Alþýðublaðið - 31.10.1956, Síða 4

Alþýðublaðið - 31.10.1956, Síða 4
4 AlþýSublaHiS Miðvikudagur 31. okt. 195l8 Útgefandi: Alþýðuflokkarlnn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. _ Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsaon og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Sai?.óelsdóttir. Ritstj ómarsímar: 4901 og 4902. Afgieiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðj an, Hwrfisgðtu 8—10. 'S -S Mennirnir^ sem þegja ATBURÐIRNIR í Ung- verjalandi og Póllandi und- anfarna daga hafa vakið al- heimsathygli. Frjálsir menn fyllast skelfingu yfin öðru eins og því, að skriðdrekum sé att gegn óvopnuðum borg urum og fólkið brytjað nið- ur eins og flugur. Enn er erf itt að átta sig á samhengi við burðanna þan austur frá, en hitt er vitað, að þar hefur átt ;ér stað hryllilegt blóðbað. Rommúnisminn hefur verið að dæma sjálfan sig í Ung- verjalandi og Póllandi, og sá dómun er óvefengjanlegur. fín hvað segja aðdáendur „austræna lýðræðisins“ hér á íslandi við öllu þessu? Þjóðviljinn burðaðist við að taka afstöðu á dögunum. Hann deildi á fyrrverandi vaidhafa Póllands og Ung- verjalands og játar, að þeir hafi fylgt rangri stefnu og gerzt sekir um mikla glæpi. Það á líka að vera óhætt eft ir að mennirnir eru fallnir í ónáð og komnir í minni- hluta heima fyrir. En Þjóð viljinn sá aldrei mistökin eða glæpina meðan sömu menn voru við völd í Pól- landi og Ungverjalandi. Þvert á nióti. Þá var allt gott og blessað, sem þeir gerðu. Og enn forðast kommúnistablaðið að taka afstöðu til meginatriðanna í þessu sambandi. Þjóðvilj- inn segir ekki orð um það, að valdhafar Rússlands stjórnuðu þeim, sem nú eru fallnir á sjálfs sín bragði í Póllandi og Ungverjalandi. Og hann hefur heldur ekk- ert um það að segja, að rúss neskum her sé att fram gegn Ungverjum. Þjóðvilj- inn veit ekki enn, hvað hann má! Það er þó einmitt þetta, ;em máli skiptir. Heimsvalda stefna Sovétríkjanna í Ijósi atburðanna í Póllandi og Ungverjalandi sannast að vera alvarlegustu mistök kommúnismans. Og athæfi rússneska hersins í Ungverja landi er afleiðing hennar. Rússar líta á sig sem herra íeppríkjanna í Mið- og Aust ur-Evrópu og hika ekki við að beita þar valdi ofbeldisins og grimmdarinnar. Hlutað- éigandi lönd eru raunveru- lega hersetin af Rússum, sem þó þykjast vera forustu þjóð heimsfriðarins. Og ís- lenzka kommúnistablaðið fæst ekki til að segja eitt orð um þetta. Það veit ekki, avort það eigi að afsaka sví virðinguna eða megi for- dæma hans og brestur kjark til að hugsa sjálfstætt. Þetta er sama sagan og alltaf endurtekur sig um kommúnista. Aumingja- skapur Þjóðviijans kemur því engum á óvart, hann er ekki annað en allir eiga von á og telja sjálfsagðan hlut. En hvað um afstöðu Alþýðubandalagis? Mið- stjórn þess hefur enn ekki látið neitt frá sér heyra um atburðina í Póllandi og Ung verjalandi. Hún þegir eins og steinn. Þó eiga sæti í henni menn, sem láíast ekki vera kommúnistar, en segj ast fylgja róítækri jafnað- arstefnu, unna lýðræði og mannhelgi og vera andvíg- ir hvers konar ofbeldi. Hvað finnst þeim um blóð bað Rússa í Ungverja- landi? Finnst þeim sæm- andi, að afstaða þeirra sé óljósari og aumkunarverð- ari en kommúnistanna við Þjóðviljann? Vilja þeir ekki gera svo vel og taka af stöðu á móti kommúnism- anum og heimsvaldastefnu Rússa, en með lýðræðis- sinnuðum sósíalisma og frelsisbaráttu þjóða, sem kúgaðar eru í skjóli rúss- nesks hers? Róttækir jafnaðarmenn um allan heim eru sannar- lega ekki mykrir í máli um atburðina í Póllandi og Ung verjalandi, hvað þá að þeir þegi eins og Alþýðubandalag ið á íslandi. Þeir fordæma þessa óhæfu og svívirðingu eins og þeir fordæmdu blóð- baðið í Austur-Berlín 1953 og ofbeldið í Poznan í ár. Alþýðubandalagið var lög- lega forfallað 1953. En það þagði, þegar verkamennirnir í Poznan voru brytjaðir nið- ur, og það þegir enn við of beldinu og grimmdinni í Ung verjalandi. En frjálslyndir og róttækir menn, sem kusu Hannibal Valdimarisson, Finnboga Rút og Alfreð Gíslason á þing í síðustu kosningum, eiga sannarlega kröfurétt á því, að þeir þori að hafa skoðun á þessu máli og segja hana. Þögnin er líka afstaða, þó að hlutskipti hennar sé átakanlegur aum ingjaskapur. Askriftasímar blaðsins eru 4900 og 4901. Utan úr heimi ÞAÐ ER orðin föst regla í hollenzku stjórnmálalífi, að stjórnarkreppan eftir hverjar kosningar standi allt að því eins lengi og nemur meðal valda- tíma fransks ráðuneytis. Að þessu sinni sló þó stjórnar- kreppan öll met hvað það snerti, því að hún stóð fjóra mánuði. Og hún endaði á sama hátt og svo oft áður — Willem Drees tókst að mynda stjórn að lokum. Hann hefur nú lagt ráðherralista sinn fyrir Júlí- önu drottningu; er hann skip- aður fimm fulltrúum jafnað- armannaflokksins. Margir telja Willem Drees fulltrúa hinnar eldri kynslóð- ar jafnaðarmanna, — og gæt- inna Hollendinga yfirleitt. Hann hefur mjög einfaldar lífs venjur, hefur verið strangur bindindismaður alla æfi, býr í lítilli og látlausri íbúð og ferð- ast oftast heim í strætisvagn- inum að loknu dagsverki. Hann nýtur frábærrar lýðhylli, og þó einkum meðal hinna eldri. Það var Drees, sem fékk elli- tryggingarlögin samþykkt. Þau eru síðan aldrei nefnd ann- að en Dreestryggingin. Þegar hann sagði af sér ráðherradómi eftir kosningarnar í vor, barst jafnaðarmannablaðinu „Het Vrije Volk“ bréf frá aldraðri konu, sem þoldi önn vegna Drees-trygginganna. Tekur kona hans ef til vill við fram- kvæmd þeirra? spurði hún. Jafnaðarmannaflokkurinn fékk 38 þingmenn af 100 kjörn um við síðustu kosningar. Er þetta í fyrsta skipti sem þeir fá fleiri kjörna en kaþólski flokkurinn, sem að þessu sinni hlaut 32. Hinir skiptast á ýmsa flokka. Jafnaðarmenn gátu því bent á, að þeir væru í sókn, höfðu unnið 3 fulltrúa síðan í kosningunum 1952, sex síðan í kosningunum 1948. Það er hröð þróun á Hollandi. En Drees, sem var forsætis- ráðherra í kosningunum fór að hollenzkri venju og sagði af sér. Drottningin bað hann veita viðskiptaráðuneytinu for stöðu og menn tóku eftir því, að hún nefndi ekki til hve iangs tíma. Síðan reyndu fjór- ir stjórnmálamenn, hver á eft- ir öðrum að mynda stjórn, en árangurslausri. Þá var leitað til Drees — sem tókst það. Það voru fyrst og fremst varnarmálin, sem slagurinn stóð urn, en svo ræddust leið- togar flokkanna við og náðu samkomulagi. Framlag til varn armálanna skyldi verða jafnt og áður, en laun þeirra, sem að þeim unnu, hins vegar aukin án- þess það væri reiknað með framlaginu. i Þá stóð og barátta um em- bætti fjármálaráðherrans. Báð ir vildu hafa hann úr sínurn flokki. Margir telja að átökin innan drottningarfjölskyldunn | ar ættu sína sök á stjórnar- kreppunni en um það getur enginn sagt. Hollendingar sjálf- ir benda á að áhrif drottning- arinnar séu mjjög takmörkuð í þessu sambandi. En maður getur ímyndað sér að það hafi ekki verið auðvelt fyrir stjórn- málamennina að berjast þann- ig á tveimur vígstöðvum í einu. Sjó verSur breytf í ferskl vafn með ódýrri aðferð effir 10 ái SAN FANCISCO, Kaliforn- íu. — Everett D. Howe, pró- fessor við háskólann í Kaliforn íu, hefur nú um skeið unnið að tilraunum á vegum háskólans með að breyta söltu vatni í ferskt vatn. Hefur hann látið svo um mælt, að innan tíu ára muni verða hægt að breyta söltu vatni í ferskt vatn með litlum tilkostnaði og mun það verða notað til drykkjar, iðnaðar og vatnsveitinga. Howe sagði, að samkvæmt þeim rannsóknum,. sem þegar hefðu verið gerðar, þá væri nú unnt að framleiða ferskt vatn úr sjónum fyrir upphæð, er næmi um það bil 100 dollur- um fyrir hverja 1233,5 kúbik- metra. Howe sagði, að stórborgir yrðu að greiða allt að 125 doll- ara fyrir 1233,5 kúbikmetra af fersku vatni, en lægsta gjald væri 30 dollarar. Annars fer gjaldið eftir staðsetningu borg- anna. Hann sagði enn fremur, að ódýrasta aðferð, sem nú þekkt- ist til þess að breyta söltu vatni í ferskt vatn væri kunn sem „eiming við lágt hitastig“. Aðferð þessi er fólgin í því, að vatni er breytt í gufu við lágan þrýsting, en síðan hleypt gegnum hverfihjól, við það myndast orka og síðan ferskt vatn. Prófessor Howe er vongóður um, að bráðlega muni verða byggðar tilraunastöðvar, sem veita muni vitneskju um, hvernig þessi aðferð muni reynast í framkvæmd. Háskólinn í Kaliforníu hefur látið fara fram rannsóknir og gert tilraunir á þessu sviði síð- an árið 1952. Þessar rannsóknir eru gerðar í samráði við sams konar rannsóknir, sem fram fara á vegum bandarísku stjórn arinnar. Prófessor Howe sagði: „Við erum þess fullvissir, að sá dag- ur mun koma, er ódýrara verð- ur fyrir okkur að beyta söltu vatni í ferskt vatn en að flytja vatn langar vegalengdir.“ Það er sérlega mikilvægt fyr ir fylkið Kaliforníu, að þessar rannsóknir gefi góðan árangur, vegna þess að þar eru mikil Iandssvæði, sem á eru ræktaðir ávextir og grænmeti, og eru þau að mestu leyti vökvuð með víðtæku vatnsveitukerfi. KVENNAÞATTUR ”1 Ritstjóri Torfhildur Steingrímsdóttir NÝJIR LITIR Á HERBERGJ- UM OG f HÚSUM. John Frayn Turner segir, í ný komnu blaði af Britain and Eve, að nýjasta tízkan í húsamáln- ingu sé svart og hvítt. Hófst þessi tízka með svört- um og hvítum flísum í eldhús- inu, en þær tóku fljótt að breið- ast út í baðið, forstofuna og loks dagstofuna. Gekk þannig lengi vel að aðeins voru svartar og hvítar flísar á gólfinu. Síðan kom svart gólfteppi, stoppaðir stólar og loks veggfóður í Eng- landi, að allsstaðar í nýjum hús um getur að líta svart og hvítt í öllum mögulegum munstui> samsetningum og á hvaða hús- gögnum sem er. Hvér er svo ástæðan fyrir þessu öllu saman, sökum þess að svart og hvítt er svo þægilegt saman og hvílir svo vel. Reynið það bara segir hann. Hvað finnst ykkur t. d. um kínverska vasann, sem myndin I er af. Hann er úr hvítu kera- mik og með svörtum röadum. JÓLAANNIR NÁLGAST. Það fer senn að líða að því að þið lesendur góðir farið að hugsa ykkur gott til glóðarinn- ar og reyna að útbúa ýmislegt til jólanna. Má með sanni segja að slíkt sé ekki ráð nema í tíma sé tekið. Það er ákaflega leið- inlegt að vera með allt á síð- ustu stundu og vera svo yfir sig i þreytt þegar að jólum kemur, að lítill möguleiki er til þess að njóta hátíðarinnar. Ég ætla því á næstunni að birta fyrir ykkur sem áhuga hafið ýmsar hugmyndir að jóla- gjöfum, sem þig getið sjálfar bú ið til og vona að þið fylgið ráði mínu um að fara þegar að hugsa . til hátíðarinnar. >000000000000000000000041 Auglýsið í Alþýðublaðina l|

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.