Alþýðublaðið - 29.09.1956, Page 4
4
ABþýðublaðlft
Laugardagur 29. sept. 1956.
Útgefandi: Alþýðuflokkuriim.
Ritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson.
Blaðamenn: Björgvin Guðmundsaon og
Loftur Guðmundsson.
Auglýsíngastjóri: Emilía Samúelsdóttlr,
Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902.
Afgteiðslusími: 4900.
Alþýðuprentsmiðj an, Hverfisgötu 8—10.
Rangtúlkun staðreyndanna
RANGTÚLKUN stað-
reynda er smánarblettur á
íslenzkri blaðamennsku. —
Þessa dagana hefur Morgun-
blaðið forustu um þann ó-
sóma, og Þjóðviljinn gerist
þátttakandi í sömu viðleitni,
þó að hann láti stjórnast af
öðrum hvötum. Hér er átt
við blaðaskrifin um afstöðu
Sjómannafélags Reykjavík-
ur og Múrarafélags Reykja-
víkur til ráðstafana ríkis-
stjórnarinnar í efnahagsmál
unum. Þau eru hlutaðeig-
andi aðilum til mikillar
skammar. Morgunblaðið og
Þjóðviljinn keppast við að
rangtúlka skoðun félaganna
á málinu.
Alþýðublaðið birti í gær
af þessu tilefni yfirlýsingu
frá Garðari Jónssyni, for-
nianni Sjómannafélags
Reykjavíkur. Þar er á það
minnt, að Sjómannafélags-
fundurinn hafi lýst sig
„fylgjandi allri viðleitni til
þess að stöðva hina síauknu
dýrtíð“, en ráðstafanir rík-
isstjórnarinnar eru einmitt
spor í þá áít. Enn fremur
segir Garðar Jónsson, að
■ hann myndi hafa mælt
með verðfestingarlögunum
á félagsfundi, ef fengizt
hefði að fara með málið á
fund. Hér er því ekki deilt
um málefnið, heldur aðferð
ina. Túlkun Morgunblaðs-
ins um vítur Sjómannafé-
Iags Reykjavíkur á ríkis-
stjórnina nær alls engri
átt. Og þáttur Þjóðviljans
í umræðunum er engu
skárri. Hann fordæmir
samþykkt Sjómannafélags
Reykjavíkur, stimplar hana
íhaldssamvinnu og hefur
allt á hornum sér. Þó var
hún gerð samhljóða á fund
inum, og aðalmaður komm
únista í félaginu varð fyrst
ur til að rétta upp höndina
með henni, en enginn af
félögum hans sá ástæðu til
að greiða atkvæði gegn á-
lyktuninni! Þannig er mál-
ið í ljósi staðreyndanna.
En Morgunblaðið og Þjóð-
viljinn meta blekkingarnar
meira en staðreyndirnar.
Blöðin túlka ályktun Sjó-
mannafélags Reykjavíkur
eins og þeim finnst sér bezt
henta í pólitísku brambolti
sínu. Slíkt og þvílíkt á ekki
að líðast. Blöð, sem þannig
hegða sér, móðga lesendur
sína og vinna til fordæm-
ingar. Og þetta er aðeins eitt
dæmi af mörgum. Morgun-
s
s
V
s
S
S
s
s
s
s
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
\
)
s
l
s
s
s
s
s
N
s
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
S
s
s
s
<
s
S
s
S
\
s
s
s
!
s
s
s
s
s
s
s
s
S
s
blaðið og Þjóðviljinn eiga
undantekningalítið bágt með
að segja sannleikann. En
jamt þykjast skriffinnar
þeirra öðru hvoru vilja sann
gjarnari og heiðarlegri
blaðamennsku!
Ekki tekur betra við, ef
athuguð er túlkun Morgun
blaðsins á samþykkt Múr-
arafélags Reykjavíkur. —
Hún á einnig að hafa verið
gagnrýni í garð ríkisstjórn
arinnar. En Iiverju stingur
Morgunblaðið undir stól í
þessu sambandi? Því að í
ályktun félagsins segir orð
rétt: „Stjórn og trúnaðar-
mannaráð Múrarafélags
Reykjavíkur Iýsir ánægju
sinni yfir seíningu bráða-
birgðalaga ríkisstjórnarinn
ar um verðfestingu o. fl. og
telur, að lögin marki spor
í þá átt að þrýsta verðlagi
niður og auka kaupmátt
launanna, sem verið hefur
höfuðstefna félagsins í und
anförnum kaup- og kjara-
deilum.“ Og enn fremur:
„Fundurinn beinir því til
hinna væntanlegu fulltrúa
félagsins á 25. þingi ASÍ,
að þeir styðji að náinni og
vinsamlegri samvinnu við
ríkisstjórnina um þessi mál
til þess að sem æskilegastur
árangur náist.“ En Morg-
unblaðið gerir sér Iítið fyr-
ir og skilur þetta sem vítur
á ríkisstjórnina. Þvílíkt
gáfnafar! Þvílík blaða-
mennska!
Fólkið í landinu hneyksl-
ast vissulega á öðrum eins
baráttuaðferðum og þessum.
Morgunblaðið og Þjóðviljinn
fyrirgera trausti og áliti
með þessu athæfi. En sagan
er meiri en ólán áminnztra
blaða. Þetta getur því aðeins
gerzt, að tveir stjórnmála-
flokkar vilji hafna staðreynd
um og beita blekkingum,
rangtúlka ályktanir og segja
hvítt svart, en svart hvítt.
Og það sýnir og sannar, hvað
lýðræðishjal íhaldsmanna og
kommúnista er innantómt.
Illgresi einræðisins sprettur
á akri þeirra, þó að kjörorð
lýðræðisins séu máluð á hlið
ið í blekkingarskyni. Þess
vegna hljóta íslendingar að
veita Sjálfstæðisflokknum
og Sósíalistaflokknum áminn
ingu fylgistapsins og von-
brigðanna til að kenna Morg
unblaðinu og Þjóðviljanum
mannasiði og viðunandi
blaðarnennsku.
tengsli og efna til nýrra kynna. nú eru viðhorfin breytt. Gyld-
Norskar bækur eru allt of sjald endal í Ósló hefur náð sííkum
gæfar á íslandi í dag. Úr því vexti að reynast ofjarl allra
verður að bæta. Og Harald annarra bókaútgáfufyrirtækja
Grieg áorkar meira í þessu á Norðurlöndum. íslendingar
efni en nokkur maður annar. hafa þroskazt til fullveldis.
Ákvörðun hans er áhriíaríkari Aldrei hefur sambúð Norður-
en störf flestra annarra. Hans landanna verið betri en síðan.
er mátturinn og valdið. j Enginn aðili hefur tapað á þró-
Gaman hefði verið að rekja. uninni, en allir grætt í þeim
hér þann merkisþátt, er Gyld- skilningi, sem fegurstur getur
endal varð norskt bókaútgáfu- j talizt og eftirsóknarverðastur.
fyrirtæki. Naumast mun Har-' Eigi að síður er mikið verk að
ald Grieg þá hafa órað fyrir vinna. Skyldan er sú að hlúa
þeim stórsigri, sem nú er kom-1 að frækornunum í akri bók-
inn á daginn. Atburðurinn tákn menntanna og listanna og leggj
aði úrslit í norskri sjálfstæðis- j ast á eitt um þá jarðyrkju eins
baráttu. Áður höfðu bækur t og vinum og frændum sæmir
norsku skáldsnillinganna verið ^ — og svo verður uppskeran
gefnar út í Danmörku. Björn-' meiri og betri norræn menn-
son, Ibsen, Kielland og Lie ing.
voru í eins konar útlegð líkt og Harald Grieg er í senn mað-
þeir íslenzku menntamenn, sem ur draumsins og athafnanna og
urðu að sækja frama sinn út í ^ þess vegna kjörinn til þeirrar
Kaupmannahöfn, þó að þeir , forustu að láta þá ósk rætast.
vissu, að heima væri bezt. En Helgi Sæmundsson.
DAGAR LÍÐA
HARALD GRIEG er kominn
hingað í tilefni norsku bóka-
sýningarinnar, sem hefst í dag.
Maðurinn er oddviti norskra
bókaútgefenda og sómi þeirra.
Hann er forstjóri Gyldendals í
Ósló, sem nú mun umsvifa-
mesta bókaútgáfufyrirtæki
Norðurlanda, en jafnframt
merkisberi leiklistarinnar í
Noregi, formaður norræna fé-
lagsins þar og frömuður hvers
konar menningarmála. Islend-
ingar hafa því ríka ástæðu til
að fagna gestkomunni.
Víst myndi Harald Grieg
nægja til vinsælda hér, að
hann er bróðir Nordahls heitins
Grieg, þjóðskáldsins snjalla og
stríðshetjunnar djörfu, sem
vann hug og hjarta íslendinga
með ljóðum sínum og ógleym-
anlegum persónuleika. En mað
urinn er svo mikill af verkum
sjálfs sín, að þessa skal aðeins
getið til fróðleiks. Af Harald
Grieg er skemmtileg og farsæl
saga, þó að orðstír hans sé ann-
ar en bróðurins. Upphaflega
var hann blaðamaður, en hófst
ungur til áhrifanna og forust-
unnar, er fyrr greinir. Nú set-
ur hann meiri svip á norsk
menningarmál en nokkur annar
einstaklirigur. Og hann er ekki
aðeins sigurvegari heimavíg-
stöðvanna. Harald Grieg er
sannkallaður heimsborgari,
þekkir persónulega helztu skáld
og rithöfunda samtíðarinnar
um víða veröld og nýtur álits
og trausts langt út fyrir landa-
mæri Noregs. Og maðurinn ger
ir meira en hafa aðdrætti á
hendi. Hann vinnur stórvirki
til hags og heilla norskum bók-
menntum og norskri menningu
í líkingu við meistarana, sem
forðum kölluðu nafn Noregs út
yfir heiminn.
Undirritaður átti fyrir all-
mörgum árum samtal við Har-
ald Grieg fyrir Alþýðublaðið.
Þá var Noregur enn í sárum
eftir styrjöldina og hernámið.
Margir voru daprir og kvíðnir
í þá daga, en Harald Grieg var
bjartsýnn. Hann gerði sér
raunar Ijóst, að Noregur hafði
orðið fyrir þungu áfalli, en hon
um datt ekki í hug að gefast
upp. Bjartsýni hans átti djúp-
ar rætur í starfsvilja og stór-
hug. Og Harald Grieg hefur
vissulega látið verkin tala. Hon
um er það mjög að þakka, að
Norðmenn eru í dag norræn
forustuþjóð í skáldskap og bók-
menntum. Slíkur maður er ís-
lendingum aufúsugestur, því
að sæmd Noregs er okkar gleði.
Samskipti Islendinga og Norð
manna á sviði menningarmála
hafa löngum kallazt náin og
góð. Heimskringla er kannski
ennþá vinsælli í Noregi en á
íslandi. Þar kemur hún fljót-
lega í leitirnar á hverjum bæ
við hliðina á biblíunni og
sálmabókinni. En Noregur á
líka sitt ríki meðal íslendinga.
Rödd Björnsons og Ibsens heyrð
ist í landi Snorra eins og vík
væri milli frænda, en ekki ólg-
andi úthaf. Stundum er sagt,
og því miður með nokkrum
sanni, að fjörðurinn sé orðinn
breiðari milli Noregs og íslands
í andlegum skilningi en áður
var. Samt mun óhætt að full-
yrða ,að Sigrid Undset, Knut
Hamsun og Nordahl Grieg hafi
átt hér vini og aðdáendur um
allt land, og enn kunna Ijóð-
elskir Islendingar ærin skil á
skáldskap Hermans Wilden-
veys og Arnúlfs Överlands, svo
að tveir séu nefndir. En eigi að
síður þarf að treysta gömul
ÞE-GAR Sjang Kai-Sék flutti
ásamt liði sínu til Formósu
fylgdu svo margir Kínverjar í
fótspor þeirra, að íbúum þess-
arar eyju fjölgaði um helming.
FGrmósubúar hafa því þurft að
vera mikið upp á vesturveldin
komin, einkum Bandaríkin.
Hafa þeir nú séð, að þeim er
nauðsynlegt að bjarga sér sjálf
ir frekar en verið hefur. Ætla
þeir nú fyrst um sinn að leggja
allt kapp á að koma þeim þrem
atriðum í lag, sem hér greinir:
1. að reyna að auka utanrík-
isverzlun sína, einkum á suð-
austur ströndum Asíu.
2. að breyta og bæta frétta-
burð blaðanna, svo að útlend--
ingar, einkum vinveittar vest-
urlandaþjóðir, geti fengið sem
réttast fréttir af höfuð For-
mósabúa. Er einn hluti þessara
mála að fá ritskoðun afnumda,
en stjórnin hefur ekki treyst sér
til þess vegna óbilgjarns frétta
burðar.
3. að laða ferðamannastraum
til landsins, einkum Evrópu- og
Asíumanna, bæði til þess að
vestrænar þjóðir kynnist
landi og þjóð og vegna þess, að
ferðamenn flytja með sér inn
í landið mikið af erlendum
gjaldeyri, sem Formósu van-
hagar alltaf um.
Maðurinn, sem stendur fyrir
þessum samtökum, Yú Kúó-
Húa, segír að líkindi séu til að
auka megi stórum útflutnng til
Suðaustur-Asíulandanna, og
hefur Thailand keypt af þeim
5% milljón stikur (metra) af
margs konar baðmullarvefnaði.
Suður-Vietnam hefur líka
keypt mikið af þessum vefnaði
og margt annað, til dæmis 160
smálestir af alúmíníumplötum,
4700 smálestir af asfalti og all-
mikið af krossviði. Loks sagði
Yú Kúó-Húa, að ekki væri von
á, að utanríkisverzlun með nýj-
ar tegundir gengi betur, því að
síðustu sjö árin, eða frá 1949,
hefðu Formósubúar ekki haft
tíma, eða ekki gefið sér tíma
því að stjórnmálin hefðu á þéss
um árum yfirskyggt allt.
Annar maður í stjórn þessara
mála er Sjen Sjeng. Hann
leggur áherzlu á, að ritstjórar
og útgefendur vinni með skyn-
samlegum rökum að því, að rit-
skoðun sé afnumin. Sé almennt
álitið, að stjórnin á Formósu sé
orðin því hlynnt, því að útgáfu
frelsi sé nauðsynlegt til þess að
Framhald á 7. síðu.