Alþýðublaðið - 07.07.1957, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.07.1957, Blaðsíða 1
XXXVIII. árg. Sunnudagur 7. júlí 1957 148. tbl. SafSað á öílum plönum. Mikil síld djúpf á veslursvsöinu; góöar veiðiherfur. íþróttaleikvangurinn í Laugardal. ryrsfi kappieikurinn á hinum glæsilega Lauiardaisvelli fer fram annað kvöld IMILLI 70 og 80 skip komu í gær og fyrrinótt með fullfermj síldar til Siglufjarðar. Veiddist þessi síld á vestursvæftinu djúpt í hafi og virðist þar vera gífurlega mikil síld á ferðinni. Ægir tilkynnti einnig að sést hefði mikil síld á Húnaflóa. Þykja þessar fréttir spá góðu um áframhaldandi síldveiðar því að veður er gott nyrðra, Vænta menn þess nú að síldin Fullgert mun áhorfendasvæðið rúma 30 þúsund manos, þar af 4000 í sfúku. Undirbúningurinn hófsf fyrir fimm árum. Annað kvöld kl. 20,30 hefst landsleikur á grasveíSi milli íslands og Noregs. Forsala er á aðgöngumiðum. AF OLLUM þeim miklu og margvíslegu íþróttaviðburðum sem þegar hafa átt sér stað og fram undan eru hér á landi á þessu sumri, er þó einn sem yfirskyggir alla aðra, þ. e. að hin volduga miðstöð allrar íþi-óttastarfsemi þjóðarinnar, hið glæsi- lega íþróttasvæði í Laugardalnum, skuli vera svo langt kom- ið að þar geti fyrsta íþróttakeppnin hafizt annað kvöld, mánu- daginn 8. júlí. Hlýtur sá dagur að verða öll- um íþróttamönnum og íþrótta- unnendum minnisstæður, en þann dag fer fram, svo sem kunnugt er, landsleikur Noregs og íslands í knattspyrnu. Þetta er í fyrsta sinn, sem ísland get- ur boðið til knattspyrnukeppni hér heima við aðstæður, sem í engu standa að baki því allra bezta, sem þekkist með öðrum menningarþjóðum. Á miðviku- dagirin fer svo fram landsleik- ur Danmerkur og íslands á sama stað og á föstudaginn kappleikur Noregs og Danmerk ur. Leikir þessir og heimsóknir eru í tilefni af 10 ára afmæli Knattspyrnusambands íslands og af því tilefni hefir af hálfu Reykjavíkurbæjar verið allt kap á það lagt, að leikir þessir gætu farið fram á Laugardals- vellinum, og það hefir tekizt. BYRJAÐ FYRIR 5 ÁRUM. Fyrir aðeins fimm árum var hafizt handa um undirbúning íþróttavallarins, hann var þá ræstur fram og í han borin feiknin öll af rauðamöl. Síðan var hann græddur upæp, og að undanförnu hefir hann verið sleginn og rakaður tvívegis í viku hverri og daglega vökvað- ur í þurrkatíð. Regn sem á hann fellur á greiðan aðgang niður í jörðina um malarlagið og 30 cm. vatnshalli er á honum frá miðju til beggja hliða. FULLKOMINN VÖLLUR. Völlurinn er að stærð 105x66 m. er það alþjöðleg keppnis- stærð, er hann 2 m. breiðari en Melavöllurinn. Umhverfis hann er svo breið hlaupabraut, sem enn er eigi fullgerð. Áhorfenda- svæðið mun rúma alls um 38 þúsundir manns, af því geta set- ið um 4000 manns í áhorfenda- stúkunni, sem verður 85 m. á lengd og 20 m. á breidd, þegar hún er fullgerð, en þegar eru sæti fyrir um 2000 manns. Und- ir stúkunni er mikið húsrými, 2 búningsklefar fyrir 36 manns sem eru þegar tilbúnir, baðklefii símaþjónusta fyrir alla starf- semi vallarins, aðsetur íþrótta- læknis, vallarstjóra, nuddstofa, skrifstofur o. fl. INNANHÚSSÆFINGAR í FRAMTÍÐINNI. Þá er ráðgert að byggja þar hlaupabraut innan húss, svo æfa megi frjálsar íþróttir allt árið. Fyrir miðju í stúkunni er þjóðhöfðingja vdrum og öðrum fyrirmönnum ætlaður staður, en blaðamönnum og útvarps- þulum 'til annarar handar og öðrum á'horfendum til hinnar. | Inngangur er á tveirn stöðum | að aftanverðu. Að norðanverðu er hugsað að komi hlið mikið, þar sem íþróttaflokkum er ætlað inn að ganga, gerð þess er enn ekki hafin. Fyrir um áratug síðan var þarna hafist handa fyrst, en eins og Róm var ekki byggð á einum degi má ekki búast við að jafn voldugt íþróttasvæði, eins og þarna er fyrirhugað, Framh. á 7. síðu. Á myndinni fyrir ofan sjást stæðin á íþróttavanginum í Laug- ardal. Þau eru þannig úr garði gerð, að allir áhorfendur munu njóta kappleikanna, hvar sem þeir eru staddir á áhorfendapöllum gangi inn á firðina og þá má ausa henni upp í hvernig veðrl sem er. Á gömlu síldarárunum kom síldin eins og núna fyrst á vestursvæðið og hélt sáðan aust- ur með landi, og austur fyrir, sú sem ekki lenti í síldarþrón- um. S. S. Raufarhöfn í gær. LOGN OG RLÍ©A er nú um allt síldarsvæðið og síldartorf- ur hafa víða sézt eins og sagt var frá í gær. Einfaum er mikil síld allt að 12 mílur út af Digra- nesi en engin skip eru nú fyrir austan Langanes. Hingað hafa þó komið í morgun tvö skip með 1000 tunnur, Huginn frá Norðfirði fékk 300 mála kast og síðar 100 mála kast og hafa 100 tunnur verið saltaðar af aflanum. Víðir frá Eskifirði kom einnig með 600 tunnur í ' morgun. H. V. Fundur í Fulltrúa- ráSi AlþýSuflokks FULLTRÚARÁÐ Alþýðu- flokksins í Reykjavík heldur fund í IÐNO (uppi) þriðjudag- i inn 9. júlí kl. 8,30 e. h. — Fund- arefni samkvæmt fundarboði. Menn eru beðnir að mæta vel og stundvíslega. Skemmíiferðaskipin Bergenfjord og Caronia koma effir helgina Þúsund farþegar eru með skipunum. TVO ERLEND skemmti- ferðaskip koma til landsins Handritamálið enn: r Þeir komu til Islcinds — og við það hreyttist afstaða þeirra.4Í ?? NEÐANMALSGREIN í Kristeligt Dagblad, í Kaup- mannahöfn s. 1. mánudag er eftir Jcns Marinus Jensen, forustumann danskra ung- mennafélaga og fjallar um Ungmennafélag Islands og af- mæli þess. 1 tilefni af ályktun Ungmennafélagsþingsins um handritamálið, kemur í grein hans fram ríkur skiln- ingur á sjónarmiði Islend- inga. I grein sinni segir höf- undur m. a.: Það yrði Dan- mörku til sóma, ef við skiluð- um íslandi aftur handritun- um. Nokkur þeirra voru gef- in Danakonungi fyrir löngu síðan til varðveizlu, ekki af j því, að hann var konungur Daná, heldur vegna þess að hann var þar að auki konung- ur íslands. Nú er Island sjálf- stætt ríki, og undir endanleg- an skilnað við Danmörku heyr ir einnig, að Islandi sé fengið það sem það á bæði menning- arlegan og siðferðislegan rétt til. Síðar í grein sinni segir höfundur: Þegar Finnland- hjálpin tók til starfa 1940 og leitað þátttöku almennings í Danmörku, var það gleðilegt að verða þess áskynja, hversu alþýða og almenningur brá skjótt við vegna þess hugar- þels, sem liann bar til nor- Framhald á 2. síðu. eftir helgi, Bergensfjord kemui* til Reykjavíkur á mánudags- um að Norðurlöndin væru eitt, morgun og Carolina á þriðju- dagsmorgun. Með Bergensf jord, eru 450 ferðamenn og með Caro linu um 550 manns. Ferðaskrifstofan undirbýr móttökur ferðafólksins. Á mánu dagsmorgun verður bærinn skoðaður og borðaS á Hótel Borg. Síðar um daginn verður farið til Þingvalla og beina leið í bæinn aftur. Annar hluti ferðafólksins fer til iÞngvalla um morguninn og síðan hring- ferð um Hvefagerði. 120—-150 bílar munu flytja ferðafólkið, þar sem aðeins þrír farþegar eru í hverjum bíl. Seinni daginn verður alveg sama dagskrá fyrir ferðafólkið á Carolinu. Mannmargt getur orðið á göt um bæjarins á mánudag og þriðjudag, þar sem á skipunum eru samtals 1000 manns. j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.