Alþýðublaðið - 08.02.1957, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.02.1957, Blaðsíða 4
c A IþýSubtaggg Föstudagur 8. febrúar 1957 gS Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar; 4901 og 4902. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Stœrsta yfirsjónin s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s FRÉTTIR herma, að ít- alski stjórnmálamaðurinn Pietro Nenni hafi fengið nóg af samstarfi sínu við komm- únista og sagt skilið við þá. Orsökin er atburðirnir í Ung verjalandi, sem hann kallar stærstu yfirsjón valdhafanna í Moskvu. Og þessi saga er að gerast um öll Vesturlönd. Fylgið hrynur af kommúnist um. Austan járntjaldsins seg ir sama afstaða til sín, þrátt fyrir kúgunina, lögreglu- stjórnina og einræðið. Meira að segja berast þau tíðindi, að menntamenn og stúdent- ar í Rússlandi fordæmi að- farir Rauða hersins í Ung- verjalandi. Svo langt nær bylgjan, sem reis við ung- versku uppreisnina. En þó eru til konimún- istar á Vesturlöndum, sem halda áfram að trúa og treysta á valdhafana í Moskvu, afsaka athæfi þeirra og beygja sig í duft- ið fyrir valdboðum þeirra og fyrirskipunum. Svo er um mennina, sem ráða Sós- íalistaflokknum hér og skrifa Þjóðviljann. Samt er hitt enn furðule-gra, að menn, sem ekki þykjast vera kommúnistar, skuli una þessum ósóma með hlýðinni þögn og vilja- lausri undirgefni. Þeir hafa að vísu hægt um sig, en þögnin er líka svar. Nú væri til dæmis fróðlegt, að Hannibal Valdimarsson sannaði andlegan skyld- leika sinn við Pietro Nenni og vinstri jafnaðar- mennina í Bretlandi. Hvað segja þeir um atburðina í Ungverjalandi og afleiðing ar þeirra? Og hvað segir Hannibal, „jafnaðarmaður- inn“, sem ætlaði að sam- eina íslenzka alþýðu, en hefur sundrað henni til að þóknast Moskvukommúnist unum í Sósíalistaflokkn- um? Vissulega á þjóðin kröfurétt á því, að hann taki skilyrðislausa afstöðu. Sættir Hannibal Valdi- marsson sig við stærstu yfir- sjón Rússa eða reynist hann maður til að rísa gegn ósóm- anum eins og Pietro Nenni og vinstri jafnaðarmennirnir í Bretlandi? Maðurinn getur ekki látið stærri yfirsjón henda sig en halda áfram að þegja og vera í húsmennsku hjá Brynjólfi Bjarnasyni. Treystu á hálmstráið MORGUNBLAÐIÐ er allt af sjálfu sér líkt um gáfnafar ið og röksemdirnar. Það seg- ir í gær, að stjórnarliðið sé hrætt við kosningar og hafi þess vegna fellt tillögu Sjálf- stæðismanna um þingrof. Er hægt að hugsa sér öllu fráleitari hugmynd en stjórn arflokkarnir rjúfi þing og efni til nýrra kosninga í hvert skipti sem stjórnar- ándstöðunni dettur í hug að krefjast slíks? Hvað ímynda menn sér að kjörtímabilin yrðu löng með slíku móti? Og hvers konar stjórnarfar myndi ríkja í landinu, ef stjórnarandstaðan gæti allt- af og ævinlega fengið því framgengt, að þing yrði rof- ið og efnt til nýrra kosninga, þegar henni dytti slíkt og þvílíkt í hug? Hver ætli væri afstaða Sjálfstæðisflokksins til slíkrar hugmyndar, ef hann færi með völd? Og málflutningur íhalds- ins er allur á einn veg. Nú afsakar Morgunblaðið ræðu- menn Sjálfstæðisflokksins með því, að þar hafi einn átt í höggi við þrjá. Satt er það, að slíkt er ójafn leikur. En gat ekki Sjálfstæðisflokkur- inn sagt sér þetta fyrir? Eða ætlaðist hann til þess að sigra í umræðunum vegna hlífisemi andstæðinganna? Mönnunum hefði verið sæmst að athuga aðstöðu sína í tíma og forðast óefnið í stað þess að treysta á hálm- stráið. KVENNAÞATTUR Alfiýðubiaðið vanfar unglinga tll að bera blaðið til áskrifenda í þessum hverfum: RAUÐALÆK HLÍHARVEGI NÝBÝLAVEGI LAUGARNESVEGI SMÁÍBÚÐAHVERFI Taiið við afgreiðsluna - Sími 4900 Ritstjóri Torfhildur Steingrímsdóttir AÐ BÆTA ÚTLIT SITT ÞAÐ er öruggt að engin stúlka er svo gjörsneydd fégurð og þá einnig andlitsfegurð, að ekki sé eitthvað sérstakt og fal- legt við hana. Ef þið efist um þetta, þá leitið í málverkabók- um t. d. og þið munuð ef að er gætt sannfærast um að í hverri mynd, þ. e. a. s. konumynd í þessu tilfelli, er dregin fram einhver ákveðin fegurð í fyr-ir- myndinni, sem er látin þjóna uppbyggingarforminu, aðalat- riði myndarinnar. Þannig er það í þessum tilfellum listamað urinn, sem uppgötvar hina sér- stæðu fegurð fyrirsætu sinnar hverju sinni. Hversu venjuleg og kannske í augum yðar óá- sjáleg, sem stúlkan kann að vera, mundi hvaða málari eða höggmyndasmiður finna eitt- hvað við hana, eitthvert aðal- atriði, til að draga fram í dags- ljósið. Það verður þá jafnframt það atriði í líkamsvexti eða andlitsfegurð konunnar, sem mesta athygli vekur. Hví skyldi ekki hver kona þannig reyna að draga fram í dagsljósið það, sem aðalatriði getur talizt í fegurð hennar, á sama hátt í sínu daglega lífi? Séu það t. d. augun, sem þér á- lítið að séu það, sem mest að- dráttarafl hefur í fegurð yðar, þá leyfið þeim að njóta sín og 'hlúið að þeim með hvers konar snyrtingu, þá einnig með því að draga úr annarri snyrtingu, svo sem varalit, hárgreiðslu o. s. frv. Annars getur verið að' feg- urðin leynist í höndum yðar, hárinu, húðinni eða hverju sem er öðru. Aðeins látið þá einskis ófreistað til að draga hana fram í dagsljósið. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hversu kvikmyndaleik konur notfæra sér þetta og þá helzt þær, sem hafa snotrar mjaðmir og mitti. En þær ná líka árangri fyrir þá rækt, er þær leggja við sína sérkenni- legu fegurðydivar svo á líkam- anum sem hún er. Því er einnig svo farið með flestar konur, að þeim finnst þær hafa eitthvað ógeðfellt við einhvern hluta líkama síns. Ljótt nef, haka, kinnar eða hvað sem er, er alls ekki ljótt ef þér gefið yður tíma til að veita þessum hluta hina réttu snyrtingarmeðferð. Þannig er það og verður með okkur konur, við verðum ávallt að berjast við útlitið, sem við vitanlega viljum hafa sem bezt og mest aðlaðandi. Með því að draga fram í dagsljósið sérkenn in í fegurð okkar hverrar um sig og að reyna á allan hátt að draga úr þeim ágöllum, er okk- ur finnst að fyrir hendi séu, þá komumst víð fyrr eða síðar að því að það er sannmæli að ,,að- laðandi er konan ánægð“. FrímerkjaþáHur s FRIMERKJAVORUR ÞAÐ er hverjum safnara nauðsynlegt að hafa í höndum hvers konar hjálparmeðul við starfsemi sína svo sem albúm og annað, er nota þarf við upp- setningu frímerkjanna, auk þess er þarf af bókum og pok- um til geymslu þeirra, er tvö eins eru til af. Hér í bæ er hægt að fá þessi tæki og albúm á ýmsum stöð- um, en ég hygg, eftir því sem ég hef kynnt mér og komizt næst, að bezt úrval sé að finna hjá Sigmundi Kr. Ágústssyni á Grettisgötu 30. Þarna er að finna alls konar albúm auk allra þeirra hjálpargagna, sem við þarf, auk mikils úrvals af frímerkjum. Verð er ákfalega sanngjarnt, enda er þarna um safnara að ræða, sem skilur og þekkir þarfir hinna. Það er nauðsynlegt fyrir safn ara að vera á verði, sérstaklega byrjendur þá, er iðulega kaupa pakka með það fyrir augum að gera reyfarakaup. í pökkum þessum eru oftast kynstrin öll af merkjum, en sé betur að gætt, eru þau oft flest meira eða minna gölluð. Það ætti því að vera regla þeirra, er kaupa frímerki á frjálsum markaði að aðgæta gæði og verð gaumgæfi- lega áður en kaup eru gerð. Það margborgar sig oftast nær að kaupa merkin hjá sérfræðing- um eða réttar sagt mönnum, sem reka frímerkjaverzlun samfara eigin söfnum, því að eins og áður segir þekkja þeir bezt þarfir hinna. VATÍKANIÐ Eitt er það land, er öðrum hefur skemur verið frímerkja- framleiðandi, en er þó ekki leng ur yngst í sinni grein, en það er Vatikanið. Frímerki þaðan hafa á undan förnum árum hækkað svo geysi lega í verði, að heimsathygli vekur. Má nefna sem dæmi, að merki gefin út í fyrra og árið áður hafa tvö- og þrefaldazt í verði frá nafnverði. Þeta hefur orsakað að margir hafa hlaupið til og reynt að útvega sér ,,com- plet“ safn þaðan og kostaði það um 200 dollara eigi alls fyrir löngu. Nú er svo komið, að það er að nálgast þrjú hundruðin og er ekki vegur að fá það frá stærsta frímerkjafirma ítalíu, Bolaffi, fyrir minna en £75. Það er mikill fjöldi safnara, er safna Vatíkaninu sem heild, en auk þess eru margir, sem eingöngu safna merkjum trúar- legs eðlis og þarna er um að ræða úrval þeirra, sem hafa þau áhrif á markaðinn, að verðið hækkar allhrottalega. Sem sagt, það er að leggja í öruggt fyrirtæki að taka upp söfnun merkja frá Vatíkaninu. IL0 hefur sent úf (50 læknisérfræð- inga og veitf 1375 sfyrki ALÞ J ÓÐ A VINNUMÁL A- STOFNUNIN —- ILO hefur gef ið út nýjan bækling um starf- semi sína. Bæklingurinn ber með sér, að í lok ársins hafði stofnunin sent út 650 aðstoðar- sérfræðinga í tækni og veitt 1375 styrki löndum, sem efna- hagslega standa öðrum að baki. Með náms- og vinnudvölum í iðnaðarlöndunum höfðu 800 verkamenn og verkstjórar fengið tækifæri til að afla sér sérþekkingar. Kvikmyndir. S GAMLA BIO S BLINDA EIGINKONAN 'ínefnist mynd sú, er Gamla^ • Bíó sýnir um þessar mundir^ ^ og er þar um að ræða mynd ^ ^ eftir hinni þekktu sögu Floru \ ^Sandstorm, „Madness of theS ^Heart“. S S Það er erfitt að vera blindS Sur í heimi hér og ekki síztS Sþegar einhver hatar hinnS Sblinda, það lærist þeim átak-b Sanlega, er sjá mynd þessa,- SMargaret Lockwood fer ágæt^ ^lega með hlutverk hinnar^ • blindu eiginkonu og sama er^ ^að segja um Paul Dupuis i^hlutverki manns hennar.s ^Bezt leikna hlutverkið ÍS Smyndinni er þó sú, sem hat-S Sar, í meðferð Kathleen Byr-S Son. Önnur hlutverk eruS Sfremur smá og ekki of velS Sleikin. • S Hversu átakanleg stað- • Sreynd er það ekki að vera á^ • gæfuleið, en missa þá skyndi ^ ^lega sjónar af öllu því, er^ ^ var svo indælt að sjá og dást s (jað, það þekkja þeir einir, er: ^blindir eru. Lydia gefst uppS ^ er þetta kemur fyrir og geng-• ^ur í klaustur. En þar sem^ Sklaustrin eru hvorki staður^ Sfyrir þá, er hafa gefizt upp á^ Slífinu af sjónarsvipti eða ást-^ Sarsorgum og allt slíkt fólks Shlýtur að hverfa út í heim-S ^inn á ný, þar sem klaustur-S • ganga þess var aðeins tíma-S J bundinn flótti frá staðreynd- S ^ um, sem halda áfram að vera'S ^til, fór einnig svo með Lyd-- yu. Priorinnan sér hvernig er^ Sástatt með hana og ráðleggur^ Shenni að hverfa til lífsins^ Saftur, hvað hún gerir án^ Stregðu. S S En vandamálið er ennS Ssama staðreyndin og meðS Shjálp viturra manna og þáS Shelzt hins fræga læknis, erS Shún hafði verið einkaritari^ Shjá, tekst að leysa þau á á-- ^kjósanlegan hátt. Hún gift-^ yst franska lækninum og að-^ ^alsmanninum Páli, sem hún^ ^elskar svo heitt. s S Á heimili foreldra hans erS Sekki aðeins óvild þeirra fyrirS Shendi, heldur konu þeirra, erb Shafði ætlað sér að giftast- S Páli, en nú missir hann. Hat- • ^ur skapast því hjá henni á^ •hinni blindu konu, er hún á-^ kveður að ryðja úr vegi. Ger^ i^ir hún í því skyni misheppn- s Saðar tilraunir, sem enda þó S Smeð því að stundarskilnaður S S verður milli hjónanna. S S En þar sem þetta er „Hap- • ^py End“-mynd, þá ná þau^ • auðvitað saman á ný og hinir^ yllu fá sín makleg málagjöld. ^ ^Og ekki má heldur gleyma s i^að Lydia fær aftur sjónina. S S Ágæt mynd fyrir hrif- S Snæmt fólk, sem vill sjá á-S Snægjulegan endi. S $ S. Þ. j S s

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.