Alþýðublaðið - 31.10.1956, Síða 1
Listirnar einasta
landvörnin, sjá 5. s.
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
XXXVII. árg.
Miðvikudagur 31. október 1956
249. tbl.'^’Tglpww'-
SVÍvH v
Drees einu sinni
enn. Sjá 4. síðu.
Styrjöld ísraels og Egyptalands
Állan daginn í gær áftu sér stað miklir liðsflutn-k
ingar Breta og Frakka fyrir boíni Miðjarðarhafsins
Cairo, Tel Aviv og London. — NTB. í gærkvöldi.
ANTHONY EDEN, forsætisráðherra Breta, lýsti því yfir í neðri málstofu
brezka þingsins í kvöld, að Bretar og Frakkar hefðu sent Egyptum og ísraels-
mönnum orðsendingu, þar sem þess væri farið á leit, að Bretar og Frakkar fengju
að staðsetja hersveitir á nokkrum stöðum á Egyptalandi og ísrael í öryggisskyni.
Fengu Egyptar og ísraelsmenn 12 klukkustunda frest til þess að svara orðsend-
ingunni. Einnig var þess óskað, að vopnaviðskiptum yrði hætt og herirnir færðir
16 km. frá Súez. Yrði ekki fallizt á þessi skilyrði, mundu brezkir og franskir
herir sendir til Súez.
Guy Mollet, forsætisráðherra
Frakka, og Christian Pineau,
untanríkisráðherra Frakka,
fóru til London í dag til við-
ræðna við Eden og Selwyn
Lloyd, utanríkisráðherra Breta
um atburðina í Egyptalandi.
Náðu ráðherrarnir samkomu-
lagi um fyrrnefnda orðsendingu
á fundinum. Orðsendinguna má
telja hreina úrslitakosti og Ed-
en skýrði frá henni í neðri mál-
stofu brezka þingsins í dag.
TIL ÖRYGGIS SÚEZSKURÐI
í orðsendingunni fara Bretar
og Frakkar þess á leit við rík-
isstjórnir, ísraels og Egypta-
lands, að þeir fái að staðsetja
hersveitir við Port Said á Is-
malia og Súez. ísraelsmenn og
Egyptar eiga að hafa svarað
fyrir, kl. 6 í fyrramálið. Er það
skýrt fram tekið í orðsending-
unni, að Bretar og Frakkar
muni láta verða úr, því að
senda her á fyrrnefnda staði,
berist ekki svar fyrir tilskilinn
tíma.
Úrslitakostir Breta og Frakka
voru afhentir egypzka og ís-
raelska sendiherranum í Lond-
on af Kirkpatrick, vara-utan-
ríkisráðherra. Franski utanrík-
isráðherrann, Christian Pineau,
var viðstaddur, er afhendingin
fór fram.
REIÐUBÚNIR
AÐ SEMJA FRIÐ
í útvarpsræðu í Tel Aviv í
dag kvað Eytan, fulltrúi í ut-
anríkisráðuneytinu, ísraels-
menn ekki vilja leggja undir
sig ný landssvæði, en væru hins
vegar einráðnir í að jafna við i
(Frh. á 2. síðu.) I
Þýzkf saltskip sökk út af
Keflavík um hádegi í gær
Skipverjaroir, I í að tötu, björguðust.
Fregn til Alþýðublaðsins. Sandgerði í gær.
ÞÝZKT SALTSKIP sökk út af Garðskaga um hádegið í
dag. Allir skipverjarnir 11 að tölu komust í björgunarbátana og
björguðust. Veður var gott, er sjóslys þetta vildi til, en skipið
mun hafa siglt allt of nálægt landi, tekið niðri og fengið óstöðv-
andi leka.
Síðustu fréltir.
Um miðnætti bárust þær
fregnir, að Egyptar héfðu
hafnað úrslitakostum
Breta og Frakká. Lýstu
þeir því yfir, að þeir
mundu berjast til síðasta
manns. Má nú búast við,
að Bretar og Frakkar
sendi hersveitir til Súez.
Eden kallaði saman ráðu-
neytisfund um miðnætti.
^Skipið tók niðri við eyrina sunn
an við innsiglinguna í Sand-
gerði, en ekki festist skipið og
hélt því áfram ferð sinni. En
er skipið var komið á móts við
Kirkjuból á Garðsskaga var svo
mikill sjór kominn í skipið, að
það sökk. Var það á 8 metra
dýpi.
Allir björguðust.
Skipverjar bjarguðust allir
eins og áður segir. Var veður
gott en staðurinn hins vegar
mjög slæmur þarna. Skipbrots
mönnum var 1 fyrstu komið
fyrir í samkomuhúsi í Sand-
gerði, en síðan voru þeir flutt-
ir til Reykjavíkur.
Fréttir frá Budapest segja rússneska herinn gera
miskunnarlausar tilraunir til að útrýma upp-
reisnarmönnum víðs vegar um landið
VÍN, þriðjudag, (NTB-AFP). — Fréttir, sem bárust til Austurríkis í kvöld frá
Ungverjalandi skýra frá því, að bardagar hafi aftur brotizt út í Budapest og
vesturhluta Ungverjalands í dag. Skýrðu ferðamenn svo frá, að sveitir þjóðern-
issinna í tveim hverfum í Budapest hafi jhaldið uppi jharðvítugri baráttu gegn
ofurefli rússnesks liðs. Blaðamaður, sem talar ungversku og kom til Vínarborgar
í kvöld frá vesturhéruðum Ungverjalands, skýrir frá því, að þjóðernissinnar
hafi verið mjög daprir yfir þeim fréttum frá höfuðborginni, að rússneski herinn
gerði miskunnarlausar tilraunir til að útrýma öllum uppreisnarmönnum.
---------------------------4
Bretar og Frakkar
hyggjast beita
neitunarvaldi í Ör-
yggisráðinu.
NEW YORK, NTB í gærkvöldi.
ÖRYGGISRÁB SÞ var á
fundum í allan gærdag og fram
á nótt til þess að ræða styrj-
öldina milli Egyptalands og ís-
raels. Fulltrúi Bandaríkjanna
bar fram tillögum „um að bund
inn yrði þegar í stað endir á
vopnaviðskipti“. í umræðum
lagði hann áherzlu á það, að
leysa yrði deiluna á friðsamleg-
an hátt.
iSíðar bárust fréttir um það,
að Eisenhower Bandaríkjafor-
seti hefði sent Bretum og Frökk
um persónulegan boðskap um
að leysa deilu ísraels og Egypta
éftir friðsamlegum leiðum.
Framhald á 7. síðu.
Fréttir hafa borizt um, að tvö
rúmensk fótgönguliðsherfylki
hafi verið send inn í Ungverja-
land til stuðnings Rússum, en
liðsforingjar þjóðernissinna í
bænum Sopron eru ekki trúað-
ir á það.
BYLTIN G ARRÁÐ
í HERNUM
Útvarpið í Búdapest skýrði í
fyrsta sinn frá því í dag, að til
væri byltingarráð innan ung-
verska hersins og hefur ráð
þetta gefið út yfirlýsingu, þar
sem segir, að það standi á bak
við þjóðina í því að verja það,
sem áunnizt hefur með bylting
unni. Af yfirlýsingu ráðsins
sést, að það hefur sett ýmsa í-
haldssama hershöfðingja af og
starfar nú að því að afvopna
deildir úr hinni leynilegu ör-
yggislögreglu.
Búdapest-útvarpið skýrði frá
því í kvöld, að rússneski herinn
hefði hafið brottflutning sinn
kl. 16 í dag eftir staðartíma.
Sagði í fréttasendingu útvarps-
ins, að brottflutningnum verði
haldið áfram á miðvikudag.
Frétt um þetta var send út af
landvarnaráðherranum, Karol
Janza.
FLOKKURINN j
ENDURSKIPULAGÐUR
Tilkynnt hefur verið í Búda-
pest, að kommúnistaflokkur
landsins hafi verið endurskipu-
lagður og meðlimir, sem á einn
eða annan hátt afhi fengið á
sig stimpil, fái ekki inngöngu.
LIÐSFLUTNINGUR RÚSSA
INN í UNGVERJALAND
Fréttir af hernaðarstöðunni í
landinu voru óljósar og var í
Vín erfitt að gera sér grein fyr-
ir liðsflutningum Rússa.
Sumar fréttir skýrðu frá
því, að liðstyrkur hefði kom-
(Frh. á 7. síðu.) ,