Alþýðublaðið - 30.05.1957, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.05.1957, Blaðsíða 2
AiliýgiiblagiS Fjnimtudagur 3©. maí 1957. mín í Túngötu 3 verður framvegis opin þrisvar í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 3,30 til 4,30. Friðrik Einarsson læknir. Hinn 1. júní er síðasíi gj,alddagi fyrirfram- greiðslu útsvrara til bæjarsjóös Reykjavíkur árið 1957 og ber gjaldendum þá að hafa greitt • sem svarar helmingi; af útsvarinu 1956. Gjaldendur verða að hafa í huga, að bæj- arsjóður þarf að innheimta tekjur sínar jafnóðum, til greiðslu áfallandi gjalda, og að gefnu tilefni eru atvinnurekendur og aðr ir kaupgreiðendur sérstaklega minntir á skil víslega greiðslu eigin útsvara og útsvara starfsmannanna. Reykjavík, 29, maí 1957. Borgarritarinn. Binkafiumvörp Framhald af 8. síSu. og var tillaga Sjálfstæðismanna fielM. I gær voru fyrirhugaðar ýms- ar kosningar í Sameinuðu þingi, þar á meðal átti að kjósa banka- ráð þriggja banka og endurskoð endur tveggja. Kosningum þess um var frestað og munu verða á fundi sameinaðs þings á morgun. Er gert ráð fyrir að alþingi Ijúki störfum á morgun. Eria og Haukur Framhald af 8. síðu. heim, gefst aðdáendum hennar kostur á að sjá og hgyra hana á sviði, en hún hefur ekki komið fram hér heima áður, utan einu sinni á skemmtunum góðtempl- ara á Jaðri fyrir nokkrum ár- um. Er óhætt að fullyrða, að marga fýsi að hlýða á söng Erlu á hljómleikum, eftir að hafa látið hljómplöturnar nægja hingað til! HLJÓMSVEITIN Undirleik á hljómleikum þessum mun hljómsveit Kidda Vilhelms annast. í henni leika þessir menn: Magnús Pétursson (píanó), Gunnar Egilsson (klari- nett), Ragnar Einarsson (gítar), Gunnar Ingólfsson (gítar) og hljómsveitarstjórinn, Kiddi Vil helms (trommur), auk bassaleik ara. Kynnir verður hinn ágæti út- varpsþulur Jónas Jónasson. FÉLA6SIÍF K. F. U M. Samkoma í kvöld kl. 8,30. Jó- hannes Sdgurðsson . prentari talar. Allir velkomnir. Ferðaféiðð ísiands fer þrjár 2¥z dags skemmtiferð ir um Hvítasunnuna. Á Snæ- Eellsjökul, í Þórsmörk og í ' Landmannalaugar. Lagt af stað í allar ferðir á 'augardag kl. 2 frá Austurvelli. Harmiðar eru seldir í skrifstofu félagsins Túngötu 5, sími 82533. A sunnudag 2. júní er göngu 'erð, á Botnsúlur. Lagt af stað sl. 9 um morguninn frá Aust- arvelli og ekið um Þingvöll að Svartagili. gengið þaðan á fjall ð. Farmiðar seldir í skrifstofu 'élagsins. I DAG er fimmtudagurinn 30. maí 1957. Uppstigningardagur. Slysavarðstofa ReyJtjavíkur er opin allan sólarhringinn. — Næturlæknir LR kl. 18—8. Sími 5030. Eftirtalin apótek eru opin kl. 9—20 alla daga, nema laugar- daga kl. 9—16 og sunnudága kl. 13—16: Apótek Austurbæj- ar (sími 82270), Garðs apótek (sími 82006), Holts apótek (sími 81684) og Vesturbæjar apótek (Sími 82900). FLUGFERDIK Flugfélag íslands. Millilandaflug: Miliilandaflug vélin Hrímfaxi er væntanleg til Reykjavíkur kl. 17 í dag frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Osló. Flugvélin fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 8 í fyrramálið. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, ísafjarðar, Kópaskers, Patreks- fjarðar og Vestmannaeyja (2 ferðir). Á morgun er áætlað að fljúga til Alcureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Fagurhólsmýrar, Flat eyrar, Hólmavíkur, Hornafjarð- ar, ísafjarðar, Kirkjubæjar- klausturs, Vestmannaeyja og Þingeyrar. Loftleiðir. Leiguflugvél Loftleiða ef væntanleg kl. 8.15 árdegis í dag frá New York. Flugvélin heldur áfram kl. 9.45 áleiðis til Gauta- borgar, Kaupmannahafnar og Hamborgar. Saga er væntanleg í kvöld kl. 19 frá London og Glas- gow. Flugvélin heldur áfram kl. 20.30 áleiðis til New York. SKIPAFRÉTTIR Skipadeild SÍS. Hvassafell er í Leningrad. Arnarfell er á Akureyri. Jökul- fell er -væntanlegt til Riga í dag. Dísarfell er á Hvammstanga. Litlafell er í olíuflutningum í Faxaflóa. Helgafell fór frá Kaupmannahöfn í gaer til Len- ingrad. Hamrafell fór frá Rvík 27. þ. m. áleiðis til Palermo. Draka fór í gær fró Hprnafirði til Breiðafjarðarhafna. Zeehaan lestar á Ey j afjárðarhöf num. Thermo er væntanlegt til Kópa- skors.2. júní. Eimskip. Brúarfoss fór frá Vestmanna- eyjum 26/5 til Kaupmannahafn- ar. Dettifoss kom til Reykjavík- ur 26/5 frá Hamborg. Fjallfoss fór frá Rotterdam í gær til Rvík- ur. Goðafoss fór frá Reykjavík 25/5 til New York, Gullfoss fór frá Leith 27/5, var væntanlegur til Reykjavíkur í morgun. Lag- arfoss fer frá Bremen á morgun Hafnarfjörður Innritun drengia 10, 11 o« 12 ára fer fram í dag í Skáta- skálanum.við Strandgötu kl. 10—12 árdegis. Barnaverndarfuíltrúi. til Leningrad og Hamborgar. Reykjafoss fór jfrá Vestmanna- eyjum 25/5.til Lysekil, Gauta- borgar og Harnina. Tröllafoss fcr frá Sandi 28/5 til New York. Tungufoss kom til Reykjavíkur 24/5 frá Huil. M E S SU R í D A G j Ðómkirkjan: IVÍessa í da-g: (uppstigningardag) kl. 11 ár'- degis. Séra Óskar J. Porláksson. BLÖ0 O G TÍ.MARIT Samtíðin. Júníblaðið er kom- ið út og flytur fjölbreytt og / skemmtilegt efni. Ritstjþrinn. skrifar forustugrein um Flugfé- lag íslands á timamótum, en fé- lagið er tvítugt að aldri. Sonja birtir hinn vinsæla samtalsþáít sinn: Samtíðarhjónin. Guðmund ur Arnlaugsson skrifar skákþátt 1 og Árni M. Jónsson hridgeþátt. Frey-ja skrifar mjög fjölbreytta kvennaþætti. Þá er samtal við Baldur Edwins listmálara. Ást- arsagan heitir: Er maðurinn með öllum mjalla? í blaðinu eru enn. fremur: Draumaráðningar, af- mælisspár fyrir alla þá, sem fæddir eru í júní, bréfanámskeið í ísl. málfræði og stafsetningu,. vinsælir dægurlagatextar, skop-. sögur, verðlaunagetraunir o. fL' Forsíðumynd er af leikurunum Lana Turenr og Ricardo Mont- alban. -—o— Kvenfélag Laugarnessóknar. Munið kaffisöluna í dag' í kirkj uk jallaranum. Hafriarfjörður. Unglingavinnan í Krýsuvík. Innritun drengja 10, 11 og 12 ára fer fram í dag í Skátaskál- anum við Strandgötu kl. 10—12 árdegis. Barnaverridarfulltrúi. Gjafir og áheit til Langholtskirkju: Gjafkc- Fró konu (fundnir smápeningar) kr. 50. Frá hjónum í Langholts- sókn 100. Frá Jóni Guðmunds- syni, Nökkvavogi 4, alls 1000... Frá Jóni Benjamínssyni og konu. hans, Gyðu S. Jónsdóttur, Karfa. vog-i 13 1000. Frá toörnum þeirra Jóni, Öldu, Sigríði og Hönnu 300. Frá ónefndum (afh. af Örn- ólfi Valdimarssyni) 100. Áheit: Frá Jóriínu Loftsdóttur, Eikju- vogi 17 (afli-i af Bárði Sveins- syni) 500. Frá S. J. 50. Samtals kr. 3100, Beztu þakkir. F. h. safnaðarstjórnar Langholts- prestakalls. — HelgfÞorlákssou. Útvar pið 9.30 Fréttir og morguntónleikar. 11 Messa í Dómkirkjunni, (Prest ur: Séra'Óskar J.. Þorláksson. Organleikari: Jón G. Þórarins son.) - 15 Miðdegistónleikar. 19 Tónleikar (plötur). 20.20 Tónleikar (plötur). 20.40 Náttúra íslands, VII. er- indi: Gróður af akri Njál-s bónda á Bérgþórshvoli (Sturla. Friðriksson magister). 21.05 Musica sacra-, tónleikar Fé- lags íslenzkra organleikara í Laugarneskirkju 12. f. m. 21.45 Upplestur: Valdimar V.. Snævarr les frumorta og: þýdda sálma. 22.10 Þýtt og endursagt: Úr end- urminningum konu Dostojev- skis, síðari hluti (Arnheiður* Sigurðardóttir flytur). 22.35 Sinfónískir tónleikar. j I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.