Alþýðublaðið - 30.05.1957, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.05.1957, Blaðsíða 4
AtþýSublaSlS Fimmfuclagut 30. maí 1957. tirafmsfa Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundssoiu Fréttastjóri: Sigvaidi Hjálmarsseo. Blaðaraenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur GuBmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími 4906. AfgreiSslusími: 4900. PrentsmiBja AlþýðublaBsms, Hvérfisgötu 8—10. V erðbólguflokku r ÞAB kom glögglega í ljós í útvarpsumræðunum frá al- þingi undanfarin kvöld, að það er fyrst og fremst verð- bólgan, semer.að sliga þjóð- ina. -Stjórnarstefnan síðustu árin, og raunar þjóðarandinn allt frá stríðslokum, hefur leitt yfir þjóðina stöðugt kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags, svo að fram- leiðsluatvinnuvegirnir hafa ekki nándar nærri getað stað íð undir tilkostnaði. Verð- bólgan hefur þannig sýknt og heilagt grafið æ meira undan atvinnuvegunum. Það varð ljóst af málflutn- ingi þingmanna í umræðun- um, að verðbólgan jókst jafn an á undanförnum árum í réttu hlutfalli við hlutdeild Sjálfstæðisflokksins í ríkis- btjórn. Fyrsta dýrtíðarskrúf- an fór af stað, þegar Sjálf- stæðismenn sátu einir við stýrið árið 1942, og undir lok tímabils stjórnar Ólafs Thors hinnar síðustu, á síðasta sumri, komst dýrtíðaraldan enn á ný í algleyming. Ekki getur farði hjá því, að almenningur hugleiði það nána samband, sem er á milli verðbólgunnar og Sjálfstæðisflokksins. Sýni- Iega er hér um að ræða sannkallaðan verðbólgu- flokk. Hverju sætir þetta þá? Getur það í rauninni veríð gróði einhverra í þjóðfélaginu, að allt efna- hagslíf gangi úr skorðum og magn peninga verði í öfugu hlutfalli við verð- gildi? Er það mögulegt, að „stærsti stjórnmálaflokkur Iandsins“ græði á slíku öf- ugsíreymi? Víst er um það, að almenn in.gur, hinar vinnandi stétt- jr, skapendur þjóðartekn- anna, græða ekki á verð- bólgu. Venjulegast verða vinnustéttirnar langt á eftir með kjarabætur, dýrtíðin vex jafnan örar en þær fá hallann af vextinum bættan, og sömuleiðis skellur vandi útvegs og atvinnuvega yfir- leitt með mestum þunga á þeim, stundum með atvinnu- leysi, stundum með sköttum til viðreisnar framleiðslunni. Verkalýðshreyfingunni er þetta löngu ljóst, forustu- menn hennar hafa stöðugt haldið því fram undanfarið, að hærra kaup án annarra trygginga af hendi hins op- ínfeera væri skammgóður vermir. Að minnsta kosti hei ur þetta verið stefna Alþýðu flokksins um árabil. Verka- lýðsflokkarnir eru því ekkí þeir, sem verðbólguna vilja. Flokkur- .bænda hlýtur að hafa sömu skoðun á málun- um. Græða þá einhverjir á verðbólgu? Áður var á það bent, að Sjálfstæðisflokkur- inn væri hinn sannkallaði verðbólguflokkur. Skjólstæð ingar hans hljóta því að græða á peningaflóði og bólgu í fjármálalífinu. Svo er og raunin á. Sjálf stefna Sjálfstæðisflokksins, ef um nokkra stefnu er þar hægt að ræða, miðar í þessa átt. Spákaupmennska og gróða- fíkn er þar efst á baugi. Hverjum ungum manni er kennt að ota sínum tota misk unnarlaust í peningalegum efnum, nota hvert fjárafla- tækifæri út í æsar til fram- dráttar sjálfum sér, grípa hvað gæs sem gefst, þótt það hljóti að koma niður á ná- unganum. Þessi fjárplógsandi, sem fyrst og fremst má rekja til verðbólguflokksins sjálfs, er óheillavænlegur öllum þjóðum, en ekki sízt íslendingum, sem verða jafnan að gæta sín í fjár- hagsefnum, vegna fábreyti legra framleiðsluhátta. — Slíkt uppeldi æskufólks, að hver og einn eigi að oln- boga sig áfram á fjárhags- sviði, kæra sig kollóttan um þjóðarhag og aðra sam borgara, hlýtur að Ieiða til ógæfu. f kjölfar þess fer eyðslusemi, virðingarleysi fyrir fjármunum og ó- prúttni í viðskiptum. Það er hægasta leiðin til vegs fyrir menn sjálfa, ef vel gengur, en jafnframt sú þroskaminnsta og eintrján- ingslegasta. Eftir stríðið varð þessi stefna í peningamálum því miður mikils ráðandi í þjóð- félaginu. Allir þekkja út- komuna: Milliliðum hefur fjölgað, yfir framleiðslunni vofir sífelld stöðvunarhætta, verðbólgan komst í algleym- ing. Þetta skrifast fyrst og fremst á reikning þess flokks, sem verið héfur skjöldur og skjól spákaup- mennskunnar, gullgrafara- stefnunnar og ábyrgðarleys- isins í efnahagsmálunum. Sá flokkur er Sjálfstæðisflokk- urinn. Hann er því sannkall- aður verðbólguflokkur. Framhald af 1. síðu. eftir Beethoven, með undirleik Lúðrasveitar Reykjavíkur. — Ávörp: c) Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson. Lúðrasveit Rvíkur leikur: ísland ögrum skorið. d) Gunnar Thoroddsen borgarstjóri. Lúðrasveit Rvíkur leikur: Reykjavík. 3 Sjómannadagshátiðahöld: Ávörp: a) Fulltrúi ríkisstjórnar innar: Lúðvík Jósefsson. sjávar- útvegsmálaráðherra. Lúðrasv. Rvíkur leikur: Lýsti sól. b) Full trúi' útgerðarmanna: Ólafur Thors, fyrrv. forsætisráðherra. Lúðrasveit Rvíkur leikur: Gnoð úr hafi skrautleg skreið. c) Full trúi sjómanna: Rikhard Jóns- son stýrimaður. Lúðrasv. Rvík- ur leikur: íslands Hrafnistu-; menn. d) Afhending björgunar- afreksverðlauna og íþróttaverð launa, Henry Hálfdansson, for- maður Fulltrúaráðs Sjómanna- dagsins. Lúðrasveit Rvíkur leik ur: Ó, guð vors lands. Að því loknu verður húsið til sýnis fyr ir almenning til kl.19. •Kl. 21: Skemmtiatriði á.dans. palli á Dvalarheimilislóðirmi, en því næst hefst dans á pallin- um. Hljómsveit leikur. . Þátt- taka ókeypis fyrir þá, sem bera merki dagsins. Meðan á hátíða- höldunum stendur um daginn er öldruðum sjómönnum, sem þess óska, ætluð sæti í víkinga- skipi, sem komið er fyrir á heimilislóðinni. Sjómannakon- ur annast sölu kaldra drykkja og sælgætis. / Káupfélags Hafnfirðinga verður föstudaginn 31. maí og hefst fel. 8,30 s. d. í Alþýðuhúsinu. Dagskrá:- Samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórn Kaupfélags Háfnfirðinga. verður haldið að Skiphplti 1, hér í bænura. laugardaginn 8. júní n.k. kl. 11 f. h-. eftí-r kröfu bæjargjaldkerans í Reykjavók og tollstjórans í Reykjavík. Seldar verða 2 bókbandpressur, 1 pappsax, brotvél og: bókbandssaumavél. Greiðsla fari. fram við hámarshÖgg. Borgarfógétinn í Reykjavík. hestmannafélagsins FAKS fara fram svo sem venjulega 2. hvítasunnudag. Lokaæfing og skráning kappreiðahesta og góðhesta fer fram þrið^adaginn 4. júní n.k. kl. 8 e. h. Stjórn liestamannafél. Fálks BILAHAPPDRÆTTI Krabbameinsfélags Reykjavíkur VINNINGAR: 1 85 þús. kr. bifreið 2. 25 þús. kr. viðtæki Miðinn kostar aðeins 20 krónur. Upplagið lítið. Aðalútsala: Skrifstofa félagsins í Blóðbankanum við Barónsstíg. Sími: 6947. Herðum sóknina gegn alvarlegasta sjúkdóminum. El heldur almennan félagsfund í Iðnó föstudaginn 31. þ. m. kl, 8,30, __ Fundarefni: Kjaradeila V. R. Verzíunarmannafélag Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.