Alþýðublaðið - 06.01.1957, Side 5
SiMBiusIagur g. janúar 1957
A lþ ý g u b t a g I g
5
Bœkur
Off
hofundar:
* Guðmundur Böðvarsson:
' Kvæðasafn. Heimskringla.
Prentsmiðjan Hólar. —
Keykjavík 1956.
SKÁLDSKAPUR Guðmund-
ar Böðvarssonar er víst enn ein
útgáfa ævintýrsins um íslenzka
alþýðumenningu, sem orðið hef
ur Islendingum til mestrar
frægðar. Sjálfmenntaður bóndi,
lítill fvrir mann að sjá og hvers
dagsgæfur gerist kvæðasmiður
á landsvísu og þyldi vissulega
samanburð, þó að farið væri til
annarra landa. Guðmundur
kvaddi sér hljóðs á skáldaþing-
3nu fyrir þrjátíu árum og hef-
ur jafnan sómt sér þar ágæt-
lega, ort fimm bækur, sem nú
eru komnar í heildarútgáfu, og
átt sívaxandi athygli og viður-
kenningu að fagna. Hér mun
feezt að tilgreina niðurstöðuna
í upphafi: Guðmundur er í hópi
Jistfengustu og sérstæðustu góð
skálda okkar, sannkallaður
itörpusveinn sveitar og upprufia
og heimsborgari þó, landnám
hans í ríki Ijóðagerðarinnar er
miklum mun víðlendara og feg
urra en nokkurn skyldi gruna
®f göngulagi og burðum þessa
jhægláta og kurteisa bónda. Sá
Jiefur kunnað að rækta garðinn
sinn að Kirkjubóli í Hvítár-
síðu.
Sérkenni Ijóðskáldsins Guð-
snundar Böðvarssonar eru
tvö — fíngerður yndisleiki og
dulúðgur óhugnaður. Hann lof-
syngur unaðssemdir íslenzkrar
Síáttúru nærfærnum en sviprík-
)im orðum og túlkar kvölina,
vonbrigðin og ósigurinn með
Wæbrigðum tvíleiksins, þar
sem saman fer mýkt og þrótt-
'ur. Guðmundur er því sveita-
skáld í tignum og sönnum skiln
ingi. en samt önnur saga af
skáldskap hans. Hann horfir
löngum út í heim úr bæ sínum
í Borgarfirði, yrkir sig til fund
ar við fjarlæg ævintýralönd,
sem kannski hafa aldrei verið
til, en birtast eigi að síður í
ljóðum hans og gleymast naum
ast. Ljóðadísin hefur gefið þess
um heimaalningi fljúgandi
klæði, sem ber hann langt og
víða í fylgd með lesandanum,
Guðmundur Böðvarsson.
og sú ferð er skemmtilega eftir-
sóknarverð. Þess vegna mun
ekki ofmælt, að hann sé hörpu-
sveinn og heimsbo.rgari. Undir-
rituðum kemur ekki önnur skil
greining betri í hug, þó að not-
uð hafi verið áður við ýmis
tækifæri.
Kvæði Guðmundar eru samt
harla umdeilanleg. Hann telst
exKi rökhyggjumaður í skáld-
skap sínum heldur leitandi og
vandlátur fagurkeri, hrifnæm-
ur og áhrifagjarn og liggur
stundum vel við höggi víga-
manna eins og barn í túni, þar
sem hann hyggur að blómi og
dáist að litum jarðar, þó að
honum sé í grun og minni ógn
fjalls og háski veðra uppi á ís-
lenzkum heiðum. En Guðmund
ur er trúr sjálfum sér og hlut-
verki sínu, reynir ekki að dylj-
ast, kemur til dyranna eins og
hann er klæddur hverju sinni
og hefur engin undanbrögð í
frammi. Því er hann sterkur í
j veikieika sínum og ástæðulaust
! að reiðast barnslegu hrifnæmi
hans og hlýðinni fylgd, þegar
kæra j*esti ber að garði. Guð-
mundúr fær stundum að láni
efnivið í annarra skógi, en smíð
ar úr honum ljóðgripi sína af
persónulegum hagleik og með-
fæddri virðingu fyrír verkinu.
Og svo eru þetta undantekn-
ingar. Oftast verða smíðisgrip-
irnir til úr kjörviði, er hann
gróðursetti í lundi starfs og
reynslu og kom til þroska vaxt-
ar og nvtja. Þeir eru honum
einum að þakka og ráða úrslit-
um þess, að Guðmundur Böðv-
arsson hlýtur að teljast sjálf-
stætt og listfengt skáld. sem
bókmenntasaga samtíðarinnar
mun geta að miklu, ef hún .verð
ur samin af viti og sanngirni.
Og Kirkjubólsbóndinn barf
ekki að kvíða dómi framtíðar-
innar. Stíll hans og stefna er í
ætt við hana, þó að hann sé
ekki eins nýstárlegur og sumir
hinir og láti rímið hugsa fyrir
sig öðru hvoru í þreytu eða
; andlegri vanlíðan. Slíkt eru
einkenni íslenzka bóndans, sem
þarf ærið fyrir því að hafa að
gerast sæll og kátur.
Hér skal ekki stofnað til upp-
talningar, enda hvorki staður
né stund til svo hæpinnar erf-
iðisvinnu, en víst eru líkleg til
langlífis þvílík kvæði sem Vís-
1 ur um birkilauf, Kyssti mig
'sól, Rauði steinninn, Vor borg,
Tvær hæðir. Lyngheiðin rauð,
HörpuskeL Blindir menn, Of
Framhald á 7. síðu.
EINN BEZTI VINUR íslands
erlendis, Ernst Stenberg, full-
trúi í Stokkhólmi, er látinn.
Hann verður jarðsunginn á
morgun.
Ernst Stenberg fæddist í
Smálöndum 8. maí 1899, Mér
_er ekki kunnugt um fyrstu ár
bans, en brátt munu foreldrar
hann hafa flutzt til Stokk-
hólms, því að þar ólst hann upp.
Hann gerðist mjög snemma
íélagi í samtökum ungra jafn-
aðarmanna og leið ekki á löngu
þar til hann komst í röð
í'remstu áhugamanna og starfs-
rnanna. Hann nam við „Birka-
gárdens folkhögskola11 og tók
'upp frá því virkan þátt í allri
starfsemi skólans og þar á með-
al leshringum hans, en les-
hringastarfsemi er, eins og
kurmugt er, mjög útbreidd með
al Svía og hefur lengi verið og
á mjög mikinn þátt í almennri
menntun og þekkingu alþýðu.
3Þá komst Stenberg í snertingu
við samtök jafnaðarmanna, sem
gáfu út, og gefa enn út ritið
Studiekam'mraten, en það
Iielgar sig eingöngu listum, bck
snenntum og menningarmálum
á öllum sviðum. Er allt starf
Við blaðið leyst áf höndum án
nokkurra launa. þannig að all-
jr, sem skrjfa í það — og þar
á meðal eru fjölmargir hinna
fremstu Svía í listum og bók-
menntum, fá engin ritlaun
fremur en aðrir, sem vinna við
það: ritstjórar og afgreiðslu-
menn, en Stenberg varð fljótt
helzti afgreiðslumaður blaðsins
og vann öll kvöld við það.
Árið 1939 kom hingað til
. •
lands stór hópur Svía, eða
um fimmtíu að tölu. Kölluðu
þeir sig Vigbyholmara, en
þeir höfðu sótt námskeið í Vig-
byholm og voru þetta eingöngu
menn og konur, sem sótt höfðu
nám í lýðháskólum. Þarna
voru fjölmennastir starfsmenn
sænskra verkalýðsfélaga og Al-
þýðuflokksins, að viðbættum
nokkrum norskum og finnsk-
um jafnaðarmönnum. Þessi
stóri hópur dvaldi vikutíma að
Laugarvatni og varð ég svo
heppinn að fá að dveljast þar
með þeim. Þarna voru fluttir
margir fjrrirlestrar og hlýtt á
erindi merkra Íslendínga um
atvinnumál, listir, bókmenntir,
jarðfræði og stjórnmálasögu
þjóðarinnar. En aðrar stundir
voru notaðar til leika og ann-
ars gleðskapar.
Ég veitti fljótlega athygli
lágvöxnum manni, bjartleitum
og ljóshærðum, sem virtist allt-
af eiga frumkvæðið að hinum
ýmsu uppátækjum. Hann
kvaddi fólkið til þjóðdansa á
kvöldum, skipulagði lið til að
koma upp „majstáng" að sænsk
um sið, lyngi skreyttri á Jóns-
messu, og dansaði umhverfis
hana af mestum krafti og bjart-
astri gleoi. Hann gat ekki horft
á neinn sitja hjá og var á sí-.
felldum þönum milli félaganna.
Annars virtist hann vera feim-
irm og hlédrægur, en það var
eins og innri ‘eldur þrýsti hon-
u.m til forustu í hvert sinn. Upp
frá þessu vorum við Ernst Sten
berg vinir.
í þessari ferð i'ékk Stenberg
svo mikla ást á ís’andi og íslend
ingum, að hún v nað inn-
tak lífs hans upp pví. Hann
stofnaði félagið . u kagárdéhs
Islandscirkel (íslands-leshring-
ur Birkagárdens). Kenndi
hann félagið þannig við lýðhá-
skólann, sem har. > ' aldi sig eiga
JOLAMYNDIR í ár eru
yfirleitt fremur góðar, þó
skara Hafnarfjarðarmynd-
irnar að vanda langt íram
úr. Segja má, að tæpast verði
manni að óskum sínum í
sambandi við jólamyndir
Iengur, þegár búizt er við
hinu bezta, reynist allí ann-
að uppi á- teningnum, von-
andi að hér sé ekki um
.,butsness‘‘-bragð að ræða.
Hvað um það, þátturinn
óskar lesendum sínum gleði
legs árs og góðra mynda.
Nýtt tímarit um kvik-
myndir hefur hafið göngr
sína. Nefnist það kvikmynö
ir og kynnir myndir vænt
anlega á næstunni. Það má
segja, að þarna sé um frem
ur þröngt starfssvið að ræðf
fyrir kvikmyndatímarit, er
fái það svo góðar móttökui
að því verði hugað líf, ei
lofað að færa út kvíarnar
frekar en hitt. — Ritið ei
skreytt fjölda mynda úi
jólamyndunum og kostar að-
eins 5 krónur heftið.
Johan Jacobsen hefur svið
setí nýja mynd úr Nýhöfr
fyrirstríðsáranna, þar sen_
hann setur fram á tjaldini
mynd af glænaféíögum, er
reka hótel í Nýhöfninni
frægu í Kaupmannaböfn, til
þess eins auðvitað að hylja
sínar raunverulegu gerðir.
Allt gengur á afturfótun-
um, unz Ieinilögreglureyfara
höfundur kemur tii þeirra,
sem leigjandi og læðast þeir
ínn á herbergi hans á nótt-
unni og lesa það sem hann
hefur skrifað á daginn, síðan
fara þeir út og framkvæma
það.
Forsíður blaðanna fyllast
af alls konar ránssögum og
eru þær svo líkar sögunni,
sem höfundurinn er að skrifa
á hotelinu, að hann uppgötv
ar, að mögulegt sé að fram-
kvæma hugdettur sínar.
Vitanlega hefst ákafur
eltingaleikur við afbrota-
mennina. sem náítúrlega
endar vel, en þó kannski
ekki alveg á sama hátt og
við mundum búast idð.
Richard Widmark er löngu
orðinn velþekktur meðal ís-
lenzkra kvikmyndahússgesta
og sýnir yfirleitt afbragðs-
leik í myndum sínum.
Ekki alls fyrir löngu kom
á markað í Evrópu ný mynd
með honum „Aðeins tveir
sneru aftur“, en þar leikur
hann á móti Gary Cooper og
Susan Hayward með fleir-
um.
Gullgrafarar, sem sökum
vélabilunar verða að lenda í
mexikanskri höfn, fara með
'konu, er þeir hitta í krá
einni, upp að gullnámunum
og hjálpa henni til að sækja
þangað mann hennar sjúkan.
Þau fara fjögur af stað, en
tvo drepa indíánar á leiðinni.
Á heimleið eru þau svo um-
kringd, en sjá möguleika á
því að losna, ef eitt þeirra
verði eftir til að blekkja
Indíánana, meðan hin flýja.
Það kemur í hlut Richards,
sem leikur eiginmanninn og
tekur hann því sem hverju
öðru súru epli, þar sem hann
er orðinn þess fullviss, að
Súsan og Cooper eru farin
að elska hvort annað. Svo
aðeins tvö koma til baka.
S.Þ.
svo mikið að þakka. — Gg með
stofnun félagsins hóf Stenberg
. mikið og gott starf. Hann efndi
til funda við og við. Fékk ís-
lendinga, sem dvöldu í Svíþjóð
til að koma á fundina og flytja
erindi um íslenzk mál svo og
Svia, sem unna Islandi, til að
tala um sarna efni, en jafnframt
sáu konurnar um ísienzkan mat
é borðum, en þær lærðu bæði
ytra og hér heima ao matreiða
til dæmis hangikjöt og gera
skyr. Allt var haft eins ísleiizkt
og unnt var. — En jafnframt
fór Sténberg að hugsa til ann-
arar hópferðar til íslands. Ferða
lög hingað eru fiárfrek, en fólk
íð, sem helzt var í félaginu og
Stenberg náði til, var launþeg-
ar með lág laun. Hann hóf því
sparifjárstarfsemi meðal þess
og greiddi hver þátttakandi um
10 krónur á mánuði og reyndi
þamiig að safna sér fyrir ís-
landsferð. Þetta var erfitt,
margir byrjuðu að safna, helt-
(Frh. & T.-síðu.)