Alþýðublaðið - 08.02.1957, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.02.1957, Blaðsíða 5
Föstudagur 8. febrúar 1957 AlþýgublajSlg !*-* i Útgefandi: Samband ungra jafnaðarmanna. AN OG LÁN Ritstjórar: Unnar Stefánsson. Auðunn Guð'mundsSon. Lárus Guðmundsson, stiuL theoL, frá ísafirði: I ÞJÓÐVILJANUM s.l. laug- ard. 2. þ.m. sá dagsins ljós með kveinstöfum miklum, hugarfóst ur ungkommúnista nokkurs. En meðgöngutíminn var allt of stuttur, og var afkvæmið allt vægast sagt afar lasburða og mjög vanskapað, enda vildi þessi ungkommúnisti alls ekki gangast opinberlega við af- kvæminu, heldur feðraði það með dulnefni, ,,Stúdent“. Þessi nafnleysingi sér ekkert athuga- vert við það að ráðast á mig persónulega, án þess að gefa til kynna nafn sitt. Lítilmennskan og heigulshátturinn eru á svo háu stigi hjá honum, að hann þorir ekki að koma fram í dags- Ijósið, heldur lætur mannorðs- leysi Þjóðviljans hylma yfir sig. SKILJANLEGT HUGLEYSI Hugleysi þessa ungkommún- ista er ósköp skiljanlegt, hann heldur að baráttuaðferðir jafn- aðarmanna séu þær sömu og kommúnista, þ.e.a.s. að ráðast fyrst og fremst á þann er verk- ið vinnur og níða hann niður, en forðast allan efnislegan mál flutning. Hann vill sem sagt sízt af öllu gefa höggstað á sér með því að gangast við gerðum sínum, því að óefað á hann ann- að óhreint í pokahorninu en. heigulshátt og heimskulega ó-1 nákvæmni í meðferð stað- ireynda. Ef til vill er þetta ein- hver, sem blíðast brosir við mér á götu, en hugsar um leið manna fláast. Greinin en þó sér staklega nafnleysið gefa slíka manngerð til kynna. En kjarni þessa máls er sá, að hér er um hreinræktaðan kommúnista að ræða, sem slær fyrir brjóst af öllu lýðræðis- lofti eins og hann sjálfur gefur fyllilega í skyn ög er þá ekki við neinu góðu að búast, því að í þeirra herbúðum helgar til- gangurinn meðalið. Grautarháttur og tornæmi þessa Þjóðviljadrengs kemur strax greinilega í ljós í unohafi greinarkornsins. auðvitað eftir dálítinn formála, bar sem því er meðal annars haldið óbeint fram, að kommúnistar séu miklu fremri andstæðinsum sínum. einkanlega jafnaðar- aðarmönnum, hvað andlegt at- gervi snertir, þó að sreinaró- myndin gefi manni hið gagn- stæða til kvnna. Það hefur alltaf verið svo, að ungir menn hafa viljað sýna öðrum hvað í þá er spunnið og vekja athygli annarra á því með ýmsu móti. Þegar þes.l! löngun hefir beinzt inn á brautir stjórn mála, þá hefur ungum mönnum oft hætt til að hneigjast til öfga. Útlistuð fræðikerfi öfga- flokkanna hafa oft haft undra- verð kitlandi áhrif á ístöðulitla og óharðnaða unglinga og þeim hefur fundizt framsetningin vera djörf og karlmannskuleg', og svo hafa þessi fræðikerfi haft utan um sig eins konar fræðilega og vísindalega slikju, sem þessum ung- lingum hefur fundizt vera sprottin upp úr gáfnajarðvegi einhverra geysilærðra manna, og það hljóti því að vera gáfna- merki að fvlgja kenningum þeirra. Oftast fellur þessi ,,sjarmur“ eftir því sem menn þroskast og menntast, og munu þeir vera rnargir sem á ung- lingsárum sínum hafa hneigzt til einhverra öfgastefna í stjórn málalegu tilliti. En þeir eru líka nokkrir, sem aldrei forvitrast og verða alla sína ævi bundnir af minnimáttarkennd á bása öfgastefnanna. Fyrir heimstyrjöldina síðustu var það mjög algengt meðal ungra manna að vera annað hvort nazisti eða kommúnisti, og þótti þeim, sem slíka afstöðu tóku, bera vott um menntun, gáfur og skynsemi. En þegar fræðihamurinn féll af nazism- anum og hann sýndi sitt innsta eðli í síðustu heimsstyrjöld með fjölmörgum glæpum, og tilraun um til þjóðarmorða, þá hvarf bað fyrirbæri algjörlega, að það væru nokkur meðmæli með gáfnafari manna, að þeir væru nazistar. RÖÐIN KOMIN Af) KOMMÚNISMANUM Nú er röðin komin að kom- múnismanum. Hann hefur svo rækilega áréttað skyldleika sinn við nazismann í starfsað- ferðum, enda er einræðishug- sjónin hátt skrifuð hjá báðum. Er sárt til þess að vita, að það skuli þurfa að kosta endurtekn- ingu á margra ára kúgun og fiölda mörg réttarmorð og nú síðast blóðuga uppreisn í einu fórnarlandi kommúnismans til bess að oona augu almennings fyrir skyldleika á starfsaðferð- um þessara tveggja öfgastefna. Það er staðreynd, sem þess- um ungkommúnista þýðir ekk- LÍTIL STULKA. Lítil telpa með tár í augum situr við sjúkrabeð i’öður síns. Hún kreppir lófann, svo neglurnar skerast í hvítt holdið, og hún hvíslar, hásu, lágu hvísli: Ef pabbi minn deyr, þá lem ég guð . . . Björn Bragi ' • i ÍHefur fylgi komma|' |í háskólanum hrapj > að um50 j i prósenf! i S UNGKOMMI sá, er ritaði) N grein í Þjóðviljann til svars* ) við samtali því, er hér birtist • )við Lárus Guðmundsson ^ • stud. theol., virðist afburða^ ^ góður reikningsmaður. A. m. ) • k. varð honum ekki skota- \ ( skuld úr því að reikna Al- \ \ þýðuflokknum 40 atkv. í há- S ( skólanum. — Reikningurinn ) . S var eitthvað á þessa leið:) ! )Sameiginlegur listi Fram-.) )sóknar og krata fyrir nqjkkr-) j ) um árum hlaut um 120 atkv. • ) Framsókn hlaut 84 atkv. ein^ ) ári síðar. Ergo: Kratar eiga 1 ^mesta lagi 40 atkv. í háskól-) ^ anum. En er þá ekki bezt að ) ^ halda reikningnum áfram og ) ^ reikna út fylgi komma á) ( sama hátt: Þjóðvörn hlaut S S 80 atkv. er hún bauð fram) S ein síðast í liáskólanum. Sam ^ Sanlagt fylgi Framsóknar,^ SÞjóðvarnar og krata nemur^ 1 Sþá 204 atkv. (124 + 80 atkv.).( )En listi allra andstöðuféla-ga) )Vöku í háskólanum hlaut^ )264 atkv. sl. haust. EFTIR) )eRU ÞÁ 60 ATKV. HANDAS )kommúnistum háskól) ^ANS (264-7-204). ) Flestir munu hafa búizt) )við fylgisrýrnun komma inn* )an háskólans. En að það hafi- ) hrapað um 50% kemur^ S mörgum á óvart, þar eð ^ ) kommar áttu yfir 120 atkv.^ ) fyrir nokkrum árum. ( ert að neita, að það hafa orðið straumhvörf meðal alls þorra fyrrverandi stuðningsmanna kommúnista innan Háskólans. Það er reyndar ekki hægt að benda á tölur þessu til sönnun- ar, því að nú undanfarna vetur hafa kommúnistar verið á sam- eiginlegum lista vinstri stúd- enta. Hitt er líka staðreynd að á slíka lista hefur aldrei allt mögulegt fylgi komið til skila. Ástæðurnar til þess eru þær, að kommúnistar hafa stórlega tapað fylgi frá því, er þeir síð- ast buðu fram einir og svo hitt, að margir sannir íhaldsandstæð ingar og andkommúnistar hafa ekki séð sér fært að kjósa lista, sem kommúnistar hafa staðið að. En.þó hafa mestu straum- hvörfin frá kommúnistum átt sér stað nú í vetur EFTIR síð- ustu stúdentaráðskosningar vegna atburðanna í Ungverja- landi. Þetta verður maður svo greinilega var við í ræðum manna á milli, og þetta liggur svo greinlega í loftinu, að eng- inn getur neitað því án þess að vera sér þess meðvitandi, að hann halli sannleikanum sér í hag, enda eru orð ungkommún istans í Þjóðviljanum ekki sann færandi, því að hann er sér þess meðvitandi, að hann er að berja hausnum í steininn og hann sár- verkjar undan sínum eigin höggum. Að sjálfsögðu er ekki hægt að benda á tölur um fylgi andstæðinga íhaldsins í Háskólanum, hvers íyrir sig, þar sem um sameiginlegt fram- boð hefur verið að ræða undan- farin ár af þeirra hálfu. En hitt er víst, að ekkert félag hefur verið óðfúsara til sameiginlegs framboðs en einmitt kommún- istafélagið í skólanum. Þetta bendir til þess, að kommúnistar kæri sig ekki um að bjóða fram einir af ótta við að sýna sitt raunverulega fylgi. Þarf ekki að koma neinum á óvart, því að það sama hefur gerzt í lands pólitíkinni: Kommúnistar hafa ekki borað að bjóða fram einir undir sínu rétta nafni. heldur dregið yfir sig huliðshjálm og efnt til bandalags við aðra flokka. Einnig má benda á í þessu sambandi, að Stúdentafélag lýð- ræðissinnaðra sósíalista var al- veg reiðubúið til þess að koma með sérlista við síðustu stúd- entaráðskosningar, ef ekki hefði náðst samkomulag um sameiginlegt framboð vinstri- félaganna. Þó að kommúistar séu sífellt að brigzla öðrum um svik við vinstra samstarf í ríkisstjórn og annars staðar og undirlægju- hátt við íhaldið, þá eru stað- reyndirnar þær, að þá hefur alls ekki klígjað við að fallast í faðma við íhaldið, og ætla ég í því sambandi að benda á sam- starf þeirra í Útgerðarráði Hafnarfjarðar, nú nýskeð, er þeir tóku höndum saman við í- haldið um að bola framkvæmda stjóra Bæjarútgerðarinnar frá störfum, og ekki var annað eft- ir en að skrifa undir málefna- samning flokkanna um st.jórn bæjarfélagsins. Einni« má minn ast á, er þeir stiórnuðu Isafjarð arkaupstað, sæÞsr minningar, í sálufélagi við íhaldið. Enn fremur eru öllum í minni starfsaðferðir þeirra á Ak- ureyri og Húsavík. — 9ömu- leiðis eru fjölmörg dæmi, að þeir hafa haft samstarf við í- haldið í mörgum verkalýðsfé- lögum, t.d. í síðustu Alþýðu- sambandskosningum voru þeir í slagtogi við íhaldið í Sveina- félagi Matreiðslu- og Fram- reiðslumanna (S.M.F.) og Lands sambandi vörubifreiðastjóra. i Huldumaður Þjóðviljans seg- ir svo, að ég hafi haldið bví fram, að íhaldið hafi tapað í síðustu Stúdentaráðskosning- um. Þetta eru helber ósannindi og ekkert. annað, því að í við- talinu ræði ég' um stúdenta- ráðskosningarnar á þessa leið: 1 „Það er staðreynd, sem ekki er hægt að neita, að Vaka vann' sigur í síðustu Stúdentaráðs- Itosningum . . .“. og ræði svo um ástæðurnar til þess og nægir að vitna til viðtalsins, hvað það snertir. Á hvaða þroskastigi er þessi álfur Þjóðviljans, sem lætur hafa sig til þess að fara með svona greinileg og auðsannan- leg ósannindi og staðlausa stafi? Eiggja einhverjar taugar frá ■ honum til íhaldsins, eða því þarf hann að grípa til ósann- inda til þess að gera minn hlut minni en íhaldsins stærri? Er hann kannski kommúnistinn, sem nú er, en áður var heim- dellingur og barðist hinn um- deilda 30. marz við óeirðarseggi fyrir framan AlþingishúsiS? 'Skammt er öfganna á milli. Þessi skriffinnur kommúnista blaðsins ætti að vera minnug- ,ur málsháttarins um manninn ,í glerhúsinu, þegar hann segir !að skrif mín hafi verið ,,hlægi- leg og léleg áróðursskrif a f aumustu tegund“. Þjóðviljadrengurinn ta'iar svo um lýðræðisloft innan gæsa lappa eins og það sé eitthvað bannsett óloft. En víst er þa.ð, að þó að ekki nema litlu einu af því væri veitt austur fyrir jám tjald, þar sem hugsjón þessa greinarhöfundar, kommúnism- inn, er að grafa um sig, þá mundi það verka sem ramm- asta eiturgas á einræðishugsjón ina, sem þar er haldið við lýði jmeð aðferðum, sem ríktu x svartasta myrkri miðalda. Þá fvrst er þessi nafnlausi ungkommúnisti fer að ræða um ' verkalýðsmál og heilindi kom- 1 múnista til núverandi ríkis- stjórnar, þá sýnir hann, hversu illa hann er byggður fyrir lýð- ræðisloftslag og einnig hversu sljór hann er að greina rétt irá röngu. (Frh. á 7. síðu.) Alyktun stjórnar Félags ungr jafnaðarmanna um varnarmá Á STJÓRNARFUNDI Félags ungra jafnaðarmanna, sem haltl inn var lxinn 7. des. 1956, var eftirfarandi tillaga samþykkt einróma: 1. Stjórn Félags ungra jafnað armanna lýsir yfir eindregnum stuðningi við samþykkt þá um varnarmál, sem gerð var á sein asta þingi Sambands ungra jafnaðarmanna, þar sem krafizt er endurskoðunar á varnarsamn ingnum í því skyni, að hinn bandaríski her yrði fluttur á brott úr landinu og íslending- ar tækju að sér gæzlu og við- hald varnarmannvirkjanna. 2. Stjórnin telur sig geta treyst því, að samningar þeir, sem nú hafa verið gerðir við Bandaríkjamenn, tákni einung- is stutta frestun á fullnaðaraí- greiðslu þessara mála og ekld komi til greina að auka her.o- aðarframkvæmdir meðan her- inn enn dvelst hér. Hún værd- ir þess, að núverandi ríkisstjórn megi í náinni framtíð takast að leysa þetta mál á þann veg, að alþýða manna geti vel við unað. 3. Stjórn F.U.J. skorar á unga jafnaðarmenn um allt land, að láta ekki niður falla baráttuoa fyrir brottflutningi hins erlenda herliðs. . \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.