Alþýðublaðið - 31.07.1957, Page 4

Alþýðublaðið - 31.07.1957, Page 4
4 Miðvikudagur 31. júlí 1957 Alþýgublaaiff KVIKMYNDAFRETTIR Eftirtaldar tvær fræðslu- kvikmyndir eru fvrir nokkru komnar á markaðinn í Banda ríkjunum: „Human Here- dity“ — Sýningartími 18 dity“, sýningartími 18 mín, litmynd. Fjallar hún um mannlegar erfðir og eigin- leika og áhrif menningar og umhverfis á framkomu fólks og viðbrögð. — „Anger at Work“, sýningartími 21 mín. Framleiðandi er háskólinn í Oklahoma og heibrigðismála ráðuneyti Oklahomafvlkis. Þar er skýrt frá þeim ráð- um, sem fundin hafa verið til þess að hafa hemil á al- gengum tilfinningum, svo sem reiði, gremju og von- leysi, sem draga úr líkams- þreki manna í hinu daglega lífi. , —o—- Kvikmyndin „Boy on a DoIphin“, sem byggð er á skáldsögunni eftir David Di- vine, og framleidd er af 20th Century Foxfélaginu var ný- lega frumsýnd í New York- borg, Washington, Boston og Hollywood og hlaut hún mjög góða dóma gagnrýn- enda. Sophia Loren fer með aðalhlutverkið í myndinni. Blöðin „The New York Times“ og „New York Her- ald Tribune“ luku lofsorði á leik Sophiu Loren, en þetta er fyrsta bandaríska kvik- myndin, sem hún Ieikur í. Kvikmyndin sem er tekin í Aþenu og á hinum sólríku grísku eyjum, fjallar um 2000 ára gamla myndastyttu úr gulli og kopar, sem Pha- edra (leikin af Sophiu Loren) finnur á botni sjávarins um- hverfis eyna Hydra sem hún býr á. Hún reynir að selja bandarískum fornfræðingi (leikinn af Alan Ladd) stytt- una, en alþjóðlegur svindl- ari býður henni hærri pen- ingaupphæð fyrir hana. Hún felst á að selja honum stytt- una, en verður ástfangin af fornfræðingnum og styttan verður að lokum kyrr í Grikklandi í stað þess að vera smyglað úr landi. Jean Neglesco stjórnaði töku myndarinnar, sem er bvggð á kvikmyndahandriti eftir Ivan Maffat og Dwight Taylor. Aðrir leikendur í mj'ndinni eru Clifton Webb, Jorge Mistral, Laurence Nai- smith og Alexis Minotis. Robert Wagner mun leika njósnara í myndinni „Stop- over Tokyo“, sem byggð er á skáldsögu eftir John P. Marquand. Myndin verður gerð á vegum 20th Centurj' Foxfélagsins. May Britt, ung leikkona af sænskum ættum, mun fara með aðalhlutverk- ið, enRichard Breen mun sjórna töku myndarinnar. Verkalýðsmálanefnd Álþýðuflokksins verður dregið í Happdrætti Verkalýðsmálanefndar. Hamríð meðan járnið er heitt: Fylgzf með S r Síðustu forvöð er að kaupa miða: Skrifstofa í Alþýðuhúsinu við Hverfis-P* götu — sími 15020 — 16724 og 19570. — Sendum miða Styrkið starfsemi lýðræð- isaflanna í verkalýðshreyf- ingunni — kaupið miða. Happdrættisnefndin. Með sterkri rof eindavél frá ýms- um stöðum f heim- inum í SÍÐUiSTU viku lögðu af stað hópar síarfsmanna, sem gera eiga vísindalegar athugun arstöðvar á svæðinu frá Banda- ríkjunum til Chile, en þaðan verður fylgzt með ferðum gervi hnatta þeirra, sem skotið verð- ur upp á hinu alþjóðlega jarð- eðlisfræðiári. Undanfarið ár hafa þessir menn verið. þjálfaðir í starf- rækslu sérstakra rafeindavéla, sem fylgjast með ferðum gervi- hnattanna, þegar þeim verður skotið upp 1 háloftin og þeir svífa á umferðarbrautum sín- um umhverfis hnöttinn. Þessar athugunarstöðvar eru sex og mynda þær „aðalútvegg inn“, sem búizt er við, að gervi hnettirnir muni svífa kringum á brautum sínum. Þar verður tekið á móti vísindalegum upp- lýsingum, sem berast frá gervi- hnöttunum, og þær sendar á- fram. Stöðvar þessar eru í San- tiago og Antofagasta, Chile; Ancon, Perú; Cotopaxi, Equa- dor; Havanna, Kúba og Fort Stewart, Bandaríkjunum. Helztu hlutverk þessara stöðva eru að sanna með raf- eindaathugunum, að gervihnött urinn sé á umferðarbraut sinni, að reikna nákvæmlega út, hver sé staða hinnar, að því er ætlað er, sporbaugsmynduðu umferð- arbrautar gervihnattarins, þeg- ar hann svífur yfir og milli tveggja stöðva, og taka niður upplýsingar um staðhætti í þeirri hæð, sem gervihnöttur- inn er í. Gert er ráð fyrir, að hvar sem er í heiminum verði hægt að staðsetja gervihnött- inn á umferðarbraut hans á fá- einum mínútum, um leið og hann svífur yfir staðinn. ÞESSI saga er úr norskum skóla og kennslukonan staðfestir, að hún sé sönn, segir norskt blað. Dag nokkurn áttu nemendurn- ir að segja frá Madame Curie. Einn nemandinn stóð upp og sagði: „Og svo giftist hún Jo- liot, og þar með hófst „fysisk“ samvinna meiri en nokkru sinni hefur áður þekkzt“. Gerfitungl yfir suðvesturfylkium Bandaríkjanna — eða öllu heldur mynd af gerfitungli færð inn á loftmynd, tekna á beim slóðum. Gerfitunglin verða send út í geiminn á landfræði- árinu og er áður frá þeim sagt. En mvnd bessi er og merkileg að því leyti, að hún er tekin úr eldflaug í 143,4 mílna hæð og tekur yfir 600 þúsund fermílna landssvæði. BREFAKASSINN Karföf lueinokruEi Herra ritstjóri. ÞAÐ var hérna í fyrra, áður en bæjarradíkalar Framsóknar að íhaldið og Framsókn í bænda gerðu hana að vinstri flokki, kapphlaupi sínu gáfu bændum Grænmetisverzlun ríkisins og skyldu með því leyst öll vanda mál í sambandi við sölu á græn metisafurðum bænda, einkum kartöflum. Nú er nokkur reynsla fengin af árangri þeirr- j ar ráðstöfunar. Kartöflur hafa þorrið fyrr en nokru sinni, en aðeins fengizt hungurlús utan-1 lands frá. Má vera, að það hafi að nokkru verið verkfalli yfir- manna á kaupskipaflotanum að | kenna, þó að manni virðist, að sjá hefði mátt fyrir, að þurrð yrði og verkfall og búa mætti ( nokkuð í haginn, áður en í óefni var komið. | íhaldsblaðið hér í bænum, ég man ekki hvað það heitir í svip inn, átti fyrir skemmstu tal við forstjóra fyrirtækisins, sem bændum var gefið, og segir . hann þar m. a., að brátt muni | koma á markað nýjar íslenzkar kartöflur, sem muni verða dýr- ar. Ekki hefur enn orðið vart við þessar kartöflur, en orðalag forstjórans virðist benda til, að ekki sé hér um að ræða venju- legt sumarverð á kartöflum, RAFBYLGJVRNAR FÆLA SÍLDINA GAMALL og reyndur sjó- maður kom að máli við blað- ið fyrir nokkru varðandi síld- veiðarnar og hugsanleg áhrif bergmálsdýptarmælanna á þær. Og hann var ekkert hik- andi í afstöðu sinni. „Síldar- gengdin upp að Norðurlandi hefur sennilega sjaldan verið meiri en í ár,“ sagði hann, „en síldin stöðvast ekki. Hún er jafnskjótt öll á bak og burt. Og ég er ekki í neinum vafa um að það eru rafbylgjurnar frá dýptarmælunum og radartækjunum sem; hrekja hana í burtu. Það er vísindalega sannað, að sum dýr eru næm fyrir rafsegul- byigjum, sem menn verða ekki varir. Dúfur glata t. d. áttskynjun og setjast, ef þær fljúga í grennd við útvarps- stöðvar að sendingu. Þannig villtu Þjóðverjar um fyrir bréfdúfum fjandmannanna í ófriðinum. Lax rotast við ör- vægan rafstraum í vatni. Hver treystir sér að neita því að ó- rannsökuðu máli, að síldin sé næm fyrir „bergmálsrafbyigj- um“ og flýi þær. Hér er að minnsta kosti um slíkt hags- munamál fyrir alla þjóðina að ræða, að það verður ekki með neinu móti varið að fá ekki úr þessu skorið með óyggjandi tilraunum. Því skora ég á rétta hlutaðeigendur að hefj- ast handa um slíkar tilraunir sem fyrst.“ Þetta segir gamli sjómaður- inn. Og þeim til hvatningar, sem aldrei taka mark á neinu, sem ekki kemur ertendis frá, skal bent á að erlendir vísinda menn hafa nú líka varpað fram þessari tilgátu um áhrif bergrriálsdýptarmælanna og radartækjanna, á síldveiðar heldur eitthvað enn hærra. Hvað er eiginlega að gerast hér? Er fyrst verið að skaija þurrð á katöflum til þess að hafa afsökun fyrir því að leyfa bændum síðan að selja kartöfl- ur á okurverði? Þetta er auð- vitað hætta, sem alltaf er fyrir hendi, ef hagsmunahópum er veitt eins konar einokunarað- staða. En ég vil bara í, allri góð vild benda á, að svona bissness- máti verður ekkert vel séður af bæjabúum og enn fremur, að það er ekki aðeins kosið í sveita stjórnir í vetur, heldur einnig í bæjastjórnir. Það er fullkomin óhæfa, ef láta á framleiðendur nauðsyn- legrar neyzluvöru hafa einok- unaraðstöðu, ekki aðeins á sölu vöru sinnar, heldur einnig á innflutningi þeirrar vöru. Hlýt- ur hver maður að sjá þá hættu, sem heim er boðið. með slíkri ráðstöfun. Ríkið var hinn hlut- lausi aðili, sem sjálfsagt var að trúa fyrir þessari verzlun. Vonandi grípur ríkisstjórnin í taumana og bannar óhæfilega hátt verð á kartöflum til neyt- enda. • Reykjavík, 21. júlí ’57. Einn, sem hatar spaglietti. öryrkjar og sölufurnar OFT hefur verið á það minnzt í blöðum, að öryrkjar skyldu hafa forgangsétt að rekstri söluturna. Það virðist raunar ekki nema sjálfsagt, að mönnum, sem orðið hafa fyrir því óláni, sem örorkan er, sé gert fært að vinna fyrir sér án styrkja að öllu leyti. Allir vita, hvílíkt fjármagn það kostar að stofnsetja verzl- unarfyrirtæki, og fæstir leggja út í slíkt án stórra lána, og það þótt heilbrigðir séu. Má þá nærri geta, hve auðvelt það er öryrkja að eignast einn hinna margumtöluðu söluturna. Hvar er þeim ætlað fjármagn til þess? Ég vil aðeins leyfa mér að benda hv. bæjarstjórn á þetta atriði. Reykjavík. Einn hinna sjiiku. J ) |

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.