Alþýðublaðið - 07.07.1957, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.07.1957, Blaðsíða 4
Sunnutlagur 7. júlí 1957 £iþýgubiaglS Útgefandi: AlþýCuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarssoo. t Biaðamenn: Björgvin Guðmundsson ©g Loftur Guömundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. !' Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. Frentsmiöja Alþýðublaðsins, Hverfisgðtu 8—10. Jafnaðarmannaflokkar ÞAÐ er í rauninni kunn- ara e« frá þurfi að segja, að áhrii jafnaðarmannaflokka hafa verið geysimikil á etjórnarfar og lifnaðarhætti fólks í heiaúnum á undan- förwum áratugum. Sérstak- lega hefur þessa gætt veru- lega í Evrópu, og ekki hvað síet eftir síSustu heimsstyrj- öld. Þessara áhrifa jafnaðar- manna á stjórnarfar land- anna hefur gætt verulega, hvort setn jafnaðarmenn voru vi$ völd eða ekki. Það er einnig eftirtakan- legt, að því sterkari sem flokkar jafnaðarmanna ern, því meiri kjölfesta er í stjórnarháttum og ró í hinanlandsmálum. Er þá sama, hvort þeir halda að mestu um stjórnartaum- ana, eins og t. d. á Norður- löndum, eða mynda ábyrg- an, sívakandi stjórnarand- stöðuflokk, eins og t. d. í Englandi. Hitt er einnig auðsætt, að séu jafnaðar- mannafiokkarnir veikir og sjálfum sér sundurþykkir, er hætt við Iosi í stjórn- málum landanna, stefnu- leysi í innanlandsmálum og oft og tíðum hreinni upplausn. Þá er öfgaflokk- um til hægri og vinstri op- in leið til glundroðaverka og vandræða, og sýpur þá þjóðin öll seyðið af rótleys inu fyrr eða síðar. Eru dæmin um það deginum Ijósari. Það er einnig vitað mál, að mest af þeim menningar- verðmætum í landsháttum og félagslegum umbótum, sem þjóðfélögum er helzt talið til gildis nú á tímum, er runnið undan rifjum jafnað- armannaflokka og verkalýðs hreyfingar, sem skipulögð er og starfrækt í föstum tengsl um eða samvinnu við þá. Svo mikils eru framkvæmdir flokkanna metnar, að þótt þeir missi völd eftir runnið stjórnarskeið, dettur and- stöðuflokkunum ekki í hug að afnema né breyta í grund vallaratriðum þeim félags- legu umhótum, sem gerðar voru á stjórnartímabilinu. Sýnir þetta ljóslega, hvern þegnrétt jafnaðarstefnan hef ur unnið sér í hugum fólks, og það langt út fyrir raðir jafnaðarmannaflokkanna. Sama er uppi á tening- unum í íslenz.ku þjóðlífi. Að vísu hefur íslenzki jafnaðarmannaflokkurinn, Alþýðuflokkurinn, aldrei verið sérstaklega stór flokkur, en áhrifa hans hefur gætt á svo að segja öllum sviðum þjóðlífsins um áratugaskeið. Meira að segja hafa allir stjórnmála ílokkar á Islandi talið sér mestan hag í því að taka öðru hverju upp í sína stefnuskrá niörg atriði úr stefnuskrárliðum jafnaðar- manna. Sérhagsmunaflokk- urinn íslenzki, Sjálfstæðis- flokkurinn, hefur iðulega talið sér það helzt til gild- is, að hann starfaði á grund velli jafnaðarmanna á Norðurlöndum. Þetta þýðir í rauninni ekkert annað en það, að Sjálfstæðisflokkur- inn telur sér vænlegast tii fylgis að þykjast fylgja stefnu jafnaðarmanna. Hitt er svo annað mál, að hér er um blekkingu að ræða, en sýnir þó glögglega, að stefnumál jafnaðarmanna finna mestan hljómgrunn hjá fólkinu. Eins er um kommúnista: Hafi þeir lagt hönd á plóginn í landsmál- um eða bæjarmálum, hafa þeir einungis starfað á leið um lýðræðissinnaðra jafn- aðarmanna. Annars liafa störf þeirra orðið til ó- þurftar í íslenzku þjóðlífi. Sú upplausn, sem ríkt hef- ur í íslenzkum stjórnmálum að undanförnu, á vafalaust að meira eða minna leyti rót sína að rekja til þess, að flokkur jafnaðarmanna, Al- þýðuflokkurinn, hefur ekki verið svo stór sem skyldi í samanburði við þau áhrif, sem hann hefur haft á hugs- ■jaarhátt þjóðarinnar, stjórn- málamanna og annarra. Framkvæmd mála hefur lent í höndum þeirra, sem ekki kunnu skil á jafnaðarstefnu né markmiði félagslega hugs andi flokks. Það er því eng- inn vafi á því, að það er ís- lenzku þjóðfélagi fyrir beztu =ins og nú horfir, að flokk- ur jafnaðarmanna eflist sem mest. Þannig mun komast á jafnvægi og friðsamleg vinnubrögð í stjórnmálum landsins. Allt bendir líka til þess, að Alþýðui'lokkurinn niuni á næstu árum eflast og styrkjast. Mun þjóðin þá komast að raun um, að það verður henni til gæfu, eins og reyndin hefur orðið á annars staðar. Auglýsið í A lþýðublaðinú s s s s s y s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s REYTINGUR AF REYF ~S Til margra hluta er plastið notað. Nú er farið að nota það í gleraugu, eða ætti maður kannske að segja plastaugu. Meira að segja er talið, að 4 prós- ent skýrari sjón verði með plasti í stað glers, auk þess sem gleraugun verða helm- ingi léttari, og með nælonspöngum verða þau í raun og veru óbrjótanleg. O Farið er að framleiða rakvélar, “ sem dregnar eru upp eins og úr. Þetta er svissnesk uppfinning og kall- ast rakvélin Riviera. Aðeins þarf að draga vélina einu sinni upp til þess að raka allt venjulegt skegg, en séu menn ákaflega skeggjaðir eða skeggrótin óvenju hörð, þarf að draga fjöðrina upp tvisvar eða jafnvel oftar. Fjöðrin er ekki lengri en svo, að sex hálfhringir draga hana upp að fullu og gengur verkið þá í rúíhar tvær mínútur. Lítið heyrist í þessari úrverksrakvél, og geta menn því dundað við að raka sig með henni, hvenær sem þeim gefst tóm til, án þess að trufla náungann. Þessar rakvélar eru alldýrar ennþá. £> Enginn veit nákvæmlega tölu *-* bókanna í enska safninu Brit- ish Museum í London. Þó er talið, að um 5 millj. bindi séu í hinum tæplega hundr- að kílómetra löngu hillum safnsins. Bvrjað var að skrá safnið vísindalega árið 1931, en eftir 21 ár komust fræðimenn að þeirri niðurstöðu, að önnur 82 ár þyrfti til að ljúka við bókaskrána. Með sama hraða og nú er runnið að skránni, verður hún ekki tilbúin fyrr en árið 2036, og þá verður bókaskráin sjálf 200 bindi. Þá verður hillulengdin í safninu orð- in 130 km. 4 Hún er búin að leika á ensku leiksviði meira en 50 ár, en nú er hún allt í einu á gam- ais aldri orðin kvikmyndastjarna. A nokkr- um mán. hefur hún fengið meira borgað fyrir leik sinn í kvikmyndum en á 50 ár- um á leiksviði. Sjálf segir hún um þetta: „Eg er alltaf af segia þeim, að þeir borgi mér alltof mikið. Það er heint brjálæði í samanburði við það, sem ég fékk áður!“ Skyldi nokkur leikaranna í Hollywood láta sér slíkt um munn fara? C? Nú er farið að framleiða hand- *-* klæði, sem ofin eru eins og tafl- borð, og geta baðstrandargestir því slegið tvær flugur í einu höggi: Þurrkað sér á þeim og teflt á þeim á milli. /C 4.1gengasta kvenmannsnafn í Bandarlíkjunum er Linda, næstalgengasta María. Langalgengasta karl- mannsnafnið er Jón, þá kemur Mikael. Nýj- asta nafn, sem barn hefur verið skírt þar vestra, er Nælon. Ekki er getið um, hvort það er drengur eða telpa. 7Fyrir fimmtíu árum eða árið 1907, var ákveðið, að þjóð- kirkjuprestar í Reykjavík skyldu vera 2, dómkirkjuprestur og „annar prestur“. — Þetta sama ár var ákveðið að leggja þrjár nýjar götur í Vesturbænum: Öldugötu, Bárugötu og Ránargötu. Árið 1907 var byrjað að gefa út kristin- dómsblaðið Bjarma. Þá var líka farið að gefa út Lögbirtingablaðið. 8 Fyrir nokkru var sýnd hér á landi kvikmynd, sem kölluð var Konumorðlngjarnir. Frægiir leikarar komu fram í henni, þar á meðal Alec Guin- nes. Gömul kona lék aðalhlutverkið. Hún heitir Katie Johnson og er 78 ára gömul. 3vo er það sagan um sendisvein inn, sem hafði gerzt helzt til fingralangur. Hann vann í stóru verzlun- arfyrirtæki, og þegar upp komst um þjófn- að hans, var málið tekið fyrir á stjórnar- fundi. Þótt ekki væri um neinn stórþjófn- að að ræða, þótti stjórnarmönnum málið næsta alvarlegt. Framkvæmdastjórinn vildi bera ögn í bætifláka fyrir drenginn og sagði: „Þið ættuð nú að minnast þess, herr- ar mínir, að við byrjuðum allir í smáum stíl“. S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s SVOKALLAÐ aukamót í frjálsíþróttum með þátttöku flestallra dönsku og íslenzku landsliðsmannanna ásamt Finn unum Oswald Mildh og Jukka Piironen fór fram á íþróttavell inurn s.l. fimmtudagskvöld. Einnig keppti finnski methaf- inn í kringlukasti kvenna á mótinu, en hún heitir Inkeri Talvitae. HILMAR 10,4 SEK! Þrátt fyrir hina erfiðu keppni Hilmars í landskeppninni tókst honum að hlaupa 100 metrana á hinum frábæra tíma 10,4 sek, sem er nýtt glæsilegt íslenzkt met. Hlaup IJilmars var mjög gott, a?I: frá viðbragði, hann er í stöðugri framför, sérstaklega er úL -ld hans prýðilegt. Gam- an va i að sjá Hilmar í keppni við BjJrn Nielsen hinn norska, sem hlaupið hefur á 10,3 sek í sumar. VALBJÖRN A.r' m! Annar stórvi'j' urður var þetta árangursrí’- - kvöld, okk- ar ágæti stangar stökkvari Val- björn Þorláksson var mjög vel upplagður, þó að byrjunin væri ekki sem bezt, því að hann byrj aði á því að fella 4,00 m. Að- eins Valbjörn og Finninn Pii- ronen komust yfir 4,15, en Val- birni einum tókst að fara yfir 4,28 m. Nú var ráin hækkuð í 4,37 m, ný methæð. Valbjörn undirbýr sig mjög vel og er vel yfir, en stöngin felldi. í annari tilraun gengur allt vel og Val- björn fer vel yfir og þar með er okkar ágæti Torfi ekki lengur á metaskránni, því að Vilhjálm- ur tók langstökksmet hans á fvrri degi landskeppninnar. En stangarstökkskeppninni var ekki lokið enn. Hækkað var í 4,45 m,,en það er ekki oft, sem evrópskir stangarstökkvarar reyna við þá hæð. Valbjörn var vel yfir þessari hæð í fyrstu tilraun, en stöngin felldi, hinar tvær tilraunirnar voru ekki eins góðar. Gamla met Torfa var 4,35 m. AÐRAR GREINAR. Margar aðrar greinar voru skemmtilegar og árangur mjög góður, en sérstaka athygli vakti sigur Péturs í 110 m grinda- hlaupi og hinn góði tími hans 14,9 sek. 400 m grindahlaup O. Mildh var mjög glæsilegt og tíminn nýtt vallarmet. Thyge Thögersen keppti í 3000 m hlaupi og sigraði létti- lega á nýju vallarmeti 8:23,6 mín, sem er mjög góður tími, þegar tillit er tekið til þess, að hann hefur tvisvar tekið þátt í 10 km og 5 km hlaupi síðustu 5 daga. Benny Stender sigraði Svav- ar í 1000 m hlaupi, Stender er mjög skemmtilegur hlaupari. Varamaðurinn í kringlukast- inu, Hallgrímur Jónsson, sigr- aði iandsliðsmennina Friðrik og Löve í kringlukastinu og varð annar, en Munk-Plum sigraði á nýju dönsku meti, 49,94 m. Skúli er orðinn nokk- uð öruggur með 15,70 til 16 m. Finnska stúlkan Talvitae vakti mikla athygli, en hún setti tvö vallarmet, hljóp 80 m grindahlaup á 13,2 sek og kast- aði kringlunni 45,32 m, sem er aðeins 13 sm lakara en finnska metið, sem Talvitae á sjálf. ÚRSLIT: * 100 m hlaup. Hilmar Þorbjörnsson, Á, I@,4 (ísl. met) Vagn Koch Jensen, Danm. 10,8 Jörgen Fengel, Danm. 11,00 Höskuldur Karlsson, IBK, 11,0 1000 m hlaup. Benny Stender, Danm., 2:29,2 Framhald á 2. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.