Alþýðublaðið - 31.01.1957, Síða 1
Þingsályktunartillaga um jöfn
laun karla og kvenna lögð
íyrir alþingi í gærdag
TEKIN VAR FYRIR í sameinuðu þingi í gær til-
laga til þingsályktunar um fullgildingu á alþjóðasám-
þykkt um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt
störf. Var tekið fyrir hvernig ræða skyldi tillöguna og
ákveðið að hafa um hana eina umræðu.
Tillagan hljóðar svo: Alþingi ályktar að veita
ríkisstjórninni heimild til þess fyrir íslands hönd
að fullgilda samþykkt nr. 100 um jöfn laun karla
og kvenna fyrir jafnverðmæt störf, sem gerð var á
34. þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í Genf ár-
ið 1951, eins og hún liggur fyrir á fylgiskjalinu, sem
prentað er með ályktun þessari.
Of langt mál er að birta samþ.ykkt alþjóðavinnumála-
stofnunarinnar, en inntak hennar er það, að greiða skuli
konum og körlum sama kaup fyrir jafnverðmæt störf.
Áðalrafall í Rafstöð Isafjarð-
ar bilaði í fyrradag
Mikill rafmagnsskortur fyrirsjáanlegur
nokkrar næstu vikur, að minnsta kosti.
ÍSAFIRÐI í gær. — í gærdag varð það óhapp í Rafstöð
Isafjarðar, að aðalrafallinn þar brann yfir, sem kallað er, og
verður ónothæfur í nokkrar vikur að minnsta kosti.
Rafstöðin er í Fössum í Engi-
dal sér ísafjarðarkaupstað
og Eyrarhreppi fyrir rafmagni.
Eru í henni þrjár vélasamstæð
ur, og fær önnur vatnsaflsvél-
in orku frá Fossavatni en hin
frá Nónhornsvatni. Fossavatns
vélin, sem er sú stærsta, bilaði.
Eru þá hin vatnsaflvélin og dís
ilvélin einar eftir og fullnægja
hvergi nærri rafmagnsþörf-
inni. Hefur rafmagnið verið
skammtað í dag.
VIÐGERÐARMENN VÆNT-
ANLEGIR.
Undanfarið hefur verið unnið
að því að koma upp 1000 hest
afla disilvél, en er hvergi
nærri fulltrúin til notkunar.
BÁTAR HAFA SÓTT
í DJÚPIÐ.
Bátar hafa ekkert getað far-
ið út fyrir lengi og orðið að
láta sér nægja að fara í Djúp
ið. Hefur verið þar reytings-
afli, þetta 3—6 tonn á bát. —
Báðir togararnir hafa verið á
veiðum undanfarið og er ís-
borg nýkomin frá Englandi úr
söluferð. — Bylur var hér í
gær og snjókoma mikil.
Væntanlegir eru 3 menn úr
Reykjavík til að athuga um við
gerð á rafalnum, en auk þess
hefur verið athugað erlendis
um viðgerð.
Veðrið í dag
Allhvass suðvestan með hvöss-
um éljum.
Bærinn Víðines á Kjalarnesi
brann fil grunna í gærkvöldi
Slökkviliðið í Reykjavík komst ekki ti!
hjálpar vegna ófærðarinnar.
BÆRINN VÍÐINES Á KJALARNESI brann til grunna í
gærkvöldi. Var beðið um aðstoð frá Slökkviliðinu í Revkjavík
og einnig frá Álafossi, en enga
ófærðar.
Tilkynning um eldinn og
beiðni um hjálp barst slökkvi
liðinu í Reykjavík um hálfátta
leytið, og mun þá hafa verið ný
lega kviknað í. Þegar sýnt var,
að ekki yrði komizt til hjálpar
á bifreiðum sakir ófærðar var
leitað til Reykjavíkurhafnar, ef
vera kynni, að unnt væri að
koma slökkviliðsmönnum og
hjálp var hægt að veita sakir
útbúnaði á bát, en sakir grunn
sævis fram af bænum pg einn
ig sakir veðurs var það ekki
hægt.
Um níuleytið mun húsið hafa
verið brunnið, en heimilisfólk-
ið mun hafa verið í nátt á Álfs
nes. Ekki mun annað hafa
brunnið en ibúðarhúsið.
Frumvarp um lækkun tekju
Mjólkurlausl
í Eyjum.
EYJUM í gær. — Hér hefur
| verið versta veður í nokkra
i daga og engar samgöngur, —
hvorki loftleiðis né sjóleiðis.
j Nokkrir bátar fóru á sjó í dag
1 og eru ekki komnir að. Mjólk
I er daglega flutt frá Þorláks-
j höfn, en ekki hefur gefist færi
: á að sækja mjólk þangað und-
j anfarið, og er því mjólkurlaust
nú hér með öllu. G.Þ.
lingi f fyrradag
Tekjuskattur hinna lægst launuðu
verður lækkaður um þriðjung
LAGT VAR FRAM á alþingi í gær frumvarp til laga nm
lækkun tekjuskatts af lágtekjum. Ákvað ríkisstjórnin, þegar
gengið var frá frumvarpinu um útflutningssjóð í desember s.L
að beita sér fyrir lækkun tekjuskatts á lágtekjum og er hér uni
að ræða efndir á því loforði. Samkvæmt frumvarpinu skal
tekjuskattur á hinum lægstlaunuðu lækkaður um þriðjung.
Færeyskur sjómað-
ur drukknar.
Á MÁNUDAGSNÓTT varð
það slys á vélbátnum Þórði
Óiafssyni fá Ólafsvík, að
færeyskur maður, stýrimaður
bátsins, féll fyrir borð og
drukknaði. Ekki er vitað með
hverjum hætti slys þetta varð.
Janus Jensen, en það var
nafn mannsins, lætur eftir sig
konu og tvö börn.
Frumvarpið hljóðar svo:
1. gr. Við ákvörðun tekju-
skatts árið 1957, af tekjum árs-
ins 1956, skal veitt þeim, er
taldir eru í 2. grein þessara
laga, sérstaka lækkun á tekju-
skatti. Skattlækunin ákveðst
þannig að tekjuskattur hjóna
með 47 500.00 króna hreinar
árstekjur og eitt barn á fram
færi, skal lækkaður um 33Vá
af hundraði Tekjuskattur allra
annarra gjaldenda, sem lög
þessi ná til, skal lækkaður um
sömu hundraðstölu, ef tekju-
skattur þeirra er jafn hár eða
lægri en tekjuskattur áður-
greindra hjóna, ef þau nytu
eigi skattlækkunarinnar.
2. gr. Skattlækkunarinnar
njóta aðeins þeir, er greiða
tekjuskatt skv. skattastigum a.
og b í I. lið 6. gr. laga nr. 46.
1954 um tekjuskatt og eignar-
skatt, þ. e. innlendir og erlend
ir einstaklingar og hjón, og skal
skattlækkun þessi einnig gilda
við ákvörðun gjaldársskatta á
þessa gjaldendur árið 1957.
3 gr. Lög þessi öðlast þegar
gildi.
LOFIRÐ FRÁ DES. S. L.
Horfur voru á að næg mjólk
bærisl fil bæjarins í nólf
Illfært innanbæjar síðdegis í gærdag.
í GÆRKVÖLDI voru allar líkur til þess, að næg mjólk
bærist til Reykjavíkur í nótt, þannig, að ekki þyrfti að grípa
til skömmtunar í dag. Um tíu mjólkurbílar voru á Krýsuvíkur-
! vegi vestan Herdísarvatns, og var snjóýta á leiðinni til móts
við þá hjá Kleifarvatni um tíuleytið í gærkvöldi. Var búizt við
að vinna hæfist í Mjólkurstöðinni um kl. 4,30—5 í nótt.
Með mjólkurbílum þessum
voru um 41 þús. lítrar mjólkur,
4 tonn af skyri og eitthvað af
rjóma. Auk þess kom Akraborg
með 15 þús. lftra mjólkur í gær
kvöldi. Engin mjólk barst úr
nærsveitunum vegna ófærðar.
úthverfin niður og áætlun allra
þeirra raskaðist mjög. Eftir
klukkan hálf átta var veður
betra og vonir stóðu til, að um
ferð gengi sæmilega um kvöld-
ið.
í athugasemd við lagafrum-
varp þetta segir:
í desember s. 1., þegar gengið
var frá frumvarpi um útflutn-
ingssjóð og öðrum ráðstöfun-
um í því sambandi, ákvað rík-
isstjórnin að beita sér fyrir
lækkun tekjuskatts á lágtekj-
um, á þann hátt sem gert er
ráð fyrir í frumvarpi þessu.
_ ÚR MINNINGARSJGÆ)!
Ólafs Brunborgs, stud. oecon.
verður íslenzkum stúdent eða
kandídat veittur styrkur til
náms við háskóla í Noregi
næsta vetur. Styrkurinn er
1600 norskar krónur.
Skrifstofa Háskóla íslands
tekur við umsóknum um styrk-
inn. Umsóknarfrestur er til 1.
marz.
REYNT AÐ HALDA VEG-
UM OPNUM.
Keflavíkurleið var opnuð
með snjópló um hádegið í gær,
en tepptist aftur um 5-leytið.
Reynt verður að halda henni
opinni, en óvíst er hvort hún
yrði fær í morgun. Heillisheiði
er alveg lokuð. Þó voru mjólk-
urbílar á austurleið í gærkvöldi
Fór ýta á undan þeim en veg-
urinn lokaðist jafnharðan á eft-
ir þeim. Eins og áður er sagt
voru mjólkurbílar á Krýsuvík-
: urvegi og um kl. 7 voru snjóýt
ur við Kleifarvatn. Hvalfjarðar
leið var alveg ófær frá
Hvammi í Kjós að Galtarfelli.
STRÆTIS V AGN ARNIR.
í gærdag var færð aíar slæm
og milli kl. 3,30 og 7 féllu
margar ferðir strætisvagna í
Eisenhower segir samhug
veslrænna ríkja vaxandi
NTB, 30. ian. — Eisenhower hélt blaðamannafund í dag og
kvað samstarfsanda hinna vestrænu ríkja aukast í sífellu, þrátt
fyrir margs konar erfióleika þessara þjóða. Eisenhower vék og
máli sínu að varnaraðferðum og kvað þær breytast í sífellu.
BREYTTAR VARNIR.
Eisenhower kvað varnarvopn
og varnaraðferðir breytast í sí-
fellu. Þá drap hann á það, að
meginhluti frönsku NATO-
herjanna dveldi í Alsír við
störf óskyld markmiði NATO.
Hann sagði að bandarísku her-
irnir í Evrópu myndu dveljast
þar enn um sinn. ekki yrði fjölg
að 1 þeim, en ekki kæmi held-
ur til mála að flytja þá brott.
Eisenhower kvað samstarf
NATO-ríkjanna vaxa sífellt,
þrátt fyrir erfiðleika Frakka í
Alsír og áhyggjur Breta út af
of miklum herkostnaði. Hann
sagði hinn gagnkvæma skiln
inga standa fastari fótum en
svo að lítilsháttar skoðanaá-
greiningur fengi neinu haggac
í sundurlyndisátt.