Alþýðublaðið - 30.01.1957, Page 4

Alþýðublaðið - 30.01.1957, Page 4
A í þ ý g n b l a S18 Miðvikuclagui* 30. janúar 1957 Útgefandi: Alþýðuílokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. > S \ s s s ) s s s s s $ ,s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Úlfshárin og sauðargœran NÝJASTA UPPÁTÆKI íhaldsins er að fjargviðrast yfir því, að Eggert G. Þor- steinsson taki sæti á alþingi í stað Haraldar Guðmunds- sonar. Morgunblaðið ræðir málið í gær og segir, að Al- þýðuflokkurinn sé varaþing raannslaus í Reykjavík. Og Vísir gengur enn lengra. Boðskapur hans er þessi: Eggert G. Þorsteinsson fær ekki kjörbréf. Það er aldrei, að íhaldið gerir sig digurt. Þófarar Sjálfstæðis- flokksins eru liér bersýni- lega að verða sér úti um á- greiningsatriði til að tefja störf alþingis einu sinni enn. Staðreyndirnar liggja hins vegar ljóst fyrir: Al- þýðuflokkurinn fékk einn kjördæmakosinn þingmann í Reykjavík við kosningarn ar í sumar, Harald Guð- mundsson, og annan lands- kjörinn, Gylfa Þ. Gíslason. Rannveig Þorsteinsdóttir, sem skipaði þriðja sætið á listanum, afsalaði sér vara- þingmannssætinu strax eft ir kosningar og áður en kjörbréf voru gefin út. Þess vegna ber Eggert G. Þorsteinssyni varaþing- mannssætið skilyrðislaust. Hann skipaði fjórða sæti listans, og Alþýðuflokkur- inn á auðvitað óumdeilan- legan kröfurétt á umræddu þingsæti. Gefur að skilja, hversu fráleitt það sé, að hann eigi ekki kost á vara- þingmanni í kjördæmi, þar sem kosið er um lista og átta aðalmenn og átta vara menn voru í framboði af hans hálfu eins og ann- arra flokka. Sjálfstæðis- flokkurinn gerir sig að við- undri með slíkum málflutn- ingi. Og Vísir ætti að full- yrða varlega fyrirfram um afgreiðslu alþingis á kjör- bréfi Eggerts G. Þorsteins- sonar. Hér koma fleiri við sögu en þeir ofstækisfullu leiðtogar Sjálfstæðisflokks ins, sem ráða orðum Morg- unblaðsins og Vísis. Hlutað eigandi blöðum væri sæmst að bíða umræðnanna á al- þingi áður en þau taka af- stöðu. Annars er frumhlaup Morgunblaðsins og Vísis glögg sönnun þess, hvernig komið væri lýðræði og þing- ræði á íslandi, ef Sjálfstæð- isflokkurinn réði lögum og lofum á alþingi. Þá yrðu kosningaúrslit virt að vett- ugi til að ná sér niðri á and- stæðingum. TJlfshár nazism- ans koma í Ijós gegnum sauð argæru Sjálfstæðisflokksins, þegar mál eins og kjörbréf Eggerts G. Þorsteinssonar ber á góma. Vilji flokksins á að mega sín meira en lög og réttur. Og aðalábyrgðar- maður þessarar svívirðingar er fyrrverandi lagaprófessor og dómsmálaráðherra. Sann- arlega má segja um Bjarna Benediktsson, að honum er ekki sárt um háskólann eða önnur trúnaðarembætti, er honum hafa verið falin vegna sérþekkingar, sem hann hefur nám og próf upp á. Hér sannast einu sinni enn, hvað skapsmunir manns ins eru vankantaðir. Gúmmíhjörgunarhátarnir MORGUNBLAÐIÐ end- urprentar í gær forustugrein Alþýðublaðsins um gúmmí- björgunarbátana og leggur því máli þannig drengilegt lið. Síðan bætir það við, að fétt sé, að alþingi hraði af- greiðslu umrædds frum- varps, en þó verði að spyrja samtímis, hvernig standi á því, að jafnvel ný skip skuli koma til landsins og hafa ekki þessi björgunartæki. Þetta eru orð í tíma töluð, en einmitt staðfesting þess, sem Alþýðublaðið sagði, að biðin á því að lögfesta gúmmíbjörgunarbáta á öll skip væri orðin of löng. Á- skorun skipshafnarinnar á Goðanesinu er ærið tilefni þess að hraða málinu. Þó þurfti hún raunverulega ekki til að koma. Reynslan hefur löngu dæmt í þessu máli. Og sannarlega á ekki að bíða eftir því að fleiri íslenzkir sjómenn láti lífið áður en frumvarpið um gúmmíbjörg- unarbátana verður að lögum og þar með öllum skipum gert að viðhafa þessa sjálf- sögðu varúðarráðstöfun. Önnur blöð ættu að taka sömu afstöðu og Alþýðublað- ið og Morgunblaðið og túlka þannig almenningsálitið í þessu máli. Íþréííir: Beztu frjálsíþróffaafrek 195 NÆST eru það kastgreinarn ar, sem verða á vegi okkar, en þar höfum við oftast verið til- tölulega beztir miðað við aðrar þjóðir. Þannig er það enn, þó að stökkin hafi dregið töluvert á. Aldrei fyrr hefur einn varp- að kúlunni yfir 16 m og þrír yfir 15 m á sama árinu. Guð- mundur Hermannsson hefur líklega aldrei æft eins vel og í fyrra, þess vegna kom það ekki mörgum á óvart, að hann skyldi ná 16 m markinu. Enginn vafi er á því, að meira býr í Guð- mundi, a.m.k. 16,50 er ekki fjarlægur draumur. Skúli var betri í fyrra en 1955 og bætti árangur sinn um 32 sm. Skúli hefur aldrei æft nógu vel. Eng- inn vafi er á því, að hann getur varpað kúlu yfir 16 m, og von- andi strax næsta sumar. Huse- by gerði „come-back“ í fyrra og var það mörgum ánægju- efni að sjá hann aftur í keppni, þó að getan sé ekki sú sama og áður. Kringlukastið var mjög jafnt og gott, Hallgrímur var lang- beztur og kastaði oft yfir 50 m. Hann náði bezt 52,24 m í en ef hann æfði sínar veiku 3. greinar, getur hann orðið góð- | 4. ur í tugþraut. Björgvin verður |5. góður fjölþrautarmaður, en 6. hann er ekki nógu sprettharð- ur. íslenzkar boðhlaupssveitir hafa aldrei eða mjög sjaldan náð tíma í samræmi við árang- ur einstaklinganna. Stafar það af slæmum skiptingum, boð- I hlauparar verða að æfa skipt- I ingar, þá koma góðir boðs- i hlaupstímar. | Þá er þessu rabbi um beztu ' frjálsíþróttaafrekin 1956 lokið og vonandi hafa einhverjir haft gagn og ánægju af því. 16,15 15,33 15,26 14,65 13,85 13,80 52.24 49,82 Kuluvarp: 1. Guðm. Hermannss., KR 2. Skúli Thorarensen, ÍR 3. Gunnar Huseby, KR 4. Hallgr. Jónsson, Á ... . 5. Friðr. Guðmundss. KR 6. Vilhj. Einarsson, íít Kringlukast: 1. Hallgrímur Jónsson, Á 2. Frir. Guðmundss. KR. Þorsteinn Löva, KR 48,16 Guðm. Hermannss., KR 46,40 Gunnar Huseby, KR 46,03 Þorst. Alfreðsson, Á 44,29 Spjjótkast: Jóel Sigurðsson, ÍR 63,50 Ingvar Hallsteinss,, FH 61,76 Gylfi Gunnarsson, ÍR 57,87 Björgvin Hólm, ÍR 57,02 Sigurk. Magnúss. HSS 56,75 Adolf Óskarsson, ÍR 55,10 Sleggjukast: Þórður Sigurðss., KR. 51,16 Friðr. Guðmundss., KR 48,90 Þorv. Arinbjarnar., UK 47,75 Einar Ingim. UK, 47,84 Páll Jónsson, KR 45,00 Gunnar Huseby, KR 39,64 Fhnmtarþraut: Stig Pétur Rögnvaldss., KR 2919 Daníel Halldórsson, ÍR 2691 Björgvin Hólm, ÍR ' 2621 Einar Frímannsson, RR 2467 Jón Pétursson, KR 2347 Trausti Ólafsson, Á 2288 Tugþraut: Pétur Rögnvaldss. KR 5858 Daníel Halldórss., ÍR 5661 Björgvin^ Hólm, ÍR 5380 Trausti Ólafsson, Á 4730 Einar Frímannsson, KR 4596 Eiður Gunnarsson, Á 3894 4X100 m boðhlaup: 1. Landssveit ....... 2. Ármann ........... 3. KR................ 4. ÍR................ 4X400 m boðhlaup: 1. Landssveit ....... 2. Ármann............ 3. KR................ 4. ÍR ............... 42,6 43.8 44,0 44.8 3:17,2 3:19,0 3:29,0 3:30,9 Handknaítleiksreglur ISL Hallgrímur keppni við Uddebom hinn sænska. Friðrik hefur heldur aldrei verið eins góður og s.l. sumar. Hann var aðeins 18 sm öfugu megin við 50 m. Vonandi koma 50 sm næsta sumar. Löve var ekki eins góður í fyrra og 1955. Jóel var beztur í spjótkast- inu og er þetta 12. árið í röð, sem hann nær bezta árangri ársins. Á móti í Þýzkalandi náði Jóel 65—66 m kasti, en spjótið kom flatt niður og tilraunin var því dæmd ógild. Allt getur því skeð ennþá, kannski að Jóel eigi eftir að koma með met? Þrír efnilegir menn skipa næstu sæti, Ingvar, Gylfi og Björgvin. Ekki er gott að segja, hver þeirra verður beztur, en keppn- in milli þeirra verður skemmti- leg næsta sumar. Árangurinn í sleggjukastinu var sæmilegur, en nú þurfum við helzt að fara að fá a.m.k. 55 m kastara. Þórður var ör- uggastur, en Friðrik er sá, sem lengst mun ná í þessari grein, ef hann æfði hana vel. Þorvarð ur og Einar tóku framförum. MET í FIMMTARÞRAUT. Pétur var bezti fjjölþrautar- maður okkar s.l. sumar, en Daní el var ekki langt á eftir. Pétur setti nýtt met í fimmtarþraut, gamla metið átti Finnbjörn, árangur hans í tugþraut er einn ig að verða nokkuð góður og í sumar ætti hann að ná a.m.k. 6000 stigum. Daníel er ójafn, REGLUR ÍSÍ um handknatt- leik, eru sem aðrar leikreglur ÍSÍ í alþjóðaíþróttum, gerðar eftir gildandi alþjóðareglum og hafa tekið sömu breytingum og þær, þ.e. ef samþykktar hafa verið breytingar á alþjóðaregl- unum, hefur leikreglum ÍSÍ verið breytt á sarna hátt og hef- ur framkvæmdastjórn ÍSI sent sambandsaðilum breytingarnar strax og þær hafa verið gerðar. Á þingi Alþjóðahandknatt- leikssambandsins, er haldið var í Stokkhólmi á s.l. hausti, var gerð breyting á alþjóðareglum um handknattleik, sem fram- Pét ur kvæmdastjórn ÍSÍ hefur nú samþykkt og fer hér á eftir: Viðbát við 5. gr. 3. Handknatt- leiksreglna ISI. Að reka knöttinn með ann- arri hendi í sífellu til jarðar án takmörkunar (knattreks- samstæða) jafnskjótt og knött urinn hvílir á ný í annarri hendi kastarans, eða snertir báðar hendur hans samtímis, telst Knattrekinu lokið. Breyting þessi gildir frá og með 1. janúar 1957. Þar sem hér er um að ræða veigamikla heimild til handa leikmönnum og algjört nýmæli í handknattleik, þykir rétt að gera nokkra grein fyrir til- komu þess og hvernig knattrek ið megi sem bezt koma að not- um í leiknum án þess að hætta verði á, að það verði yfirdrifið eða afnotað, en til þess eru tölu- verðar líkur, ef þjálfarar og leikmenn gera sér ekki þegar í stað Ijóst gildi knattarins og hvar og hvenær það á að nota, ef það á að verða leiknum hér- lendis til þess gagns og þeirrar fjölbreytni. sem Alþjóða hand- knattleikssambandið taldi þetta nýmæli vera að undangenginni 5 ára reynslu S’vía og fleiri bjóða, og leiddi til þess að knattrekið var samþykkt inn í alþjóða reglurnar á síðasta árs- bingi sambandsins í Stokkhólmi í september s.l. Margar tæknilegar nýjungar leiksins eru undan rótum Svía runnar og meðal annars knatt- (Frh. a 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.