Alþýðublaðið - 01.08.1957, Blaðsíða 1
Símar blaSsins:
Ritstjórn:
14901, 10277.
Prentsmiðjan 14905.
Símar 'Dlabslns:
Augiysingar 14906.
Auglýsingar og af-
greiSsla: 14900.
XXXVm. árg.
Fimmtudagur 1. ágúst 1957
169. tbl.
að farm
Er Einar Öígeirs-
son í Moskva!
mikið um
MENN ræða ^
það sín á miili þessa dag- ^
ana hvar Einar Olgeirsson (
^muni vera niður kominn á(
^ jarðarkringlunni. Hann mun
^hafa farið utan fyrir meira S
^en niánuði, og var þá látiö S
S í veðri vaka, að hann færi S
Sí boðsferð til Tékkóslóvak- ^
Síu og jafnvel Kína. Nú er
^það liins vegar vitað mál, •
^að allir helztu leiðtogar ^
•kommúnista, hvaðanæfa að ^
^úr heiminum er um þessar(
ýmundir saman komnir í s,
^Moskva að meðtaka fagnað-S
^arerindið af vörum Krústj-S
Spvs, arftaka Ivans grimma. S
S Það skyldi þó aldrei vera, ^
Sað þarna sé Einars að leita? ^
< S
Sýrland fær efnafiags
aðstoð frá Ráðstjórn
arríkjunum
Damaskus, miðvikudag.
FORSÆTISRÁÐHERRA
Sýrlands, Sasri Assali, sagði í
dag, að svo fremi hann viti til,
hafi Sovét-Samveldið boðið Sýr
Framhald á 2. síðu.
Samningafundur í gær og nóíí
VERULEGA hefur dregið saman með deiluaðilj-
um í farmannadeilunni og var ekki talið ósennilegt,
þegar blaðið fór í prentun á miðnætti, að deilunni lyki
í nótt. Samningafundir hafa staðið yfir nær óslitið í þrjá
sólarhringa. Hófst fundur í gær kl. 2 e. h. og mun hafa
staðið langt fram á nótt eða jafnvel til morguns.
Fá ágreiningsatriði vorú eft-
ir í gærkveldi. Hafði verið farið
í gegnum samningatillögurnar
lið fyrir lið, fyrst samninga vél-
stjóra, þá stýrimanna og loks
loftskeytamanna og ágreinings-
atriðin einangruð. Meðal þeirra
atriða, sem eftir voru, var gild
istími samninganna.
Að þessum fáu ágreiningsatr-
aðum undanskildum mun sam-
komulag hafa náðst milli samn
inganefndar farmanna og sátta-
nefndar, en eins og komið hefur
fram í fréttum, hafa útgerðar-
félögin lýst sig samþykk tillög-
um sáttanefndar með þeim fyr-
irvara, að ríkisstjórnin komi
til aðstoðar vegna aukins rekst-
urskostnaðar, er hinir nýju
um
anua, ef ekki kemur síid eftir þennan garð
Lítils háttar barst til Raufahafnar og Seyðisfjarðar
Fregn til Alþýðublaðsins SIGLUFIRÐI í gærkvöldi.
LANDLEGA hefur nú verið í marga daga og ekki borizt
bein á land. Líkur eru til að fari að lægja, og ef ekki kemur
veiði eftir þennan garð, eru menn vondaufir um allt áframhald
og jafnvel gera ráð fyrir, að sumir bátar fari suður, þar eð út-
vegsmenn kjósi heldur að Iáta þá stunda reknetjaveiðina syðra.
Fyrir garðinn voru horfur I báta, nema inni undir landi.
voru
góðar. Veiddist þá síld á Húna-
flóa og varð einnig vart inni á
Skagafirði, þar sem síld hefur
ekki sézt árum saman. — S.S.
HEILD ARSÖLTUNIN
52 ÞÚS. Á RAUFARHÖFN.
Raufarhöfn í gærkv.: Hingað
til Raufarhafnar komu þrír bát-
ar með síld í dag, sem þeir
höfðu veitt grunnt undan Digra
nesi. Þeir eru: Vöggur með 400
tunnur, Rifsnes með 400 og
Guðjón Einarsson með 250
tunnur. Flugvélin hefur ekki
leitað. Nokkur skip liggja hér
inni og allmörg munu liggja
í landvari sunnan Langaness.
Veður er slæmt úti fyrir, og
naumast veður til að fara í
Veðríð í dag
Suðvestan stinnin-gskaldi; skýj-
að. Víðast hvar rigning eða
súld. með köflum.
nema mm
Heildarsöltunin er hér í kvöld
5L953 tunnur.
Nokkur skip komu með slatta
til Seyðisfjarðar. —-■ H.V.
samningar myndu hafa í för
með sér.
Samkomulag með veslurveldunum
meginatriðl afvopnunaráællunar
Dulles, Lloyd og formenn nefnda Frakka og Kanada-
manna gengu frá því. Pineau til viðræðna
við Dulles í London í dag.
London, miðvikudag,
(NTB-AFP).
NEFNDIR Vesturveldanna
urðu í dag í nærveru John Fost
er Dulles, utanríkisráðherra
USA, sammála í meginatriðum
um áætlun um eftirlit á landi
og úr lofti. Áætlunin verður
lögð fram í nefndinni sem sam-
eiginleg yfirlýsing, undirskrif-
uð af Bandaríkjunum, Bret-
landi, Frakklandi og Kanada.
Samkvæmt dagskránni á undir-
nefndin að hafa fund seinni
hluta dags á fimmtudag, en á-
reiðanleg brezk heimild telur
Átökin í Oman:
Soldáninn undirbýr nýjar hernaðar
aðgerðir gegn uppreisnarmönnum
Kastali féll eftir hrezka flugárás.
Sharjah, miðvikudag.
EYÐIMERKURKASTALINN
í Zki urn rniðbik Omans gafst
upp eftir að gerð hafði verið
brezk flugárás á virkið. Utan-
ríkisráðherra soldánsins, Neil
Imis, í Masqat skýrði frá þessu
í dag. Kastalinn liggur um 80
km. suður af aðalstöðvum upp-
reisnarmanna í Nizwa.
Utanríkisráðherrann sagði,
að sáldán vildj ekki lengur
bíða eftir hugsanlegum friðar-
umleitunum af hálfu uppreisn-
armanna, og að hann undirbúi
nýjar aðgerðir, sem sennilega
verði hernaðarlegs eðlis. Hann
sagði ,að norður-her Sultans-
ins væri nú að umkringja upp-
reisnarmenn. Engir Bretar taka
þátt í aðgerðum þessum, sagði
hann.
RÁÐIZT Á FARARTÆKI.
Brezkar orrustuþotur fengu
í dag það verkefni að gera árás-
ir á ökutæki uppreisnarmanna
um miðbik Omans. í dagskipan
til flugmannanna, sem aðsetur
hafa í Sharjah á Ræningja-
strönd, segir hins vegar, að þeir
skuli ganga úr skugga um það,
áður en þeir geri árásir sínar,
að engir menn séu í farartækj-
unum.
Talsmaður Breta í Nicosia á
Kýpur skýrði frá því í dag, að
Bourne hershöfðingi, sem e:r
yfirmaður herafla Breta í Aust-
urlöndum nær, muni fara fljúg
andi til Persaflóa á næstunni.
Framhald á 7. síðu.
óvíst hvort áætlunin verðuir
lögð fyrir fulltrúa Sovétríkj-
anna á þeim fundi.
Christian Pineau, utanríkis-
ráðherra Frakka, fer til Lond-
Framhald á 2. síðu.
Barcfagaaðferð np
reisnarmanna í
3 hermenn drepnir í
gær, 8 særðir
Algierborg, miðvikudag,
(NTB-AFP).
ÞRÍR franskir hermenn voru
drepnir og átta særðir í átök-
um milli franskra hermanna og
uppreisnarmanna nálægt landa
mærum Túnis í dag. Þetta var
þriðji áreksturinn á þessu
svæði á nokkrum dögum. Með-
al hinna særðu voru tveii'
menn úr flugvél, sem studdi
hermennina í bardaganum.
Hernaðaryfirvöldin í Álgier-
borg segja, að árekstur þessi
hafi verið mjög einkennandi
fyrir bardagaaðferð -á, sem
uppreisnarmenn tíðki í landa-
mæla'héruðunum. Fallbyssur,
sem uppreisnarmenn hafa sett
upp 1 Túnis, hófu skothríð á
franska hermenn, er tekið
höfðu stöðu Algier megin
þeirra. Samtímis réðust upp-
reisnarmenn á Ftakka aftan
frá, og þegar Frakkar hófu
gagnárás drógu uppreisnar-
menn sig í hlé yfir landamærin.
Bandaríkjamenn senda Rússum geisla-
virka ísátópa til krabbameinsrannsókna
Miklar framfarir í framleiðslu kjarnakljúfa.
Washington, miðvikudag.
AMERÍSKA kjarnorkumála-
nefndin skýrði frá því í dag, að
hún hefði leyft sendingu geisla-
virkra ísitópa til Sovétrikjanna,
þar sem þau skulu notuð við
Ovenju mikið af smáfiski út af Yestfjörðum
Uppgripaafli á handfæri í alll sumar.
UNDANFARNAR vikur og
reyndar í allt sumar, eða júní
og júlímánuð hefur verið upp-
gripaafli á handfæri hjá Vest-
fjarðabátum. Alþýðublaðið
átti í gær tal við fréttaritara
sína á Vestfjarðakjálkanum
og ber þeim sanian um, að
betri aflabrögð liafi ekki verið
á þessum slóðum í langan
tíma. Einna athyglisverðastar
eru þó þær upplýsingar, að nú
verði sjómenn varir við ó-
venju mikinn smáfisk á mið-
unum. Var svo mikið af 10 til
15 sentimetra löngum smá-
þyrkslingi á tímabili í sumar,
að hann húkkaðist á önglana,
í stórum stíl. Þykir sjómönn-
um þetta að vonum góð tíð-
indi og vonast til að þetta
verði til að auka fiskigengd-
ina við ströndina, því að slíkt
bendir til þess, að þarna sé að
vaxa upp stofn. Frá því að
landhelgin var færð út, hefur
veiði farið vaxandi á þessum
slóðum, en aldrei þó meiri en
nú og varla hafa sjómenn orð-
ið varir við slíka mergð af
smáfiski og í surnar. Breyting-
in er tvímælalaust að þakka
útvíkkun landhelginnar á sín
um tíma, sagði Hörður Hjálm-
arsson, fréttaritari blaðsins á
Flateyri. Þar eru í sumar gerð
ir út 10 bátar 2—4 tonn og
eru á hverjum háti 2—3 menn.
GÓÐUR AFLI
TOGARANNA.
Togararnir hafa aflað mjög
vel í sumar, Gyllir fær góða
veiði á Ilalamiðum og leggur
afla sinn upp í frystihúsinu.
Framhald á 3. síðu.
rannsóknir á lækningaaðferð-
um á krabbameini. I skýrslu,
sem nefndin hefur sent þinginu
segir, að nefndin hafi fallizt á
umsókn frá fyrirtækinu Che-
mesco í New York um útflutn-
ingsleyfi á litlu magui af ísitóp-
um til vísindaakademíunnar í
Moskva.
í skýrslunni segir ennfremur,
að á s. 1. hálfu ári hafi orðið'
miklar framfarir í framleiðslu
á kjarnakljúfum í því augna-
miði að auka notkun kjarnorku
á vesturlöndum í friðsamlegum
tilgangi, og í þróun kjarnorku-
vopna í varnarskyni.
Nýtt frímerki gefið
út í dag.
NÝTT frímerki er gefið út í
dag. Á frímerkinu er mynd af
forsetasetrinu að Bessastöðum.
Hefur Stefán Jónsson teiknari,
teiknað það. Verðgildi hins
nýja frimerkis er 25 kr.