Alþýðublaðið - 29.09.1956, Síða 5
ILaugardagur 29. sept. 1956.
AlþýSubiaglg
5
„HA.NN mun reynast verri
plága en Móðuharðindi og
'Svarti dauði samanlagðar,"
sagði einn af kunnustu prest-
um landsins, meðan deilt var
um símann. — Þannig tóku
mjög margir íslendingar á móti
einni mestu framför aldarinn-
ar, þegar þessi þjóð ætlaði að
tileinka sér hana.
Pólitískt ofstæki, aldagróin
tregða gegn öllum breytingum,
samfara vanþekkingu og
skammsýni réði því, að boðað
var til æsingafundar, svo að
Reykjavík komst í uppreisnar-
ástand. Skeggjaðir, vaðmáls-
klæddir bændur komu flengríð
andi, berjandi- fótastokkinn,
hvaðanæva úr sveitum um há-
sláttinn til þess að reyna að
setja niður ráðherrann, sem
barðist fyrir símanum, kenna
honum mannasiði og fá hann
til þess að fara að vilja þeirra.
En ekkert dugði.
Við áttum mann, sem hafði
sannfæringu og þorði að standa
við hana, sem ekki gekk til
samninga við ofstækið og van-
þekkinguna, þó að hann ef til
vill gæti grætt stjórnmálalega
á því í bili. Hann var mikil-
menni, hann var skáld, hann sá
lengra en fjandmenn hans og
margir fylgismenn þeirra. Þess
vegna tókst honum að afstýra
slysum með því að sitja við
sinn keip — og koma símamál-
inu í höfn.
Hér er ekki hægt að rekja
sögu sögu landsímans. En í dag
er þessi ein merkasta stofnun
þjóðarinnar hálfrar aldar göm-
ul.
Margar áætlanir höfðu verið
gerðir, fjölmargir menn og fé-
lög fengið einkaleyfi til þess að
Jeggja sírna um landið og til
þess, alþingi gert hverja sam-
þykktina á fætur annarri og
geysimiklar deilur verið háðar,
áður en málið var til lykta leitt.
Það var fyrst og fremst að
þakka Hannesi Hafstein, að
málið komst til framkvæmda
árið 1906. Að vísu hefði síminn
sigrað að lokum, hvað sem
hefði orðið ofan á á þeim tíma,
Hálfrar aldar afmæli Landssímans -
en það reyndist þjóðinni gæfa,
að ekki var beygt af vegi eins
og svo fjöldamargir vildu þó
gera.
I raun og veru eru nú liðin
104 ár síðan fyrst var talað um
síma í sambandi við ísland —
og það tók því meira en hálfa
öld að koma málinu í örugga
höfn, enda höfðu þá verið rann
sökuð og rædd fram og aftur í
Danmörku og hér heima ýmis
til'boð frá erlendum mönnum
og félögum um síma til landsins
og um það. En saga símans hér
innanlands hefst með stofnun
Talsímahlutafélags Reykjavík-
ur, sem stofnað var árið 1904,
en Knud Zimsen, þá verkfræð-
ingur, síðar borgarstjóri, var
aðalhvatamaðurinn að stofnun
þess og síðan stjórnandi þar til
bæjarsíminn tók til starfa.
Fyrst í stað voru menn mjög
tregir að taka síma, en segja
má, að allt frá því um 1912
hafi síminn aldrei g,etað full-
nægt eftirspurninni.
Stærsta framförin í símamál
unum var stofnun sjálfvirku
stöðvarinnar, en samt hefur
hún alltaf verið of lítil, þrátt
fyrir stækkanir. Nú er sjálf-
virkur sími í Reykjavík, Hafn-
arfirði og á Akureyri, þó að
segja megi, að nú nái sjálfvirk-
ur sími að nokkru einnig til
kaupstaðanna, sem liggja næst
Reykjavík — og nokkurra kaup
túna í nálægð þeirra að auki.
Þó stendur þetta til bóta.
Hér í Reykjavík eru stórkost
legar umbætur á döfinni og er
gert ráð fyrir, að þær komi til
framkvæmda eftir nokkra mán
uði, og er þá ætlað, að í fyrsta
sinn í sögunni geti allir bæjar-
búar fengið síma, sem þess
óska. Bíða nú þúsundir manna
eftir þessari viðbót.
En þó að síminn hafi haft ó-
segjanlega þýðingu fyrir þétt-
hafa verið mjög einangraðar.
Síminn tengdi byggðirnar sam
an — og þar með landið allt,
miklu meir og betur en allt ann
að. Það var eríitt fyrir fátæka
bændur og búendur að taka
þessa uppfyndingu í þjónustu
sína, en bæði þeir og þjóðfélag-
Hannes Hafstein ávarpar mannfjöldann 29. september 1906.
býlið
eins og til dæmis; ið í heild hafa nú unnið svo
Reykjavík, þá hefur hann ekki! vel saman á síðustu tveimur
haft minni þýðingu fyrir dreif-! áratugum, að nú hafa níutíu og
I býlið. Land okkar er stórt og tvær af hverjum eitt hundrað
strjábyggt, og margar byggðir ábýlisjörðum landsins síma, en
þá eru ekki taldar ábýlisjarðir,
sem eru í kaupstöðum eða kaup
túnum. Og það er langur tími
liðinn síðan að nokkur hrepp-
ur var algerlega símalaus. Póst-
og símamálastjóri sagði mér i
gær, að vonir stæðu til, að inn-
an ekki langs tíma yrðu allir
ábýlisjarðir landsins búnar að
fá síma, það er að segja allir
búéndur, sem vildu. Ég hygg,
að nú þegar stöndum við fram-
ar öllum öðrum þjóðum í þessu
efni, hvað þá þegar búið er að
ná hámarkinu — og ekki verð-
ur komizt lengra.
Hálfrar aidar afmæli land-
símans er miðað við þann dag,
sem ritsímasambandið frá
Reykjavík til útlanda var opn-
að, en áður var komið á rit-
símasamband frá Seyðisfirði til
útlanda. Ritsíminn til útlanda
hafði fyrst og fremst þýðingu
fyrir upplýsingu landsmanna,
sem áður höfðu ekki fengið
neinar fréttir frá umheiminum
nema með erlendum blöðum og
bréfum, sem bárust með skip-
um, er voru allt að viku og upp
í þrjár vikur á leiðinni hingaö
— en auk þess hafði hann stór-
kostlega þýðingu fyrir öll við-
skipti landsmanna við erlenda
kaupsýslumenn. Geta allir gert
sér í hugarlund hve geysilegri
breytingu þetta olli á öllum
verzlunarháttum og viðskipt-
um einrnitt þegar verzlunin var
sem óðast að færast yfir á inn-
lendar hendur, en einmitt upp
úr tilkomu símans risu upp dug
miklir menn, sem lögðu grund-
völlinn að íslenzkri verzlun.
Hinn 29. september árið 1906
bar upp á laugardag eins og nú,
fimmtíu „árum síðar. Hannes
Hafstein getur þess einnig, að
hanr. voni, að laugardagurinn
reynist til lukku. Hann flutti
ræðu þennan dag til mannfjöld-
ans, sem safnazt hafði sarnan
við símastöðina, og til þess að
gefa hugmynd um afstöðu hans
til deilnanna skulu hér tilfærö
nokkur orð hans. Hannes Haf-
stein sagði meðal annars:
,,Ég ætla mér ekki að rekja
(Frh. á 3. síðu.)
MIKILVÆGUR þáttur í til-
urð bókar er setning textans,
nauðsynlegur, en vanalega ekki
beint skemmtilegur, að minnsta
kosti ekki fvrir höfundinn, sízt
þegar á líður prófarkalestur
<og honum fer að leiðast fyrir
alvöru verk sitt. Þó fer þetta
mikið eftir samstarfi við setj-
arann.
Sá, sem þetta ritar, hefur
mikið þurft að lesa prófarkir
iim dagana og hefur því haft
mikil skipti við setjara, og er
hreiii undantekning, að ekki
iiafi samvinnan verið góð —
ja, eina dæmið um vonda sam-
vinnu held ég hafi verið, þegar
setjari tók sér fyrir hendur að
leiðrétta textann eftir sínu
höfði, en það var raunar ekki
annað en tómur kostnaður fyr-
ir prentsmiðjuna, því að öllu
varð að breyta aftur í samræmi
við handritið.
Sá setjari, sem ég hef haft
mest. saman við að sælda, er
Sveinbjörn Oddsson, sem nú er
sjötugur í dag og mig langar að
minnast örlítið á hér í blaðinu.
Æviatriði hans, hvort mundi
þeirra ekki getið í prentaratal-
inu? En mig langar að segja
fáein orð um kynni mín af
manninum.
Sveinbjörn hefur þrívegis, að
ég held, verið árum saman í
Gutenberg, síðast frá árinu
1934 og fram á þennan dag.
Allan þann tíma hefur hann
verið látinn setja vandasöm
verk, þar á meðal hefur hann
sett íslenzk fornrit, svo að á
Sveinbjörn Oddsson.
þessum tíma hafa ekki aðrir
komið þar við nema rétt í ígrip
um. Á þessum tíma hef ég ann-
azt útgáfu nokkurra sagna í
þessu ritsafni, og var því sam-
vinna okkar harla mikil, og svo
góð, að aldrei skyggði á. Hand-
setning er við höfð, og er Svein
björn einn þeirra manna, sem
kunna enn þessa gömlu klass-
ísku list. Hann er furðulega
handfljótur, og er ekki hent að
byrja útgáfu nema hafa gríðar
mikið handrit tilbúið í upphafi;
ekki væri ráðlegt að yrkja jafn
óðum og hann setti eins og
Gröndal gerði forðum daga.
Sveinbjörn Oddsson er líka
einn hinn öruggasti setjari,
sem ég hef unnið með, og
ekki leið á löngu, áður en hann
kunni upp á sína tíu fingur all-
ar secsnoníur, sem tíðkast í
fornritunum, en það er satt að
segja aíar vandasöm setning.
Mjög er misjafnt, hve vel er í
hendur búið af útgefanda; ekki
hafa allir okkar haft jafnörugg
vinnubrögð og dr. Bjarni Aðal-
bjarnarson. Mjög er Svein-
björn þolinmóður, en á það hef
ur reynt stundum, ekki sízt í
Njálu, en þá kvað hann raunar
vísu um, að nokkuð þætti sér
bókin löng. Útgefandi þóttist
líka vera að læra eitthvað nýtt
fram í síðustu próförk og af því
leiddi nokkrar breytingar, en
Sveinbjörn sýndi þá mikið um-
burðarlyndi. Að loknu verkinu
kvað hann:
Glaður er og létt mín lund
lífs á brautum hálu.
Átti ég marga yndisstund,
er ég setti Njálu.
En það var ekki samvinnan
við Sveinbjörn ein, sem var
(Frh. á 2. síðu.)
Minningarorð
Sigurður Skagfiei
SIGURÐUR SKAGFIELD
óperusöngvari fæddist að
Litlu-Seylu á Langholti í
Skagafjarðarsýslu 29. júní
1895. Hann lézt á Landspítal-
anum í Reykjavík 18. septem-
ber 1956. Var hann því aðeins
rúmlega 61 árs. - -
Með Sigurði er hniginn til
moldar fjölhæfur, stórbrotinn,
hámenntaður og stórmerkur
listamaður.
Foreldrar Sigurðar voru
sæmdarhjónin Jóhanná Steins
dóttir hins ríka bónda að Stóru
Gröf og Sigurður Jónsson odd-
viti að Litlu-Seylu. Var hann
Sunnlendingur, fæddur og al-
inn upp í Fljótshlíðinni. Hann
var náinn frændi þeirra Hraun
gerðisbræðra, Geirs Sæmunds-
sonar vígslubiskups á Akureyri
og séra Ólafs Sæmundssonar að
Hraungerði. Stóðu að Sigurði
Skagfield góðir stofnar. Móður-
ættin kunn fyrir ráðdeild og
dugnað og hvers konar fjár-
málahyggindi, en föðurættin
glæsileg og listgefin. Erfði
Skagfield í ríkum mæli fyrir-
mennsku og glæsileik föðurætt-
ar sinnar og bar hennar tákn og
stórmerki hátt.
Sigurður Skagfield ólst upp
að Litlu-Seylu. Þaðan er fallegt
útsýni. I austri er fjörðurinn
með eyjarnar, Drangey, Málm-
ey og Þórðarhöfða; í suðri há
fjöll og hrikavaxin, þar á með-
al Glóðafeykir, en í vestri Mæli
fellshnjúkur. Eri neðar í hérað-
inu er allt grasivaxið, með
blómlegustu bændabýli svo
langt sem augað eygir. For-
eldrah&imili hans var hið bezta,
fullt búsældar og hversdags
háttprýði og snyrtimennsku,
svo að orð var á gert.
Sigurður naut hins bezta
uppeldis; varð ungur mikill
fyrir sér, geðríkur, glæsilegur
að vallarsýn og stórbrotinn í
daglegu lífi og hátterni. Hann
bar af flestum sínum jafnöldr-
um. Hann var þegar á unga
aldri fullur sönghæfileika,
gæddur mikilli söngrödd og
raddfegurð. Hann hafði mikla
kvenhylli eins og glæsimenn
hafa á öllum öldum. í nágrenni
við foreldraheimili Sigurðar
var annað höfðingjaheimili,
Páfastaðir. Bjuggu þar héraðs-
höfðingjar, þau Guðrún Ólafs-
dóttir og Albert Kristjánsson.
Þau og heimili þeirra var hin
mesta héraðsprýði. Meðal barna
Páfastaðahjónanna var Lovísa
Ingibjörg. Hún var eitt göfug-
asta af gjafdrðum Skagafjarð-
arsýslu og glæstasti og ríkasti
(Frh. á 7. síðu.)