Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1957næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Alþýðublaðið - 05.07.1957, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.07.1957, Blaðsíða 6
AíþýSubíaSíí Föstudagur 5. júlí 1957 Útgeíandi: Alþýöuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og, Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími 4906. Afgreiðslusími: 4900. Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. Ny hreinsun í Moskva ÞÆR fréttir berast nú út um heimsbyggðina, að enn einu sinni hafi verið hreins- að til í æðstaráði þeirra í Moskvu. Virðist allt berida til þess, að Kxústjov og hans pótentátar hafi nú algerlega náð undirtökunum austur þar. Var fjórum meiri háttar stjómmálamönnum vikið úr æðstaráði kommúnistafiokks ins fyrir nokkru, og má þá reikna með, ef að vanda læt- ur, að þeir séu fallnar stjörn- ur af himni Sovétríkjanna. Eftirtakanlegt er, að allir þessir fjórir stjórnmálamenn eru gamlir samstarfs- og fylgismenn Stalins, og benda því líkur til, að hér sé um hreinsun Krústjovs að ræða. Eitt er athyglisvert í þess- um fréttum: Þjóðviljinn skýr ir svo frá, að brottvikning fjórmenninganna úr forsæti flokksins hafi verið sam- þykkt með öllum greiddum atkvæðum nema einu. Móló- tov hafi setið hjá. Þetta þýð- ir með öðrum orðum, að hin- ir hafa viðurkennt, að þeir séu fjandsamlegir flokki og fólki, atvinnuvegum og þjóð félagi, eins og þeim er gefið að sök. Er það óneitanlega undarleg játning, þegar um 3VO stórfelldar ásakanir á paenn, sem verið hafa í æðstu trúnaðarstöðum, er að ræða. Má þá líklega reikna Mólótov gamla hjásetuna til hetjuskapar. í sjálfu sér er ekkert við því að segja, þótt skipt sé um stjórn í Rússíá eins og í öðrum löndum. En það er framkvæmd mannaskipt- anna, sem athugaverð er. í venjulegum Iýðræðislönd um er það fólkið, kjósend- urnir, sem skiptir um stjórn, oftast að afstöðnum almennum kosningum. En í „lýðræðisríkinu" austur þar eru það fáir menn, lítil klíka, sem ákveður, hver skuli víkja og hver skuli vera við völd. Og vilji eins manns, aðalritara flokks- ins, er þar þyngst á metum, kannske oftast úrslitaorð- ið. Hánn ákveður, hvað er þjóðinni fyrir beztu og hvaða menn skuli hafnir til valda eða varpað fyrir borð. Þetta er munurinn á austrænu og vestrænu lýð- ræði. Bakaradeilan BAKARADEILAN hefur nú staðið alllengi og virðist mál til komið, að gerð sé gangskör að því að leysa hana. Samt sýnist þan vera nokkur seinagangur á hlut- unum. Veldur þetta almenn- ingi miklum óþægindum og aukakostnaði, og auk þess standa bakarasveinar uppi verklausir vikum saman, þótt vitanlegt sé, að þeir eru síður en svo hátt launaðir samanborið við hliðstæðar stéttir. Virðist ekki vera ó- réttmætt, að þeir fái nokkr- ar kjarabætur til samræming ar. Að minnsta kosti er það á allra vitorði, að aðsókn í stétt bakara er sáralítil og bendir það til þess að kjör bakarasveina séu ekki mjög eftirsóknarverð. Það vekur athygli almenn- ings í sambandi við þessa deilu, að þrátt fyrir verkfall sveinanna er haldið áfram að baka sumar brauðtegund- ir, en ekki þau brauð, sem almenningur neytir helzt og á erfiðast með að vera án. Eykur þetta almenningi stór- um kostnað og óþægindi. Þessi framleiðsla vissra brauðtegunda, þegar bakara- sveinar eiga í verkfalli, gerir deiluna alla alveg sérstæða og nokkuð annarlega. Það er því full ástæða til að hvetja alla aðila, sem hlut eiga að máli, til að hraða lausn þessarar deilu hið bráð asta. Frá og með sunnudeginum 7. júlí verða símanúmer ALÞÝÐUBLAÐSINS sem hér segir: 1 49 00 Afgreiðsla Auglýsingar. Ritstjórn - Blaðamenn 1 49 06 1 49 01 1 02 77 1 49 02 1 49 05 Ritstjóri. Framkvæmdastjóri. - Prentsmiðja. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Hverfisgötu 8—10. Utan úr heimi: NEHRU er elzti þátttakand- inn í forsætisráðherraráðstefn- unni, er brezka samveldið efnir til í Lundúnum og nú stendur yfir, en Macmillan mætir þar nú í fyrsta sinn. Því sem næst helmingur þátttakenda er frá ríkjum þeim í Asíu og Afríku, sem hlotið hafa sjálfstæði síð- asta áratuginn, og fyrr en varir verða þau ríki í meirihluta á slíkum samveldisráðstefnum. Eftir styrjöldina er samveldis- tilhögunin mikilvægust fvrir það, að hún er svo að segja eini tengiliðurinn á milli hinna auð ugu, vestrænu þjóða og hinna fátæku í Asíu og Afríku: á milli hins vestræna heims og Band- ungsbandalagsins, en að því standa þau 25 ríki í Asíu og Afríku, sem þátttakendur voru í Bandungráðstefnunni 1955. Þátttaka Kwame Nkrumah, forsætisráðherra hins nýja sam veldisríkis, Ghana, ber í senn vitni þeim árangri, er náðst hefur og þeirri hættu, sem nú steðjar að samveldinu. Hvað Indland, Pakistan og Ceylon snertir þá tóku þar stjórnmála- leiðtogar við forystu, sem að- hylltust mjög brezk sjónarmið og töldu það í alla staði sjájlf- sagt, er lönd þeirra hlutu sjálf- stæði, að þau gengu í brezka samveldið en hirtu lítt um að skilgreina nánar hver ávinning- ur þeim væri að því. En hvað framámenn ríkja eins og Gþana —- og áður en langt um líður einnig Malaja og Nigeríu ■— snertir, þá getur farið svo að þeir vilji ekki kaupa köttinn í sekknum. Eins er líklegt að framámenn hinna vestrænu ríkja í samveldinu krefjist at- huguna á því, hvort það borgi sig í raun og veru að skipu- leggja efnahags- og stjórnskipu- lagsmál viðkomandi ríkja með tilliti til þess að samveldistil- högunin megi haldast fyrir skipulagt samband ólíkustu þjóða og kynþátta. A ráðstefnu þessari verður Macmillan sá mestur vandi á höndum að endurvekja trú hinna á það að Bretar vilji fylgja þeim lögum, er þeir hafa sjálfir sett. Suezævintýrið vakti ekki aðeins mestu andúð sam- veldisríkjanna í Asíu, heldur voru brotnar þar allar reglur um samráð aðildarríkjanna og svipuð áhrif hafði síðan hin nýja landvarnatilhögun, er Bretar tóku upp. STERLINGSVÆÐIÐ OG SAMVELDISTOLLA- SVÆÐIÐ. Það er nú að koma í ljós að vandamál samveldisins eru fyrst og fremst efnahagsleg. Það er almennt viðurkennt að það sé helzti ávinningur við samveldistilhögunina að öll þátttökuríkin, að Kanada und- anskildu, mynda sterlingsvæð- ið. þar sem Bretar stjórna hin- Um sameiginlega sjóði, en sjá hiiium aðildarríkjunum þess í stað fyrir fjármagni að meira eðá minna leyti. Um leið hefur verið myndað samveldistollasvæði, og er Kanada þar með. Fær Stóra- Bretland greiðan aðgang að mörkuðum samveldisríkjanna fyrir tollaívilnanir og kaupir í staðinn landbúnaðarafurðir hinna aðildarríkjanna. Síðustu árin hefur áhugi á slíkri efnahagssamvinnu farið mjög dvínandi. Aðildarríkin hafa ausið úr sameiginlega gjaldeyrissjóðnum um 200 mill- jónir punda á ári, og Bretum hefur veitzt örðugt að bæta tapið. Um leið veitist Bretum óger- legt að uppfylla gjaldeyrisþarf- ir þátttökuríkja eins og Ind- lands, en fimm-ára-áætlun Ind- verja er nú í hættu vegna skorts á erlendum gjaldeyri. Þá krefst Ghana 100 milljóna punda fjárframlags til bvgg- ingar orkuvera við Voltafljót- ið. Tollabandalagið er einnig í hættu. Ihaldsstjórnin brezka hefur numið úr gildi samninga, er skylduðu Breta til að kaupa mestan hluta landbúnaðarfram leiðslu samveldislandanna. Fyr- ir bragðið er Nýia-Sjáland og Ástralía nú að opna markaði sína fyrir varningi frá Japan og Bandaríkjunum. Enn er sú hætta yfirvofandi að hin nýju ríki, Ghana og Mal- aja viðurkenni ekki núgildandi rétt Breta til umráða yfir doll- aratekjum samveldislandanna. Færi svo yrði það eitt nóg til þess að gull- og dollaravara- sjóði sterlingsvæðisins mundi innan skamms þrjóta. SAMEIGINLEGS ÁTAKS ER ÞÖRF. OIl þessi vandamál mætti þó leysa með sameiginlegu átaki. Samveldið gæti tekið upp þá aðferð, sem Efnahagsstofnun Evrópu hefur beitt, — opinbera þvingun til þess að aðildarrík- in miðuðu efnahagsákvarðanir sínar við sameiginlega hags- muni. Reyna mætti og frjálsari skipti á pundi og dollar. Með þátttöku samveldisins í evr- ópskri fríverzlun gætu aðildar- ríkin fengið aðgang að nýjum tekjulindum. Eða samveldin reyndu að koma á fót alþjóð- legri viðreisnaráætlun í sam- vinnu við Sameinuðu þjóðirnar eða einhverja af efnahagsstofn- unum þeirra. Framhald af 5. síðu. munn hinnar ótöldu alþýðu í öllum löndum heims, sem horft hefur varnarlaus á tilraunir stór veldanna. í því er ekkert at- riði, sem nokkur stjórnmála- flokkur getur talið sér til ávinn- ings og hann leggur áherzlu á að samningur milli stórvelda um að binda endi á kjarnorku- tilraunir krefjist fullvissu um að slíkur samningur sé haldinn og trausts á hinn aðilann. Trygg ing verður að vera fyrir því, að annar aðilinn njóti ekki betri aðstöðu en hinn. Þannig komst Schweitzer að orði í ávarpi sínu og það er ein- mitt um þessi atriði, sem nefnd armenn ræða í London þessa dagana. íslenzk æska og íslend- ingar: hafa ekki síður en aðrir hagsmuna að gæta í sambandi við það að tilraunaæði stór- veldanna verði stöðvað áður en það er um seinan. KVENNAÞÁTTUR Ritstjóri Torfhildur Steíngrímsdóttir SMEKKLEG HÚFA ÞÉR eigið áreiðanlega ein- hverja afganga af baðmullar- efni eða einhverju öðru efni í þessa einföldu en klæðilegu húfu. í hana þarf aðeins 20 X 80 sentimetra af efni og jafnmikið í fóður, en auk þess þarf rifs- band, sem er mátulega langt til að ná utan um höfuðið. Hú 'an er í átta stykkjum og sést á meðíylgjandi mynd hvern ig sniðið er búið til. Teiknið það á paiyír eftir málinu, sem gefið er á royndinni og fáið þér þá háli’t i. ykki. Sníðið síðan átta stykki úr efninu og önnur átta í fóður. Sé efnið mjög lint er gott að nota millifóður, cn einnig má hafa stífara efr.i í ’ lorinu. Sé notað millifcúur . ú að stanga saumana á því nio Saumið húfi. : saman og pressið saumana • 1 út. Saumið fþðrið á sama hú.t, en sé það mjög stíft er gott að stanga saum ana á því. Setjið fóðrið svo þannig í að og brotið inn í húfuna, lengd þess mælist eins og áður segir eftir höfðinu. Búið svo til smárúllu úr efn- inu og setjið hana á toppinn. Þið munuð ekkí síður hafa á- nægju af þessari húfu, sem þið haíið sjálfar saumað, en dýrum höttum, sem oft létta pyngjuna allmikið. Því miður er ekki hægt að birta snið af hönzkunum, ,sem fylgja með á myndinni, þar sem handstærð er svo mismunandi, að ógerlegt er að hafa þau þann ig að allir geti haft not af, en ef þér eigið snið af hönzkum, sem eru yður mátulegir, þá er smekk úr sama 'f/ýh | J legt að sauma hanzka ú ■ ■ ■■.xx?/ 1„.X efni 0g húfuna, þarf þá um 50 cm. af efni í þá. í húfuna má hafa hvers kon- ar efni, röndótt, doppótt eða ein- lit. Óska ég ykkur, lesendur góð- ir, svo til hamingju með nýju húfuna og vona að hún verði ykkur að heillafati, ___ saumar þess og ytra borðsins snúi saman. Síðan er rifsbandið stangað í brúnina að utanverðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 146. Tölublað (05.07.1957)
https://timarit.is/issue/68435

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

146. Tölublað (05.07.1957)

Aðgerðir: