Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1957næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Alþýðublaðið - 05.07.1957, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.07.1957, Blaðsíða 8
3 Föstudagur júlí 1957 AlþýS ulbiaSi Við Gallarvila Framhald- af 7. sí'ðu. stöðvarsambarid við skipstjór- ann. Hann segist verða við Galt arvita að morgni, ef veður spill- ist ekki. Um nóttina kólnar heldur í veðri og golan snýst meir til norðurs. En þetta kemur ekki að sök upp á lendinguna. A haf- inu dansa einasta örlitlar og giaðlegar öldur, sem engan usla gera upp við landið. — Og með morgninum kemur Hermóður. Guðni skipstjóri sér á auga- fcragði, að nú er ákjósanlegt tækifæri til að koma öllum varningnum á land, ef veður helzt óbreytt. Hann er því ekk- ert að tvínóna, en setur flutn- ingabátinn þegar á flot og send- ir hann með fullfermi til lands. I bátnum eru sjö rnenn, og sitja þ’eir ofan á háum hlaða af varn ingi, allir nema fyrsti stýrimað- ur á Hermóði, Ólafur Jóhann- esson, en hann heldur um stjórn Völinn. Ólafur á langan starfs- dag' að baki, sem stýrimaður á ífermóði og stjórnari flutninga bátsins. Þetta er fimmtánda sumarið hans. Þeir byrjuðu sama sumarið í vitaþjónust- itnni, Guðni skipstjóri, Ólafur sjtýrimaður og Sigurður Magn- þsson háseti. Fyrstu fimm árin voru þeir á gamla Hermóði, en hann og Súðin voru þá tvö élztu skipin í íslenzka kaup- skipafiotanum. Hér er vert að geta þess, að Guðjón Sigurðs- son hefur verið yfirvélgæzlu- maður á skipum vitaþjónust- Unnar, allt frá því að vitaflutn- ihgar hófust, eða samfellt í þrjátíu og eitt ár. Síðustu tíu árin hefur nýtt skip annazt flutninga á vitana, skip, sem sérstaklega var smíðað til að annast þessa þjónustu. Nýi Her- móður er traust og glæsilegt skip, búið öllum fullkomnustu siglingatækjum. — > Fiutningabáturinn er nú kom jnn upp undir klettahleinaina við lendinguna. Það er háfjara og allt upp úr sem upp úr get- úr staðið. Báturinn þræðir inn á milli svartra þangvaxinna skerja, en tekur niðri nokkru þður en hann nær landi. Þá er reynt að láta vélina vinna sem hún megnar, og bátsmenn .^tjaka með árum, og alltaf smá- mjakast í áttina til lands. Þeg- ár eftir eru einar tvær báts- íengdir upp í flæðarmálið, hef- ur einn bátsverja sig upp á ár- inni og stekkur í land með fest- ina. Þarna er kominn kappinn Jón Guðmundsson, ekki hár í lofti en snaggaralegur og katt- lipur. Jón aldist upp í Súganda- firði, og fer ekki dult með dá- læti sitt á æskustöðvunum, enda mun þar.gott ungurn sjó- mannsefnum að slíta barnsskón ,um. ■ Báturinn er nú landfastur og oallið byrjar. Hermóðsmenn ^axla mjölpokana hvern af öðr- jum og hlaupa við fót með þá jupp þangvaxið og glerhált grjót 'ið, líkt og þeir séu lausir og 'liðugir. Einn nýliði er með í 'Jeiknum að þessu sinni, 16 ára jpiltur, og skortir hvorki afl eða áræði til að fást við pokana, en limatilþurðir hans í stórgrýttri fjörunni eru kannski ekki alveg eins háskólaðir og hjá hinum piitunum. Og .nú verður nýlið- anum að orði við Sigurð Magn- ússon, sem hefur fimrníán ára jreynslu í djobbinu: j — Hvernig farið þið að þess- um fjanda? ! — Að hverju? Eins og býf- Urnar á þér venjist ekki grjót- inu, segir Sigurður og axlar poka. Ég sný mér að honum þegar hann hefur lagt frá sér byrðina, og segi: •— Jæja, hvernig féll þér við gamla Hermóð? Það fer bros yfir andlitið á Sigurði þegar hann segir: — O, hann var blautur og seinn, komst ekkert áfram. Það gekk á ýmsu — þá. En skipin núna, blessaður vertu, þau eru ekki til að kvarta yfir þeim. — Þú ert þá ekkert að hugsa um að breyta til með atvinnu? spyr ég. ■— Hvað áttu við? anzar Sig- urður. — Að ég fari að ganga á land? Ég hef ekki beinlínis hugsað mér það, ekki á meðan ég get staulazt skammlaust um fjörurnar hjá ykkur vitavörð- unum. — Segðu mér, Sigurður, við hvaða vita eru lendingarskil- yrðin einna erfiðust? Og Sigurður Magnússon svar- ar um hæl: — Hér við Galtarvita og Hornbjarg. . . . Eftir að farnar hafa ver- ið tvær ferðir milli skips og lands, fer strax að ganga greið- ara að koma bátnum að landi. Aðfallið segir til sín •—, og Ól- afur stýrimaður lítur kankvís- lega til mín og segir: — Nú fellur sjór í haginn. Og hér færðu Kjarnann frá Gufu- nesi. Þú ert ekkert smátækur á áburðarkaupin, sýnist mér. — Það er að svíkja eyririnn af sjálfum sér, að tíma ekki að bera á, anza ég. — Og ekki ertu smátækari á áfengiskaupin, segir stýrimað- ur. — Við erum hérna með tutt- ugu kassa af áfengi til þín. — Jæja, ég ætti þá að geta haldið sómasamlega upp á töðugjöldin, þegar þar að kem- ur, og kannski líka dreypt svo- lítið á þyrsta gesti, sem að garði bera. •—■ Ekki veit ég það, anzar stýrimaður og ber hendina fyr- ir andlitið til að leyna brosi. — Nei, ég mundi aldrei bjóða þér til veizlu með minna en fimmtíu kassa, segi ég. — Ef það þá dygði til, segir stýrimaður og er nú ekkert að leyna brosinu lengur. ■— Það er að segja, ef allt er af þessari sortinni. Líttu á vörumerkið. Og hvað sé ég? Þarna er mynd af fríðri flösku og hlæj- andi, búlduleitri bauganönnu, sem dansar léttum sporum á þessari áletrun: DRAY S'ACK SHERRY — Það sér á hvar þið fáið umbúðirnar utanum varninginn til vitavarðanna, segi ég og hlæ með piltunum. Svo segi ég: — Það er eins og íslendingum sé aldrei betur skemmt, en þegar þeir tala um brennh ín. Það. er sjálfsagt vegna þess, að þeir eru ekki enn hættir þeim leiða ávana, að pukra með flöskuna, líkt og þeir séu að eltast við lofaða stelpu, eða eitthvaö ann- að álíka hörkuspennandi. Hlátur. Ég held áfram: — Nú skulum við tala um neftóbakið. Lítið þið á. Þarna hefur hinn ágæti byrgðavörð- ur í vitagagnabúrinu, Hjalti Jónatansson, skrifað á einn brennivínskassann: Neftóbak 24 kíló. Það munar um minna. — Neftóbak fyrir fjögurþús- und og sjöhundruð krónur. Þú ætlar ekki að hafa nasastofurn- ar tómar, segir Jón Súgfirðing- ur og tekst allur á loft eins og áðan á árinni. — Nei, og ég ætti að hafa ráð á að gefa ykkur öllum einu sinni í nefið, og það þótt eitt- hvað fleira finnist í kassanum þeim arna, en blessað neftóbak- N S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s ( s s s s s s i. s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Kjúklingar — Bjúgu Svínakjöt — Steik Kó^elettur — Hangikjöt Kjötfars Kjötverzlanir Hjalta Lýössonar Grettisgötu 64 — Sími 2667. Hofsvallagötu Sími 2373. Hangikjöt, svið, svínakótelettur, svínasteikur, ali- kálfakjöt í buff og gullach, folaldakjöt, saltað, reykt og í gullach. — Sendum lieim. Kjöibúö Austurbæjar. Réttarholtsveg. Húsmæður! Lystaukandi, holl og fjörefnarík fæða er Harðfislcur, borðaður með góðu smjöri. Harðfiskur fæst í öllum matvörubúðum. Harðfisksalan s.f. Kjötfars Vínarpylsur Bjúgu Kjötverzl. Búrfelly Lindargötu. Sími 82750. Sími 6682. ÓBARiNN VESTFIRZKUR HARÐFISKUR. Hilmarsbúö Njálsgötu 26. Þórsgötu 15. Sími ",267. Folaklakjöt nýtt, saltað reykt Grettisgötu 5ÚB Sími 4467 Nýtt iambakjöt Bjúgu Kjötfars Fiskfars *» !3¥®gS Álfhólsvegi 32 Sími 82645 Trippakjöt, reykt — saltað og nýtt. Svið — Bjúgu. Létt saltað kjöt. i VERZLUNIN Hamraborg, Hafnarfirði. Sími 9710. Síml 7B7B SENDUM HEIM. ALLAR MATVÖRUR. Bræðraborgarstíg 43. verður símanúmer okk ar. Verð, vörur, þjónusta hvern dag við sérhvers hæfi. Búðargerði 10. Sími 81999 (verður 34999). S S s s s s S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s $ s s V s s s s s s s s s s i s * s s V s s s s s s s s s s s s s s s s s s s ið, segi ég og tek upp dósirnar. Og piltarnir fá sér í nefið, en enginn þeirra lætur sér verða á að hnerra. Að svo bú.nu hefst tunnuþátt- urinn, og það er orðið ágætt að athafna sig í lendingunni þegar síðustu olíu- og benzíntunnun- um er velt frá jflutningabátn- um og upp undir sjávarhamr- ana. Þessi tunnuþáttur er eitt- hvað það fjörlegasta í uppskip- uninni. Maddömurnar skipta tugum, eru allar hárauðar en flestar þó með gráa botna, ný- málaðar og skemmtilega þykk- ar undir belti, og senda frá sér mikil gos um leið og þeim er bylt fyrir borð. Þessar rauðu maddömur eru ekki beinlínis skapaðar til mjúklátra faðm- laga, enda taka Hermóðsmenn engum vettlingatökum á þeirn, heldur endasteypa þeim í grjót inu án minnstu miskunnar, og keyrir þá hávaðinn í maddöm- unum um þverbak. Þegar síðasti báturinn kem- ur að landi skeður kátlegt at- vik. Ein af rauðu maddömun- um vippar sér það langt frá bátnum, að ekki verður hæg- lega náð til hennar án þess að fara á bólakaf. Hermóðsmað- ur hvggst þó bjarga madd.öm- unni á þurrt, án þess beinlínis að fara á sund á eftir henni, svo skrikar honum fótur, en kenist þó á bak þeirri rauðu og hefur hana fyrir reiðskjóta til lands. Og má þetta heita sæmilegt til- brigði við söguna af Sæmundi á selnum. —o— Þannig lýkur hinu glaða sam- k'væmi við lendinguna. Vita- skipið snýr stafni til norðurs og er brátt horfið sjónurn. Ég er einn í f jörunni um síund og virði fyrir mér Vörufjallið. Já, þetta er heilt fjall. ein mikil trölladyngja af öllum heims- ins gæðum. Og nú er að flyíja fjallio. Venjulegur einfeldningur, eins og ég, sem ekkert kann fyr- ir mér í dulspekilegum fræð- um, flytur ei ki fjall rneð einni höfuðhneigingu. Það er því al- veg tilggngslaust fyrir mig að segja við fjallio: — Taktu þið upp, fljúgou heim á Vitaflöt. En þar sem ég stend þarna við rætur Vörufjallsins, ávarpa ég það samt og segi: — Já, viltu nú ekki gera svo vel og vippa þér heim á Vita- flötina. En fjallið heldur áfram að standa þar sem það er komið, bungubreitt og svipmikið, og ilmar af rúgi og hveiti og suð- rænum ávöxtum og nýreyktu hrossakjöti; gleður augað og kemur notalega við vissa parta sálarinnar, þótt það vilji ekki fljúga. Já, í þessu fjalli felast miklir fjársjóðir og dýrðlegar uppsprettul.indir. Þarna er flest það að finna sem maðurinn lifir og berst fyrir, eins og þar stend ur. Um þetta fjall var barizt í heiminum í gær og í dag og um það mun verða barizt á morgun. 'Um það hefur verið hlaðið val- köstum írá ómunatíð, og sumir segja, að um það verði háðar fólkcrustur til eilífðarnóns. Nú er ekki tóm til frekari hugleiðinga, því þarna sé ég hvar gamli Jarpur þræðir slóð- ina út fjörur í fylgd með vita- drengjunum. Jarpur er búinn reiðíngi, og á klyfberabogann Framhald á 2. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 146. Tölublað (05.07.1957)
https://timarit.is/issue/68435

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

146. Tölublað (05.07.1957)

Aðgerðir: