Alþýðublaðið - 27.04.1957, Qupperneq 4
4
ASþýðu bls&iS
Laugardagur 27. apríl 1957
ÍJtgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson.
Blaðamenn: Biörgvin Guðmunddsson og
Loftur Guðmundsson.
Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir.
Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902.
Auglýsingasími 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10.
Truflun tilfinninganna
SAGNIR HERMA, að Axl-
ar Björn hafi ekki séð sólina
sökurn mannvonzku sinnar
og illra verka. Líkt er ástatt
um Morgunblaðið í forustu-
grein þess á sumardaginn
fyrsta. Það sér vhorki sólina
né skynjar veðurblíðuna. Or-
sökin er þó ekki stórglæpir
eins og þeir, sem Axlar-
Bjöm drýgði, heldur erfiðir
skapsmunir Bjarna Bene-
diktssonar og sú eigingirni,
sem alltaf einkennir íhaldið.
Morgunblaðið getur ekki
fag'nað sumri vegna andúðar
á núverandi ríkisstjórn. Þess
vegna lifir það sólarlausa
daga, þó að sumarið sé geng-
ið í garð og gleðji alla aðra
með yl sínum og birtu. Morg
unblaðið segir orðrétt: „Rík-
' isstjórnin, sem nú situr að
völdum, hefur svikið öll þau
loforð, sem hún gaf í önd-
verðu, og það er lýðræðisleg
skylda hennar að leggja mál
sitt undir dóm kjósenda.
Hingað til hefur ríkisstjórn-
in ekki þorað að leggja sig
undir þann dóm, en hversu
lengi kemst hún hjá því? Um
það er nú spurt um allt ís-
land.“
En hvernig leit Bjarni
Benediktsson á þessi atriði,
meðan hann var ráðherra?
Hlýddi hann ekki skilyrðis-
Iaust, ef stjórnarandstaðan
taldi lýðræðislega skyldu
hans að segja af sér? Nei, þá
vitnaði hann auðvitað til lög-
legra kosningaúrslita og tók
ekki í mál að verða við áróð-
urskröfum andstæðinga
sinna. En nú er öldin önnur.
Bjarni Benediktsson er hætt
ur að vera ráðherra. Og hann
hefur ekki frið í sínum bein-
um. Hann heimtar, að ríkis-
stjórnin segi af sér að nýbyrj
uðu kjörtímabili. En ekki
nóg með það. Honum finnst
óhugsandi, að gott og gleði-
legt sumar hlotn'.st íslend-
ingum, ef Bjarni Benedikts-
son sé ekki ráðherra. Þetta
er með öðrum orðum sál-
fræðilegt rannsóknarefni. —
Virðingarverður og menntað
ur borgari velur sér að á-
stæðulausu vanlíðunarhlut-
skipti Axlar-Bjarnar. Bjarni
Benediktsson sér ekki sólina
af því að honum finnst hann
sjálfur í skugga stjórnarand-
stöðu og ábyrgðarleysis. Því-
líkir skapsmunir!
Og dæmi þessa einkenni-
lega sálarástands eru vissu-
lega fleiri. Bjarni Benedikts-
son má ekki sjá nafn sifct á
prenti án þess að klippa út
það, sem honum finnst óvið-
eigandi, og koma hinu á
framfæri í Morgunblaðinu.
Fyrir nokkrum dögum ræddi
Alþýðublaðið þá furðulegu
hugkvæmni hans að kenna
samþykkt alþingis frá 28.
marz í fyrra hótanir
Rússa í garð okkar íslend-
inga. í tilefni þess var svo
spurt, hvernig standa myndi
á bréfum Bulganins til H. C.
Hansens og Einars Gerhard-
sens, hvort þau myndu einn-
ig runnin af rót samþykktar
alþingis frá 28. marz. Bjarni
gerði sér hægt um vik,
klippti framan og aftan af
klausunni og birti í Stak-
steinum það smáræði hennar
sem fjallaði um hugkvæmni
hans. Og þetta leit út sem
lofsyrði og viðurkenning eft-
ir meðhöndlunina. Bjarni
lætur sér ekki nægja rauða
blýantinn. Hann hefur einn-
ig orðið sér úti um ágæt
skæri.
Þetta er snertur af van-
skapaðri mikilmennsku og
barnalegum hégómaskap. En
vonandi heldur sólin áfram
að skína, grasið að gróa, fisk
urinn að veiðast og æskan að
gleðjast og elskast, þó að
Bjarni Benediktsson sé ekki
ráðherra á íslandi. Og þá
kann svo að fara, að Morg-
unblaðið telji nauðsynlegt að
miða stjórnarandstöðu sína
við málefni, en ekki hlægi-
lega óskhyggju. Sú breyting
væri mikils virði fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn. Honum er
það ærin vorkunn, ef aðal-
málgagnið gerir hann að við
undri veraldar. Stærðin er
ekki nóg til þess að stjórn-
málaflokkur ræki skyldu
sína. Það ætti að vera einka-
mál, ef Bjarni Benediktsson
vill ekki sól og sumar á ís-
landi nema hann sé ráð-
herra. En Morgunblaðið á
ósköp bágt, meðan Bjarni
hugsar þar upphátt í því sál-
arástandi, sem forustugrein-
in á sumardaginn fyrsta ber
eftirminnilegt vitni.
©•rtBt iskrllendur blaðtfns.
Ásgrímur Jónsson fær heiðurslaun og Guðmundur Böðvarsson,
Ólafur Jóh. Sigurðsson og Síeinn Sfeinarr bætast við í efsfa flokki
LISTAMANNALAUN-
UM þessa árs hefur verið
úthlutað, og fá þau að
þessu sinni 129 aðilar, en
þar af hefur alþingi á-
kveðið laun Gunnars
Gunnarssonar og Halldórs
Kiljans Laxness. Allmikl-
ar breytingar hafa enn
orðið á úthlutuniuni frá í
fyrra, og munu þessar helzt
ar:
Asgrímur Jónsson listmálari
fær 33 220 kr. heiðurslaun
og í 1. flokki bætast við skáldin
Guðmundur Böðvarsson, Ólaf-
ur Jóh. Sigurðsson og Steinn
Steinarr. í 2. flokki bætast við
Jón Helgason prófessor, Jón
Leifs tónskáld, Páll ísólfsson
tónskáld, Snorri Arinbjarnar
listmálari, Snorri Hjartarson
skáld, Stefán Jónsson rithöfund
ur, Svavar Guðnason listmálari
og Þórarinn Jónsson tónskóld.
í 3. flokki bætast við: Árni
Kristjónsson píanóleikari, Guð-
mundur Ingi skóld, Hannes Sig
fússon skáld, Helgi Hálfdanar-
son ljóðaþýðandi, Indriði G.
Þorsteinsson rithöfundur, Jón
úr Vör skáld, Jónas Árnason
rithöfundur, Karen Agnethe
Þórarinsson listmálari, Krist-
inn Pétursson listmálari, Krist-
ján frá Djúpalæk skáld, Valur
Gíslason leikari, Þorsteinn Ö.
Stephensen leikari og Þorsteinn
Valdimarsson skáld. Breyting-
ar í 4. flokki eru mjög mar-gar
eins og venjulega, og eru þar
nú eftirtaldir aðilar, sem ekki
munu hafa fengið íistamanna-
laun áður: Bragi Ásgeirsson
listmálari, Gísli Halldórsson
leikari, Helga Bachmann leik-
kona, Herdís Þorvaldsdóttir
leikkona, Jóhann Hjálmarsson
skáld, Jón Dan rithöfundur,
Jón Sigurbjörnsson söngvari
og leikari, Jökull Jakobsson
rithöfundur, Kristjón Bender
rithöfundur, Póll H. Jónsson
skáld, Sigríður Einars skáld-
kona, Stefán Hörður Grímsson
skáld og Sverrir Haraldsson
listmálari.
Úthlutunin í heild fer hér á
eftir:
Kr. 33 220,00 hlutu:
a. Veitt af alþingi:
Gunnar Gunnarsson,
Halldór Kiljan Laxness.
b. Veitt af úthlutunarnefnd:
Ásgrímur Jónsson,
Davíð Stefánsson.
Kr. 19 000,00 hlutu:
Ásmundur Sveinsson,
Guðmundur Daníelsson,
Guðmundur Böðvarsson,
Guðmundur G. Hagalín,
Gunnlaugur Blöndal,
Gunnlaugur Scheving,
Jakob T'horarensen,
Jc1'innes Kjarval,
Jóliannes úr Kötlum,
Jón Stefánsson,
Kristmann Guðmundsson,
Ólafur Jóh. Sigurðsson,
Ríkharður Jónsson,
Steinn Steinarr,
Tómas Guðmundsson,
Þórbergur Þcrðarson.
Kr. 11 500,00 hlutu:
Elínborg Lárusdóttir,
Finnur Jónsson,
Guðmundur Einarsson,
Guðmundur Frímann,
Jón Björnsson,
Jón Engilbérts,
Jón Helgason prófessor,
Jón Leifs,
Jón Þorleifsson,
Júlíana Sveinsdóttir,
Kristín Jónsdóttir,
Páll ísólfsson,
Sigurjón Jónsson',
Sigurjón Ólafsson,
Snorri Arinbjarnar.
Snorri Hjartarson,
Stefán Jónsson,
Svavar Guðnason,
Sveinn Þórarinsson,
Þórarinn Jónsson,
Þorsteinn Jónsson
(Þórir Bergsson),
Þorvaldur Skúlason.
Kr. 8000,00 hlutu:
Agnar Þórðarson,
Árni Kristjánsson,
Friðrik Á. Brekkan,
Guðm.. Ingi Kristjánsson,
Guðrún Árnadóttir
frá Lundi,
Halldór Stefánsson,
Hannes Sigfússon,
Heiðrekur Guðmundsson,
Helgi Hálfdanarson,
Indriði G. Þorsteinsson,
Jóhann Briem,
Jón Nordal,
Jón úr Vör,
Jónas Árnason,
Karen Agnethe Þórarinss.,
Karl O. Runólfsson,
Kristinn Pétursson listm.,
Kristján Einarsson
frá Djúpalæk,
Sigurður Einarsson,
Sigurður Sigurðsson,
Sigurður Þórðarson,
Valur Gíslason,
Vilhj. S. Vilhjálmsson,
Þorsteinn Ö. Stephensen,
Þorsteinp Valdimarsson,
Þórunn Elfa Magnúsdóttir.
Kr. 5000,00 hlutu:
Ármann, Kr. Einarsson,
Árni Björnsson,
Björn Ólafsson,
Bragi Ásgeirsson,
Eggert Guðmundsson,
Einar Bragi Sigurðsson,
Elías - Mar,
Eyþór Stefánsson,
Filippía Kristjánsdóttir,
Friðjón Stefánsson,
Gísli Halldórsson,
Gísli Ólafsson,
Guðm. L. Friðfinnsson,
Guðrún índriðadóttir,
Gunnar M. Magnúss,
Gunnfríður Jónsdóttir,
Gunnþórunn Halldórsd.,
Halldór Helgason,
Hallgrímur Helgason,
Hannes Pétursson,
Helga Bachmann,
Helgi Pálsson,
Framhald á 7. síðu.
Ávarp:
NOKKRIR áhugasamir
menn og konur í Hafnarfirði
hafa bundizt samtökum um að
koma á fót sumardvalarheimili
í nágienni bæjarins, fyrir hafn-
firzk börn, á aldrinum 5—8
ára. Hefur, í þessu skyni, verið
ákveðið að festa kaup á sumar-
bústað Theodórs heitins Mathie
sen suður í Óttastaðalandi. Sum
arbústaðurinn er um 70 ferm.
að stærð, stór matsalur, tvö
herbergi, eldhús, salerni og
forstofa. Ennfremur er svefn-
loft yfir öllu húsinu. Með nauð-
synlegum endurbótum, má
hafa þarna milli 25—30 börn,
yfir sumarmánuðina. Snyitileg
og skemmtilega unninn lóð fylg
ir sumarbústaðnum, og þykir
staðsetning hans og húseignin
öll vera hinn ákjósanlegasti
stofn að barnaheimili.
Húseign þessi kostíar 80 þús.
krónui Hefur sérstakur barna-
heimilissjóður verið stofnaður
og fjáröflunarnefnd verið kjör-
in. Jafníramt hefur verið á-
kveðið að hefja skyndifjársöfn-
un meðal bæjarbúa. Hafa þegar
borizt myndarleg fjárframlög,
en Ijóst er að margir þurfa hér
að leggja hönd á plóginn. Er
þess fastlega vænzt, að Hafn-
I firðingar bregðist nú fljótt og
! vel við og leggi fram, hver sinn
skerf, svo að nauðsynjamál
I þetta nái fram að ganga og starf
| semin geti hafizt nú þegar á
þessu vori. Nöfn gefenda verða
skráð í sérstaka bók, sem þeg-
ar hefur verið gefin barnaheim-
ilissjóði, og mun hún verða lát-
in liggja frammi í barnaheim-
ilinu. Ennfremur verður gefið
yfirlit yfir fjársöfnunina í blöð
um bæjarins, jafnóðum og fjár-
framlögin berast. Fjárframlög
má senda til einhvers úr fjár-
söfnunarnefndinni eða til barna
heimilissjóðs, pósthólf 2 Hafn-
arfirði.
Virðing'arfyllst,
Hjörleifur Gunnarsson
(9366, 9978),
Selvogsgötu 5.
Kristinn J. Magnússon
(9274), Urðarstíg 3.
Vilbergur Júlíusson
(9285), Sunnuvegi 8.