Alþýðublaðið - 29.09.1956, Síða 7

Alþýðublaðið - 29.09.1956, Síða 7
Laugardagur 29. sept. 1956, 7 AlþýSublaSSð (PIATKA Z ULICY BARSKIEJ) Pólsk verðlaunamynd í litum eftir metsölubók Kazimierz Kozrtiewski. Myndiíi lilaut Grand-Prix-verSlaunin á kvikmynda- hátíðirini í Cannes. Leiksíjóri: Alexander Ford Aðal-hlutv.: Aleksandra Slaska, Tadeusz Janczar Myndin hefur ekki verið sýnd áður hér á landi. Enskur skýringartexti. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 7 og 9. EÍNVÍGIÐ í MYKKRINU. Hörkuspennandi ný amerísk litmynd. ALAN LADD. Bönnuð börnum. -—■ Sýnd kl. 5. Mámidagimi 1. október. Gagnfræðaskóli Austurbæjar: Skólasetning kl. 14 (allar bekkjadeildir). Gagnfræðaskóli Vesturbæjar: 3. og 4. bekkir komi kl. 14. Gagnfræðaskólinn við Hringbraut: 3. bekkur komi kl. 14. Gagnfræðaskóli. verknáms: Skólasetning kl. 14. Gagnfræðaskólinn við Vonarstræti: Skólasetning kl. 14. Priðjiidagimi 2. oktöber. Gagnfræðaskóli. Aiisturbæjar, Gagnfræðaskóli Vest- urbæjar, Gagnfræðaskólir.n við Hringbraut, Gagnfræða- skólinn við Lindargötu, gagnfræðadeild Laugarnesskóla, gagnfræðadeild Miðbæjarskóla og Gagnfræðaskólinn við Réttarholtsveg. 2. bekkir komi í skólana kl. 9 f. h. 1. bekkir komi í skólann kl. 10,30 f. h. Gagnfræðaskólinn við Réttarholtsveg mun ekki geta tekið til starfa fyrr en síðar í októbermánuði, en þeir nemendur 1. og 2. bekkjar, er sækja eiga þann skólá, eiga að mæta til skráningar í Háagerðisskóla á ofan- greindum tímum. Tiikynning um skólahverfi er birt á öðrum stað í blaðinu. NÁMSSTJÓRI. Verkamenn óskast til vinnu við jarðsímagröft í Reykjavík. Nánari upplýsingar í nýja símahúsinu við Suðurlandsbraut, sími 82709 milli kl. 08.00 og 12.00 laugardag og kl. 08.00 og 18.00 mánudag. Póst- og símamálastjórnla. p mm Framhald af 5. síðu. svanninn þar og var þó af miklu að taka. Hugir þeirra hneigð- ust brátt sarnan, enda líkt á komið um unpsld.i; ættríki, bjartsýni, hrifnæmi og erfða glgesimeimsku. Þau Lcvísa og Sigurður gift- ust á vormorgni lífsins. Þau áttu sér eðlilega marga og mikla drauma uni vini, urn vor- fuglaklið, um langa og beina rósabraut lífs síns. Þau byrjuðu búskap að Páfastöðum, vel met- in, ættsæl ög vinsæl, studd fjár hagslegra verðmæta frá báðum hliðum. En þetta varaði skammt. Sigurði féll ei/\ sveita lífið. Hann heyrði með sínum innri eyrum, að blásinn var lúður og slegin var málmgjöll í dísahöllum fjarlægra landa. Hans þrá leitaði þangað. Hann vissi af sínum goðborna hæfi- leika og þráði að mikla hann og stækka. Hann sleit af sér átthagaböndin, yfirgaf heimili sitt, konu og börn, vini og ætt- menn og hélt út í heim til að leita gæfunnar, frama og auðs. Þarna var djarft teflt og ten- ingum kastað um frama og framtíð. Sigurður brauzt fram á listabrautinni, vann marga sigra, fékk aðdáun og lófatak þúsundanna. Hann dvaldist langdvölum í Þýzkalandi, heimalandi óperunnar og söng þar í mörgu.m stórverkum. En samt var það svo, að honum auðnaðist ekki föst staða hj4 söngleikhúsum, Hann gat ekki sett upp og endurheimt heimili sitt með konu og börnum, sem hann að sjálfsögðu þráði. Hon- um reyndist gangan erfið og um of löng upp á sigurhæðir sönglistarinnar, enda þótt hann þreytti skeiðið af kappi. Skagfield stundaði nám hjá Herold hirðsongvara í Kaup- mannahöfn. Enn fremur var hann við söngnám í Dresden og víðar í Þýzkalandi. Hann fór söngför um Norðurlönd. Var um skeið söngvari við söngleikliúsið í Oldenburg. Dvaldist nokkur ár í Ameríku og hélt þar söngskemmtanir við orðstír og aðdáun og fjár- afla. Hann vitjaði fósturjarðar- innar við og við og hélt söng- skemmtanir í Reykjavík, Akur- eyri og víðar. Má meðal annars nefna, að hann söng við vígslu Kristskirkju í Landakoti 1929 og við móttöku van Rossum kardínála. Þeim Skagfield og Lovísu Ingibjörgu varð tveggja barna auðið í þeirra stuttu sambúð. Börnin eru Hilmar skrifstofu- maður, búsettur í Ameríku, og Edda húsfreyja að Páfastöðum. Eru börnin fyrirmannleg, fjöl- hæf og glæsileg svo sem ættir þeirra standa til. Skagfield þráði líf lista- mannsins og gekk þá braut og þreytti skeiðið af kappi. Hann hafnaði hinu borearalega lífi. Hann vildi vera eins og fugl á kvisti og fljúga frá einni grein til annarrar. Því festi hann svo lítið rætur. Hann var hið flögr- andi skáld, sem átti heima hjá sjálfum sér, söng og kvað aí heilli þrá ávallt og ævinlega. Söngur hans skyldi ganga fólki að hjarta og þaðan átti Xann að bergmála vítt um heim svo lengi sem fólkið elskaði fagrar listir. Eins og títt er um öll stór- menni andans hafði Skr^gfield sínar veilur og takmarkanir, því að fáum er allt lánað.. Hann skorti á um samvinnuþýðleik; skorti stéttvísi og jafnvel mátti segja að háttvísi hans væri á stundum ábótavant. Þetta varð honum því miður fjötur um fót. Skagfield hafnaði hinu borgaralega lífi, sem honum var þó upp í hendur lagt. Hann hefði getað átt sitt ágæta heim ili, að Páfastöðum, getað hlotn- azt sá æðsti heiður, sem fram- ast er hægt að fá, að verða við- urkenndur fyrirmyndar heim- ilisfaðir, með valkvendi að konu við hlið sér og fögur börn. En listagyðjan seiddi hann frá öllu þessu inn á draumalönd söngsins, sem dró honum hverf- ul tímanleg gæði, en sigur hans er, að hann mun lifa sem mikil- hæfur söngmaður í meðvitund þjóðarinnar um komandi ár. P. Jak. Dagar hða (Frh. af 4. síðu.) vinna hylli Vesturlanda. Um ferðafólk segir hann, að það mál- sé að komast á góðan rek- spöl, því að samið hafi verið við President-gufuskipafélagið um að flytja farþegahópa í hring-- ferð um eyna og hafi þegar einn hópur verið fluttur. Hafi sá hópur verið sérlega ánægður yfir ferðalaginu, því að nátt- úrufegurð sé víða á eynni frá- bær, auk þess fjöll og hitabelt- isskógar, fossar, vötn dásamleg' og heitar laugar. Vegna frosta, sem gengu í Frakklandi snemma á árinu, og mikilla og langvarandi kulda í sumar, verður vínuppskera þar í landi, á þessu ári, bæði verri og minni. Er talið víst, að vín þessa árgangs verði súrt, sem þykir nokkur galli, en samt er verð á víni hækkandi, af því talið er, að vínframleiðslan verði 12 % minni en í fyrra. En þessi 12% nema 8 milljón- jum hektólítra eða 4 milljónum 200 lítra tunnum. Hinn 20. þ.m. afhenti loft- varnamálaráðherra Bandaríkj- anna, Donald A. Onarles, Tyrkjum 14 Thunderflash flugr vélar, en þessi tegund fer hrað- ar en hljóðið. Eru þær með sér- stakan útbúnað til myndatöku og' geta tekið myndir af jörðu allt í 40.000 feta hæð. Þessar 14 flugvélar er fyrsta sendingin af 50 flugvélum þessarar gerð- ar, er Bandaríkin ætla að gefa Tyrkjum. Hinn frægi brezki eðlis- og. efnafræðingur Friðrik Soddy er látinn, 79 ára gamall. Hann kom (1913), þá 36 ára gamall, með kenninguna um ísótópana, (og bjó til það orð). En kenn- ing hans er skýringin á hvers vegna atóm, sem eru sömu efn- istégundar, geta verið misþung, þó að efnafræðin geti ekki greint þau að. Fyrir þessa kenningu fékk hann Nóbels- verðlaunin í efnafræði átta ár- um síðar (1921). 3 stærðir — fyrirliggjandi. Igi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19 — Sími 3184 a Duglegur sendisveinn óskast allan daginn. Olíufélagið h.f. Þriðjudaginn 2. október komi börnin í bamaskólana sem liér segir: Kl. 2 e. h. börn fædd 1946 (10 ára). kl. 3. é. h. börn fædd 1945 (11 ára) kl. 4 e. h. börn fædd 1944 (12 ára) kl. 11 f. h. börn fædd 1947 (9 ára) úr skólahverfi Háagerðisskóla. Þau börn, sem flytjast milli skóla, skulu hafa með sér prófskírteini og flutningstilkynningar. Skóíastjórar.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.