
samningum. Á ráðstefnunni er
samþykkt að senda fimm
manna nefnd til Kairó, flytja
Nasser frásögn af því, er gerð-
ist á ráðstefnunni og skoðun
meirihlutans á deilunni. Að
sjálfsögðu hefur fáum komið til
hugar, að Nasser færi að beygja
sig og lýsa yfir því, að Egypta-
land teldi sig bundið af áliti
meirihlutans. Yitanlega sagði
(Frh. á 7. síðu.)